Dagur - 15.12.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 15.12.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 15. desember 1954 D AGUR 5 50 ára afmæli rafmagnsljósa á íslandi: „Frímanns verður gefið" kvað Sfephan 60 ár síðan Frímann B. Arngrímsson lióf baráttu sína fyrir virkjun vatnsafls og lilaut fyrir „að- hlátur, fyrirlitningu og fátækt“ að eigin sögn Frú Fanný Ingvarsdóitir, íimmfug „Maður að nafni Frimann Am- grímsson er fyrsti íslendingurinn, sem minnist á raforku hér á landi,“ segir í sunnanblaði síðastl. laugardag í tilefni hátíðahaldanna í Hafnarfirði á 50 ára afmæli raf- magnsins hér á Iandi. En ekki er Frímanns [icssa nánar getið. Er þó maklegt að minnasf; hans nú. Nafn hans er tengt sögu raf- crkunnar hér á landi. Iiann hóf þar upp merki löngu á undan öðrum. En hann.var í því efni, sem sumum öðrum, á undan sam- tíð sinni. Draumar hans og spár hafa rætzt, en fyrir aldamót þótti tal hans stundum með ólíkindum. Má nú minna á orð Stephans G. Stephanssonar, er eitt sinn kvað svo til Frímanns: „Ef einhvem tíma íslands fossar aldanna ókveiktu blossar ásmegni og sóískini síma fram í fámennis bæinn, fjölbýlin við sæinn þar sem hetjurnar híma . . o. s. frv. „ . . . þar sem falli og feigð frostnóttin eygð Fletin fyrr hafði setið Frímanns verður getið!“ Lærdómur undir förumannskufli. Frímann B. Arngrímsson and- aðist hér á Akureyri árið 1936 og er grafinn hér. Hafði hann þá átt hér heima óslitið síðan hann fluttist aftur til íslands í upphafi íyrri heimsstyrjaldar. — Hvert mannsbarn í bænum þekkti Frí- mann. Hann klæddist síðustu ár- in förumannsbúningi og gekk álútur við staf, mæddur af elli og löngu lífsstríði. En enga ’jppgjöf var að sjá í svipnum. Andlitið var hörkulegt, augun snör og hvöss og tungan bitur, er því var að skipta. Börnum og unglingum í kaupstaðnum um og eftir 1930 gekk illa að skilja, að þessi mað- ur væri einhver lærðasti moður- inn í bænum, maður sem hafði dvalið langvistum við erlenda há- skóla og vísindastofnanir, verið í þjónustu erlendra ríkja, st.ofnað blöð og skrifað margt um vísindi og tækni, dvalið langvistum í mörgum þjóðlöndum, síðast 17 ár samfleytt -í París. En staðreynd var þetta allt eigi að síður. Sá var maðurinn. Um hann var því, þrátt fyrir tötrana og beiskjuna í skap- inu, talsverður ævintýraljómi. Auk þessa alls var Frímann einn af þeim fyrstu, er sáu hér mögu- leika til stóriðnaðar á grundvelli vatnsaflsins. Erfið æska. Frímann B Arngrímsson var fæddur í Sörlatungu í Hörgárdal, af lærdómsmönnum kominn, en átti erfiða æsku, því að foreldrar hans voru ekki gift og voru ekki samvistum. Ólst Frímann upp á ýmsum stöðum í Eyjafirði og Fljótum, og mun hafa hrcppt hörð kjör. En skapið var mikið og harkan, og bar hann menjar uppvaxtaráranna alla ævi. Hér heima naut hann einhverrar til- sagnar á Ríp í Skagafirði og Möðruvöllum í Hörgárdal, en aldrei skólagöngu hér á landi. — Frímann hélt til Vesturheims í stórum hóp Vesturfara, er lagði upp héðan frá Akureyri í ágúst 1874. Var hann þá 19 ára garnall og blásnauður. Glæsilegur námsferill. Vestur í Kanada hóf hann þeg- ar ári ðeftir skólanám, og lauk prófi, er jafna má til stúdents- prófs hér, og litlu seinna kenn- araprófi. Gekk hann síðan á há- skóla og stundaði óreglulegt nám unz hann hóf að nema stærðfi