Dagur - 21.07.1954, Síða 5

Dagur - 21.07.1954, Síða 5
Miðvikudaginn 21. júlí 1954 D A G U R 5 Noregsför Barnakórs Akureyrar Ferðaþættir eftir HANNES J. MAGNÚSSON,. skólastjóra (Niðurlag). Það reyndist líka svo. Þegar við komum á bryggjuna um tvöleytið næsta dag, þar sem skipið Lofoten beið okkar, var þar fyrir fjöldi fólks. Börnin sungu, þegar þau voru komin á skipsfjöl, en fólkið þyrptist að okkur, því að allir vildu fá að kveðja okkur. Þegar ég fann alla þessa ástúð og vináttu umvefja okkur, datt mér í hug það, sem An- dersen-Rysst sagði í ræðu, er hann tók á móti okkur; „Börnin eru beztu ambassadörarnir, sem við eig- um völ á.“ Svona skapast bræðralag og vinátta milli þjóða, Það var ekki laust við að tár sæust í mörgu auga, þegar skipið lagði frá landi, bæði hjá þeim, sem voru að kveðja, og hinum, sem eftir urðu. Dvöl okkar i Álasundi hafði ver- ið svo vel skipulögð, að ekki varð á betra kosið. Það var ekki gert með hangandi hendi, og af öllum þeim mörgu ágætu vinum, sem við eignuðumst þarna, held ég að við eigum móttökunefnd karlakórsins þó einna mest að þakka. Vonir standa til að hann komi til íslands næsta sumar, og gefst þá ef til vill tækifæri til að greiða eitt- hvað af þessari skuld. Rétt er að geta þess, að þarna hafði karlakórinn Geysir komið á söngför sinni til Norðurlanda, og var þeirrar komu minnzt með miklu þakklæti. Töldu söngfróðir menn þarna, að það væri tvímælalaust bezti karlakórinn, sem þangað hefði komið. Eftir þessa heimsókn til Álasunds munum við, sem nutum gestrisni og hjartahlýju Álasundsbúa, ekki vera i vafa um, að Álasund er vinabær Akureyrar. Hann er það ekki aðeins í orði, heldur einnig á borði. Förin mcð skipinu Lofoten til Bergen gekk í alla staði vel. Lofo- ten er stórt strandférðaskip, sem gengur frá Norður-Noregi til Ber- gen. Ferðin tók 14 tíma, en nálega ekkert bar á sjóveiki, enda var gott veður og oftast siglt innan skerja. Við komum kl. 4 árdegis til Ber- gen. En við höfum fengið boð um að fara ekki frá skipi fyrr en kl. 8. Myndi þá verða tekið á móti okkur. Það brást heldur ekki. Kl. 8 kom ræðismaður íslands i Bergen, Try- gve Ritland, sem hafði undirbúið komu okkar og reyndist okkur frá- bærlega vel. Skipulagði hann dvöl okkar í borginni og sýndi okkur hina mestu rausn»og gestrisni á allan hátt. Þarna á bryggjunni beið einnig barnakór útvarpsins í Ber- gen. Heilsaði hann okkur með söng, en Barnakór Akureyrar svaraði með söng. Ok nú ræðismaðurinn okkur á veitingahús. Var þar snæddur morgunverður í boði ræðismanns- ins, en því næst fór hann með okk- ur upp á Flöjen, og þótti börnun- um okkar það ævintýraleg ferð. Þegar aftur var komið niður, var börnunum skipt á dvalarheimili sín, en telpnakór útvarpsins hafði tekið að sér að sjá fyrir börnunum á meðan þau dveldu i Bergen. Nú voru þarna mættir allmargir fóstur- foreldrar barnanna okkar, og tvístr- aðist nú allur kórinn. Sumir voru dálitið kvíðandi yfir að fara til ó- kunnugra eitthvað út í borgina, ná- lega mállausir, en þegar þau hitt- ust næst, var allur kvíði úr svip þeirra. Allir höfðu hina beztu sögu að segja af l'ósturforeldrum og fóst- .ursystkinum. Og þarna lærðu börn- in fyrst verulega að bjarga sér sjálf í málinu. Að morgni hins 18. júní fengum við boð frá garðyrkjumanni einum, sem býr skammt inni á Sunnmæri, um a.