Dagur - 21.07.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 21.07.1954, Blaðsíða 8
8 Bagub Miðvikudaginn 21. júlí 1954 r I íslenclingar enn hæstir Norðurlandaþjóðanna sýnmg leik- Fréfíir frá aðalfundi Leikfélags Akureyrar Hreppakeppni í 200 m. sundinu. Eins og frá var sagt í síðasta blaði, er nú háð hreppakeppni á milli hreppanna fjögurra, sem standa að sundlauginni á Lauga- landi í Hörgárdal. Reppt er um bikar, sem Haraldur Sigurðsson íþróttakennari gaf. En hann hefur manna lengst kennt sund við þessa laug. Um síðustu helgi stóð keppni þessi þannig, að Oxnadalshreppur hefur 21%, Glæsibæjarhreppur hef- ur-14%%, Arnarneshreppur 12%% og Skriðuhreppur 11%. Sundlaugin að Laugalandi í Hörgárdal er nú opin almenningi, eins og áður hefur verlð auglýst. Á fjórða hundrað manns hafa nú þegar synt 200 metrana að Lauga- landi, og þar með verið þátttakend- ur í lrinni margumtöluðu samnor- rænu sundkeppni. En margir munu þó eiga eftir áð inna af hondum þessa þegnskýldu, sem bæði er skemmtileg og líkleg til að gefa íslandi sigurvonir, ef enginn skerst r'ir leik. Belur má, ef duga skal hér á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum, er ann- ar sundkennarinn við sundlaugina hér, Magnús Olafsson, gaf frétta- manni blaðsins í fyrradag, er þeir hittust af tilviljun á förnum vegi, höfðu þá um 800 manns lokið 200 m sundinu í sundlaug bæjarins, en vitað er um allmarga bæjarbúa, er innt hafa af höndum þegnskyldu sína í þessum efnum í sundlaugum utanbæjar, svo sem um 100 manns, að því er talið er, í sundlauginúi að Laugalandi í Hörgárdal. Horfir því harla þunglega um frammistöðu okkar Akureyringa í bæjakeppn- inni við Reykvíkinga og Hafnfirð- inga, og þar með um skerf okkar til heildarírammistöðu landsmanna í samnorrænu sundkeppninni. Þó má vera, að betur rætist úr þessu en nú horfir, þegar lengra líður. T. d. getur hin góða þátttaka og áhugi, sem komið hefur fram í sambandi við kvöldnámskeið það í sundi, er ætlað er kvenfölki hér i bænum, Rannsóknir á saltfiskskemmdum Geir Arnessen hefur á vegum Fiskifélagsins unnið að rannsókn um á saltfiskskemmdum um nokk urt skeið.í grein um þetta í júní- hefti Ægis segir Geir meðal ann- ars: „Tjónið af völdum gulunnar, undanfarin fimm ár, nemur eitt- hvað á annan tug miljóna. Hér er því um að raeða eitt af stærri vandamálum sjávarútvegsins,sem nauðsynlegt er áð krýfja til mergjar eins fljótt og auðið er.“ Frumorsök gulunnar í saltfisk- inum er talin vera sú, að saltið, þ. e. sumar tegundir þess, eru mengaðar koparefnum. Kopar- magnið er hægt að mæla á vís- indalegan hátt. Þykir sýnt, að salt það, er þessum efnum er blandað, hafi valdið hinni margumtöluðu saltfiskgulu. Með rannsóknum þessum ætti árlegu miljónatapi vegna þessara skemmda á aðalframleiðsluvöru landsmanna að vera lokið. bendingu í þá .