Dagur


Dagur - 01.09.1954, Qupperneq 4

Dagur - 01.09.1954, Qupperneq 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 1. september 1964 DAGUR 1 | Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. | Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Landhelgisdeilan og Norðurlanda- ráðið EKKI ER ÞESS að dyljast, að oss íslendingum munu yfirleitt hafa orðið það talsverð vonbrigði, að frændur vorir í Norðurlandaráðinu töldu það að þinglokum ekki í verkahring þeirrar stofnunar að blanda sér með þeim hætti, að fullt mark væri á því takandi, í fiskifriðunai’mál við íslandsstrend- ur, hvað þá heldur að taka algerlega ákveðna af- stöðu til deilunnar milli Breta og íslendinga út af stækkun landhelginnar íslenzku og ofbeldisað- gjörða þeirra, sem stórþjóðin brezka hefur látið sér sæma að grípa til í því sambandi. Því að enda þótt brezka stjórnin hafi hikað við, a. m. k. enn sem komið er, að gerast milliliðalaust, eða grímu- laust, beinn aðili í þeim átökum, en látið óbreytta fisksala og handbendi þeirra í viðkomandi hafn- arbæjum þar í landi hafa fyrir því að skipuleggja slíkt ofbeldi og framkvæma það, er þó ekki vitað, að hún hafi hrært legg eða lið til þess að koma í veg fyrir athæfið, né heldur reynt að miðla mál- um á jafnréttis-grundvelli, og er því með engu móti hægt að sýkna hann allra saka í þessum efn- um, heldur verður hún miklu fremur að teljast samsek að hafa látið kné fylgja kviði og neytt afls- munar hins sterka og volduga gegn hinum smáa og umkomulausa. 'ú ' MÁL ÞETTA VAR lagt með skörylegum hætti fyrir Norðurlandaráðið, málstaður vor skýrt og skelegglega túlkaður, enda ótvírætt látið í veðri vaka að auðveldlega gæti svo farið að vér íslend- ingar mundum telja oss fremur lítið hafa að sækja til þessarar stofnunar í framtíðinni, annað en fög- ur orð og veizluglaum, ef svo færi, að ráðið sæi sér ekki fært að ljá þessum mikilsverða málstað vor- um raunhæfara og vafalausara fylgi en óákveðn- ar og almennar yfirlýsingar. Gæti því auðveld- lega farið svo, að aðild vor að þessu virðulega ráði og hinni svokölluðu „norrænu samvinnu“, sem það beitir sér fyrir, ylti framvegis algjörlega á því, hverjar undirtektir liðsbón þessi hlyti, enda mundu flestir sanngjarnir menn mæla, að ekki væri að raunalausu eða ástæðulitlu eftir stuðningi frændþjóðanna leitað í þetta sinn, heldur bæri lífsnauðsyn til, og sjálf undirstaða tilveru vorrar sem sjálfstæðrar og efnalega sjálfbjarga þjóðar undir þessu máli komin flestu öðru fremur um langan aldur. I I I J LIÐSBÓN ÍSLENDINGA var þannig í upphafi þings þessa mjög á oddinn sett af hálfu fulltrúa vorra þar, og munu flestir, ef ekki allir, lands- menn hafa verið þeim fullkomlega samþykkir í þessu. En þrátt fyrir þessa hiklausu og einarðlegu byrjun, fóru svo leikar, er nær dró þingslitum, að málið var afgreitt með algerlega almennum og fyr- irfram sjálfgefnum yfirlýsingum, að því er virðist, sem engan veginn taka skarið af, né heldur for- dæma aðferð þá, er stórþjóð hefur enn á ný látið sér sæma að viðhafa í skiptum sínum við frið- sama og áður vinsamlega smáþjóð og næsta ná- granna, sem í engu hafði ýfzt við Bretum, en að- eins hugðist standa á eigin rétti og lífsnauðsyn. Víst er um það, að vel lætur það í eyrum, að fá enn á ný að heyra þau almennu sannindi, sem enginn mundi leyfa sér að rengja, að „það hefur geysilega þýðingu fyrir allar þjóðir, sem fiskveið- ar stunda við íslandsstrendur og fslendinga sjálfa, að allt sé gert, sem unnt er, til þess að vernda fiskistofninn á íslandsmiður." — En ekki er á hinn bóginn ástæða til að rengja að ósekju það einróma