ð gera sér þá ánægju að heim- sækja sig.áður en við færum. Maður, þessi heitir Reykal Eriksen og er af íslenzku bergi brotinn. Átti hann, íslenzka móður, og því fýsti liann. svo mjög að sjá hópinn. Tók hann forkunnar vel á móti okkur, sýndi okkur fyrst hin víðáttumiklu gróð- urhús, en bauð okkur að því búnu til morgunverðar á heimili sínu, og dvöldum við þar I góðu yfirlæti á meðan við máttum. Kórinn söng nokkur lög fyrir þessa góðu gest- gjafa okkar. Þessi sami maður hafði sent okkur stóran kassa kvöldið áð- ur, sem afhentur var úti í Sejlerhyt- ten, með þeim ummælum, að við mættum ekki opna hann fyrr en á Íeiðinni til Bergen. Þessi stóri kassi reyndist síðar fullur af karamelluin. Þriðjudaginn 22. júní, morgun- inn sem við fórum frá Voss, var þess óskað, að kórinn kæmi í fjöl- mennan menntaskóla þar á staðn- um og syngi þar fyrir kennara og nemendur,- Þótt tíminn væri mjög naumur, var reynt að verða við þessu. Þarna söng kórinn 6—7 lög við frábærlega góðar viðtökur. Bár- ust lionum blóm að skilnaði, og rektor þakkaði fyrir komuna. Þarna var fullur salur af nemendum og kennurum. Þess má geta, að þetta er einn af þeim fáu menntaskólum í Noregi, sem kenna forníslenzku (gammelnorsk), og höfðu kennarar og nemendur því alveg sérstakan áliuga fyrir að fá að hlusta á þenu- an íslenzka kór. Sunnudaginn 20. júní var okkur boðið í skemmtiferð um borgina, m. a. til Trollhaugen. Var þar skoð- að heimili Edwards Grieg. Einnig var skoðuð 800 ára gömul stafa- kirkja og fleira markvert. Klukkan 1 mættum við í Kon- certhallen. Þar söng barnakórinn í hljómleikaliléi nokkur lög, en þá stóðu þar yfir hljómleikar blásturs- hljómsveitar borgarinnar, sem var á förum til Belgíu til að taka þátt í samkeppni slíkra hljómsveita. — Fékk kórinn þarna liinar beztu við- tökur og góða dóma blaðanna dag- inn eftir. Hljómsveitin heilsaði kórnum með íslenzka þjóðsöngn- um, en barnakórinn svaraði með norska þjóðsöngnum. Á meðan kórinn dvaldi í Bergen, söng hann nokkur lög á segulband fyrir út- varpið. Kl. 6 þcnnan dag söng kórinn í Gömlu Bergen og fékk þar ágætar viðtökur, en á eftir var Gamla Ber- gen skoðuð, en svo nefnist byggða- og minjasafn borgarinnar. Mánudaginn 21. júní héldum við af stað frá Bergen, og var nú förinni heitið til Voss. Barnakór útvarpsins fylgdi okkur á brautar- stöðina; og margt annarra manna, einkum þó fjölskyldur þær, er við höfðum dvalið hjá. Þá var þar og ræðismaðurinn, vinur okkar. Flest- ir voru Jeystir út með gjöfum. Voru kveðjur liinar innilegustu og bréfa- skiptum. lieitið á báða bóga. Börn- in okkar höfðu eignazt þarna vini, og ég vona, að sú vinátta haldist. í sambandi við dvöl okkar í Ber- gen er skylt að geta eins manns enn, sem reyndist okkur frábærlega vel. En það var Jón Sigurðsson, Dýrfirð- ingur að ætt, er verið hefur í Ber- gen I 40 ár og lengst af vélameistari hjá Bergenska gufuskipafélaginu. Til Voss komum við kl. 4 siðd., og var okkur öllum búinn staður í