Dagur - 05.08.1954, Page 8
s
Baguir
Fimmíudaginn 5. ágúst 1954
Humarveiðar ný afvinnugrein
Eyrbekkingar hefja nýjan atvinnuveg. Tugir
manna á Eyrarbakka bafa atvinnu við að verka
humar til útflutnings
Hundrað ára búnaðarsamtaka
í Bárðarda! minnzf með
hófi að Sandvík
Jón Marteinsson gerður heiðursfélagi
Sjávarútveginum hefur bætzt
ný framleiðslugrein, sem Eyr-
bekkingar hafa sett á laggirnar.
Það eru humarveiðar. Þessi nýja
útgerð hóf göngu sína í sumar og
má öllum vera gleðiefni, að allt
útlit er fyrir að hún ætli að gefast
vel.
Leturhumar lítið þekktur.
Togarasjómenn hafa lengi þekkt
leturhumarinn. Hann hefur oft
komið í vörpuna á vissum miðum.
Hann hefur jafnvel verið eitthvað
nýttur fyrirfarandi sumur sunn-
ánlands. Aftur á móti er Ietur-
humarinn, sem væntanlega verð-
ur brátt talinn til nytjadýra, ekki
til þeirra talinn í 8 ára gömlum
kennslubókum. Samkvæmt hinni
stuttu, en góðu reynslu þeirra
framtakssömu manna, er byrjuðu
þessar veiðar í sumar, er hætt við
að endurskoða þurfi þetta atriði
í skólabókum landsins, eða það
mun þeim skólabömum á Eyrar-
bakka finnast, sem dag hvern
vinna við humarinn.
Leturhumarinn er heldur óásjá-
legt dýr, með 10 fætur. Eru á
þeim griptengur allsterkar. Yfir
dýrinu er skel eða skjöldur.
Fram úr honum er broddur og
eru augun sitt hvoru megin við
Kínversk listiðnaðar-
sýning opnuð í barna-
skólanum hér á morgun
Frú Oddný E. Sen opnar sýn-
ingu á kinverskum listiðnaði í
húsakynnum barnaskólans hér kl.
1 e. h. á morgun.
Verður þar til sýnis margt fag-
urra og fáséðra gripa, svo sem
hvers konar vefnaður og ísaumur,
útskurður í fílabein, tré og kork,
að ógleymdum lakkmununum, en
Kínverjar hafa lengi verið frægir
fyrir listiðnað sinn á því sviði,
sem og raunar fyrir hvers konar
þjóðlegan og sérstæðan heimilis-
iðnað og listmenningu frá ómuna
tíð. — Auk listagildis hafa og
ýmsir gripa þeirra, er þarna
verða til sýnis, verulegt sögulegt
gildi.
Akureyrardeild Zonta-klúbbs-
ins aðstoðar við sýningu þessa, en
Zonta-klúbbarnir eru alþjóðleg
félagssamtök kvenna, hliðstæð
við Rotary-félagsskap karla, —
en frú Oddný E. Sen er formaður
þessa félagsskapar í Reykjavík.
Hefur hún á síðustu 17 árum þrí-
vegis haldið slíkar sýningar á
kínverskum listiðnaði í höfuð-
staðnum, enda hafa þær vakið
athygli þar og verið fjölsóttar af
því fólki, sem yndi hefur af fag-
urri og fornri list.
Sýning þessi mun standa viku-
tíma, og verður hún opin almenn-
ingi kl. 1—10 daglega.
hann. Þau eru á stuttum legg,
samsett og hreyfanleg. Letur-
humarinn hefur marga fálmara
og bitkróka og er allur hinn fer-
legasti.
Allt verðmæti er í halanum.
Halinn er vérðmætasti hluti
dýrsins og sá hluti þess, sem ætur
er og eftirsóttur. Halinn er vel
holdfylltur og mesta lostæti, að
dómi þeirra er þekkja. Neðan á
halanum 'eru sundblöðkur og 5
halafætur. Sést af öllu þessu að
skepnan er allkynleg útlits og
frábrugðin mjög þeim sjávardýr-
um, sem algengt er að veiða. En
hver veit nema hann sé líka silfur
hafsins, eins og svo fallega er
sagt um síldina, þótt ekki sé hann
silfurgljáandi eins og hún.