æði og náttúrufræði við háskólann í Toronto og lauk hann þar prófi, fyrstur íslendinga í Kanada. — Fram'haldsnám stundaði hann svo við Manitobaháskóla og lauk þar einnig prófi með miklum ágætum. í Winnipeg var hann um skeið í þjónustu landsstjórnarinnar við ritstörf, og þá stofnaði hann blað- ið Heimskringlu og stýrði því um skeið. Ferðaðist mikið um Kan- ada, m. a. til óbyggða. Árið 1889 fluttist Frímann til Cambridge i Bandaríkjunum og gerðistt starfs maður í frægri stofnun þar: Institute of Technology, sem er tengd Harvard-háskóla, síðan gekk hann í þjónustu General Electric Co. og þar þróuðust hugmyndir hans um framtíð raf- magns á íslandi. Draumur um ísland. Frímanni var búin mikil fram- tíð í þjónustu félagsins, en svo gagntekinn var hann af hug- myndinni um vatnsvirkjanir á íslandi, að hann hvarf heim 1894 með tilboð frá General Electric um rafvæðingu Reykjavíkur. En tilboðinu var ekki sinnt. Höfðu menn ótrú á þessari nýjung, en sjálfur taldi Frímann, að kola- og olíukaupmenn hefðu spillt mál- inu. Varð honum þessi för heim mikil vonbrigði og bjó sú beiskja með hor.um alla ævi. Hvai'f Frí- mann þó til Bretlands og starfaði þar á vísindastofnunum, unz hann fluttist til Parísar og þar bjó hann til þess að fyrri heimsstyrj- öld hófst ,eða 17 ár samfleytt, en þá kom hann heim, 1914. Rafvæðing Eyjafjarðar. Eftir heimkomuna hóf hann að rita um rafmagnsmál, og var þá nokkuð öðruvísi umhorfs en 1894. Hann vildi byggja Glerárstöðina með allt öðrum hætti, en gert var, en fékk engu ráðið. Mun hug- mynd hans þó hafa verið hin at- hyglisverðasta, en hann vildi virkja Glerá hjá Tröllahyl og fá 20 metra meiri fallhæð en við neðsta fossinn. Rafmagnið átti ekki aðeins að vera til ljósa, held- ur til hitunar og verksmiðju- reksturs. Skrifaði hann 1915 bækling um „raflýsing og rafhit- un Akureyrar og annarra kaup- túna og bæja í grennd.“ Margt fleira skrifaði hann og ræddi í fyrirlestrum. Sá hann þá ekki að- eins fullvirkjun Glerár, sem skammt mundi duga að hans sögn, heldui' beizlun orku Hörg- ár, Skjálfandafljóts og Laxái. — Frímann útvegaði á þessum árum tilboð frá General Electi'ic um rafvæðipgu Akureyrar, en hlaut fyrir, að því hann sagði sjálfur „aðhlátur, fyrirlitning og fátækt.“ Vildi aldrei lúta smáu. Frímann B. Arngrímsson lifði hér heima við fátækt og um- komuleysi, enda var erfitt að gera honum til þægðar. Skap- lyndi hans var þannig farið og átti það vafalaust mikla sök á, að hann naut aldrei hæfileika sinna cg mikils lærdóms. En eldheit ættjarðarást brann honum í brjósti. Hann sá ísland framtíð- arinnar sem mikið framfararíki nýrrar tæknialdar Hann sá stór- iðju og nýtingu orkulinda lands- ins. Draumar hans voru stórir og ofviða þjóðinni, sem var að byrja að rumska eftir alda kúgun og eymd. En Frímann vildi ekki lúta að smáu. Og draumar hans urðu aldrei annað en draumar meðan hann átti enn óbilað starfsþrek. En nú eru þeir að rætast. Er því maklegt að minn- ast Frímanns B. Arngrímssonar nú ,um leið og getið er afreka annars Norðlendings, Jóhannes- ar Reykdal frá Vallakoti í Reykjadal, er fyrstur kveikti hér rafmagnsljós fyrir 50 árum. Raforka frá Laxá til Hríseyjar 1956 Hríseyingar hafa rafmagn frá 85 kw. dieselrafstöð og háfa lengi haft óhuga fyrir að komast í sam- band við rafmagnskerfi