Dagur - 27.11.1954, Qupperneq 1
AKUREYRINGAR!
Slyðjið hraðfrystihússmál-
ið! Kaupið hlutabréf Ú. A.
Dagur
DAGUR
kemur tvisvar í viku til
jóla, á miðvikudögum og
laugardögum.
xxxvn. árg.
Akureyri, laugardaginn 27. nóvember 1954
52. tbl.
Ratsjáin leiðbeinir flugvélum
Ratsjá íiugmálastjórnarinnar hér á .'.jiureyri cr nú tekin í notkun
fyrir nokkru og gefur góða raun. Er að henni mikið öryggi. Flug-
vélar sjást i sjónsktfunum, sem myndin sýnir, er þær nálgast hæinn,
hvort sem þær eru ofan skýja eða ekki, eins sjást fjöll beggja megin
fjarðar og Polls. Geta leiðsögumenn hér því fylgst nákvæmlega með
ferðum flugvéla og leiðbeint þeirn, ef þörf þykir.
MikiEI áhugi bænda fyrir áburðar-
filraunum á sýnisreilum
Umferðaráðimauíar Búnaðarfélagsins
væntanlegir um mánaðamót
Umferðaráðunautar Búnaðarfélags íslands, Sigfús Þorsteinsson
og Agnar Guðnason, eru þessa dagana að halda fundi með þingeysk-
um bændum. Munu þeir væntanlcgir hingað um næstu mánaðamót.
Ekki hafa þó fundirnir hér verið auglýstir, enn sem komið er. —
Káðunautarnir ltafa með sér kvikmyndir til fróðleiks og skemmtun-
ar, sem þeir geta sýnt á þeint stöðuni er raftnagn hafa. — Sennilega
verður að fækka fundarstöðum af þeim ástæðum. Ætti það ekki að
koma að verulegri sök, ef veður og færi helzt sæmilegt. — Þarf tæp-
lcga að efa, að fundir þessir verði vel sóttir,enda verða sýnisreitirn-
ir gerðir þar að umtalscfni fyrst og fremst.
Ufnférðaráðunautarnir mættu
báðir á Bændaklúbbsfundinum
að Hótel KEA á þriðjudaginn og
tóku þátt í umræðum. Samkvæmt
frásögn þeirra ber víða á fosfór-
sýruskorti í ræktuðu landi, þótt
ekki verði þcss mikið vart hér í
héraðinu.
Bændur munu hafa fylgzt af
áhuga með þeim einföldu og auð-
veldu tilraunum, er gerðar voru
með mismunandi magni af til-
búnum áburði, á þessum svoköll-
uðu sýnisreitum, um land allt.
Tilraunir þessar voi-u fjór-
skiptar.
Á A-reit Var borið: 194 kg.
Kjarna 120 kg. þrífosfat og 120
kg. kalí 50%.
Á B-reit var borið: 316 kg.
Kjayna, 164 kg. þrífosfat og 164
kg. kalí 50%.
Á C-reit var borið: 475 kg.
Kjarna, 258 kg. þrífosfat og 258
kg. kalí 50%.
Á D-réit var borið: 475 kg.
Úlpuþjófur handtekinn.
Það bar til nú í vvkunni, að
karlmannsúlpu var stolið í Hótel
KEA. Lögreg'an handtók þjófinn
og náði úlpunni.
Kjarna (skipt), 258 kg. þrífosfat
og 258 kg. kalí 50%.
Kostnaður á hvern hestburð
heysins varð sem næst því er hér
segir: ,
Á A-reit kr. 46,40
Á B-reit kr. 41,15
Á C-reit kr. 38,00
Á D-reit kr. 40,30
Af þessari töflu sést, að kostn-
aður við framleiðslu heysins á
C-reitnum varð minnstur. D-
reitur hafði sama áburðarmagn,
en Kjarni var borinn á milli
slátta, 180 kg., en 295 kg. á sama
tíma og önnur áburðardreifing fór
fram að vorinu.