átt,. en þar tók að læra sund fjökli kvénna, bæði ung- ar og fullorðnar, undir leiðsögn frk. Þórhöllu Þorsteinsdóttur, ÍJirótta- kennara. Að vísu hefur orðið nokk- urt uppihald á þessu starfi, því að frk. Þórhalla kennir nú sund á Svalbarðsströnd um Jrriggja vikna skeið. En hún mun taka upp aftur hina vinsælu kvöldtíma sína fyrir bæjarkonur eftir næstu helgi. Enginn góður Akureyringur má láta sinn hlut eftir liggja að stuðla að því, að bærinn haldi sóma sín- um í þessum efnum eins vel og framast er auðið. Heildarstaða íslendinga góð. Af samnorrænu sundkeppninni í heild eru annars þær fréttir helztar, að íslendingar virðast, eins og sakir standa, vera í góðri vígstöðu í hólmgöngunni við hinar frænd- þjóðirnar. — Á íslandi er Jiátttakan þegar orðin meiri en 20%, en mun minni hjá hinum Jijóðunum, síðast er fréttist, svo að íslendingar eru efstir sem stendur, og sigurhorfur þeirra nokkrar, þrátt fyrir hinn harla ósanngjarna og óeðlilega grundvöll, sem keppnin er byggð á í þetta sinn. Iðiiaðarbankinn opnar útibú á Keflavíkur- flugvelli Er islenzkum iðnáði meiri þörf lánsfjárstofnunar á flug- vellinum, en t. d. hér á Akur- eyri eða annars staðar á land- inu, utan Reykjavikurf ' Iðnaðarbanki íslands h. i. hefur nýskéð opnað útibúáKeflavíkur- flugvelli í nýjum og veglegum húsakynnum. Iðnaðarmönum annars staðar á landinu fær það furðu, að þessi staður skuli verða fyrstur fyrir valinu allra staða á íslandi að fá slíkt útibú frá aðalbankanum í Reykjavík, því áð menn höfðu haldið, áð meiri þörf væri á lánsfjárstarfsemi vegna iðnaðar- ins á ýmsum öðrum stöðum en einmitt þarna, svo sem hér á Ak- ureyri, sem verður þó að teljast mikill iðnaðarbær á íslenzkan mælikvarða, enda er vitað, að iðnaðarmenn hér hafa lagt fram fé til þess að koma Iðnaðarbank- anum á fót. En nú lítur svo út sem forráðamenn þessarar stofn- unar í höfuðstaðnum telji flug- völlinn mikilsverðari og nátengd- ari ísl. iðnaði en Akureyri og aðra bæi landsins utan Reykja- víkur! Þegar togarinn Kaldbakur hélt út á veiðar frá Reykjavík aðfara- nótt s. 1. laugardags, varð þess vart, þegar komið var út á rúm- sjó, að einn hásetann vantaði, Hall Antonsson, ungan pilt héð- an úr bænum, til heimilis að Rauðumýri 14. Þegar hvarfsins varð vart, hélt togarinn þegar til Vegur fyrir Ólafsfjarðarmúla Um þessar mundir er verið að hefja vegagerð fyrir Ólafsfjarðar- múla. Jarðýta er fyrir nokkrum dögum kominn á staðinn og ráð- gert er að koma veginum að Ófærugjá í sumar. Það er um 800 metra leið. Vegalagning fyrir Ólafsfjarðar múla er mikið hagsmunamál fyrir Ólafsfirðinga. Unnið verður í sumar fyrir 50 þúsund krónur. Norskur verkfræðingur, sem þar var á dögunum að athuga vegastæðið, mun enn ekki hafa skilað áliti sínu, en Dagur hefur það eftir góðum heimildum, að hann telji vegalagningu þarna vel framkvæmanlega. Skemmtiferðamenn hafa fundið nýjan stað í Noregi, sem er nú mjög eftirsóttur — einkum af brezkum og amer- ískum ferðalöngum — af all- óvenjulegum ástæðum. Þorp- ið heitir nefninlega HELL, en það orð þýðir, svo sem kunn- ugt er, helvíti á enska tungu. Þessi nafngift nægir til þess, að ferðamenn leggja nú í hóp- um krók á hala sinn út af hin- um algengustu ferðamanna- leiðum annars staðar í álfunni til þess eins að geta sent til kunningja sinna hrúgur af póstkortum með álíka „brönd- urum“ eins og þessum: Kveðja frá Helvíti. —Hér er steikj- andi hiti: — Wish you were here og öðrum slíkum. Og ef einhver,sem verið hefur þarna áður, er spurður til ráða, hvert farið skuli í sumarleyfinu, þykir ekki ónýtt að geta sagt: Go to Hell! — Þorp þetta, sem er lítill stöðvarbær rétt við Værnes, flugvöll Þrándheims- borgar, hefur auðvitað ekki verið seint á sér að notfæra sér þessa nýju og óvæntu frægð á ýmsan hátt. Þar hafa t. d. verið gefin út póstkort af járnbrautarstöð bæjarins, þar sem getur að líta nafnið Hell með stóru letri, en sölarlagið varpar eldrauðum logum — „Vítislogum“ á bygginguna. Kortið rennur út eins og smurt brauð, og bæjarmenn í „Víti“ græða drjúgan skilding á nafni þorpsins, eftir að því var veitt athygli og það komst í móðinn! Patreksfjarðar og fóru sjópróf þar fram. — Þegar bláðið fór í pressuna í gærkvöld,, höfðu niðurstöður sjóprófsins ekki bor- izt skrifstofu Útgerðarfélagsins hér, og vildi hún ekkert láta eftir sér hafa um málið að svo stöddu, og eru heimildarmenn blaðsins því fréttamenn í Reykjavík. , Fyrrihluti aðalfunclar Leikfélags Akureyrar vár haldinn i leikhús- kjallaranum á Akureyri þann 16. júli sl. Formaður, frú Sigurjóna Jakobsdóttir, gaf skýrslu um starf- setni félagsins á liðnu ári. Félagið tók til sýningar tvö leik- rit á árinu. Hið fyrra hét „Fjöl- skyldan í uppnámi", amerískur gamanleikur í þýðingu séra Árelí- usar Níelssonar. Leikstjóri var Guð- mundur Gunnarsson. Hitt leikritið var „Skugga-Sveinn“ sr. Matthiasar, leikstjóri Jón Norðfjörð. Alls voru sýningarkvökl 31 á Jressum tveimur leikjum, og sýningargestir ca. 7000. Auk þessa voru æfð og tekin til Reikistjarnan Marz var nú fyrir skemmstu óvenjulega nærri jörðu, eða „aðeins“ 40 millj. milna. Hefur stjaman ekki komið svo nærri jörðu á braút sinni, síðan árið 1941. Notuðu vísindamenn auðvitað tækifærið til þess að gera nýjar og nákvæmari athugan- ir á þessum nábýlishnetti okk- ar en áður hefur verið hægt að gera. — Dr. W. S. Finson, annar lærðasti stjömufræð- ingur S. - Afríku vann að athugunum þessum meðal fjölda annarra vísindamanna. Myndir, sem teknar voru við þetta tækifæri, hafa yfirleitt tekizt vel, og virðast þær leiða í ljós, að nokkrar breytingar hafa orðið á yfirborði stjörn- unnar síðan 1941, og miklar skýjamyndanir, sem munu vera þar sjaldgæfar, sáust, og - staðfesta þær, að um gufuhvölf sé þar að ræða. — Dr. Finson hefur skýrt frá því, að það sé skoðun sín og ýmissa annarra stjarnfræðinga, að græni lit- urinn, sem sums staðar sést á Marz, stafi af skófum og mosa- gróðri, en um annan gróður sé þar vart að ræða, því að æðri gróður eða líf mundi ekki geta þolað þær gífurlegu hitasveifl- ur, sem verða þar daglega. Flugvél setzt á nýja flugvöllinn Á sunnudagskvöldið lenti tveggja manna Piper Cub flugvél ó nýja flugvellinum hér innan við bæinn. Er það önnur vélin, er þar lendir. Flugvél þessari, sem er leiguflugvél, flaug Einar Sigurðs- son frá Reykjavík ásamt ferða- félaga sínum, fyrst til Sauðár- króks og svo hingað sl. sunnud: Héðan flaug Einar austur á Kópa sker