Dagur


Dagur - 05.08.1954, Qupperneq 2

Dagur - 05.08.1954, Qupperneq 2
DAGUR Fimmtudaginn 5. ágúst 1954 Séra BJÖRN 0. BJÖRNSSON: EINA ÖRYGGIÐ ER GUÐ Hátíðarprédikun flutt í Akureyrarkirkju 17. júní s. 1. Magnús Kristjánsson sjötugur Akureyringar! Blessaður er sá háttur yðar að byrja þjóðhátíðarhald með samkomu í helgidómnum. Hvílíkt tóm — hvílíkur svipur giftuleysis á örlögþrútnum tíma, ef þjóðin byrjaði ekki yfirleitt þjóðhátíðar- hald sitt með lofgerð til Gjafar- ans, Föðurins, og bæn um fyrir- gefningu og blessun! Á þeirri undirstöðu, hins vegar, verður hátíð haldin án áhyggju, af fjöri og framtíðarvon barnslegrar gleði og barnslegs trúnaðar- trausts. Hátíð, sem þá undirstöðu vantar, vill verða annað af tvennu: tómahljóðs-uppgerð eða heillum horfinn óvitaháttur. Allar þjóðir hafa allt, sem þær þurfa til batnandi framtíðar — ef þær skortir ekki blessun Drott- ins. En fyrsta skilyrðið, til að öðlast hana, er að gera sér ljóst, að hún skipti máli — hún ein skipti máli: Allt gott komi, hvað á sínum tíma, í hennar kjölfar, þar sem hennar njóti við; allt, sem kallað er gott, reynist sjón- hverfing ein og gabb þar, sem hana skorti. Þar, sem menn hafa gert sér þessi undirstöðusannindi ljós, þar munu menn og biðja um náðargjöf þeirra og þakka Guði eins og börn þær gjafir lífsins, sem þeim.hafa hlotnazt, og þeir myndu sakna sárt, ef vaijtaði. '-^' Við, sem hér erum stödd, erum (þótt fá séum) með Guðs hjálp að byrja, fyrir Akureyringa hönd — ef svo má. segja — þjóðhátíð Akureyrar á þessu ári. Á þjóð- hátíð er viðhorf einstaklinganna fyrst og fremst þjóðrænt: Ein- staklingurinn lítur þá á sjálfan sig fyrst og fremst sem hluta og nokkurs konar fulltrúa þjóðar sinnar; endurminningar- og umhyggju-efnin — og áhyggju- efnin, eftir því sem þau geta átt við — snúast þá fyrst og fremst að þjóðinni, hennar sögu og heill í nútíð og framtíð. Á þjóðhátíð — og þá einkum sérstakri helgi- stund hennar — lofum vér Guð fyrir þær stórgjafir, sem þjóðinni hafa hlotnast; á helgistund þjóð- hátíðar játum vér syndir, sem þjóðin hefur drýgt, og biðjum henni — og þar með öllum, sem vér unnum mest — vægðar, miskunnar, handleiðslu, náðar, blessunar. Á þjóðhátíð höfum vér — ef oss er ljóst, hvað til friðar horfir — meiri metnað en ella, meiri ábyrgðartilfinning, en ann- ars, um mannsæmilega fram- komu í galsa gleðinnar og skemmtunarinnar. Gjafir hefur þjóð okkar þegið — undanfarna öld — það sem lið- ið er af þessari öld, síðasta ára- tuginn — meiri en flestar aðrar þjóðir á sama tíma — meiri en nokkuru sinni fyrr í sögu vorri (ef til vill að elleftu öldinni und- antekinni og kristnitökuárinu). Fyrir rúmri öld á(tum vér ein- hver dýrlegustu skáld vorrar sögu. Alla tíð síðan hefur verið dásamleg grózka í bókmenntum vorum, en alla tíð upp úr alda- mótunum einnig í öðrum list- greinum, meir og meir. Sama þjóðarvakningin, sem bar þá undursamlegu ávexti, framleiddi úr djúpi krafta sinna Sjálfsbjarg- arþrótt á sviði efnahagslegrar af- komu, almennrar og félagslegrar menningar og þjóðfélagslegrar sjálfstjórnar. Hvorug heimsstyrj- öldin lagðist þungt á þjóð okkar, miðað við hlutskipti flestra ann- arra vestrænna þjóða, en upp úr lokum hinnar fyrri öðluðumst vér viðurkenning sem frjálst og fullvalda ríki, en endurreisn lýð- veldisins í miðri heimsstyrjöld- inni síðari. Síðan þjóðin fékk heimastjórn, en þó einkum síð- asta áratuginn, rúmlega, hefur efnahagur hennar og aðbúð fólks í hvívetna batnað svo, að til fá- dæma má telja í mannkynssög- unni, gæti eg trúað. Hér vantar kafla í ræðuna. í dag eru tíu ár liðin, síðan ís- lenzka lýðveldið var endurreist. Hvers höfum við að minnast á tíu ára afmæli lýðveldisins? Áframhalds hinna stórstígu svo- nefndu framfara — stundlegrá gæða; tækja til enn batnandi af- komu, — ef fyrst og fremst er sótzt eftir blessun Drottins. En