Dagur - 15.12.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 15.12.1954, Blaðsíða 1
KAUPIÐ Ilappdrættisniiða Styrkt- arfélags lamaðra og fatl- aðra. Fást í bókaverzl. — DAGUR kemur tvisvar í viku til jóla, á miðvikudögum og laugardögum. XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 15. desember 1954 57. tbl. ilia að IramleiSend- Leikstjóri og leikarar í barnalcikritinu „Hans og Gréta“ á æfingu. Sýning barnaleikrits er nýjung í starfsemi Leikfélags Akureyrar Annað viðfangsefni Leikfélags Akureyrar á þessu leikári verður barnaleikritið „Hans og. Gréta“, gert eftir samnefndu æ\intýri Grimmsbræðra, af þýzkurh leik- ritaböfundi, og verður frumsýn- ing á annan í jólum. F.r sýning barnaleikrits nýjung í starfsemi félagsins. Barnaleikritið er hér sett á svið af Sigurði Kristjánssyni og mun hann jafnframt leika eitt af hlut- verkunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigurður sjórnar hér leik- sýningu, en hann hefur verið í fremstu röð leikara hér um margia ára skeið og áður var hann leikstjóri í Húsavík. Má vænta góðs af Sigurði sem leik- stjóra, því að hann er smekkvís leikhúsmaður og einlægur unn- andi góðrar leiklistar. Hlutverk eru þannig skipuð: Börnin í leikn um sýna Bergþóra Gústafsdóttir og Amar Jónsson, en önnur hlut- Jólapóstur og síðustu skipsferðir Frá póststofunni hefur blaðinu borizt eftirfarandi: Skilið jólapóstinum tímanlega og merkið hann orðinu „Jól“. — Tii þess að geta örugglega borizt til viðtakanda á aðfangadag, verða sendingar að póstleggjast, í allra síðasta lagi, miðvikudaginn 22. des. kl. 24. Þær sendingar, sem síðar berast, verða ekki bornar út fyrr en 3. í jólum. Gerið svo vel að frímerkja sendingar yðar sjálf, svo að þið tefjið ekki póstmennina. Skrifið rétt heimilisfang, götu- og hús- númer. Látið ekki peningaseðla í almenn bréf, það er óvarlegt og auk þess ólöglegt. Athugið: Síðasta ferð til Austfjarða fyrir jól, er með m.s. Heklu 20. des. Bögglum þarf að skila á pósthúsið, fyrir kl. 3 á laugardag 18. des. Síðasta póstferð til Stranda- hafna og Vestfjarða er 20 des. með m.s. Skjaldbreið og m.s. Esju. verk skipa, auk Sigurðar: Jón Ingimarsson, Ingibjörg Rist, Guðm. Gunnarsson, Jón Kristins- son, Jónína Þorsteinsdóttir, Gréta Geirsdóttir og Ingibjörg Ófeigs- dóttir. Lögin í leiknum hefur Carl Billich útsett, en hljóðfæraleikar- ar verða Jakob Tryggvason og Ivan Knudsen. Halldór G. Ólafs- son þýddi leikritið, en leiktjöldin gerði Lothar Grundt. Eru þau fengin frá Hafnarfirði, en þar var leikurinn sýndur í fyl-ra. Sýningar um jólin. Frumsýning verður á annan í jólum kl. 5 síðdegis, en næstu sýningar verða 3. og 4. jóladag kl. 8 á kvöldi. Var ekki hægt að koma því við að hafa sýr.ingar fyrr að deginum vegna þess að leikararnir þurfa að stunda vinnu sína. Sýningum er lokið um kl. 10 að kvöldi. Verð aðgöngumiða er kr. 10 og kr. 15, tölusett sæti. í Hafnarfirði var verðið kr. 15, öll sæti. Fyrirkomulag á sölu að- göngumiða verður með sama hætti og verið hefur að Meyja- skemmunni. Aðgöngumiðar verða seldir á afgreiðslu Morgunblaðs- ins leikdagana kl. 4.30—6 og við innganginn, ef eitthvað er óselt. 