Laxár- orkuversins. Nú nýlega hefur verið ákveðið um framkvæmd málsins. Er gert ráð fyrir að Raf- magnsveitur ríkisins leggi sæ- streng til Hríseyjar sumarið 1956, en kaupi núverandi rafveitu hreppsins áður en langt um líð- ur og starfræki hana. Verður dieselstöðin varastöð, er sæ- strengurinn hefur verið lagður. Líklegt er að sæstrengurinn verði lagður frá Litla-Árskógssandi til Hríseyjar, og eru það um 3 km. Styttra er úr Helluhöfða í Sands- horn í Hrísey, en þar liggur sæ- síminn og er ekki talið heppilegt að hafa sæstrenginn samhliða. Á næsta sumri verða gerðar athug- anir á botninum á sundinu og líklegt er einnig að þá hefjist end- urbætur á innanbæjarkerfinu í Hrísey. Þorsteinn Valdimarsson hreppstjóri og Kristinn Þorvalds- son oddviti unnu að lausn þessa máls í Reykjavík nú nýlega. — Fyrir dyrum stendur að járn- klæða bryggjuhaus hafnarbryggj unnar í Hrísey til að forða frá eyðileggingu af völdum trjá- maðks. Mun verkið kosta um 700 þús. kr. og leita Hríseyingar nú eftir lánsfé til þessara fram- kvæmda. Standa vonir til að þetta verk verði hafið í sumar. — Afli er tregur um þessar mundir. Fá bátar mest um 1000 pund í róðri, en nær eingöngu ýsu. Afl- inn er tekinn á hraðfrystihús KEA, sem starfrækt er þegar hráefni berst. — Kvenfélagið í Hrísey æfir um þessar mundir gamanleikinn „Frá Kaupmanna- höfn til Árósa“ og hyggst sýna hann um jólin. Á föstudaginn, þann 17. þ. m., fyllir fimmtugasta aldursár sitt frú Fanný Ingvarsdóttir, kona Gísla Kristjánssonar útgerðar- manns, Helgamagrastræti 28. Er hún og þaq hjón bæði Austfirð- ingar, fædd og uppalin, og góðir Austfirðingar. Hafa þau bæði starfað dyggilega í Austfirðinga- félaginu hér í bæ, og Gísli m. a. verið í stjórn þess. Mun því hugur vor Austfirðinga leita til þeirra hjóna á þessum merka minning- ardegi heimilisins. Enda á það margs að minnast. Frú Fanný er fædd að Nesi í Norðfirði 17. desember 1904. — Voru foreldrar hennar hjónin Margrét Finnsdóttir frá Tungu í Fáskrúðsfirði, systir Ólafar móð- ur Ríkharðs listamanns Jónsson- ar, og Ingvar Pálmason alþing- ismaður, og bjuggu þau að Nesi allan sinn búskap. Var Ingvar húnvetnskur að ætt og frænd- margur þar nyrðra, og var m. a. Sigurður skólameistari Guð- mundsson einn frænda hans. Frú Fanný giftist ung manni sínum, Gísla Kristjánssyni frá Mjóafirði, og tók þegar við mann- mörgu heimili, er þau reistu bú á Norðfirði vorið 1923, og var hún þá 19 ára. Var þar tíðum allt að 18 manns í heimili, karlar, konur og börn, og þurfti að sjá um fæði og þjónustu allra þeirra og auk þess að búa vel í nestisskrínur sjómanna þeirra hjóna, en þá voru sjómenn nestaðir í Kvern róður, sem varaði allt að sólar- hring, og stundum lengur, bæri út af á einhvern hátt. Þá varð einnig að sinna heyskap og fisk- verkun í senn, og varð ærið starf fyrir húsfreyjuna ur.gu, sem tók þátt í þessu öllu. Og í fjarveru bónda hennar tóku öll störf mjög til hennar ráða. Naut hún þar áhuga síns og giftu með aðstoð góðra hjúa. Heimili sínu hefur frú Fanný stjórnað með prýði og séð vel um uppeldi 6 barna þeirra hjóna. Eru nú 4 þeirra gift ,en tvö enn eftir í foreldrahúsum. Hefur Fanný lengst af verið heilsugóð og sístarfandi að velferð heimilis síns og ástvina, enda mun hún ekki eiga annað áhugamál meira og kærara. Upp á síðkastið hefur hún þó átt