álit fulltrúa vorra á þingi þessu — sem vissulega voru ekki valdir af lakara endanum — að það sé einhvers virði fyrir málstað vorn í þessum efnum, að ráðið komst að þeirri niðurstöðu, að það sé Haagdómstóllinn, en ekki Ev- rópuráðið, sem sé hinn rétti aðili að skera úr þessu þrætumáli. En líklegast er þó, að almenningur muni telja sig litlu nær, en láta sér hins vegar skiljast, að sam- starf og samstaða Norðurlanda- þjóðanna að öðru leyti sé svo mikils verð, að hana beri að efla og auka framvegis, enda þótt vér höfum í þetta sinn ekki hlotið þau bálalok, sem vér hefðum vænzt og helzt kosið í þessu við- kvæma stórmáli. EKKERT NORÐURLANDA- ÞING þurfti til að benda íslend- ingum á Haagdómstólinn, því að það var vitað, aðekki hefuráþeim staðið að skjóta málinu þangað og hlíta úrskurði hans, enda verði löndunarbannið upphafið á með- an slík málfærsla færi þar fram, og Bretar lofuðu því jafnframt að hlíta úrskurði dómsins af sinni hálfu og grípa ekki til neinna of- beldis-aðgerða aftur í þessari deilu, enda þótt dómurinn félli fslendingum í vil. Vafalaust mundi almenningur hér yfirleitt óska þess, úr því sem komið er, að strikað hefði verið yfir sum stóru og fögru orðin, sem féllu um þetta efni í upphafi þingsins, en þeim mun fastar staðið á því, er að þinglausnum dró, sem sagt hafði verið í upphafi. En svo lítur út sem fulltrúar vorir hafi eftir atvikum sætt sig furðuvel við málalokin og ekki talið ástæðu til nokkurra breytinga á afstöðu ís- lendinga til Norðurlandaráðsins af þeim ástæðum, þrátt fyrir þau varnaðarorð, sem upphaflega voru þó sögð um það efni og á hinn mynduglegasta hátt. Kirkjubrekkan og tröppurnar. ÞAÐ ER gleðilegt að verða þess var, að Kirkjubrekkan er komin inn í meðvitund bæjarins og sam- vizku — og þá sennilega og von- andi fyrst og fremst bæjarstjórn- arinnar. í vor var t d. óumbeðið hafizt handa og gert við þau tvö gróðurþrep, næst Hótel KEA, sem æska bæjarins hafði tioðið og traðkað til óbóta og stór- skemmt síðastliðinn vetur, sök- um þess að hún hefur enn ekki lært „að ganga hægt um gleðinn- ar dyr og gá að sér“. En það verð- ur hún að læra þótt taka þyrfti heilt skólaár til þeirrar kennslu einnar, ásamt öðrum umferða- og umgengnisreglum á malbiki lífs- ins. Það myndi margborga sig! — Og nú á enda allt að borga sig! — Kirkjubrekkan með kirkju- tröppunum hefur verið sannköll- uð bæjarprýði margsinnis í vor og sumar, t. d. á páskunum, fermingardaginn — og síðast en ekkj sízt 17. júní á 10-ára afmæli fullveldisinsl — Að kvöldi dags hinn 17. júní í fyrra skrifaði ég hér í Fokdreif- um ofurlítið þakkarávarp til bæj- ■ arstjórnar fyrir þá nýbyrjaða viðgerð brekkimnar og hina fyrstu og frumlegu fánaskreyt- ingu kirkjutröppunnar þanri dag (sjá „Dagur“ 1. júlí). Þann dag sást í fyrsta sinn hið „bjarta og hlýja bros bæjarins“ við hverjum gesti og .barni bæjar! Og smám saman mun bros þetta gera Ak- ureyri að brosfríðasta bæ lands- ins! — Þessi sama þökk býr mér enn efst í huga fyrir allt, sem vel hef- ur verið gert á þessum vettvangi. Og það er orðið ærið margt. En þó hafa þar nokkur mistök orðið inn á milli, og sleppi eg þeim að þessu sinni. Kirkjutröppumar. AF HINNI fögru, en þó ein- földu skreytingu bæjarins 17. júní í sumar, var fánaskreyting Kirkjutröppunnar enn sem fyrr fegurst og stílhreinust. En sam- tímis kom þá einnig í ljós enn á ný aðalannmarki við kirkju- tröppurnar, sem að vísu hefur verið drepið á áður. — Nú sagði það til sín sjálft: — Með blaktandi fánaraðir í blik- andi sólskini, beggja megin kirkjutröppunnar, sást greinilega, hve óheppilegt er hið lága og sviplausa