13 sýningar a „Meyjaskemm- unni“. Leikfélagið hefur nú sýnt ,.Meyjaskemmuna“ 13 sinnum við mikla aðsókn. Fleiri sýningar verða ekki fyrir jól, en hefjast að nýju á miðvikudag í milli jóla og nýjárs. Alþingi fullgildir væntanlega Farísar- samningana fyrir jól Komin er fram á Alþingi til- laga frá ríkisstjórninni um full- gildingu samninganna, sem kenndir eru við París, um aðild Þjóðverja að Atlantshafs- bandalaginu. Meirihluti utan- ríkismálanefndar hefur lagt til að aðildin verði samþykkt og fullgildingin gerð hér fyrir jól. Má fullvíst telja, að Alþingi fallist á skoðun utanríkismála- nefndar. ií kröfur sínar fil lánsfjár Margar ályktanir gerðar á aðalfundi Bændafél. Þingeyinga, sem nýlega var haldinn á Fosshóli Aðalfundur Bændafélags Þmgeyinga var haldinn á Fosshóli 3. þ. m. og sóttu hann um 40 bændur víðs vegar úr héraðinu. Nokkrir nýjir félagsmenn bættust við, þar á meðal fimm bændur úr Höfða- hverfi og bóndinn á yzta bæ á Tjömesi. Bændafélagið ræddi ýmis þjóðmál að vanda og gerði ályktanir. Verður þeirra getið hér á eftir. Verzlanir opnar til kl. 10 á föstudag u Verzlanir bæjarins verða opn- ar til kl. 10 að kvöldi n.k. föstu- ^ dags, en aðeins til kl. 4 eins og 1 venjulega á laugardaginn. Á Þor- láksmessu, fimmtudag í næstu viku, verða verzlanir opnar til miðnættis að venju. Framleiðendur samræmi kröfur sínar. Fundurinn telur þess fulla þörf að íslenzkir framleiðendur samræmi stefnu sína í skatta- og toliamálum og kröfur til láns- og styrktarfjár frá bönk- um og ríki. Felur liann stjórn- inni að flytja mál þetta á Bún- aðarþingi og fá það til að hreyfa því við samtök iðnaðar- og verkamanna á þann hátt að ráðstefnur þessara þriggja að- ila eigi hlut að. I . . ' IV !| Ánægðir með raforkufram- Icvæmdir. „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeim samningum stjórnar- flokkanna sem tekizt hafa um rafvæðingu sveita og landsins alls, og væntir þess, að hvergi Hafin bygging barna- skóla í Húsavík Fyrir nokkru er hafin bygging nýs barnaskóla í Húsavík. Var grunnúr grafinn í sumar og hafin steypuvinna í haust. Húsinu er valinn staður skammt frá gamla barnaskólahúsinu á stað, sem er talinn bæjarstæði Garðars Svav- arssonar. Þetta verður myndar- leg bygging og vel búin að öllu leyti. Fundur bæjarstjórnar í gær: Sótt um atvinnubóiafé tii frysiihúss og framkvæmda í Olerárþorpi Breyting á innheiintu útsvara fyrirhuguð Bæjarstjórnarfundur var síð- degis í gær. Þetta mun helzt hafa gerzt þar: Sótt um atvinnubótafé. Ákveðið að sækja um 1 milljón króna af atvinnubótafé ríkisins, sem til ráðstöfunar verður á næsta ári. Verði 750 þúsundum króna varið til hraðfrystihúss- byggingar Utgerðarfélagsins, en 250 þúsund. krónum til ýmissa nauðsynlegra framkvæmda í Glerárþorpi, sem verður orðið hluti Akureyrar eftir nýjár. — Ákveðið að . greiða formanni barnaverndar kaupstaðarins 500 kr. laun á mánuði fyrir störf sín. — Athugaður nýr skipulagsupp- dráttur fyrir svæðið milli Bvggða vegar og Þórunnarstrætis, norðan Hamarstígs. Á bæjarráðsfundi höfðu komið fram ýmsar athuga- semdir við tillöguuppdráttinn, en frestað var að bera fram breyt- ingartillögur að sinni. Takmörkun á lóðaúthlutunum. Eftirfarandi tillaga hafði verið samþykkt á sameiginlegum fundi bygginganefndar og bæjarráðs og kom nú til atkvæða í bæjarstjóm: „Nefndirnar leggja til að ekki verði látnar lóðir til íbúðarhúsa- bygginga á næsta ári nema við þær götur, sem þegar er byrjað á, enda sé hægt að vísa á lóðir við þær götur fyrir þær gerðir húsa, sem bæjarstjórn vill leyfa.