Dagur - 15.12.1954, Síða 6

Dagur - 15.12.1954, Síða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 15. desember 1954 í óttans dyrum Saga eftir DIANA BOURBON 8. DAGUR. Framhald. Andlitssvipur hennar breyttist ekki vitund, en samt fann eg a'ð hún hafði orðið fyrir vonbrigð- um. Spennan þvarr aftur. „Það er til þín,“ sagði hún hljórnlaust fékk Babs áhaldið. Hönd Babs skalf sýnilega, þegar hún tók við því. „Halló,“ sagði hún. „Nei ,ert það þú, Doris.“ Og svo hófst samtal, sem ekkert var á að græða, venjulegt spjall tveggja kvenna í síma. Anna stóð allt í einu á fætur og gekk út úr stofunni. „Má bjóða sígarettu?“ spurði René Milhaud, og rétti fram gullbúið vindlinga- veski. Um leið og Anna var farin, komst meiri kyrrð á andrúms- lofíið, taugaspennan virtist hafa horfið með henni. „Einkennileg persóna, stjúp- dóttirin,“ sagði hann blátt áfram, eins og hann hefði lesið hugsanir mínar. Eg lét sem eg heyrði ekki þessa athugasemd hans, greip vind- lingaveskið og handlék það. „Ljómandi er það fallegt,“ sagði eg, um leið og eg tók sígarettu úr því, ekki hraðar en svo að eg gat um leið lesið áletrunina, sem grafin var í hornið. Þar stóð, eins og eg bjóst við: „Til René frá Babs.“ Eg brosti um leið og eg rétti honum veskið, og mér til mikillar undrunar eins og á stóð, sá eg að honum brá, er hann sá á svip mínum að eg hafði lesið áletrun- ina. Romney hershöfðingi kom heim um tíuleytið. Hann hafði verið önnum kafinn allan daginn og var augsýnilega dauðþreyttur. — Hann var tekinn í andliti með dökka bauga fyrir neðan augun. Eg var farin að kannast við þ?ssa bauga. Þeir .virtust fylgja öllum, sem stóðu í því að skipu- leggja innrásina. Hann heilsaði mér hljóðlátlega, og spurði nær jafnskjótt eftir Janie. Þegar hann heyrði að hún hefði ekki sést um kvöldið, stakk hann óðara upp á að reynt væri að hringja til hennar á ný. Á meðan René hringdi — án ár- angurs — kom þjónninn með heitan mat á bakka og færði herra sínum og húsbónda. Þjónn- inn var nærgætinn, og hershöfð- inginn var einnig hljóður í tali og tillitssamur við hann. Mér leizt undir eins mjög vel á hershöfðingjann og hugsaði með sjálfri mér, að grunsemdir Mohrs hlytu að vera byggðar á röngum forsendurn. Hvað svo sem segja mátti um Babs, þá var þetta ekki maður sem var gefinn fyrir lausmælgi né vanhugsaðar ákvarðanir og ekkert var ósenni- legra en hernaðarleyndannál væru á orði í dagstofum hans. Þessi virðulegi og festulegi her- maður — eg var ekki komin lengra þegar eg sá tillit, sem fór í milli hjónanna og ekki leyndi V /. -cV.u. ' ~ v:ó sér algert traust og aðdáun í augum hans. Þessi sýn hvatti mig til að end- urskoða fyrri afstöðu. Hve rnikið gat sniðug kona veitt upp úr manni, sem elskaði hana svona blint? En var Babs sniðug, nógu sniðug? Og jafnvel þótt Babs hefði hæfileika til þess, hvers vegna skyldi hún leggja það á sig og stofna sér í hættu? Til þess að halda tengslunum við unga manninn franska? Nei, þetta var allt of ósennilegt. Einhvern hlekk vantaði í þessa keðju. Nú kom Anna inn í stofuna á ný og gekk rakleitt að stól sínum fyrir framan arininn. Hún leit varla við föður sínum. Þegar eg nú sá þau þrjú saman þarna rann upp fyrir mér, að augljós andúð á sjúpmóðurinni hlaut að neyða Romney til þess að sýna Babs enn meiri nærgætni og ástúð Og sniðug kona mundi geta notfært sér þá aðstöðu. En var Babs samt kona, sem líkleg vai til slíks? Anna var sniðug, um það var ekki að villast. Kannske var þarna hlekkurinn, sem vantaði. Eg veitti Onnu meiri athygli en áður. Það leyndi sér ekki að hún hataði Babs, enda reyndi hún ekkert til þess að dylja tilfinning- ar sínar. Hún starði á hana hat- ursfullum augum. Var þessi til- finning nógu sterk til þess að hrekja hana út á braut föður- landssvika til þess að koma grun á Babs? Ótrúlegt var það, því að faðir hennar mundi ekki síður verða fórnarlamb í þeim leik. Og maður skildi ætla að hún elskaði föður sinn, því að hvernig átti öðruvísi að skilja hatrið á Babs? En Anna var örkumla manneskja og kannske var hugsun hennar og tilfinningalíf- í skorðum, sem heil- brigt fólk á erfitt með að skilja. (Framhald). Gæsadúnn Hálfdúnn 2 teg„ Dúníielt íéreft Verzl. ÁSEYRGÍ hi. Glæsilegar jólagjafir: Litaðar Ijósmyndir. Málverk. Ennfreniur úr silfri: Allt silfur á upphlut. Armbönd og Nœlur. Hálsmen. Siifurplett: Skálar, stjakar og margar stærðir af skeiðum. Krómað: Ýmsar gerðir af Skálum, diskum, tésium o. m. fl. Postulín: Styttur og stjakar. Loftvog/r Eldhúsklukkur Einnig allar strærðir mynda- rammar. Væntanlegt fyrir jól GÍTARAR italskir. RAMMAGERÐ JÓHANNS ÁRNASONAR Brekkngötu 7. Akureyri. Stofuskápar Rúmfataskápar Bókaskápar Skrifborð Kommóður Armstólar Dívanar Dívanteppi o. fl. ATH. Kaupið gagnlega hluti lil jólagjafa. Bólstruð Húsgögn h.f. Hafnarstr. SS. — Sírni 1491. 64 TOPPASETT 5 tegundir. SKIFTILYKLAR 7 tegundir. SNJ Ó K EÐJ U-TAN GIR RÖRTENGUR o. m. fl. „INDESTRO“ TOPPASETT STJÖRNUSETT LAUSIR TOPPAR o. m. fl. BÍLASALAN h.f. Geislagötu 5. <3* HEYRIÐ JÓLASVEINNINN er lagður af stað. A sunnudaginn, kl. 4 síðdegis, kemur hann til byggða. Ef veður leyfir, getið þið heyrt hann og séð á svölunum í nýja verzlunarhúsinu, Hafnarstr. 93. Þá verður hann kominn í jólaskap og raular fvrir ykkur nokkar vísur. Senn koma jóiin f ./kÁm * im*. \ I \ wÆ' Mskk1, ^Sv 11 ■ ijjtí þ .........,.JmWK sV

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.