Dagur - 11.08.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 11.08.1954, Blaðsíða 1
Nefnd kosin til þess að athuga möguleika á j)\í að korna upp Matthíasarsafni Á fundi bæjarráðs 22. júlí sl. samþykkti ráðið að mæla gegn því, áð bæjarstjóm gangi áð til-' btíði eiganda neðri hæðar „Sigur- hæða“, liúss þjóðskáldsins Matt- híasar, — en hann hefur boðið bænum hæðina fyrir kr. 140 þús. Bæjarstjórnarfundur var hald- inn í gærkvöldi,.og mun þar hafa verið gengið endanlega frá þessu máli: — Degi var ekki kunnugf um úrslitin, þegar gengið var frá blaðinu til prentunar, en líklegt má telja, að bæjarstjórnin hafi Kýr 500 tonna vatns- geymir hyggður í sumar .Bæjarverkfræðingfur hefur lagt fram kostnaðaráætlun um 500 tonna vatnsgeymi fyrir vatns- yeitu Akureyrar. Nemur áætlun- in kr. 165 þús., auk vinnu við tengingar og jarðfyllingu, sem enn hefur ekki verið áætlað, hvað kosta muni. Bæjarráð hefur lagt til við bæjarstjórn að ráðist verði í þetta verk nú í sumar, svo að gera má ráð fyrir, að það hafi þegar verið samþykkt að hefjast handa. samþykkt gerðir bæjarráðsins í þessu efni. Mega stjórnarvöld bæjarins vissulega naga sig í handarbökin fyrir þá skammsýni að hafna kauptilboðum í húseign þessa,.þegar hún var fáanleg fyrir sanngjarnt verð, eða lítið fé að kalla. Nú skal munum Matthíasar safnað. Á sama fundi lagði bæjarráð einnig til, að bæjarstjórn kjósi þriggja manna nefnd, sem athugi möguleika á því, að safna saman munum úr búi Matthíasar Joch- umssonar, og hafi nefndin heim- ild til að kaupa það, sem hún get- ur náð í og hún telur ástæðu til að vernda fxá glötun. Af áðurgreindum ástæðum er blaðinu ekki kimnugt um af- greiðslu bæjarstjórnar á þessu máli, en sjálfsagt má telja, að hún hafi kosið slíka Matthíasarnefnd á fundi sínum í gæikvöldi. Má um þetta segja svipáð og hið fyrra atriðið, að harla seint er hér að verið, og góðum tækifær- um þegar kastað á glæ vegna tómleika og skilningsleysis þeirra manna, sem stjórnuðu málefnum bæjarins, þegar tækifæri var og tilefni gafst til slíkrar söfnunar hér á árum áður. En hitt er og satt, sem fornkvéðið er, að „betra er seint en aldrei“. einokun? - Aðkomumaður kom rnn r rit- stjómarskrifstofur Dags nú á dögunum og kvartaði sáran yfir •viðskiptum sínum við Land- símann hér í bæ — en hann mun vafalítið haga vinnubrögð um sínum að þessu leyti eftir fyrirmælum frá æðri stöðum; — Kváðst ferðamaðurinn hafa beðið um almennt símtal við Austfirði, en fékk það svar, að hraðsamtöl ein væru tekin þar til afgréiðslu þann sprettinn. Maðurinn spurðist þá fyrir um það, hVort mörg samtöl til Austfjarða biðu afgreiðslu, en fékk þær upplýsingar, að eitt hraðsamtal biði, en EKKERT ALMENNT SAMTAL! Blaðið selur þessa sögu að vísu ékki dýrara en það keýpti hana, en hefur þó ástæðu til að halda, að hún sé sönn. En sé það svo, er hún aðeins eitt dæxnið enn — til viðbótar fjölmörgiun, sem áður hafa gerzt — því til sönnunar, hversu ákaflega gjarnt íslenzk- um ríkisstofnunum virðist til þess að gleyma því, að þeim ber skylda til að halda uppi ÞJÓNUSTU í þágu almenn- ings, en ekki ncinni einokun né okurstarfsemi að hætti Hör- mangara. „lTnimog“-dráttarvélin þýzka á bílasýningunni á Akureyri Eins og mynd þessi ber með sér, er þessi dráttarvél líkari bíl en þeim dráttarvélum, sem við eigum að venjast. Var hún reynd í brekkunni sunnan við Lækjarbakka, og var þessi mynd þar af henni tekin. — Engu verður spáð um framtíð þessa landbúnaðartækis hér á landi. Til þess þarf að vita meira um vinnuhæfni hennar við fjölbreytt landbúnaðarstörf. Véíin notar olíu til brennslu og er framleidd, eins og bííarnir á sýningunni, af hinum þýzku Mercedes-Benz verksmiðjum. (Ljósm.: V. Guðmundsson.)við. Sama máli gegnir og um þessarar. „Yorkshire Post“ og r,The Fishing News46 ræða málið Tvær grímur virðast nú teknar að renna á Breta út af lönd- unarbanninu á íslenzkum fiski þar í landi. Má sjá þess ýmis