3 bátar á humarveiðum.
Þrír bátar hafa stundað hum-
arveiðar að undanförnu. Veiði-
tíminn er ekki orðinn langur, en
hann gefur þó góðar vonir. Lítið
er enn vitað um lifnaðarhætti
þessa nytjadýrs eða hversu mik-
ið magn er af því á miðunum.
Sjómenn fá 3 kr. fyrir kílóið.
Frystihús staðarins kaupa
humarinn og gefa 3 krónur fyrir
kílóið. Skelflettur og pakkaður í
snoturlegar umbúðir er svo
humarinn fluttur til Bandaríkj-
anna. Einnig hefur komið til
mála að heilfrysta hann og senda
hann þannig á markaðinn. Það er
að vísu einungis halinn, sem
frystur er, því að það er hann
einn af þessu margarmaða dýri,
sem notaður er þannig.
Humarmjöl.
Reynt hefur verið að gera
mjöl úr úrganginum og tókst það
ágætlega. Mjölið er fallegt og
inniheldur 50% protein og um
30w kalk. Ætti þetta mjöl því að
vera mjög verðmætt fóður.
Mikil atvinnubót.
50—60 manns vinna við þessa
nýju framleiðslugrein á Eyrar-
bakka og er það sannarlega mikil
búbót fyrir mai'ga. Konur og
börn hafa þarna góða atvinnu og
stöðuga, ef svo fer sem fram horf-
ir með veiðarnar.
Veiðarfærin, sem notuð eru við
krabbann, eru venjulegur togút-
búnaður og svo danskt humar-
troll. Veiðarnar eru stundaðar á
70—90 faðma dýpi, þar sem leir
er í botni.
Ýmis kvikindi koma í vöi'puna,
svo sem skötuselir, flæðarmýs,
gulllax, beitukóngar, trjónu-
krabbar og mörg fleiri.
En hver veit nema einmitt þessi
dýr eigi eftir að verða eftirsótt til
veiða eins og humarinn úr Sel-
vogsbanka er nú.
(Byggt á heimild blaðsins Suð-
urland).
Hreppakeppnin:
Fjölmennasti hreppur-
inn lægst, en sá fámenn-
asti efst á blaði, eins og
nú standa sakir
Að kvöldi 1. ágúst sl. var þátt-
takan svo sem hér segir í hreppa-
keppni þeirri, sem nú er háð í
sambandi við Samnorrænu sund-
keppnina, og áður hefur veríð
getið um hér í blaðinu: Oxna-
dalshreppur efstur með 24,7%;
Skriðuhreppur 15,7%; Arnar-
neshreppur 15,1% og Glæsibæj-
arhreppur með 14,6 %.
5 punda lax veiddur í
Hörgá fyrir 42 árum
Hallur Benediktsson, starfs-
maður hjá Nautgriparæktarsam-
bandinu í Eyjafirði, hringdi til
blaðsins út af laxafregninni í
Hörgá, sem Dagur gat um í vik-
unni sem leið.
Fyrir 42 árum veiddi Hallur,
sem er gamall Hörgdælingur, 5
punda lax í fyrirdráttarnet í
Hörgá neðan við Lönguhlíð. Þótti
þetta einsdæmi þá.
En þá var nóg af silungi í ánni,
og ekki verið að vega eða mæla
hverja bröndu og bókfæra, eins
og nú tíðkast. Þá var veiðin borin
heim í pokum, og voru þeir
stundum þungir. Hins vegar þótti
laxinn, sem þarna veiddist, hinn
merkilegasti.
Ekki gefa þessar laxveiðar í
Hörgá vonir um vaxandi laxa-
gengd á næstunni, að óbreyttum
aðstæðum. Mætti helzt halda, að
hér hafi verið um eitthvað van-
gæfa eða vangerða laxa að ræða,
sem ekki rötuðu til átthaganna.
