Dagur - 11.08.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 11. ágúrt 1954
D A G U R
5
eyrir og sér
Ljósneminn - fótósellan - er furðuleg upp-
fundning, sem kemur æ víðar við sögu
„Dauði dyravörðurinn“ opnar hurðina fyrir stúlkunni og lokarhenni.
Enn um Matthíasarkirkju
- Gömul saga og nýjar tillögur -
• Ekkert er líklegra.en að ferða-
langur, Sem kemur íil Ameríku í
fyrsta skipti, reki upp stór augu,
er hann kemur t. d. að búðardyr-
um, sem opnast, að því er virðist,
sjálfkrafa fyrir honinn, án þess að
nokkur maður sé þar sjáanlegur
í nánd, hvað þá heldur, að hann
hafi sjálfur kvatf dýrá á nokkurn
Senniléga mup ýmsum, sem
ekki þekkja þetta fyrirbrigði óð-
ur, detta í hug í fyrstu, að ein-
hver ósýnilegur, mannlegur
dyravörður muni dyljast þarna á.
næstu grösum og fylgjast svo vel’
með ferðum manna, að hann geti
„kippt í spottann", einmitt á
réttu augnabliki, hvenær sem
einhver þarf að ganga um dyrnar.
Þeir, sem kynnzt hafa Ijósncman-
um, eða fótósellunni, áður og hin-
um kynlégu eiginleikum hans,
vita Hins vegar: vel, að'það er
töframagn hans, dautt og vél-
rænt, sem vakir þarna yfir ósýni-
legt eða í hurðinni og stjórn-
ar útbúnaðinum, sem opnar hana
fyrir hverjum gesti, sem að garði
ber og inn hyggst ganga, — og
lbkar henni á sama hátt að baki
honum, þegar inn er komið, að
hætti hins kurtejsasta þjóns,
hljóðlaust og hógværlega.
„Dauðir dyraverðir" einnig í
Evrópu.
Annars þurfa menn nú orðið
ekki alla leið til Ameríku til þess
að kynnast „hurðinni, sem bæði
heyrir og sér“ og öðrum „göldr-
um“ þessa kynjatækis, ljósnem-
ans, því að einnig hér í Evrópu
hafa slíkir vélrænir dyravérðir
verið settir til starfa, þótt ekki
séu þeir algengir enn sem komið
er. Jafnvel til Norðurlanda hafa
þeir borizt. Til dæmis er þess
getið í júlíhefti danska samvinnu-
ritsins „Samvirke",’ að :einni slíkri
hurö hafi verið komið fyrir í
hinni nýju sölubúð, sem kaup-
félagið í Kaupmannahöfn, Ho-
vedsíadens Brugsforening, hefur
nýskeð; reist og opnað á Nön-e-
vold þar í borg.
Hingað innan tíðar.
Vér íslendingar erum .oft ekki
vonum seinni'að taka upp ýmsar
nýjungar, svo að sízt er fyrir það
sverjandi, að slíkar hurðir og
önnur tæki, sem byggð' eru á
sams konar tækni, berist hingað
innan tíðar, svo að almenningur
hér geti kynnzt þeim af eigin
raun. Væri það því vel-til fundið,
að einhver málhagur maður og-
orðsnjall tæki sig til og smíðaði
nýtt orð, er vel færi í íslenzku
máli sem heiti á þeim skrítna
hlut, sem þarna er að verki og
líklegt er að láti til sín taka á æ.
fleiri sviðum tækninnar á næstu
tímum. En meðan ekkert slíkh
nýyrði er til, verða menn annað
.tveggja að láta sér nægja hið út-
lenda orð fótósella (fotoceL) eða
sætta sig við nýgerving þann, sem
hér er notaður í greininni, þ. e.
Ijósnemi — þegar tækið ber á
góma. En í sem skemmstu máli
sagt er hér um að ræða áhald,
sem hefur þann eiginleika, að
breytilegt ljósmagn orkar á það
með þeim.hætti, að það framleið-
ir breytilegan rafstraum, þ. e.
þegar ljósmagnið eykst, magnast
og rafstraumurinn, en dvínar á
sama hátt, þegar ljósmagnið
minnkar. — Þegar ljósbrigði
verða, skapar tækið þannig til-
svarandi straumbrigði, og á
þennan hátt er hægt að orka á
rafstraum og stjórna honum
beinlínis með ljóshrifum einum.
Ljósneminn byggist í aldargam-
alli uppgötvim.
Þýðingarmesti hluti ljósnemans
er venjulega frumefni það, sem
nefnt er selen, en það hefur þann
merkilega eiginleika, að hæfni
þess til að leiða rafstraum stend-
ur í beinu hlutfalli við birtuna,
sem á það skín. Aðalhluti fótó-
sellunnar er því tíðast járnplata,
sem þunnt lag af frumefni þessu
hefur verið brætt á, undir þunnri
gullhúð. Önnur frumefni hafa og
þennan sama eiginlieka, svo sem
málmarnir kalíum og cæsíum,
enda eru þeir stundum notaðir í
Ijósnema, svo sem í útvarps-
lömpum.