lýðháskólanum. Ræðismaður Tr. Ritland liafði undirbúið komu okkar þarna 1 samráði við skóla- stjórann, Eystein Eskeland. Það hafði einnig verið undirbúinn sam- söngur í kirkjunni í Voss þetta kvöld, og fór. það allt samkvæmt áætlun. Við fengum sæmilega að- sókn og alúðlegar viðtökur, eins og alls staðar annars staðar. Þriðjudaginn 22. júní fórum við svo með hraðlestinni frá Voss til Osló. Gekk sú ferð í alla staði vel og bar margt fyrir augu á þeirri fögru leið. Sendiráðið í Osló hafði útvegað okkur náttstað í Norsk Ungdomshem. Það er ódýr dvalar- staður og kom okkur það vel. Börnin höfðu að mestu geymt aurana sína þangað til þau komu til Osló. Var því tíminn notaður til að verzla og skoða borgina. Skoðað- ur var Vigelandsgarðurinn, Ráð- húsið, skip þeirra Amundsens og Nansens, Fram, svo og Kontiki, en bæði þessi skip eru nú varðveitt og hefur verið byggt yfir þau bæði. Einn daginn var okkur boðið í skemmtisiglingu út á Oslófjörð, og annan daginn var ekið með okkur um borgina og okkur sýndir hinir markverðustu staðir. Stóð ræðismað- ur íslands fyrir þessum boðum. Föstudaginn 25. júní var allur hópurinn boðinn lieim til sendi- herrahjónanna, og dvöldum við þar lengi í góðum fagnaði. Eiga þau hjón frábærlega skemmtilegt heim- ili, og þeir, sem til þekkja, vita, að þar þarf engum að leiðast. Einn daginn söng kórinn nokkur lög á segulband fyrir norska útvarp- ið, og síðasta daginn, sem við dvöld- um í Osló, laugardag, söng kórinn á tveim stöðum úti á Bygdö. Fyrra skiptið í Folketeatret á útiskemmt- un, sem þar var haldin, en seinna um kvöldið úti ú Bygdö-Söbad. Þar voru íleiri þúsund manns, og m. a. allir Norðurlandasamkórarnir, sem voru að syngja í borginni um-þess- ar mundir. Þarna söng barnakór- inn nokkur lög við fádæma. hrifn- ingu. Sunnudaginn 27. júní var svo flogið lieim aftur með Gullfaxa, og höfðum við þá verið hálfan mánuð í Noregi. Sá tími hafði verið ótrú- lega fljótur að líða, en þetta höfðu verið viðburðarríkir og ánægjulegir dagar. Það þótti í mikið ráðizt, þegar þessi för var ákyeðin. Sumir.voru tortryggnir og héldu, að luin myndi ekki takast svo,.sem æskilegt væri, en svo er guði fyrir að þakka, að ekkert óhapp kom fyrir í jressari löngu ferð, og ég held, að allir komi glaðir og ánægðir heim, og það er von mín að börnin, sem þátt tóku í þesari för, hafi ekki aðeins haft af henni ánægju, heldur hafi þau og menutast á margan hátt, og hafi því einnig af henni mikið gagn. En þegar ég lít til.baka yfir þetta ferðalag og allan undirbúning þess, kemur mér það fyrst í hug, að þar eigum við mörgum þakkir að gjalda, bæði hér heima og í Noregi. Hér heirna stöndum við i mestri þakkarskuld við Akureyrarbæ fyrir hið rausnarlega fjárframlag til far- arinnar. Án þess liefði förin verið nálega óhugsandi. Það yrði of langt mál að telja upp alla þá, sem liata stutt okkur í orði og verki, en öll- um þeim færum við alúðar þakkir fyrir stuðning þeirra og alla veitta aðstoð. Eg vona, að eg megi full- yrða það, að börnin liafa með för þessari orðið bæði heimilum sínum, bæ sínum og landi sínu til sóma, og ég vil að lokum þakka öllum þessum elskulegu börnum fyrir sam- vinnuna og samveruna á þessu ferðalagi, svo og öðru samferða- fólki. En enginn einn maður licfur þó lagt á sig annað eins óhemju erliði og söngstjórinn, Björgvin Jörgensson. Hann hefur lagt |iar fram óhemjumikið starf við að þjálfa kórinn, og alúð hans við það hefur verið frábær, enda árangur góður að allra dómi. — Það, hefðí vcrið gaman að tilfæra liér nokkur ummæli norsku blaðanna um kór- inn og söng hans, en þetta er víst (Framhald af 4. síðu). ina.