óhjákvæmilegt er að minnast- einnig atriða, sem þessu eru ólík, en þó nátengd þeim í eitt og sama kerfi hinnar sögulegu þróunar- framvindu. Allar þjóðir eru í dag staddar í hræðilegri hættu. Sú hætta stafar bæði frá vissum áttum og svo að segja úr öllum áttum. Eg ætla ekki að ræða hér hið fyrrnefnda — fram yfir hinar ákaflega laus- legu ábendingar undanfarins máls. Hins vegar verður með engu móti undan því komist að minna með fleiri og skýrari orð- um á hina hræðilegu almennu hættu, sem öllum þjóðum okkar daga stafar af ofþroska náttúruvís inda, tækni og félagslegrar skipu- lagningar. „Ofþroski“ er ekki of fast að orði kveðið, því að allt verður að dæmast út frá sam- böndum sínum og hlutföllum. „Eldur er beztur með ýta son- um,“ segir í íslenzku fornkvæði, — en samt er „eldur í óvita hönd- um“ eitthvað við versta, sem til er. Kjarnorkuvísindin og sú tækni, sem á þeim byggir, og það almenna stig náttúruvísinda og tækni, sem kjarnorkufræðin eru svo sem toppurinn á, er allt fram komið við einsýnt ofurkapp, sem valdið hefur stórkostlegum mis- vexti í fari mannkynsins, þar sem hinar svonefndu framfarir hafa kostað vanrækslu þess, sem and- legt er. En kjarnorkufræðin og allt það kerfi er sá ,,eldur“, sem þurft hefði sambærilega aukn- ingu andlegs þroska til að fara með, svo að ekki stofnaði ger- völlum mannheimi í þann voða, sem ekkert á sér sambærilegt í mannkynssögunni. Enda eru á hvers manns vitorði dylgjur og heitingar „Austurs" og „Vesturs“ sín í milli. Kynslóð, er tekur því nærri sem sjálfsögðum hlut, að ráðgert sé að henda og skjóta sprengjum, er eyðileggi allt kvikt í heilli borg í einu skoti — skjóta þeim í þúsundatali — sprengjum, er eitri síðan löndin, svo að ekk- ert lifandi megi þar við hafast (Framhald á 6. síðu). - Bílasýningin (framhald af 1. síðu). manni, sem síðan ók í þessum vagni alla leiðina norður. Á Akureyri var geymirinn fylltur á ný eftir 489 km. akstur. Olíueyðslan á þessari leið reynd- ist vera 32,8 lítrar. Reiknist þetta til verðs, gerir þetta kr. 24,93. Og geri aðrir betur. Bifreið þessi eyðir með öðrum orðum 6,71 1. af olíu á hverja 100 km., sem með núgildandi verðlagi kosta kr 5,10. Þessi vagn var mjög þægilegur og skemmtilegur í akstri. Sams kon- ar bíll með benzínvél, en slíkar bifreiðir framleiða hinar þýzku verksmiðjur líka, eyða benzíni fyrir kr. 17,20. .Bifreiðasýningin á Akiyeyrj. i Á bifreiðasýniHgúh'ni1 eru'tV'ðA^ aðrar fólksbifreiðar með benzín- vélum. Þá er þarna 5 tonna vöru- bifreið, mjög álitleg, og siðast en ekki sízt landbúnaðarvél, sem vel er þess virði, að henni sé gaumur gefinn. En hana þyrfti að reyna við hin ýmsu störf, svo að úr því fengist skorið, hvort hún raun- verulega hentar okkur sem land- búnaðarverkfæri. Rudolf Oeser, einn af aðalfram- kvæmdastjórum Mercedes-Benz verksmiðjanna, kom sjálfur til Reykjavíkur og hingað norður, ásamt frú sinni. Hann hefur mik- inn áhuga fyrir vaxandi viðskipt- um milli íslands og Þýzkalands. Er hann til dæmis búinn að kaupa hest til reynslu, í samráði við Gunnar Bjarnason ráðunaut. Telur hann miklar líkur fyrir sölumöguleikum á þeim í heima- landi sínu, ef rétt er á haldið. Þá ætlar hann einnig að kaupa hér frosinn fisk til reynslu. Hyggur hann, að verkafólki verksmiðj- anna, sem skiptir tugum þúsunda, mundi þykja að því hinn mesti fengur að eiga þess kost að neyta íslenzka fiskjarins. Engu skal um það spáð, hvort hér sé fyrirboði vaxandi við- skipta. Hitt er þegar orðið ljóst, að margir vilja eiga bifreiðir af þeirri gerð, sem hér eru á sýning- unni, hvort sem tekst að gera hestana okkar að þeim dýra gjaldeyri, sem til þarf, eða annað. Það spáir góðu, að framkvæmda- stjóri Rudolf Oeser er með af- brigðum duglegur kaupsýslu- maður — enda af sumum nefndur „kjarnorkumaðurinn11. Nýlega átti Magnús Kristjáns- son, áður bóndi í Sandhólum, sjö- tugsafmæli. Hann