Þessar niðurstöður ber að
sjálfsögðu að taka með varúð,
eins og allar tilraunir á byrjun-
arstigi. Það er til dæmis mjög
áberandi í sumar, hvað áburður,
er borinn var á milli slátta, gaf
lítinn vaxtarauka í sumar. Tví-
skipti áburðurinn á D-reitnum
hefði sennilega sýnt allt aðra út-
komu í meðal sumri. Á hitt ber
þó að líta, að síðari slátturinn á
þeim reit hefur sennilega gefið
betra fóður og betri beit en aðrir
reitir, þótt vaxtaraukinn væri
minni en búizt hafði verið við.
Engir tæknilegir gailar á áburðarverk-
smiðjunni - kornasfærð áburðar aukin
Upplýsingar landbúnaðarráðherra á
Alþingi s.l. þriðjudag
Sl. þriðjudag svaraði landbiinaðarráðherra, Steingrímur Stein-
þórsron, á Alþingi ýmsum fyrirspurnum, er Einar Olgeirsson og
Bergur Sigurbjörnson höfðu beint til hans, varðandi Áburðarverk-
smiðju ríkisins. Voru svör landbúnaðarráðherra hin greiðustu og
komu fram í þeim mörg merkileg atriði, er snerta áburðarverksmiðj-
una og rekstur hennar. Tók ráðherra það alveg sérsfaklega fram,
að engir tæknilegir gallar hefðu komið fram á vélum verk-
smiðjunnar,
að verksmiðjan væri þess umkomin að afkasta mun meira
magni en hún væri gefin upp fyrir,
að kornastærðin, sem nokkuð hefði verið rætt um, að hefði
verið of lítil, hefði farið vaxandi síðustu vikurnar og
að ástæðan til þess að áburðurinn vildi hlaupa í kekki var sú,
að tæki verksmiðjunnar voru ekki rétt stillt á það rakastig,
er hentaði.
Benti ráðherrann á, að allar þessar misfellur stæðu til bóta og hefði
verið úr þeim bætt flestum nú þegar.
Helgafell í fyrsta
sinn á Almreyri
Nýjasta skip Sambands ísl.
samvinnufélaga, Iíelgafell, kom
hér í fyrsta sinn í gær. Skipið
losaði liér ýmsar vörur frá
Bandaríkjunum, cn skipið kom
þaðan til íslands í þetta sinn.
Hér tók skipið nokkur hundruð
tn. af síld til Finnlands. Skip-
stjóri á Helgafelli er Bergur
Pálsson frá Hrísey, 1. stýri-
maður er Ilektor Sigurðsson
Flóventssonar lyfjafr. hér í bæ,
en 1. vélstjóri Ásgeir Ásgeirs-
son, Spítalaveg 9, Akureyri.
Hangikjöti og silungi
stolið - þýfið komið í
leitirnar
Sá fátíði atburður gerðist hér í
bænum aðfaranótt sl. miðviku-
dags, að farið var inn í niður-
suðuverksm. Kristjáns Jónssonar
á Oddeyrartanga og þar stolið
kjöti og reyktum silungi að verð-
mæti 9 þús. kr.
Var verknaður þessi kærður til
lögreglunnar á miðvikudaginn og
hóf hún þegar rannsókn í málinu.
Virtist hafa verið farið inn um
óhespaðan glugga og síðan hurð
opnuð innan frá.
Lögreglan fékk þegar grun um
hvaða bifreið hefði verið notuð
þarna af hjólförum við húsið.
Voru þeir, er notað höfðu þessa
bifreið þessa nótt, 3 fullorðnir
karlmenn, handteknir. — í rétt-
arhöldunum á eftir játuðu þeir á
sig verknaðinn og náðist þýfið
allt og að mestu óskemmt. Málið
er áfram í rannsókn.
50000. farþeginn hjá
Flugfélaginu
Meft áætlunarflugvélinni hing-
aft frá Reykjavík í gær var
50000. farþeginn, sem Flugfélag
fslands flytur frá upphafi. Var
það Olafur Ólafsson kristniboði,
og var þessa atburðar minnzt í
gærmorgun áftur en flugvélin
lagði af staft frá Reykjavík. Ól-
afur hafði kcypt farseðil til Ak-
ureyrar, er honum var tilkynnt
aft hann væri 50000. farþeginn
og fengi ókeypis far. Einnig var
honum fenginn gripur til
minningar um atburðinn.