“ Og enn stendur þar á öðr- um stað: — „Kristján er þunglynt skáld, og það er mannlegt og öll- um frjálst gagnrýnislaust, en honum ber skylda til að losa sig við skandinavisman(n) og það, sem hann lserði í lýðskólanum og á Akureyri.... “ „Það er þegar orðið nóg af þessum skáldum, sem, yrkja.... fjalladrápur og drápur um íslenzkt sumar.“ „Próvinsan“ má hvergi standa upp úr. ÞAÐ ER LJÓST og ótvírsett, að bær þeirra Matthíasar og Davíðs — svo að aðeins stærstu nöfnin á því sviði séu nefnd — fæðingar- bær eða upphafsstaður lýðhreyf- inga á borð við góðtemplararegl- una og ungmennafélagsskapinn, svo að eitthvað slíkt sé talið, fer ósköpinn öll í taugarnar á Indriða ritstjóra, eins og raunar fjölmörg- um öðrum Stór-Reykvíkingum, sem ekki trúa því fyrr en í fulla hnefana, að nokkurn nýtilegan hlut geti verið að finna úti í „pró- vinsunni", nema þá helzt kringl- óttar krónur og óskáldlega aura, sem láðst hafi ennþá að alheimta til höfuðstaðarins, en ekki beri þó að slá hendinni á móti, ef í þá skyldi hægt að næla í eftirleitum ■— og svo raunar til viðbótar fá- einar „sálir" — (auðvitað í rúss- neskri merkingu, en ekki ís- lenzkri, því að á því bændamáli getur orðið sál stundum haft tals- vert mannlega og óþarflega virðu lega merkingu!) sem kunni að koma Stór-Reykvíkingastefnunni vel að marka sér við kjörborðið. Þessi skoðun er einkamál slíkra höfðingja, að vissu marki a. m. k., og skal ekki um það fengizt hér, þótt rétt þyki og sjálfsagt að benda á fyrirbrigðið til athugun- ar, hvaða flokksmenn eða opinber málgögn, sem eiga þar hlut að máli hverju sinni, og þó raunar allra helzt, þegar ummælin koma hvað óvæntast og úr harðastri átt. Annað væri þýlyndi eitt og geðleysi af hættulegustu tegund. „Lýðskólamir“ og leiðtogi æskunnar. ÆSKULÝÐSSÍÐAN birti í síð- ustu viku hugleiðingar um skóla- mál, „námsleiðann,“ sem nú er svo mjög í tízku að tala um, eins og hann hafi aldrei þekkzt áður. í sögunni! — og „skólafarganið11 allt, er þeim, sem helzt vilja troða sínuin eigin börnum til lang- skólanáms, ef mögulegt er annars að kaupa í þau vitið — verður svo oft tíðrætt um nú um sinn, síðan ætlazt var til þess, að löggjöfin gerði þar öllum jafn hátt undir höfði. — Ýmsar góðar og rétt- mætar athuganir koma raunar fram í þeirri grein. En ekki get- ur hjá því farið, að mönnum verði, þegar þeir lesa greinina, hugsað til áðurgreindra ummæla ritstjórans og andans, sem í þeim birtist í garð „lýðskólanna". Það er naumast vonlegt, að þeim mönnum, sem ekki hafa talið það ómaksins vert að læra einföldustu undirstöðuatriði móðurmálsins, eins og það er talað og ritað úti í „próvinsunni“, áður en þeir gerð- ust rithöfundar. og ritstjórar í