Dagur - 11.08.1954, Side 7
Miðvikudaginn 11. ágúst 1954
D AGUR
7
„Skólahurð skcllur...
EKKIVELDUR SA ER VARAR
ii
«■
(Framhald af 4. síðu).
óefnis stefnir, ef ekkert er að gert.
Fyrir fáum árum var það svo, að
oft heyrðist sagt um Akureyri og
nágrenni, að það heyrði til und-
antekningum, ef þar yrðu bílslys.
Því miður verður þetta ekki sagt
nú. Dæmin eru þar deginum ljós-
ari.
Nú kann að verða spurt um,
hvað sé hægt að gera og vafalaust
kemur þá margt til greina. E. t. v.
kann að vera nauðsynlegt að setja
fastari reglur um umferðahraða
og ökuhætti, auka eftirlit, beita
viðurlögum og valdi, þegar út af
ber o. s. frv. Allt slíkt og margt
fleira kæmi að sjálfsögðu til at-
hugunar, en áreiðanlega nægir
það ekki. Það, sem þarf að gera,
er að skapa almenningsálit, sem
metur mest hóflegan hraða og
'ullkomið öryggi, augljósa ábyrgð
u-tilfinningu og tillitssemi. Fyrir
bessu ber að reka áróður. Sé það
gert lengi og af mörgum aðiljum,
þá vinnst eitthvað. Það þarf að
boða, sýknt og heilagt þá stað-
reynd, að eftir því sem vegurinn
er betri og farartækið fullkomn-
ara, þeim mun minni er þörfin
fyrir geysilegan hraða. Mestu
máli skiptir að komast klakklaust
leiðar sinnar og valda hvorki
jjálfum sér né öðrum óþægindum
;g tjóni. „Kemst, þó hægt fari,“
■agði sá vitri Njáll, og aldrei
'remur en nú mget.ti það prófast
il sanns, svo mjög sem hindrun-
um fækkar og leiðir styttast. Og
þó að eg vilji ekki yfirleitt mæla
méð áróðurs-aðferÖum, þá ber.að
notk •slíkt' hér. Maigs ‘ kon'aií ný-
ungar í auglýsingatækni gætu
hér að haldi komið. Félög öku-
mannanna sjálfra (en auk þess
tryggingarfélög, slysavarnadeild
ir o. fl. samtök) ættu að hafa hér
forgöngu. Táknrænar myndir og
auglýsingar, stuttorð ummæli og
skýringar snertandi slysahættu á
vegum og orsakir ökuslysa ættu
að mæta manni á hverri bifreiða-
stöð, og mættu líka sjást í bílun-
um sjálfum. Hvatningarorð um
reglusemi og gætni þurfa að
koma í stað þeirrar tízku, sem af
fullkomnu kæruleysi eggjar til
síaukins hraða og segir „allt
lagi“, hvaða vitleysu, sem anað
er út í. Blöð og útvarp gætu unn-
ið hér að og vafalaust orðið að
miklu liði. Þakkarverð er sú við-
leitni, sem gerð var um verzlun-
armannahelgina í þessa átt, en
hér þarf fleira að gera. Það er
ekki nóg að ein slysavarnadeild
eða áfengisvarnanefnd reki svona
áróður einstöku sinnum við há
tíðleg tækifæri. Þetta þarf al
mennt að eiga sér stað og undir
forystu atkvæðamildlla aðilja.
Jafnframt þessu þarf að taka
upp baráttu fyrir aukinni um-
ferðamenningu, gætni og lög-
hlýðni gangandi fólks, reiðhjól-
ara og annarra ,sem um vegina
fara. Margir eru alltof skeyting-
arlausir um að víkja og hlýða að-
vörunarmerkjum, tefla gjarnan á
tæpasta vaðið og gera sér jafnvel
leik að því, að þverskallast við
sjálfsögðum skyldum, víkja kann
ske ekki, eða þá öfugt. Hinir
gætnustu ökumenn lenda oft í
miklum vanda þessa vegna, hvað
þá hinir, sem aka óþarflega hart.
