Dagur - 01.09.1954, Síða 5

Dagur - 01.09.1954, Síða 5
Miðvikudaginn 1. september 1964 D AGUR 5 sjötuguR: SNORRI SIGFÚSSON, námsstjóri Frá því er skýrt í Snorra-Eddu, að ásynjan Iðunn, kona Braga, er mest kunni af skáldskap allra æsa, varðveitti í eski sínu epli þau, er goðin skulu ábíta, þá er þau eldast, og verða þá allir ung- ir, og svo mun verða til ragna- rökkurs. En eitt sinn narraði Loki Iðunni með epli sín út í skóg nokkurn utan við Ásgarð, en Þjazi jötunn kom í arnarham og hremmdi Iðunni og flaug með hana og eplin til bús síns í Þrym- heimi. En æsir urðu illa við hvarf Iðunnar, og gerðust þeir brátt hárir og gamlir. Og brátt mundu þeir hafa orðið ellidauðir, ef þeir hefðu ekki neytt Loka til þess að ná Iðunni aftur frá Þjaza jötni. En ekki getur Edda um það, að neitt hafi týnzt af eplum Iðunnar, er þeir Þjazi og Loki flugu með þau um háloftin. En það hef eg þó sannfrétt að svo muni verið hafa. Að minnsta kosti fann sveinn einn, fæddur fyrir 70 ár- um úti í Svarfaðardal, epli Ið- unnar og stakk þeim í vasa sinn og hefur jafnan bitið í þau, þegar hann hefur þurft á því að halda; treint sér þau þó, geymt þau með alúð, svo að Loki eða Þjazi háfa ekki náð þeim frá hoonum, og því er hann enn ungur, þótt að aldinn sé að árum. Fyrir 51 ári hittumst við hér á Akureyri, eg og þéssi sveinn með Iðunnar-eplin. Hann hét Snorri og var Sigfússon. Hafði hann alist upp að mestu hjá sr. Kristjáni Eldjárn á Tjörn í Svarfaðardal,en var þá eins og eg í Ieit að fræðslu og frama til Akureyrar í skóla Jóns Hjaltahns.'lhinn svokallaða Möðruvallaskóla;'er-þá var fyrir ári fluttur til Akureyrar. Þá kom og til Akureyrar í sömu erindum og við, sveinn einn frá Stóra- Vatnsskarði, er Jón hét Árnason, svipmikill og festulegur. Við þessir þrír gerðumst herbergis- félagar þá um veturinn, fyrst í þakherbergi í húsi Magnúsar organista, einn mánuð. Þar höfð- um við hvorki borð né stól, síðan í húsi í Strandgötu. Þar höfðum við að vísu lítið borð og einn stól, en þar var ekkert upphitað og frost um nætur og daga; og það- an flýðum við eftir þrjár vikur, enda illræmdir af húsbændum fyrir áflog, en við urðum að fljúg- ast á, til þess að deyja ekki úr kulda. En þá komumst við á loftið í húsi Guðmundar bóksala í Gler- árgötu, og þar vorum við það, sem eftir var söguríks vetrar, og við Snorri næsta vetur á eftir. Þarna hófust því náin kynni okk- ar. Lentum við stundum í smá- brösum, en sem jafnan urðu þó til þess að treysta vináttubönd okk- ar, sem síðan hafa aldrei slitnað. Þá er Snorri hóf nám sitt í skól- anum sýndi það sig þegar, að hann var námfús og skylduræk- inn. Mér er það enn í minni, þegar hann sat á hækjum sínum með vettlinga á höndum uppi í rúmi þeirra Jóns í herberginu í Strandgötu og las af kappi, en við Jón Árnason börðumst um eina stóiinn ,sem var í herberg- inu ,og til þess að halda á okkur hita. Snorri lét eltki slæmar að- stæður hindra sig frá skyldu- störfum. En þegar hann hefði lokið vel og samvizkusamlega lestri fyrir næsta dag, þá gaf hann sér tíma til þess að skemmta sér og okkur félögum sínum. Hann var söngmaður góður, og