Dagur - 05.01.1955, Blaðsíða 7

Dagur - 05.01.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 5. janúar 1955 DAGUR 7 Sjónleikurinn „Þrír skálkar" sýnd- ur í Dalvík um háfíðirnar Merkileg leiklistarsaga hefur gerzt í Svarfaðar dal á síðustu áratugum Barnaleikritið Jians og Gréta" sýningar L.Á. um jólin Leikfélag Dalvíkur (stofnað 1944; núverandi formaður Frið- steinn Bergsson) sýnir um þessar xnundir sjónleikinn: „Þrír skálk- ar“ eftir Carl Gandrup. I.eikur- inn er baeði vel sóttur og vel leik- inn. Sjaldgæft mun vera, að öll hlutverk sjónleiks séu álíka vel eða jafnvel leikin, en það hyggja menn sé að þessu sinni. Hér verð- ur því ekki dæmt um frammi- stöðu hvei’s leikara um sig. en heildardómurinn verður, að leik- urinn sé prýðilega leikinn. — Leikstjóri er hinn kunni leikari og málari Steingrímur Þorsteins- son á Dalvík, sem einnig leikur eitt aðalhlutverkið og málar þar að auki öll leiktjöldin, sem bæði eru mjög fögur og vel gjörð. Steingrímur Þorsteinsson og leiklistin. Þáttui' Steingríms Þorsteins- sonar í leiklistarlífi Dalvíkinga er eftirtektarverður. Eigi verður betur vitað en að hann hafi málað öll leiktjöld, sem notuð liafa verið á Dalvík. óslitið að mestu, síðan 1931 og leikið þar að auki í flest- um þeim leikritum, er þar hafa verið sýnd. Leikstjóri hefur hann og lengi verið, — Fyrsta hlutverk hans. mun hafa verið stúdent Ei- bekk í „Ævlntýri á gönguför“. en ekki er vita^ með fullri vissu, með hve .mörg híutverk Stein- grimur hefúr farið. Sjálfsagt hef- ur hann leikið í einum 30—40 Jgiþrltum ..ítljs,., lTrr, Dalvíkingar etanda i .stórri þakklætisskuld við Steingrím Þorsteiþsson, og ættu þeir, að rpinnpst þess við haím á einhvemháí,t:.,, , 40 ár að. tjaldabaki. Við annan mann standa leik- listin og Dalvíkingar éinnig í þakklætisskuld. Það er Sigurður kaupm. Jónsson þar. Hann hefur séð um gerfi og málningu leik- endanna í full 40 ár samfleytt. — Mjög oftast hefur hann búið gerf- in aleinn til, og jafnan tekizt hið bezta. Leikfróður maður, sem séð hafði leik á Dalvík, bar orð á við þann, er þetta ritar, hve smekk- leg og vel gjörð gerfi leikendanna hefðu verið. Starf Sigurðar hefur verið mikið og er enn, og því fremur ber að þakka það og meta, sem það hefur litlu sem engu goldið verið. Hlutverk í „Skálkunum“. Hlutverkaskrá í sjónleiknum „Þrír skálkar" er þessi: Kurt, söngvari: Hjálmar Júlíus- son. Bertel, lunferðasali: Marinó Leiðrétting Ur grein minni: „Rabbað við Harald í Ytra-Garðshomi“ í jóla- bók „Dags“ 1954 hafa til mikils baga fallið niður nokkur orð, þar sem grein er gjörð fyrir föðurætt Haralds. Ættfærslan er að réttu lagi þannig: Faðir Haralds var: Stefán Hansson Baldvinssonar prests á Upsum Þorsteinssonar prests í Stærra-Árskógi Hall- grímss — prests á Grcnjaðarstað Eldjárnssonar. — Þessi leiða villa leiðréttist hérmeð. — Góðfúsir lesendur eru beðnir að minnast þess. — V. Sn. Þorsteinsson. Diðrik, skottulækn- ir: Vilhelm Þórarinsson, ÓIi grái, malari í Tibirki: Steingrímur Þorsteinsson. Metta, dóttir hans: Kristín Jónsdóttir. Nuri, spákerl- ing: Kristín Stefánsdóttir. Mort- en Teippemp: Sigtýr Sigurðsson. Sivert Grum, fógeti í Sæborg: Anton Guðlaugsson. Meistari Jochum, böðull í Sæborg: Frið- jón Kristinsson. Laust Boel, lær- lingur hans: Arnar Sigtýsson. Malla Skrepp, eldabuska malar- ans: Albína Bergsdóttir Sr. Kaspar Tvvist, sóknarpr. í Sæ- borg: Friðsteinn Bergsson. Leiklistasaga Svarfdæla. Leiklistin hefur lengi verið í miklum metum í Svarfaðardal. Fyrsti sjónleikurinn, er hér var sýndur, mun hafa verið „Mis- skilningurinn“ eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld. Á undan var sýndur „forleikur“ eftir séra Tómas Hallgrímsson á Völlum. Leikurinn var sýndur árið 1895 í þinghúsi hreppsins, sem þá var frammi á svokölluðum Tungum. Með aðalhlutverkið fór Gísli Ekki hafa meiri tíðindi gerzt í kvikmyndahúsum bæjarins . um langan aldur en cr ljósin voru slökkt í Nýja-Bíói.í nýjársdags- kvöld og Salka Valka. gckk fram á léreftið. Húsið var þéttskipað ,óg' n<únu allir hafa beðið myndarinnar með eftirvæntingu. Kvikmyndatakan í fyrra var þjóðfræg, en söguna þekkja flestir íslendingar Hún hefur verið umdeild eins og flest, er frá Halldóri Laxness kemur. En mikill skáldskapur er sagan og meistai'alega eru dregnar per- sónur og upplýst sögusvið. Veg og vanda af kvikmynda- tökunni hafði Nordisk Tonefilm, en leikstjóri var Arne Mattsson, kunnur kvikmyndaleikstjóri í Svíþjóð. — Kvikmyndahandritið gerði Rune Lindström. Meðal leikara eru ýmsir kunnir kvik- myndaleikarar í Svíþjóð., Myndin vekur bæði vonbrigði og gleði. Leikendur gera hlut- verkum sínum góð skil, sumir eru eftirminnilegir og verða stór- ir af leik sínum. Baksvið mynd- arinnar, sem gert er hér heima, — hraunin á Reykjanesi og fjaran og fjöllin, — er hrífandi og fellur vel að efninu. Orlög persónanna eru í sannleika mikil, þótt þeim sé ekki haldið á lofti með tilbún- um atburðum. Áhrif myndarinn- ar eru líka sterk. Manni virðist þó gildi hennar fyrst og frcmst bundið persónunum og sögu þeirra, en ekki þessari þjóð sér- staklega eða landinu; þau áhrif fylgja með seinni skipunum. — Margt er þó framandi fyrir ís- lenzk augu í myndinni. íslend- ingar vaða ekki á bússum í gcgn- um allt sitt lífsstríð, og meiri lífsgleði eiga þeir í örðugri bar- áttu en myndin lýsir. Blær mynd- arinnar er því þungur; hún verð- Jónsson á Hofi.*) Um leiksýning- ar næstu árin á eftir er ekki full- kunnugt. Sennilegt er þó, að suma næstu veturna þar á eftir hafi leikir verið sýndir. Þannig var „Jólaleyfið" eftir séra V. Briem sýnt 1901 á Dalvík, sennilega í skúr gamla Pöntunarfélagsins. Með hlutverk fóru þar m. a.: Þorsteinn Jónsson, póstafgreiðslu maður, Ingibjörg Baldvinsdóttir, síðar kona hans, María Eðvalds- dóttir, móðir Steingríms Þor- steinssonar, Hallgríinur Gíslason á Bjarnastöðum o. fl. Aðeins tveir leikendanna eru á lífi, þeir Þör- steinn og Hallgrímur. Annað hef- ur ekki tekizt að grafa upp um leiklistarlíf á þessum árum í svipinn. — Með stofnun ung- mennafélaganna er sem farist nýtt líf í leiklistina, sérstaklega á Dalvík. Frá og með 1911 hefur