handrið í miðjum þrep- unum! Það tekur allan svip af þessum myndarlega og tilkomu- mikla þjóðvegi upp að glæsilegri framhlið Matthíasarkirkju á fram tíðar Akrópólis Akureyrar! Enn betur sést þetta þó og greinilegar séu kirkjutröppurn- ar bornar saman við hin breiðu og stórmyndarlegu stéttarþrepin fyrir neðan brekkuna! En svo er sem taki við tveir mjóir og langir stigar þar fyrir ofan og upp úr, sitt hvoru megin við lágt og svip- laust handriðið. Og þetta eyði- leggur algerlega heildarsvip þessa myndarlega og sviphreina tröppu gangs, sem verða mætti einstæð- asta og mesta prýði bæjarins, og þótt víðar sé leitað, — að lokinni nokkurri styrkingu tröppujaðr- anna og fullgerðum þrepum og pöllum þeirra. Síðan kæmi handrið báðum megin, sterkt og traust, með þéttu neti og fágaðri slá efst. Myndi það stórprýða tröppurnar og verja brekkuna! Enda myndi handrið þetta halda áfram í víðan sveig til beggja hliða umhverfis brún Kirkjuhvólsins, allt áð kirkjuvegi béggja megin. Að þessu loknu myndu gerast undur mikil á Ak- ureyri: Augu bæjarbúa myndu opnast. Og ásamt bæjarstjórn sinni munu þeir þá lyfta sjóri sirini og vakna til meðvitundar um eign sína og skyldur við þennan einstæða feg- urðarauka nokkurs ’íslénzks bæj- ar, — og glæsilega framtíð í vændum! Og síðan mun haldið fram, eins og þegar stefnir. Með hagsmuni Akureyrar, heill og hamingju í huga og starfi, og fegrun bæjarins og framtíðar- auka í hverju spori. Því að í þessu felst manndómur bæjarins barna og sálarþroski! v. Þurfum enn ekki að spara kaffisopann Mikið hefur verið skrifað og skrafað um verðhækkunina á blessuðu kaffinu. Kaffið hækkaði í Reykjavík um miðjan mánuð- inn, en hér er það ennþá selt á gamla verðinu og verður það á meðan birgðir endast. Á heimsmarkaðinum er það þegar farið að lækka, hinum mörgu kaffiunnendum til mikill- ar gleði. Leiðrétting. Úr bréfi Jónasar frá Brekknakoti í Fokdreifum 18. ág. sl.: Laufás-Eyrarlands- byggðasafnið, féll niður ein lína í prentun og breyttist meiningin verulega. Þetta leiðréttist hér með. Málsgreinin hljóðar svo í handriti: „Nú er\verið að stækka Lystigarðinn, leggja undir hann Eyrarlandstúnið (áfram) og þar með varpann og bæjarstæðið.“ Penni í óvita höndum Það er alkunna hér í bæ, að ritstjóri Alþýðumanns- ins er maður óvarkár og livatvís í dómum. Sjaldan hcf- ir þetta komið eins glöggt fram og í grein þeirri um samkomulagið við Bandaríkjamenn, sem hann birtir í blaði sínu 24. þ. m. Grein þessi er átakanlegt.dæmi iess, hvernig ekki á og ekki má skrifa um utanrikismál, ef menn vilja forðast að gera þjóð sinni ógagn. í Alþý’ðumanninum eru teknir upp tveir orðréttir kaflar úr grein Dags 18. ágúst um samkomulagið 26. maí sl., þar sem reynt var að leiðrétta misskilning Al- jýðumannsins á birtingu samkomulagsins og hjálpa honum til skilnings á málinu. Það er að visu ágætt, að icssir kaflar úr grein Dags skuli liafa verið endurprent- aðir í Alþýðumanninum, því að vafalaust átta ýmsir lesendur blaðsins sig á því, sem þar er sagt, þótt Bragi Sigurjónsson geri það ekki eða vilji ekki gera það. Þeir munu átta sig á því, að það sem Bragi krafðist, að birt yrði, hefir yfirleitt verið birt fyrrr þrem mánuðum, eins og Bragi hafði raunar viðurkennt í öðru orðinu tegar í öndverðu. Með tilliti tif þessa hefði verið við- kunnanlegast, að B. S. hefði látið málið niður falla. Hann hafði að vísu hlaupið á sig í grein sinni 10. ág., og við því varð ekki gert. Gamalt máltæki segir, að það sé mannlegt að láta sér skjátlast en óvizka að vaða áfram í villunni. Allir, sem eitthvað þekkja til samninga um utanríkis- mál vita, að