þar hafði hann svo mikla yfirburði fram yfir okkur hina herbergis- félaga sína, að okkur fannst hann afburða söngmaður, enda félagi í söngfélaginu Hekla, sem fór hina fx-ægu söngför til Noregs. Svo tónaði hann svo vel og gat hei'mt tón eftir öllum prestum, er hann hafði heyrt til. Eftir tveggja vetra nám skild- ust leiðir. Snorri fór heim að Tjörn, gerðist ráðsmaður eða verkstjóri hjá séra Kristjáni. Vann af ákafa sjálfur og vildi að aðrir gerðu slíkt hið sama. Síðan sigldi hann til Noregs til fram- haldsnáms, skrifaði í noi’sk blöð djarfar greinar um ágengni sumra Norðmanna, að vilja eigna sér Snorra Sturluson og íslenzkar fornbókmenntir. Hann kom heim, kvæntist ágætri konu, Guðrúnu Jóhannesdóttur, og gerðist 1912 barnaskólastjóri vestur á Flat- eyri. Auk skólastjórastarfsins var hann sóknarnefndarmaður, í sáttanefnd, hreppsnefndaroddviti, yfirsíldarmatsmaður á Vestfjörð- um o. fl. o. fl. Og öll störf sín þótti hann rækja með ágætum. Til Akureyrar kemur hann svo frá Flateyri 1930 og verður hér barnaskólastjóri hátt á annan áratug og síðustu árin námsstjóri barnafræðslunnar á Norðúrlandi. Hann hefur og starfáð í mörgum félögum, bæði á Fláteyri og hér á Akureyri, og verið um mikinn hluta ævinnar áhugasamur bind- indismaður. Snorri var ágætur kennari, reglusamur og stjórnsamur skólastjói-i, og vinsæll af kennur- um skóla sínsognemendum.Hann hefur og verið námfús alla ævi og reiðubúinn til þess að hagnýta sér nýungar í starfi sínu. Áhugi hans og dugnaður hefur aldrei dvínað. Hann hefur aldrei látið ræna sig Iðunnareplunum, er hann fékk í í bernsku. Og jafnframt því, er Snorri hefur unnið trúlega að þróun þeirra stofnana, er hann hefur staðið fyrir, þá hefur hon- um og verið sýnt um fjármál þeirra og sýnt þar sem í öðru samvizkusemi. Með konu sinni, Guðrúnu Jó- hannesdóttur, átti Snorri 4 sonu, sem allir eru atgei’fismenn, og tvær glæsilegar dætur. En fyrir nokkrum árum var erfiðleika- tímabil í ævi hans. Hann missti sína ágætu konu, og alvarleg veikindi ásóttu hann og heimili hans. En með dugnaði og vilja- styrkleika sínum og með hjálp góðra lækna urðu afleiðingar veikindanna ekki eins alvarlegar og út leit fyrir um tíma. — Fyrir um tveim og hálfu ári kvæntist Snorri í annað sinn, Bjamveigu Bjarnadóttur, listfengri og gáf- aðri konu. Annars var það ekki ætlun mín, að fara að skrifa æfisögu Snorra Sigfússoonar, heldur aðeins að senda honum vinai’kveðju á sjö- tugsafmæli hans. Saga Snorra verður heldur ekki sögð með fá- um oi’ðum. Einungis sá þáttur sögu hans, sem heyi’ir til uppeld- is- og skólasögu íslendinga, er mikill. Snorra mxm lengi minnst, sem eins af fremstu mönnum hinnar íslenzku bai’nakennara- stéttar. Snorri Sigfússon er ungur mað- ur, sjötugur að aldri. Nú er hann kominn í þjónustu Landsbanka íslands og stendur þar fyrir sparifjársöfnun barna. Snoi’ri hefur með réttu séð, hvar aðal- veilan er nú í uppeldi æskulýðs þjóðarinnar. Sú veila kemur af því, að núverandi æskufólk þjóð- arinnar hefur alizt upp við alls- nægtir, allur fjöldinn, og lifað tima, þegar þjóðinni hafa borizt mkilir peningar, ekki eingöngu