höfuðstaðnum, liggi sérlega hlýtt orð til þeirra stofnana, sem gera einhverjar lágmarkskröfur í þeim orðið nógu langt mál að sinni. Ef til vill verður vikið að því síðar. Eftir er svo að leysa úr nokkrum f járhagslegum vandamálum kórsins, en valalaust leggst honum þar eitt-, hvað til. H. J. M. efnum, og vilja gjarnan kenna nemendum sínum að hugsa áður en þeir tala, og vera viðbúnir því að taka ábyrgð og afleiðingum orða sinna og gerða. Gefið skít í einlægnina! AÐ LOKUM aðeins ein tilvitn- un enn í áðurnefnda ritsmíð, og ber að lesa hana með tilliti til þeirrar aðstöðu og áhrifa, sem höfundurinn hefur þegar hlotið á félagsmálasviðinu og sem verð- launa-rithöfúndur: .... „Önnur óheppni Kristjáns er einlæg stjórnmálaskoðun.... Líklegasf er Kristján of mikill hjarttrúnað- armaður til þess að gefa skít í einlægnina.“ Vissulega ber þessi skoðun æskulýðsleiðtogans eng- an keim af „skandinavisma“, „lýðskólum" né neinu „niður- þrúgandi andlegu uppeldi eins og Akureyrardvöl.“! — Og ekki ber hún heldur neinn svip af sam- vinnuhreyfingunni, eins og við höfum skilið hana hér norður í „próvinsunni“, né heldur hug- sjónum, vinnubrögðum eða stefnumiðum Framsóknarflokks- ins. En kannske er hún eitthvað í ætt við atomljóðin ( sem ritstjór- inn vill raunar fremur kenna við kóbolt, sbr. setninguna: „Eg bíð eftir kóboltljóðinu") og svo auð- vitað í beinum ættartengslum við Blástarar-bókmenntirnar og öll þau menningarfyrirbrigði, sem þeim eru skyld og samflota. Ef þörf skyldi reynast á cftirmála LIKLEGAST ER, að pistill sá, sem hér hefur lítilsháttar verið gerður að umtalsefni —: og raunar ýmsir fleiri þætth- af sama toga spunnir — hafi sloppið inn í dálka Tímans án vilja og vitundar hinna raunverulegu íorráða- manna blaðsins og aðalritstjóra, enda skal því í seinustu lög trúað, að þeir telji æskilegt, að miklu oftar en þegar er orðið verði í þennan sama knérunn vegið af þeim mönnum, er sæmdir hafa verið ritstjóra-nafnbót í sam- bandi við það blað. En ef svo ólíklega skyldi þó til takast, að Tíminn gæfi,t.d.vegan þessa and- svars gegn svo furðulegu frum- hlaupi, nýtt tilefni þess að ræða menningarfyrirbærið Indriða G. Þorsteinsson og þau beinu og óbeinu verðlaun, sem hann hefur þegar hlotið fyrir Blástarar-rit- mennsku sína i heimilisblöðum okkar samvinnumanna og aðal- málgagni Framsóknarflokksins,-— er sá, sem þetta ritar, bæði fús og reiðubúinn að taka þátt í þeim umræðum, — hér í blaðinu, eða á öðrum vettvangi, eftir því sem á kann að standa — frá sínu eigr in sjónarmiði og raunar fjöl- margra annarra manna hér úti í „próvinsunni,“ — og þá ef til vill í nokkuð annarri tóntegund en rétt hefur þótt að viðhafa í þetta sinn eftir atvikum. ■(uiiiiiiiniiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiuuMiiiiiiiiiiai z z NÝJA-BÍÓ Mynd vikunnar: Hallardraugurinn 1 Sprenghlægileg og hrollvekjandi § í amerísk gamanmyncl með i BOB HOPE : Um lielgina: Rauða rósin . I Afburðasnjöll amerísk kvik- I I mynd í eðlilegum litum. | Aðalhlutverk leikur: TYRONE POWER j ^•iiHHiiiiiiiiiiiiuiiiiimiiiiniiuuiiHiiiiiiiiiiiiinnniiifc

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.