Dagur - 05.01.1955, Side 1
12 SÍÐUR
D A G U R
sendir lesendum sínurn
óskir um farsælt ár.
DAGUR
kemur næst út n.k. mið-
vikudag, 12. janúar.
XXXVIII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 5. janúar 1955
1. tbl.
Álasundstréð á Ráðhústorgi
Jófagjöf Álasundsbúa til Akureyringa — jólatré rnikið og fagurt —
var afhent við hátíðlega athöfn á Ráðhústorgi, eins og til stóð, 22.
desember og þá kveikt á því. — Sverrir Ragnars, vararæðismaður
Norðmanna hér, flutti ræðu og afhenti gjöfina, en Þorst. M. Jónsson,
forseti bæjarstjórnar, veitti henni viðtöku og þakkaði með ræðu.
Barnakór Akureyrar söng og Björgvin Jörgensson söngstjóri flutti
ávarp. Tréð er a m. k. 11 metra hátt og mjög fagurvaxið. Skreyting
tókst mjög vel og eiga starfsmenn rafveitunnar, garðyrkjuráðunaut-
ur, slökkviliðsmenn og aðrir, er að því unnu, þakkir skildar fyrir
sitt verk. — Á nýjársdag var barnasamkoma við tréð, séra Kristján
Róbertsson talaði en Lúðrasveitin lék. Gengið var umhverfis tréð
og jólalög sungin. Var þarna fjöldi manns, áhorfendur og þátttak-
endur. Að öllu samanlögðu hefur norska jólatréð orðið bæjarbúum
til mikillar ánægju. — Tréð var sannkölluð prýði hér á jólunum.
Úlsvörin áætluð 10.6 milljónir við lyrri
umræðu fjarhðgsáætlunar í bæjarstjórn
aRáðgert að 750 þúsund króna famlag til hrað-
frystihúss verði tekið með útsvörum í ár
Síðasti bæjarstjórnarfundur fyrra árs hér á Akureyri var
haldinn 28. desember og var aðalmál fundarins að ræða fjár-
hagsáætlun kaupstaðarins fyrir árið 1955, og var þetta fyrri
umræða, en seinni umræða mun fara fram nú innan skanumi.
Mun áætlunin væntanlega taka einhverjum breytingtim við
þá umræðu.
Breyting á lokunartíma
sölubúða gengur í gildi
Nú um áramótin verður tek-
ið upp nýtt fyrirkomulag á
sölutíma sölubúða í bænmn og
er árangur af samningum Fé-
lags verzlunar- og skrifstofu-
fólks og verzlananna í bænuin.
Verður búðum framvegis lokað
kl. 1 á laugardögum, í stað kl.
4, sem verið hefur á vetrum
um nokkurt árabil. Búðir verða
cpnar á föstudögum til ld.7
síðdegis.
Útgjöld hækka.
En aðalsvipmót áætlunarinnar er
hækkun útgjalda bæjarins miðað
við áætlunina í fyrra. Eru niður-
stöðutölur tui 13,6 millj., en voru
11,7 ntillj. við fyrri umræðu í árs-
lok 1953. Utsvör eru nú áætluð
10,6 millj., en voru áætluð röskar
8 millj., í síðustu áætlun, en urðu
nokkru hærri endanlega. Stærsti ný-
liður áætlunarinnar er 750 þúsund
króna framlag til hlutabréfakaupa
í Utgerðarfélagi Akureyringa. Leið-
ir það af samþvkkt bæjarstjórnar t
sumar, að bærinn legði þetta fé
fram, og var engin fjáröflun undir-
búin í sambandi við þá samþykkt.
Ríkissfjórnin styður nágranna-
kaupstaði fil fogaraúfgerðar
Þau tíðindi harfa gerzt í at-
vinnumólum hér nyrðra, að ríkis-
stjórnin mmi styðja nágranna-
kaupstaði Akureyrar til togara-
kaupa og togaraútgerðar, en hin
mesta þörf er að bæta atvinnu-
ástand þessara staða.
Enn er ekki gengið frá því,
hvernig þessari útgerð verður
háttað, eða hverjir standa að
henni, en talið er að Ólafsfirðing-
ar munu helztu hluttakendur í
væntanlegu hlutafélagi, auk þess
sem Sauðárkróksbúar og e. t. v.
Framhald á 2. síðu).
Akueyringar sæmdir
fálkaorðu
Meðal þeirra, sem forseti fs-
lands sæmdi heiðursmerkjum
fálkaorðunnar ó nýjársdag, eru
Davíð Stefánsson skáld frá
Fagraskógi, sem hlaut stórridd-
arakross fyrir bókmenntastörf,
en Davíð verður sextugur 21. þ.
m., og Ólafur Thorarensen
bankastjóri hér í bæ, er hlaut
riddarakross fyrir störf að
bankamálum.
Helztu tekjuliðir.
Helztu tekjuliðir bæjarins eru,
samkvæmt áætluninni nú við fyrstu
gerð (Tölur frá í fyrra í svigum'):
Skattar af fasteignum 1.5 millj.
(1.4 millj.), tekjur af jarðeignum
550 þús. kr. (600 þúsj, endurgreidd-
ir fátækrastyrkir 222 þús. (140 þús.),
hluttaka bæjarstofnana í rekstri
bæjarins 667 þús. (730 þús.), hlut-
ur bæjarins af stríðsgróðaskatti 5
þús. (32 þús.), sætagjald kvikmynda-
húsa 20 þús. (20 þús.), útsvör
10,601,550,00 (11,755,100,00). At-
\hugandi er, að nú er ráðgert að
leggja á mun fleiri gjaldendur en
í fyrra vegna stækkunar lögsagnar-
umdæmis bæjarins.
Helztu gjaldaliðir.
Vextir og afborganir af föstum
lánum 643 þús. (284 þús.) og veld-
ur afborgun af sjúkrahússláni hækk-
uninni, en sú afborgun er 460 þús.
(Framhald á 0. síðu).
Allir togarai- Akureyringa náðu því að vera í höfn á jólum, þótt tveir þeirra yrðu
síðbúnir vegna óveðurs í hafi, á leið frá Þýzkalandi. Komu þeir á jóladagskvöld,
SvaJbakur fyrr, en Kaldbakur scinna, og var ljósum prýddur stafna í rnilli og með
fallegt jólatré á stjómpalli. Harðbakur og Sléttbakur komu skömmu fyrir jól, en Jör-
undur á aðfangadag, eftir Ianga útivist að heiman að síldveiðmn í Norðursjó. Að
morgni annars jóladags gat því að líta, hvar allur togaraflotinn lá hér við hafnar-
bryggjur og samfögnuðu bæjarmenn sjómönnunum að hafa náð hcim til að njóta
þessarar stundar með óstvinum sínum. Myndirnar hér að ofan sýna Jörund t. v.,
þá Svalbak og Kaldbak við Torfunefsbryggju syðri og loks Harðbak og Sléttbak við
nyrðri Torfunefsbryggju. Togarar Útgerðarfélags Akureyringa eru farnir á veiðar.
Allir togarar Akureyringa voru hér við bryggjur á jólunum