Við megum ekki lengur dauf-
heyrast við því kalli borgaralegr-
ar skyldu, að hefja alhliða sókn
gegn vaxandi öryggisleysi á
strætum og vegum, en þar ciga
hraðinn, óreglusemin og kæru-
leysið óskilið mál. Ollum er
kunnugt, hve ánægjulegt og
þægilegt það er, að ferðast í góð
um bíl á sléttum vegi. Mörgum
mun finnast sem fáum lífsþæg-
indum verði þar til jafnað. En
þetta snýzt stundum við á einu
augnabliki og hin ákjósanlegu
þægindi, gleðin og hamingjan,
breytast í þjáningar, sorg og
óhamingju. Stundum gerist það
af óviðráðanlegum orsökum, en
oftar mun annað vera ástæðan,
eitthvað, sem hefði mátt fyrir-
byggja. Þess vegna ber að láta
einskis ófreistað til að hvetja
menn til varúðar, og vinna á all-
an hátt að því að koma í veg fyrir
jslysin. Ef við sameinumst um það,
Jþá getúm' við’ íðt£aþt''fágnáð íhverri
nýung, sem auðveldar okkur um-
ferðina og styttir leiðirnar. Ann-
ars ekki.
J. Ó. Sæmundsson.
GLÆNÝR
silungur
KJÖTBÚÐIR KEA
og útibú.
iVljólkurílntniiiga-
bifreið,
með 10 farþega húsi, smíða-
ár 1946, til sölu.
Hreinn Ketilsson,
Neðri-Dálkstöðum.
VATNSDÆLUR
fyrir Schorp-þvottavélar.
Akureyrarkirkja. Messað á Ak-
ureyri næstk. sunnudag kl. 11 f.
h. — Séra Jósef Jónsson
messar. — Glerárþorpi kl. 2
e. h. næstk. sunnudag. — Séra
Friðrik J. Rafnar vígslubiskup
predikar.
Frá Hjálpræðishernum. Krist-
ian og Bertha Johnsen oberst-
lautinant frá Kaupmannahöfn
hafa verið hér undanfarna daga.
Þau hafa kveðjusamkomu (opin-
bera) í Hjálpræðisherssalnum við
Laxamýri miðvikudaginn 11. þ.
m. kl. 8,30 (í kvöld). — Allir vel-
komnir. Sækið þessa samkomu,
góðir Akureyringar.
Frá Ferðafélagi Akureyrar —
Næstu kvöldferðir verða mið-
vikudaginn 11. ágúst í Leynings-
hóla og miðvikudaginn 18. ágúst
í Vaglaskóg. Farið verður frá
Stefni kl. 8 síðdegis. Farseðlar
verða að vera teknir kl. 5 e. h. —
Laugardaginn 14. ágúst verður
farið til Siglufjarðar og heim
sunnudaginn 15. ágúst með við-
komu á Hólum. Væntanlegir far-
þegar gefi sig fram á skrifstofu
Flugfélags íslands h.f. fyrir mið-
vikudagskvöldið 11, ágúst.
Sr. Björn O. Bjömsson biður
lesendur ræðu sinnar í síðasta
tölublaði „Dags“ gera svo vel að
aðgæta, að feitletraða línan, „Hér
vantar kafla í ræðuna", á að
| koma einum greinaskilum seinna
en prentað er. (Þess skal getið, að
línan er frá höfundi.)
Hjúskapur. Föstud-. 8- ágúst
voru gefin saman í.hjónaband á
Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú
Hulda Eggertsdóttir, .Helgam.str.
19, og Ingólfuf"Jóhssón, bygg.m.
(Sól'völlúm' 7', Akureyri.
i ' ■ í> ■ J'i
Minmngargjöf. Jón Olafsson i
Bakkagerði í Arnarneshreppi,
hefur gefið Möðruvallakirkju kr.
1000.00'til minningar um foreldi'a
sína, hjónin Ágústu Jónsdóttur og
Ólaf Ólafsson í Pálmholti. Beztu
þakkir.. — Sóknarprestur.