fyrir mikil störf, heldur líka sem nokkurs konar reki á fjörur hennar, vegna ógæfu mannkyns- ins, styrjalda og styrjaldaundir- búnings. Snorri vill nú með þessu nýja starfi sínu halda áfram að þjóna íslenzki-i æsku. Hann vill reyna að bæta úr og lækna eftir mætti aðalsjúkdóm- inn, er nú þjáir þjófélag vort, og það er eyðslan og óvai-fæmi með peninga. Hann vill fá börn og æskufólk til þess að eyða ekki peningum sínum í óþai’fa, heldur spara þá, ávaxta og geyma, þar til þeirra er þörf til nytsamlegrar notkunar. Og eg óska Snorra til hamingju með þetta nýja starf og vona að árangui’inn af því verði jafngóður og árangurinn af ann- arri starfsemi hans í þágu skóla og uppeldismála hefur orðið hingað til. Saga Snorra Sigfússonar er ekki öll enn. Mér virðist hann jafn fjörmikill, jafn áhugasamur, jafn opinn fyrir nýjum hugsjón- um og jafn starfsglaður og þegar eg kynntist honum fyrst fyrir 51 ári. Iðunnareplin hans Snorra eru enn ekki þrotin. En Iðunnareplin eru hugsjónir og áhugamál. Og það er alveg sama, hvað mai’gra ára menn verða, þeir, sem geyma þau Iðunnarepli, þeir verða ung- ir eins og Æsir — guðirnir — allt til ragnarökkurs. Þökk þéi’, gamli og góði vinur Snorri! Þökk fyrir ágæt störf! Þökk fyrir ást þína á æsku þessa lands! Lifðu og starfaðu enn vel og lengi! Þorsteinn M. Jónsson. Þegar Snori’i Sigfússon settist að á Flateyri árið 1912, rúmlega þrítugur að aldri, var hann lítt reyndur kennari en hafði notið meiri undii’búningsmenntunar en almennt tíðkaðist þá um barna- kennara. Eftir að hafa lokið prófi við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri, sigldi hann til Noi’egs og stundaði nám við lýðháskól- ann á Voss og síðan við kennai’askólann á Storð. — Þetta var góð undirstaða, en góð skólamenntun, með prófskírteini upp á vasann, er ekki einhlít, ef fleira kemur ekki til. En það kom brátt í ljós, að Snorri Sigfússon bjó yfir óvenju miklum, með- fæddum hæfileikum, sem gerðu hann að þeim afbragðs kennara sem hann varð. Hann hefur yndi af að fræða og segja frá, honum þykir vænt um börn, hann er hlý- legur og alúðlegur í viðmóti, og síðast en ekki sízt er hann gædd- ur næmri kýmnigáfu. Allt eru þetta aðlaðandi eiginleikar enda fór svo, að Snorri ávann sér hylli alli-a, sem hann hafði kynni af, bai’na og fulloi’ðinna, þau átján ár sem hann stundaði barna- kennslu á'Flateyri. ; 1 Þennan tíma var barnaskólirin þar lengst af fjöguiTa vetra skóli, og Snorri oftast éini kennarinn. Börnin skyldu koma læs í skól- ann, enda hófst skólaskylda ekki fyrr en um tíu ára aldur, en alla aðra fræðslu sem þá var krafizt, varð þessi eini kennari að veita. Auðvitað kom það fyrir, að lestr- arkunnáttu sumra barnaima var ábótavant, þegar þau komu í skólann, og þá vai’ð kennax’inn vitanlega að bæta úr því. Meðan eg þekkti til kennslutilhögunar á Flateyri, var kennt í tveimur deildum, eldi’i- og yngrideild, og má nærri geta, hvort ekki hefur vei’ið erfitt að ná góðum árangri, þegar börn með mjög mis- munandi þi’oska, aldur og náms- gáfur urðu að vera í sömu deild. Barnakennsla er alltaf mikið vandavei’k, og þá ekki sízt