Hér um bil ein öld er nú liðin,
síðan menn uppgötvuðu fyrst
þetta eðli slíkra efna, en fyrst í
stað var mönnum ekki Ijóst,
hvernig hægt væri að hagnýta sér
þá þekkingu. Árið 1890 fundu svo
Þjóðverjar tveir, Elster og Geitel,
fótóselluna, eða Ijósnemann, sem
tæknin hefur þegar tekið í þjón-
ustu sína á margvíslegan hátt, og
þekkjum vér þó naumast annað
en fyrsta upphaf þeirrar sögu,
sem vel getur orðið bæði löng og
gagnmerk, ef að líkum lætur.
Þegar geislinn er rofinn.
Ef menn skoða nánar „hurðina,
sem heyrii' og sér“, munu menn
sjá, að í dyrastöfunum til beggja
handa eru örlítil ,gægjugöt“,
beint andspænis hvort öðru. í
öðru „áuganu“ er komið fyrir ör-
smárri Ijósvörpu, er sendir geisla
— að vísu oftast ósýnilegan
mannlegu auga — þvert yfir
gættina, rakleiðis í hitt „augað“,
en bak við það ér ljósnemi —
fótósella. Gangi nú einhver að
hurðinni, rofnar geislinn og ljós-
neminn breytir straumstyrknum
í rEffútbúnaði — sem oft er raunar
komið fyrir annars staðar, t. d. í
kjallara hússins, — en þessi út-
búnaður (relæ nefnist hann á út-
lendu máli) er þannig gerður, að
verði hann fyrir spennufalli,
magnar hann annan rafstraum,
sem gegnum hann er sendur, en
sá straumur orkar síðan, m. a.
með seguláhrifum, á loftpumpur,
sem hreyfa hurðina, opna dyrnar
og loka þeim síðan aftur, þegar
geislinn frá ljósvörpunni nær aft-
ur að skína óhindrað á fótósell-
una, — Allt tekur þetta aðeins
andartaksstund — miklu
skemmri tíma en til þess þarf að
lýsa því í orðum.
Hljómmyndir, útvarp og sjónvarp
byggjast á sömu lögmálum.
(
í Á það skal bent, að efnislögmál
þau, sem hér eru að verki, eru og
megjhatriðið í hljóm- og tal-
myndatækninni, þar sem gangur
málsins er að vísu öfugur, þannig,
að hljóðinu er með hjálp slíkra
tækja breytt í ljóshrif, sem orka
á kvikmyndaræmuna við upp-
töku myndarinnar. En þegar
myndin er sýnd í kvikmyndahús-
unum, lætur fótósellu-lögmálið
enn til sín taka í réttri röð og
breytir þeim þætti „filmunnar“,
þar sem hljóðhrifin hafa áður
verið „ljósmynduð“, — aftur í
I tilefni af samtali því, er rit-
stjóri Dags átti við mig og birt
var í síðasta tbl., tel eg rétt og
æskilegt að bæta við nokkrum
upplýsingum um eftirfarandi at-
riði:
Um það leyti, sem kirkjubygg-
ingin var hafin, hafði starfað hér
um hríð 5-manna nefnd Stú-
dentafélags Akureyrar, — og
voru tveir þeirra einnig í sóknar-
nefnd, — sem beita átti sér fyrir
byggingu myndarlegs húss yfir
Amtbókasafnið, er bera skyldi
nafnið Matthíasar-bókasafn. Var
þegar fengin lóð undir byggingu
þessa, og einnig fé nokkurt í
sjóði. — Skyldi nafn skáldsins
Matthíasar Jochumssonar þannig
varðveitt hér um aldur og ævi.
Þegar teikningar kirkjunnar
bárust hingað frá húsameistara
ríkisins, voru þær allar tengdar
nafni Matthíasar og merktar:
Matthíasarkirkja. Mun Jónas
Jónsson frá Hriflu hafa átt frum-
hugmyndina að nafngift þessari,
og hún þaðan borizt húsameistara
ríkisins. — En þar sem nú var
þegar ákveðið og búið að tengja
nafn Matthíasar hinu áætlaða
væntanlega bókasafni, drógu
sóknarnefndarmenn heldur úr
þessari nýju nafngift. Og af þeirri
ástæðu- hefii' nafngiftarmál þetta
aldrei verið tekið formlega fyrir á
sóknarnefndarfimdi.
hljóð, tal og tóna. Sjónvarpið
byggist og öldungis á sömu lög-
málum: þ. e. þeirri staðreynd, að
ljóshrif geta orkað á rafstraum
með þessu móti, og síðan er hægt
að senda rafstraúminn með þráð-
um, eða útvarpá honúm í allar
áttir, og breyta honum aftur,
með hjálp viðtækjanna, í sams
konar ljóshrif og upphaflega ork-
uðu á strauminn.