Hjúskapur. Laugardaginn 31.
júlí voru gefin saman í hjónaband
af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
og Ottó Heiðar Þorsteinsson múr-
ari. Heimili þeirra er að Skafta-
hlíð 7, Reykjavík.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin
berað trúlofun sína frk. Kristrún
Marinósdóttir, Reykjavík, og Ingi
Garðar Sigurðsson búnaðarráðu
nautur frá Litlu-Giljá.
Hjónaband. Gefin voru saman
í hjónaband sl. sunnudag Sigríður
Þorbergsdóttir Suðurg. 14, Rvík,
og Aðalsteinn Jósefsson frá Berg
stöðum í Miðfirði. Sr Jósef Jóns
son framkvæmdi vígsluna.
Hjónaefni. Sl. laugardag opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú
Gunnborg Frederikssen frá Sví-
þjóð og Gunnlaugur P. Kristins
son, skrifstofumaður hjá Kaup-
félagi Eyfirðinga.
Nokkrir ungir menn tala á
Sjónarhæð á samkomunni kl. 5 á
sunnudaginn. Söngur og hljóð-
færasláttur. Allir velkomnir.
— Sennilega verður ítalska stór-
myndin Síðasta stefnumótið, sýnd
einu sinni enn vegna eftirspurna,
og sömuleiðis franska myndin
Nótt í Montmartre. Báðar þessar
myndir eru með dönskum texta.
Frú Oddný E. Sen biður blaðið
að láta þess getið, að skólabörn-
um sé heimill og velkominn ó-
keypis aðgangur að kínversku
sýningunni, sem opin er í barna-
skólanum þessa dagana, svo sem
um var getið í síðasta blaði.
Áheit á Strandarkirkju. N. N.
kr. 10. H. A. kr. 100. Fjármaður
kr. 50. Ónefndur kr. 30. N. N. kr.
30. N. N. kr. 50. G. J. kr. 50. V. K.
kr. 50. B. S. kr. 130. S. P. K. kr.
25. Ónefnd kona kr. 100. S. M. kr.
25. Héðinn kr. 200. S. K. 20. A. J.
kr. 200. Aa kr. 35. Lalli kr. 20. B.
kr. 100. H. E. kr. 30. N. N. kr. 100.
Guðlaug kr. 6.
Til Sólheimadrengsins. I. T. kr.
100. Ónefnd kr. 50. N. N. kr. 100.
Gerður og Jóhannes kr. 200.00.
Gömul kona kr. 50. D. kr. 110.
Anna kr. 50. A. A. kr. 100.1. S. kr.
25. Je. kr. 25. S. Á. kr. 100. R. S.
kr. 50.
Kvenfélagið Framtíðin óskar
að láta þess getið að fyrirhuguð-
um skemmtunum um næstu helgi
verði frestað sökum þess hve illa
lítur út með veður.
Ford-bifreið
4 manna í fyrsta flokks
lagi til sölu.
Afgr. vísar á.
Góð íbúð
ri. sA';
/i
óskast til leigu þrennt í
heimili.
Afgr. vísar á.
J
SCH ARPF-þ vottavelin
sparar yður þvottapottinn.
Véla- og búsáhaldadeild.
ELDHÚSLAMPAR
rakaþéttir með rofa.
Véla- og búsáhaldadeild
BANN
Berjatínsla er stranglega
bönnuð í Hrafnstaðalandi.
Ábúandi.
(Framhald af 2. síðu).
Hcimsóknir í skólana?
Eg hefi gert mér það að reglu,
að koma a. m. k. einu sinni á ári
í skólana. Þó hefur Grímsey og
Flatey orðið útundan. En í suma
skóla hefi eg komið tvisvar og
þrisvar, einkum þar sem nýir
kennarar hófu starf. Eg hefi þá
rætt við börnin, lagt fyrir þau úr-
lausnarefni og reynt að fylgjast
með, hvernig skólinn leysti- starí
sitt af hendi. Og þá er heim kom
hefi eg ritað skólanum bréf, þar
sem eg hefi reynt að gefa ráð t:l
þess að bæta úr því, sem m '■ •
þótti ábótavant. Hef og á þessi n
ái'um ski-ifað mikinn fjölda bré.i
af þessu tagi.