“ Breyting á útsvarsinnheimtum. Þá var ákveðið að framvegis skuli útsvör innheimt eftir þeim reglum, sem settar eru í 28. grein laga um útsvör, frá 1945, en það þýðir að til framkvæmda kemur hér heimild um að innheimta 40% af útsvari fyrirfram. Hefur þetta tíðkast í Reykjavík en ekki hér. Gjalddagi útsvars hér hefur verið 1. júlí. Nú verður innheimt 40% af útsvarsupphæð undangengins árs á gjalddögum 1. marz, 1. apríl 1. maí og 1. júní. Nýtt braggahverfi! í ráði er að koma upp nýju braggahverfi í stað þess, sem á að hverfa frá Gleráreyrum. Bvgg- inganefnd lagði til að heimilað yrði að veita bráðabirgðastöðu- leyfi fyrir bröggum og geymslu- húsum á svæðinu við klappirnar norðan við Glerá. Saga Akureyrar. Greinargerð frá Sögunefnd Akureyrar var til umræðu. En ætlunin er að láta rita sögu Ak- (Framhald á 7. bls.). verði kvikað þar frá settu marki, en framkvæmdum hraðað eftir því sem ástæður frekast leyfa. Byggðasafnsmal Þingeyinga. „Aðalfundur B. Þ þakkar þann fjárhagslega stuðning sem hér- aðsbúar og ýmsar stofnanir í hér- aðinu hafa veitt Byggðasafns- málinu og felur stjórninni að láta ljúka fyrstu söfnunarumferð á komandi ári, kemur þá í Ijós hvað til er af munum sem Byggðasafn- ið þarfnast og hægt að snúa sér að þ.ví að útvega þá hluti sem ekki eru fyrir hendi í héraðinu. Breytt skólaskipan. Fundurinn álítur áð hin nýja skólaskipan sé á margan hátt fjarlæg fornum íslenzkum menn- ingargrundvelli og óhagnýt at- vinnuháttum okkar. Fyrir því skorar hann á ríkisstjórn og Al- þingi að gera eftirfarandi breyt- ingar á skólalöggjöfinni: 1. Að leggja niður landspróf. 2. Að færa starfsreglur héraðs- skólana sem mest til samræmis við upphaflegan tilgang þeirra, að búa æskuna undir hin almennu sveitastörf. 3. Að kennsla í meðferð búvéla verði tekin upp við héraðsskól- ana. 4. Að söngkennsla í bamaskól- um verði stóraukin og kennslu í orgelleik verði komið á fyrir þau börn, sem vilja það stunda. 5. Að framhaldsnámi í hljóð- færaleik og söngstjórn verði kom ið á við héraðsskólana. 6. Að árlegur skólatími í land- inu sé styttur frá því sem nú er. 7. Að leggia sérstaka rækt við kennslu í þióðlegum fræðum og hagnýtt verknám. Bendir fund- urinn því til stuðnings á hinn glæsilega árangur smíðakennsl- unnar á Laugum. Aukið hlutafé bænda í Áburðarverksmiðjðunni. Aðalf. B. Þ. skorar á búnaðar- félögin í héraðinu að beita sér af alefli fyrir því að aukin verði hlutafiárkanp af hálfu bænda í Áburðarverksmiðiu ríkisins, svo að takast megi að fá einn fulltrúa fyrir bændur í verksmiðjustjói-n. Annarra ályktana síðar getið. 200 nýir símar um næstu helgi Viðbótarvélar bæjarsímastöðv- arinnar hér munu verða teknar í notkun um næstk. helgi og verða þá tengdir um 200 nýjir símar. Ný símaskrá fyrir Akureyri mun koma út um svipað leyti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.