dvelst nú á Akureyri. Eg, sem þessar línur rita, hef kynnzt Magnúsi einkum nú í seinni tíð. Það er skemmti- legt að ræða við hann. Hann er ætíð bjartsýnn, á menn og mál- efni og trúir á sigur hins góða. — Hann er hagleiksmaður, bæði á Ijóðasmíð, því að hann er hagyrð- ingur nokkur, og einnig hagur á trésmíði o. fl. og verklaginn. Magnús lærði ljósmyndasmíði á unga aldri og stundaði þá iðn um tíma, en brátt sneri hann sér að ræktun jarðar og hóf búskap í Eyjafirði á nokkrum stöðum fyrst, en keypti fljótlega Sand- hóla og bjó þar síðan. Bætti hann jörðina mikið að jarðabótum, svo að heyfengur margfaldaðist, og ennfremur byggði hann brátt upp öll bæjarhús. Hann hefur starfað að opinber- um málum í sveit sinni, og verk- stjóri við vegavinnu hefur hann verið og er það enn. Margoft fór hann á haustin í fjárleitir á öræf- in fram af Eyjafirði. En Magnús hefur orðið fyrir ýmsu þungbæru á lífsleiðinni. — Fyrri kona hans, Rut Lárusdóttir, dó á bezta aldri af völdum hvíta dauða, og einnig 3 börn hans, voru 2 af þeim um tvítugt, en ein dóttir lifir frá því hjónabandi. Fyrir nokkrum árum leigði hann Sandhóla og fluttist til Ak- ureyrar. '.voy ! i Annan dag hvítasunr}u, 7. -júní ’sl., varð Magnús sjötugur. Hafa víst margir kunningjar hans ætl- að að heimsækja hann þann dag. En þá gerðust þeir atburðir, að færri komu en ætlað var, enda mun hann frekar hafa mælzt til þess, því að þennan dag brann bærinn í Sandhólum til kaldra kola, með þeim sorglegu atburð- Knattspyrnumót UMSS: Hjalti sigrar Tindastól með 1:0 Fimmtudaginn 17. júlí fór fram knattspyrnumót U. M. S. Skaga- fjarðar að Sauðárkróki. Mótið hófst með því að form. sambandsins, Guðjón Ingimund- arson, íþróttakennari, hélt stutta ræðu og ‘ setti mótið. Þvi næst hélt prófessor R. Beck ræðu, en hann var gestur mótsins í boði U. M. S. S. og minnisvarðanefnd- ar Stephans G. Stephanssonar. — Að lokinni ræðu prófessorsins fór fram knattspyrnukeppni. Aðeins tvö lið áttust við: frá U. M. F. Hjalta og U. M. F. Tindastól á Sauðárkróki. Eftir skemmtilegan leik bar U. M. F. Hjalti sigur af hólmi með 1 marki gegn 0 og hlaut þar með farandbikar U. M. S. S. í ár. U. M. F. Hjalti vann einnig bikarinn í fyrra. — Eftir leikinn settust þátttakendur ásamt gestum að samdrykkju á Hótel Villa Nóva. Þar var veitt af rausn og ræður fluttar yfir borðum. G. um, sem kunnugt er. Magnús varð fyrir miklu eigna- tjóni, því að erfitt mun honum veitast að byggja upp að nýju, sem hann verður þó að gera, ef hann ætlar að eiga jörðina áfram. En þrátt fyrir erfiðleika kvart- ar Magnús aldrei, en er alltaf bjartsýnn og hress með heiðríkju í huga, sihugsandi um málefni dagsins. Seinni kona hans er Margrét Pálsdóttir, og eiga þau einn son uppkominn. Eg óska honum og vandamönn- um hans allra heilla í framtíðinni. Kunningi. Jón Hermannsson Fæddur 14. nóvember 1934; dáinn 11. íebrúar 1954. Ort undir nafni foreldra hans. Að burtu af lífssviði skyldir þú skjótt, hver skilur það óvænta kall? í kringum þig reyndist svo hógvært og hljótt, ei heyrðist þitt síðasta fall. Þú ótrauður, kappsfullur sóttir á sjó þér síðast hann hvílu þar bjó. Minning þín lifir í hjarta okkar heið svo hrein bæði og göfug í senn. O, sonurinn góði, ei löng var þín leið á lífsbraut, því hörmum þig enn. Þig systkinin kveðja og ættfólkið allt, og aðrir þér tengdir, — oss lífið finnst kalt. Að sjá þig ei framar né finna þinn yl» sem frá þér æ streymdi okkur mót. Að þú ert hér lengur í tilveru ei til, en táranna verður það bót, að framkoma þin var öll fögur og góð, og fyllti hinn gullvæga minningasjóð. Forsjónin blessi þig, síblíði son, og setji þig geislana við. Þó horfin sé ein okkar indæla von, þá eigum samt hugrekki og frið. Því blessum þig æ og biðjum þér góðs og berum fram óskir í kveðandi ljóðs. J. G. P.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.