og víðar. Kveðst hann hafa viljað forða sér frá suðurlands- rigningunni í nokkra daga. Það mun nú ekkert einsdæml vera, að fólk taki sig upp í slík ferðalög í sumarleyfum sínum, enda sú leiðin að verða æ fjöl- farnari, sem um loftin liggur. flutnings í útvarp leikritin „Johan Ulfstjærne", sænskur leikur, leik- stjóri Jón Norðfjörð, og leikritið „Melkorka" eftir frú Kristínu Sig- fúsdóttur, leikstjóri Ágúst Kvaran. Leikíélagið hefur nú stórum bætt starfsskilyrði sín með Jrví að taka á leigu hið gamla húsnæði stjórnar bæjarins, Jr. e. kjallara leikhússins. Er Jretta, sem kunnugt er, allstórt húsnæði, og má gera ráð fyrir því, að J>að rúmi starfsemi Leikfélagsins fyrst um sinn. Formaður sagði einnig fréttir af Jungi Bandalags íslenzkra leikfélaga og las útdrátt úr fundargerð þings- ins. Sigurður Kristjánsson, gjaldkeri, gaf bráðabirgðaskýrslu um fjárhag félagsins, og má hann, eftir ástæð- um, teljast allgóður. Þá • var gengið til stjórnarkosn- ingar. Frú Sigurjóna Jakobsdóttir, sem verið hefur formaður undan- farin tvö ár, baðst undan endur- kosningu, og var í hennar stáð kjör- inn formaður Vignir Guðmunds- son. Úr stjórn átti að ganga Björn Þórðarson, ritari, én var endurkjör- inn, og Júlíus Ingimarsson, bún- ingastjóri, sem er fjarverandi úr bænum, og var í hans stað kjörin frú Sigríður Pálína Jónsdóttir. Aðr- ir í stjórn eru: Sigurður Kristjáns- son, gjaldkeri, og Öddur Kristjáns- son, umsjónarmaður leiktjalda. Jón Kristinsson var kjörinn varaformað- ur, og aðrir í varastjórn Björg Bald- vinsdóttir og Jón Ingimarsson. í fundarlok Jrökkuðu Jón Ingi- marsson og Bjiirn Þórðarson, auk hins nýkjörna formanns, Vignis Guðmundssonar, fráfarandi for- manni, frú Sigurjónu Jakobsdóttur, vel unnin störf í þágu félagsins, bæði fyrr og síðar. Ennfremur bauð Björn Þórðarson hinn nýkjörna formann velkominn til samstarfs. Frú Sigurjóna [takkaði hlýleg orð í sinn garð og gott samstarf við stjórn og meðlimi félagsins og ósk- aði félaginu allra heilla’í íramtíð- inni. Einn á báti í 15 ár Guðm. Salómonsson frá Bol- ungavík, sem nú er staddur hér á Akureyri í stuttri skemmtiferð, hefur stundað sjósókn frá Bol- ungavík og róið einn á báti í 15 ár. Af tilviljun leit’ hann inn á skrif- stofur Dags nú um helgina og var hann þá farinn að hugsa til heim- ferðar. Sagðist honum svo frá, að 4 skip væru á síld frá Bolungar- vík. Þau eru þessi: Einar Hálf- dáns, Völusteinn, Heiðrún og Flosi. 10 trillubátar stunda nú hand- færaveiðar þar vestra og afla rrijög vél.'í vétur var sæmilegur afli og atvinna 'góð í landi. Einar Guðfinnsson rekur hraðfrystihús og hefur nú byggingar í smíðum. 'Skapar það-auk annars góða at- vinnu. Guðmundur 'Salómonsson mun oft hafa þurft á þreki og þraut- seigju að halda uridanfarnar ver- tíðir. En líklega er það rétt, sem oft er sagt, að fólki vestur þár sé ekki fisjað saman. Heyskapur er nú fyrir stuttu hafinn í Bolungarvík. ÓJrurkar hafa valdið því, að svo seint er byrjað. Spretta er góð. Sviplegt mannhvarf á Kaldbak I stuttu máli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.