merki, að þeir óttist, að Rússar komi í þeirra stað sem ein þýð- ingarmesta viðskiptaþjóð íslendinga, og geti þeim og samherj- um þeirra stafað af því veruleg pólitísk bætta. — Má t. d. marka þetta af því, að tvö áhrifamikil blöð þar í landi hafa nýskeð og með stuttu millibili rætt þessi mál fiá nýju sjónar- miði. Hefur einkum annað þeirra, The Fishing News — sem ekki hefur alltaf túlkað málstað okkar sem vinsamlegast fram að þessu, svo a'ð ekki sé meira sagt — dregið verulega inn segl- in í þessu máli nú upp á síðkastið. Greinin í Yorkshire Post. Stórblaðið Yorkshire Post- segir í grein þeirri, er það birtir eftir Harold Champion, sem nýlega ferðaðist til íslands, að löndun- arbannið kunni áð valda nýjum erfiðleikum í sambúðinni milli austurs og vesturs, en þó einkum milli Rússa og Atlantshafsbanda- lagsins. Segir þar, að skömmu eftir að löndunarbannið skall á í Bi-etlandi, hafi Rússar boðizt til að kaupa þriðjunginn af allri fiskfi-amleiðslu íslendinga, og síð- ar hafi þeir tjáð sig fúsa til þess að taka þrjá fjórðu hluta fram- leiðslunnar. Hafi Rússar boðið heim viðskiptanefnd héðan og tekið henni með kostum og kynj- um, þegar þangað kom. Hafi ís- lendingunum verið tjáð, að enda þótt hinn forni vinur þeirra, Bretland, hafi yfirgefið þá, og Bandaríkin séu farin að ræða um hækkaða tolla og álögur á ís- lenzkan innflutning þar í landi, ættu þeir þó hauk í horni, þar sem Rússar eru, og sá vinur muni aldrei, aldrei bregðast þeim í Galli á gjöf Njarðar, en þó.... ? „Því fer.fjarri, að íslendingum þyki þetta alls kostar slæmar fréttir," segir í greininni, — en þó mun þeim vel ljóst, að Rússar vilja hafa nokkuð fyrir sinn snúð, einnig pólitískt hagræði. En fi'á beinu viðskiptasjónarmiði var upphaflega sá hængur á þessu ráði, að Rússar vildu gjalda varninginn í fríðu, þ. e. hafa vöru- skipti við íslendinga, „og það eru takmörk fyrir því, hvað 150 þús- und manna þjóð getur notfært sér af því tagi,“ segir þar. — Nú á dögum eru allir olíutankar á ís- landi — hvaða vöi'umei'ki sem á þeim kann annars að standa, — fullir af rússneskri olíu. Shell er „slegið út“, en Rússar hafa tekið ymsan annan varning, sem ís- lendingar þarfnast vegna hinnar öru atvinnuþróunar þar í landi. Endurnýjun og aukning bifreiða- kosts íslendinga — en bíllinn er þeii’ra þýðingai'mesta fai'ai'tæki á landi — kemur brátt frá Rúss- landi. Zims-bíllinn mun koma í stað Chevrolets. — „Og nú“ — bætir blaðið við — „hafa í'ússnesk stjói-narvöld fállizt á, að ekki sé við því að búast, að íslendingar geti tekið við öllu meiri varningi í vöruskiptum en þegar orðið, og senda þau því afganginn í gulli og amerískum dollunum.“ OfurlítlS stórpólitískt agnhald á rússneska öriglinum! — En Rússar hafa líka látið það ótvírætt uppi, að þeir óski að ræða aðra hluti í þessu sambandi — ósköp litla smámuni á borð við herstöðvar Ameríkumanna á ís- (Framhald á 8. síðu). Ferðamálafél. Akureyr- ar hyggst reisa skíða- skála á Selhæð og leggja veg upp þangað Ferðamálafélag Akureyrar hef- ur í hyggju að byggja skíðaskála á Selhæð og leggja veg þangað, en hæð þessi er í 5 km. fjarlægð frá bænum. Er svo ráð fyrir gert, að skálinn verði sameign skóla og félaga í bænum, og hefur Skíðasamband íslands mælt fast fram með þessari hugmynd, enda mun þarna tilvalinn staður til skíðaferða og annai'ra vetrar- íþi'ótta. — Bæjai'i'áð hefur lagt til við bæjarstjórn að taka 50 þús. kr. styrk úr bæjai'sjóði upp á fjárhagsáætlun næsta árs, og í-enni styrkurinn til vegagerðar GERIST ÁSKRIFENDUR! Siini 1166. Dagur ASKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. Gerizt áskrifendur! XXXVH. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. ágúst 1954 35. tbl. Bæjarráð hafnar kaupa Sigur- hæðir - Telur sölufilboð eigand- ans óhæfilega hátf íslenzk málefni blaðamatur á heimsvísu: Ivær orímur renna á Almenn þjónusta eða

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.