við nokkurn lasleika að stríða. Er það því innileg ósk vina hennar og ástvina, ekki sízt á þessum merku vegamótum ævi hennar, að henni megi sem lengst endast þrek og heilsa og gleði sú, er góð móðir og húsfreyja fær bezt notið. Með Austfirðingakveðju og beztu árnaðaróskum! Helgi Valtýsson. En hvað tíminn líður í raur.inni fljótt, þó að okkur finnist dag- arnir stundum langir! Tíma- skynjun okkar er eitthvað áfátt. Kirkjubækurnar segja, að frú Fanný á Bjargi við Helgamagra- stræti sé fimmtug um þessar mundir. Mér krossbrá, þegar mér var sagt þetta. Mér finnst hún ekki bera yfirbragð þess aldurs. Eg gat ekki áttað mig á þessu í bili. En hér stoða víst engin mót- mæli. Og minningarnar vakna. Eg stend við einn ganggluggann í gamla skólahúsinu á Norðfirði og horfi niður eftir. Nokkur börn cru að koma. Það er líka skóla- setningardagurinn. í hópnum er ljóshærð, lítil stúlka, svipmikil og festuleg. Hún vekur strax eft- irtekt mína. Það ei eitthvað at- kvæðislegt við hana. — Eg sá rétt. Námsferill þessarar litlu stúlku einkenndist af festu í starfi, óhvikulli tryggð og atkvæða- miklum afköstum. Vetur leið og vetur kom. Skólinn starfaði og litla stúlkan, sem einu sinni var, stækkaði og þroskaðist ágætlega. Fanný á Ekru útskrifaðist úr skólanum með bezta vitnisburði. Eg held mér sé óhætt, að segja, að hún hafi sjaldan og máske aldrei látið sig vanta í tíma, og það held eg líka, að mér sé óhætt að fullyrða, að ekki hafi oft komið fyrir að hún kynni ekki lexíur sínar reiprennandi. Eg man aldrci til annars. Ilún níddist aldrei á neinu, seni henni var trúað fyrir. — Svona var Fanný —■ ó, hvað mig langar til að mega skrifa Fanney! — á bernskudögúnum og -svona er hún enn. Hún hefur aldrei leyft sér að hvika frá skyldunni, tryggðinni, festunni. Orðið „hugsjónasvik“ er ekki til í hennar orðabók. Eg sá hana líka sjálfur sem unga húsmóður á stóru og um- svifamiklu heimili. Þar gekk hún að starfi með sömu skyldurækn- inni, festunni og samvizkusem- inni eins og áður að lexíunáminu í barnaskólanum. Eg kenndi börnum hennar og það get eg vottað, að samvizkusamlega bjó hún þau undir námið ■ og upp- eldi þeirra vildi hún vanda. Hún ól þau upp í aga og umvöndun og gaf þeim gott fordæmi. Eg veit ekki hvort foreldrr geta gefið börnum sínum nokkuð betra í vegarnesti til lífsferðarinnar en slíkt uppeldi. — Börn þeirra, hjónanna á Bjargi, eru ýmist komin eða eru að komast ágæt- lega til manns, en gæfurík fram- tíð barnanna eru beztu starfslaun allra foreldra. Þau laun virðast ætla að verða þeim hjónum vel útilátin, og er það gleðiefni vina beirra og vandamanna. — Eg bið þeim blessunar. Eg þakka órofa vináttu og árna afmælisbarninu heilla. „Móðir, kona mcyja, — meðtak Iof og prís.“ V. Sn. Allmiklar bygginga- framkvæmdir í Höfðaliverfi Talsvert hefur verið byggt í Höfðahverfi í sumar og haust. í Grenivík eru 4 íbúðarhús í smíð- um. Lokið var við byggingar á nýbýli í Iivammslandi. Heitii það Árbær, en bóndi er Þórður Jak- obsson frá Árbakka. Byggt var íbúðarhús og peningshús. Þá hef- ur verið reist nýtt íbúðarhús í Nesi og er svo til fullgert. Á Skarði hefur Jón bóndi Jóhanns- son byggt 20 kúa fjós, áburðar- geymslu og hlöðu. — Heilsufar hefur verið gott í Höfðahverfi í haust og vetur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.