Fundahöld og íræðsluerind’ .'
Eg hefi jafnan haldið fxmdi m ð
kennurum á haustin, svo og
veturna í stæri-i skólunum. E..::
fremur hefi eg setið fjölda skóla-
nefndai-funda. Þá hafa ve 15
haldin mörg námskeið á svæði: :
þessi ár, og flutt hefi eg fjöld >
fræðsluei'inda fyrir foreldra vi.
vegar á svæðinu öll árin.
Og hvaða tillögur vilt þú gera \'
breytinga á þessum tímamótuir
Þær eru nokkrar, og suma
ekkert nýmæli frá minni hálfu'.
Eg vil t. d. fæi'a allt nám í
barnaskólunum í starfrænna
horf en nú. Eg~,Vif féggja niður
t> W Hl » S (• (i iti
próf í lesgreinúní 'b'iii'naskólanna
og láta námsstjórana líta eftir
því, að í -réttu höífi1 'sé. ‘h'aTdiði
Eg vil idrhga .úr)lésgueináúáriönui'
styrkja þátt móðurmáls og 1‘eikn-
ings, efla kristindómskennsluna,
og um fram allt sinna miklu bet-
ur en nú er gert hirxunj uppeldis-
lega þætíi 'skólastái-fsrns. Eg vil
hafa skóladag yngstu barnanna
stytti’i en nú, og að ekkert bai-n
hafi lengri skólaviku en 30 stund-
ir. Og eg vil stytta skólaár allra
barnaskóla, nema þá máske í
stæi-stu bæjunum, og væri þó
æskilegt.
Þetta mun nú nóg í bili ,og hefi
eg þó miklu fleira í huga, sem eg
máske kem að síðai'.
Og nú ertu að hætta?
Já, 1. sept. n. k. skellur skóla-
hui'ðin á hælana eftir 45 ára óslit-
ið starf í öllum skólaflokkum, því
að daginn áður fylli eg hið lög-
bundna aldurstakmai’k. Eg hóf
skólastarf mitt í Hrísey 1909 og
enda hér. — Það er mai-gs að
minnast, og undai'legt að vex-a „úr
spilinu". En þannig gengur það.
Hið eina, sem máli skiptir við
vertíðarlokin, er það, hvort nokk-
urt gagn hafi svo verið að öllu
bröltinu og baslinu. Störf okkar
kennaranna verða ekki mæld og
vegin á venjulega stiku og vog.
Við vinnum þau í trú og von á
þann, sem ávöxtinn gefur. — Og
látum svo söguna kveða upp
dóminn.
Hvað um eftirmanninn?
Eg veit ekkert um hver
hann vei'ður, en óska honum
blessunar í stai-fi. Og sjálfsagt
tel eg og nauðsynlegt, að hann
verði búsettur hár á Akurey-ri. —
Með því mun hann njóta sín bezt
og aðrir hafa hans bezt not.
Vil eg svo biðja blaðið að skila
kærri kveðju til gamalla nem-
enda, félaga og vina.
Dagur þakkar Snorra þessar
fróðlegu og skemmtilegu viðræð-
ur og árnar honum og fjölskyldu
hans allra heilla í framtíðinni.
Véla- og búsáhaldadeild
S t ú 1 k a
getur fengið atvinnu nú
þegar.
Ferðaskrifstofan.
Skjaldborgarbíó sýnir í þessari
viku: „Ung og ástfangin“,mynd,
sem kemur jafnt eldri sem yngri
í gott skap, og veitir ekki af í
þessu tíðarfai'i. Séi'sýningar fyrir
böi'n vei'ða á þessai'i mynd kl 5 á
laugardag og kl. 3 á sunnudag.
Til sölu:
Borðstofuborð og 8 stólar.
'Til sýnis kl. 5—7.
Afgr. vísar á.