Fyrirspurnir Einars Olgeirssonar.
1. Hvað kostaði verksmiðjan
uppkomin? 2. Hver er rekstrar-
afkoma verksmiðjunnar það sem
af er? 3. Hvernfg líkar gerð
áburðarins, og hvaða horfur eru
á sölu hans framvegis? 4. Hvert
er framleiðsluverð áburðarins á
smálest, og hvert er verð sam-
svarandi útlends áburðar? 5.
Hafa komið fram tæknilegir gall-
ar á gerð verksmiðjunnar? Þarf
að gera breytingar á vélakosti
hennar, og ef svo er, hvaða kostn-
að er álitið, að þær hafi í för með
sér?
Svör ráðherra.
Þessum fyrirspurnum svaraði
ráðherra lið fyrir lið, og fólust í
svörum hans eftirfarandi upp-
lýsingar:
1. Stofnkostnaður verksmiðj-
unnar er nú um 130 milljónir kr.
Innifalið í þeirri upphæð eru ca.
8.75 milljónir króna í vöxtum af
lánum yfir byggingatímabilið og
13 milljónir í tollum og leyfis-
gjöldum.
2. Á meðan fyrirtækið er ekki
komið upp að fullu og á meðan
reynslurekstur stendur yfir sam-
hliða því, sem verið er að ljúka
uppbyggingu fyrirtækisins, er
ekki hægt að tala um rekstursaf-
komu. Verksmiðjur. sem þessi,
eru jafnan lengi á stigi reynslu-
reksturs, og er ekki óalgengt, að
18—30 mánuðir og þaðan af
lengri tími fari í að samræma og
jafna reksturinn. Fullkomin
ástæða er til að vera ánægður
með þann árangur, sem náðst
hefur til þessa í framleiddu
áburðarmagni. Verksmiðjan á að
geta framleitt 18000 tonn á ári
eða 1500 tonn að meðaltali á mán-!
uði. Á 7 mánuðum, apríl til októ-
berloka, framleiddi verksmiðjan
9000 tonn eða 1285 tonn að með-
altali á mánuði. Lægsta mánaðar-
framleiðsla var í júní, 1011 tonn,
en mesta framleiðsla í október,
1659 tonn, og eru þau afköst 11%
umfram áætluð meðalafköst.
Þetta sýnir, að verksmiftjan get-
ur afkastað mun meira magni en
því, sem hún er gefin upp fyrir.
3. 2300 tonn af áburði verk-
smiðjunnar voru seld á síðastl.
vori, og hafa hvaðanæfa borizt
ummæli um, hversu vel spretti af
áburðinum. Pantanir á áburði
eru ekki að jafnaði komnar fram
fyrir áramót, fyrir næsta ár á eft-
ir, en ef dæma má út frá hinni
góðu reynslu, sem fengin er um
sprettu, verður að segja, að horf-
ur um sölu séu góðar.
4. Af þeim ástæðum, sem rakt-
ar voru hér að framan (3. liður)
verður framleiðsluverð á tonn
ekki enn ákveðið, en ætla má, að
þcgar meðalafköst verksmiðj-
unnar eru komin á það stig, sem
þau eru áætluð, þá verði hinn ís-
lenzki áburður fullkomlega sam-
keppnisfær við erlendan ábui’ð.
5. Engir tæknilegir gallar hafa
komift fram á gerð verksmiðj-
unnar, er gefi tilefni til að ræfta
um breytingar á vélakosti eða
aukakostnaft þess vegna.
Mývetningar hafa fé
á afrétt
Tíð hefur verið góð í Mývatns-
sveit að undanförnu; þíðviðri en
stormasamt. Snjólaust er í byggð
og beitijörð góð. Mývetningar
austan vatns hafa fé sitt enn aust-
ur á fjöllum og hafa enn ekki
ráðið, hvenær það verður rekið
heim, en væntanlega verður það
að venju, fyrri hluta desembee.