jafnan verið leikið á hverju ári á Dalvík og oft einnig í sveitinni. Ungmennafélögin hafa oftast gengizt fyrir leiksýningunum. U. M. F. Svarfdæla hefur þennig haft forgöngu um leiksýningar á Dalvík meira en 30 ár. — Leik- kraftar -hafa verið og eru góðir á Dalvík og í sveitinni, en húsrúm af skornum skammti og ekki svo hentugt sem skyldi En v'onnndi verðui' reynt að bæta úr því, er tímar líða. — Það er menningar- auki að góðum sjónleikjum, eins og oft hafa verið sýndir hér. V. Sn. *) Tveir leikendanna eru enn á lífi, þeir Gísli á Hofi og Angantýr Arngrímsson á Þingeyri vestra. ur sums staðár of langdregin og ep helzt til löng í heild. Leik- stjórinn hefur lagt megináherzlu á persónusöguna. — Ástarsorgir Sigurlinu og Sölku Völku þoka þjóðféiagsátökunum af léreftinu. Myndin verður fyrir það að nokkru Ieyti laus úr tengslum við skáldsöguna. Það mun þykja megin ókostur hennar í augum ýmsra Islendinga, en vafasamt er þó, hvort myndin tapar nokkru sem listaverk á því. Eftirminnilegastur er leikur Sölku Völku sem barns. Birgitte Pettersson er í hlutverkinu og mun seint gleymast Gunnel Bro- ström leikur Sölku sem fulltíða stúlku og er stór persóna og hug- stæð, en vandfundin mundi slík Salka í íslenzku fiskiþorpi. En það er aukaatriði. Folke Sund- quist leikur Arnald og hefur fengið skammir í Svíþjóð, en erf- itt er að sjá að þær séu verð- skuldaðar. Aftur á móti er Stein- þór minni karl en vert væri. Hann leikur Erik Strandmark. Sigurlína sú, er Margarete Krook sýnir, verður ógleymanleg Boge- sen kemur hér lítt við sögu, nema í orði kveðnu, og svo er um fleiri persónur skáldsögunnar. Þeim bregður fyrir á baksviði, en Salka fyllir framsviðið, í fangi íslenzkr- ar náttúru, og þá er myndin bezt. Hvort scm mönnum líkar betur eða verr við mynd og sögu, ættu íslendingar að sjá Sölku Völku. Myndin er spegill með mikillil náttúru. Þar er túlkun útlendinga á stóru, íslenzku skáldverki, og um leið á sögu okkar og lífsstríði í nýlegri fortíð. Þeim, sem skyn eiga í kollinum, getzt ekki ævin- lega að því er þeir sjá í spegli, en lærdómur er það, og segir margt, ef lengi er horft. Leikfélag Akureyrar hefur nú haft nokkrar sýningar á barna- leikritinu „Hans og Grétu“ við ágætar viðtökur ungu kynslóðar- innar og góða skemmtun þeirra, sem eldri eru. Sýning barnaleik- ritsins er önnur nýjungin, sem félagið býður upp á á þessu lcik- ári, cn liin fyrri var óperettusýn- ingin. En hvort tveggja ánægjulegur vottur um áhuga óg starf þeirra áhugamanna, sem allt leikstarfið hér hvílir á, nú sem ævinlega ■ áðúr. Leikritið er gert upp úr sam- nefndu ævjntýri^ úr syrpu Grimms-bræðra, og er efnið al- kunnugt. Þýzkur leikhússmaður, Willy Krúger að nafni, gerði æv- iijtýraleikinn ,en þýðingin er eftir Halldór G. Ólafsson. Leikritið kofn fyrst á fjalirnar hér á landi í Hafnarfirði í fyrra, og nýtur leik- félagið hér góðs af þeim undir- búningi, m. a. eru leiktjöld eftir hinn ágæta leiktjaldamálara Lot- har Grund. Sigurður Kristjánsson er leikstjóri, og setur nú í fyrsta sinn upp leik hér á Akureyri, en