við erfiðar kringumstæður, eins og t. d. ófullkomna deildaskiptingu og lítil eða engin hjálpargögn. En það var eins og sumum þessum gömlu kennurum yxi ásmegin við erfiðleikana. Og ekki var því til að dreifa að kennarar í fámenn- um þorpum gætu ráðfært sig við starfsbræður sína, ef vandamál bar að höndum, þar skildu fjöll og firðir á milli. Þá var líka bless- unarlega lítið um rit í uppeldis- fræði, sem segja eitt í dag og ann- að á morgun. Einangraður kenn- ari varð því, að reiða sig á brjóst- vit sitt og samvizku, og þeir ráð- gjafar hafa reynzt mörgum góð- um manni vel. Og áreiðanlega reyndust þessir ráðgjafar Snorra Sigfússyni vel við kennslustörf hans á Flateyi’i. Þegar eg var nemandi SnoiTa á Flateyi’i, hófst skóladagui’inn þannig, að Snorri settist við org- elið í skólastofunni, en við böi’n- in skipuðum okkur umhverfis hann. Þá var sunginn sálmur, en því næst las eitt barnið stutta bæn úr bænakveri, sem til þess var haft, og hafði síðan yfir Fað- h’vorið utanbókar í heyranda hljóði. Þá var aftur sunginn sálm- ur en að því loknu gengu böi-nin til sæta sinna og kennslan hófst. Þessi athöfn var látlaus og ein- læg og laus við alla skinhelgi, enda hefur Snorri ávallt vei’ið einlægur trúmaður. Hún hafði líka þann kost, að öll börnin tóku þátt í henni, þau sungu öll með, og þau lásu morgunbænina til skiptis. í dag var það ef til vill óstýi-látasti strákurinn í skólan- um, á morgun.feimin smátelpa.Eg er sannfærður um, að þessi at- höfn átti ekki lítinn þátt í þeim góða skólabrag, sem ríkti í barnaskólanum á Flateyri í tíð Snorra Sigfússonar. Á þessum árum þekktust ekki vinnubækur, föndur og annað slíkt í barnaskólum. Kennslan var fólgin í utanbókarlærdómi heima og yfirheyrslu í kennslu- stund. Þrátt fyrir það tókst Snorra að gera kennsluna létta og lifandi og hrífa börnin með. Hann var ávallt glaðlegur við börnin, hafði skrítlur og gaman- yrði á takteinum, og ki-yddaði þannig leiðinlegt keimslufyi’ir- komulag, að börn voru aldrei haldin neinum námsleiða hjá honum. Aldrei vissi eg til að Snorri atyrti bam eða setti ofan í við það í annarra viðurvist, og aldrei fór neitt barn í „skammar- krókinn“ meðan égvarískólanum hjá honum. Hann virtist ekkert þurfa að hafa fyrir því að halda uppi aga, slíkt virtist koma af sjálfu sér. Hann hafði þann sjald- gæfa eiginleika að geta verið húsbóndi og félagi í senn, og halda fullri virðingu sinni, jafn- framt því sem hann átti trúnað og traust barnanna. Hann gerði mikið af því að leika sér við börnin, úti og inni, og um skeið kom hann af stað allmikilli iðkun skíðaíþróttarinnar á Flateyri, meðal barna og unglinga, á þeim tíma þegar fáir íslendingar létu sér detta í hug að fara á skíði sér til skemmtunar. Um langt árabil æfði Snorri kai’lakór á Flateyri og kenndi piltum leikfimi. Þá var engin kirkja á Flateyri, og presturinn sat í Holti ,en messaði í barna- skólahúsinu einu sinni eða tvisvar á ári. 1 mörg ár hélt Snorri uppi guðsþjónustu í barnaskólanum á aðfangadags- kvöld og gamlaárskvöld. Þá las hann húslestur en börnin í (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.