Fjöldi annara tækja byggjast á
ljósnemanum. — Upphaf en
ekki endir.
Dyrabjöllur, varúðarmerki
gegn innbrotsþjófum og fjölmörg
önnur tæki, sem ekki gefst tóm
til að nefna hér, starfa undir
stjórn þessa sama töfratækis,
fótósellurnar eða ljósnemans.
Þegar vörur þær, sem framleidd-
ar eru í fjöldaframleiðslu í stór-
verksmiðjum nútímans, — renna
á reim sinni (,,samfellubandinu“);
fram hjá hinu sívakandi og allt-
sjáandi auga fótósellunnar, orka
kraftar þeir, sem hún leysir úr
læðingi, á talningsvélarnar, sem
itelja og skrásetja hvern hlut, sem
framhjá fer. Þannig mætti lengi
jtelja hin nýju undur á þessu
isviði, en hin verða þó miklu fleiri
’og markverðari, sem eiga eftir að
koma til skjalanna í framtíðinni,
ef að líkum lætur. Gg ekki er það
ósennilegt, að almenningur eigi
eftir að kynnast ljósnemanum —
fótósellunni — þessu furðuverki
tækninnar, sem vissulega hefði
forðum daga verið mjög kennt
við galdra — miklu nánar en orð-
ið er, bæði á heimilunum og
vinnustöðvum hvers og eins.
Nú virðist mega telja útséð um
)að, að fyrrnefnt Matthíasar-
bókasafn mimi aldrei rísa a£
grunni. Ætti því ekkert að vera
dví til fyrirstöðu framar, að nafn
Matthíasar Jochumssonar verði
opinberlega tengt Akureyrar-
kirkju.--------
í sambandi við það, sem hér
hefir sagt verið, vil eg nota tæki-
færið til að bera fram tillögu um,
að stallarnir (þrepin) í kix-kju-
brekkunni verði notaðir undir
myndastyttur þær, er hér kunna
að rísa upp í framtíðirmi. Eru nú
þegar tvær slíkar til, sem bíða
ákvörðunar bæjarstjórnar, hvar
setja skuli. En fyrst ætti að hefj-
ast handa og flytja styttu Matt-
híasar úr Lystigarðinum og setja
hana á efsta stall kii-kjubi-ekk-
unnar sunnan megin við tröpp-
urnar, og yrði hún þá nokkurn
veginn miðja vegu milli Matthí-
asarkirkju og Sigurhæða, íbúðar-
húss skáldprestsins.
Eins og Lystigarðurinn nú er
ox-ðinn, mun öllum ljóst, að stytta
Matthíasar er þarna illa sett, og
auk þess innilukt úr augsýn
gesta — og einnig bæjai’búa —
meginhluta ársins.
Kristján Sigurðsson.
- Þingeyskur bóndi
(framhald af 1. síðu).
unum krafta sína vestur . á
Ströndum.
Skoðaði dys Kleppu.
í Trékyllisvík sá Helgi bóndi
dys Kleppu, en það var tröllkona
er átti í bi-ösum við Finnboga
ramma. Gerði hún honum það til
miska að míga á engi hans, sem
eftir það urðu blaut og óhæf til
heyskapar. Finnbogi gat síðar
launað henni engjaspjöllin með
því að hleypa á hana stykki úr
fjallinu fyrir ofan. Undir jai-ðfalli
þessu hvílir Kleppa síðan og ger-
ir engum mein. Staður þessi ber
enn í dag nafn skessunnar.
Bóndinn og grasafræðingurinn.
Hfelgi Jónasson bóndi og grasa-
fi-æðingur er einn af þeim fáu ís-
endingum, sem stundað hafa
grasafræði og gróðurrannsóknir
um áratugi og á stórmerkilegt
grasasafn. Fátt eitt mxm, enn sem
komið er, hafa birzt eftir hann á
prenti, eða jafnvel ekki annað en
það, sem Náttúrufræðingurinn
ihefur birt nokkrum sinnum. En
kunnugir telja, að í handriti eigi
hann drög að flóru Þingeyjar-
sýslnanna beggja. Þær sýslur
hefur hann rannsakað meira en
nokkur annar maður.
Helgi er nú orðinn aldraður
maður. Hann telur grasafræði—
rannsóknir sínar hafa verið sér til
hinnar mestu ánægju á langi-i æfi,
•— að ferðinni á Strandir ekki
undanskilinni. Vonandi á Helgi á
Gvendarstöðum enn margar ynd-
isstundir meðal blómanna, við
rannsóknir á gróðrarríki lands-
ins.