hefur áður verið leikstjóri hjá Leikfélagi Húsavíkur. Eyfirðing- um er hann að góðu kunnur sem leikari í mörgum sjónleikjum hjá félaginu hér. Þessi sýning ber þess vott, að Sigurður hefur lagt alúð við að gera hana sem bezt úr garði og hefur vel tekizt eftir því sem aðstaða hér og efni leyfa. Helzt jnun mega finna það að svipmóti leiksins, að það sé of gróft, en þar er ekki um að sakast við leikstjói-ann, Sagan sjálf, sem önnur Grimms-ævintýri, ei til orðin í tíðaranda, sem hér er framandi. Norn, sem fitar barn sér til munngætis, er allt annars eðlis en tröllkonan, sem rændi Búkollu eða galdranornin, sem brá svanshaniinum yfir kóngs- soninn í sögunni um Dimmalimm. í barnasögum frá meginlandinu er stundum meiri grimmd og ofsi, en við höfurn á okkar barnaæv- intýrum. Og þótt börnin skemmtu sér vel og tækju þátt í leiknum af lífi og sál, blandaðist hræðslu- grátur við hlátur. Höfundur leiksins hefur bætt persónum inn í ævintýrið til þess að gera það fjölbreytilegra. Tekst honum vel er hann sendir bangsa fram á sviðið, því að hann er ágætispersóna í ævintýralejk, en lakar, er hann lætur skógaranda einn ferlegar ræna karlsauðinn Tobías heyrninni, því að heyrn- ardeyfunni fylgir hávaði, sem stundum er ofraun litlum kollum. Sjóndepra hefði verið friðsam- legri hefndarráðstöfun. En þótt þannig megi tína til eitthvað, sem skipt getur skoðun- um um leikinn, er hann eigi að síðui' ósvikin ánægjustund fvrir börn, sem eru orðin það stálpuð, að þau þurfa ekki að hanga í pilsfaldi mömmu til þess að hafa hemil á hugrekkinu. Og leikend- ur fara vel og skemmtilega með hlutverk sín. Sérstaklega eru þau Hans og Gréta vel gerð af þeim Bcrgþóru Gústafsdóttur og Arn- ari Jónssyni, svo og nornin, sem frú Jónína Þorsteinsdóttir leikur. Er nornin skemmtilég fremur en ógnarleg og hæfir það líka bezt áhorfendum. Skógárandi, er Guðmundur Gunnarsson töfrar fram, er aftur á móti helzt til stórkarlalegur í sniðum. Sópa- smiðinn leikur Jón Ingimarsson skringilega, en stjúpmóðirin er festulega sýnd af frú Ingibiörgu Rist. Jón Kristinsson er í bjarn- arhaminum og skemmtir börnun- um með kátlegum hreyfingum og hnyttnúm tilsvörum, en Sigurður Kristjánsson leikur maurapúkann Tibías af góðum tilburðum. Dans skógardísanna, Margrétar Guð- mundsdóttur og Helgu Haralds- dóttur, hefði mátt vera fjörlegri. Frú Soífia Guðmundsdóttir og Ivan Knudsen léku undir söng og leik. Hér er enginn stórviðburður í leikhúslífi bæjarins, en góð ný- breytni, sem vonandi verður ekki látin niður falla heldur endur- vakin um næstu jól. 10 ára afmæli Á laugardaginn kemur verður minnzt 10 ára afmælis Ólafsfjarð- arkaupstaðar í almennu sam- kvæmi sem bæjarstjórnin gengst fyrir og taka þátt í því allir 01- afsfirðingar, sem þess óska. Þá verður og minnzt, við sama tæki- færi, 60 ára afmælis skólahalds í Olafsfirði. Verður þá m. a. af- hjúpuð brjóstmynd af Grími Grímssyni skólastjóra, sem lézt á sl. ári. „Salka Valka“ er hrífandi kvikmynd - en samt f ramandi í augum íslendinga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.