birting efnisútdrátta úr slíkum samning- um, eins og þess sem utanríkisráðherra birti í útvarps- fréttum 27. maí, er eðlileg og algeng. Sjálfar orðsend- ingarnar, sem fóru milli ríkisstjórnanna, fela aðallega í sér tilvitnanir í ýrnis skjöl, þar á meðal fundargerðir samninganefnda. Það var því ekki nóg að birta orð- scndingarnar, heldur varð að skýra tilvitnanir þeirra. Gleggsta aðferðin við birtingu og sú ein, sem til greina kom í raun og veru, var því að gera efnisútdráttinn og birta hann* með samþykki þess aðila, sem samið var við. Ritstjóri landsmálablaðs verður að láta sér skiljast, að ekkert utanríkisráðuneyti í veröldinni myndi láta sér koma til hugar að birta rangan efnisútdrátt úr milliríkjasamningi, þar sem honum myndi þá jafn- skjótt vera mótmælt opinberlega af gagnaðilanum. Um svona augljósa staðreynd ættu menn lielzt ekki að deila. Ovizkuhjal B. S. um birtinguna er þó ekki það lak- asta við grein hans í Alþýðumanninum 24. ágúst sl. Hitt er stórum alvarlegra, að B. S. hefir, vegna löng- unar sinnar til að ná sér niðri á utanyjkisráðherranum, tekið sér það óhappaverk fyrir hendur, að gera lítið úr ákvæðum samkomulagsins og tulka ]>au íslending- um i óliag. Varðandi girðingu samningasvæðanna seg- ist hann m. a. „hafa---fyrir satt, að hiði.eina raun- verulega við hana (girðinguna) sé það,, að foringjar varnarliðsins hafi dregizt á að mæla með því, að Bandaríkjaþing athugi, hvort það vilji taka á fjárlög næsta árs fjárveitingu til hennar." Þetta' er rangt. — Ákvæðin um girðinguna eru, eins 'óg tilkyrint'vár' 27. maí, hluti a£ milliríkjasamkomulaginu,- og því var undandráttarlaust lofað af fulltrúum Bandaríkjastjórn- •ar, að girðingarnar yrðu gerðar, enda undirbúningur þegar liafinn, og byrjað verður á verkinu að forfalla- lausu seint í haust. Síðan gefur B. S. í skyn, að önnur' samningsákvæði muni vera álíka „hál og afslepp", eins og hann segir girðingarsamkomulagið vera. Sjálfsagt gerir B. S. sér ekki grein fyrir þvi, live frá- leitt það er og neðan við allar hellur, að slík ummæli skuli birtast í íslenzku blaði. Af hálfu Bandaríkja- manna mætti það heita mannlegt, að reyna að finna „smugur" á samkomulaginu til að komast hjá að fram- kvæma samingsatriði, sem þeim eru ógeðfelld, þótt ekkert tilefni sé raunar til að væna þá um slíkt. En í hvert sinn, sem þjóð gerir samning um utanríkismál, verður hún að forðast að segja eða gera nokkuð það, sem mælt getur á móti því, að hennar skilningur á samningnum sé réttur. Jafnvel ummæli fálesinna blaða geta verið hættuleg í slíkum efnum, þar sem vitna má til þess af gagnaðila, ef ágreiningur kemur upp um skilning á samningi, að meira eða minna leyti. Ef ritstjóri Alþýðumannsins telur sér henta að halda því fram, að minna gagn liafi orðið af samningagerð- inni síðastliðinn vetur en æskilegt væri, ber honum að beina gagnrýni sinni að framkvæmd samkomulagsins. Á þann hátt getur hann komizt hjá að skaða sína eigin þjóð, liversu óréttmæt sem gagnrýnin annars kann að vera. En afglöp ltans í Alþýðumanninum 24. ágúst sl. sýna, að einn af ritstjórum þessa bæjar a. m. k. á nokkuð ólært í umgengni á sviði hinna viðkvæmu ut- anrikismála. AÐ SJÓÐA NIÐUR SPÍNAT. Spinatblöðin eru þvegin og soðin í saltvatni 3—5 mín., vatnið síað frá og þau söxuð fínt. Latin svo aft- ur uppí og hituð með smjöri. Þegar þetta sýður, er það látið í dósina og má hún vera full. Lokið er þá lóðað á og hún soðin aðeins einu sinni í 45 mín. Þegar spínatið er tekið úr dósinni er það haft í jafningi, (Úr Matreiðslubók Jóninnu Sigurðardóttur.)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.