Bændur í Bárðardal minntust
100 ára búnaðarsamtaka sveitar
sinnar 17. júlí síðastliðinn með
veglegu hófi að Sandvík.
Búnaðarfélagið hefur þar, eins
og víðar, fyrst og fremst helgað
búfjárrækt og jarðrækt krafta
sína. Bárðardalur er sauðfjár-
ræktarsveit frá fornu fari, og er
það enn, og lengi hefur verið
viðbrugðið afburðagóðu sauðfé
þaðan. Landgæði eru mikil, en þó
varla einhlít fremur en annars
staðar til að fá þær afurðir, sem
bárðdælskt fé hefur skilað á und-
anfömum áratugum og verið hef-
ur grundvöllur góðrar efnahags-
legrar afkomu þar í sveit.
Búnaðarfélag Bárðdæla, sem
starfað hefur óslitið síðan 1854,
hefur haft forgöngu um ýms þýð-
ingarmikil framfaramál sveitar
sinnar og héraðs á þessu tíma-
bili.
Erfið heyskapartíð á Norður-
og Austurlandi.
Litlir þurrkar eru enn á Norð-
ur- og Austurlandi Þó löguðu
menn hér um slóðir töluvert fyrir
sér í þurrkflæsu eftir síðustu
helgi. Heyskapur gengur viða
hægt, og sums staðar eru töður
teknar að skemmast að mun, en
á öðrum stöðum má þó heyskap-
artíðin kallast vandræðalítil, enda
til þau svæði, þar sem bændur
hafa þegar alhirt fyrri slátt með
allgóðri verkun.
í hófinu að Sandvik voru marg-
ar ræður fluttar og mikið sungið.
Þar voru ríkulegar veitingar, og
dans stiginn. Jón Marteinsson,
sem lengi var formaður félagsins,
var kjörinn heiðursfélagi. Ingvi
M. Gunnarsson rakti sögu félags-
ins í ræðu. Núverandi stjórn
skipa: Þorsteinn Jónsson,
Bjarnastöðum, formaður, Þórólf-
ur Jónsson, Stóru-Tungu og Páll
Jónsson yngri á Stóru-Völlum,
meðstjórnendur.
Góð sundkunnátta
bjargar 10 ára dreng
frá drukknun
Sl. fimmtudag bar svo við hér
við höfnina, er þýzkur togari, sem
þar lá við hafnarbakkann, leysti
landfestar, að 10 ára drengur,
Hersteinn, sonur Tryggva Har-
aldssonar hér í bæ, féll í sjóinn,
nálægt skrúfu skipsins, þar sem
mikil hætta var á, að sogið frá
skrúfunni næði til hans. En svo
vel vildi til, að drengurinn er
ágætlega syndur og gat bjargað
sér á sundi úr háskanum. Er
þetta ein hvatningin enn til ungra
manna og aðstandenda barna og
unglinga, að slá ekki slöku við
sundíþróttina, en Hersteinn hef-
ur lokið 9 sundstigum sem nem-
andi bamaskólans hér, og var
þannig vel undir þessa raun bú-
inn.
Hin nýja Mercedes-Benz bifreið Norðurleiðar
• <!>
<0 V
Mynd þessi sýnir hina nýju Mercedes-Benz bifreið Norðurleiða, og er hún tckin við kirkjuna á Grund
í Eyjafirði, er blaðamönnum var boðið þangað í reynsluför fyrra fimmtudag, svo scm frá er sagt í síð-
asta blaði. Myndamótið reyndist síðbúið úr Reykjavík til þess að fylgja greininni, sem þó var upp-
haflega ætlunin. — Umboðsmenn hinna heimskunnu Mercedes-Benz verksmiðja, sem smíða þessa
bílagerð, efna nú til sýningar hér í bænum á bifreiðaframleiðslu verksmiðjunnar, svo sem nánar er
greint frá á öðrum stað hér í blaðinu í dag.