Dagur - 05.01.1955, Qupperneq 6
6
Miðv'ikudaginn 5. janúar 1955
DAGUR
D A G U R
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166.
Árgangurinn kostar kr. 60.00. — Gjalddagi er 1. júlí.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Áð áramófum
Mendés-France sigraði í þinginu en
riðar samt til falls
ÞEGAR MENN aðgæta „árs-
reikninginn sinn, afföll gerð og
hagræðin í vonum" eins og
Klettafjallaskáldið, verður niður-
staðan að árið, sem nú er liðið,
hafi verið gott ár fyrir þessa
þjóð. Framfarir voru miklar, Á
árinu 1954 skilaði vel áfram á
mörgum sviðum. Á því ári upp-
hófst að marki hin nýja raf-
magnsöld hér á landi, og eru þó
meiri tíðindi á því sviði framund-
an. I húsabyggingum, ræktun
landsins og ýmiss konar mann-
virkjagerð voru miklar athafnir..
Þjóðin lifði þetta ár allt stór-
áfallalaust og veitti sér ýmis þæg-
indi, sem áður voru aðeins fróð-
leikur á bókum. Tíðarfar var um
hríð erfitt um nokkurn hluta
landsins, en nú er sú tíð liðin að
slíkt segi eftir í lífi fólks um
langa framtíð. Ný tækni og betri
aðstaða hafa fært bændum lands-
ins tækifæri til þess að sigrast á
erfiðleikum, sem fyrir nokkrum
áratúgum hefðu orðið mörgum
sveitum fjötur um fót. Það sann-
aðist líka á árinu, að tilbúnir erf-
iðleikar eins og þeir, sem Bretar
hugðust hengja um háls okkar
með löndunarbanni síiiu, koma
okkur ekki á kné Nú sjá það
fléiri en fyrr, að þótt brezki ís-
fiskYnsrkaðurinn sé lokaður, ér
ekki að þvf eintóm eftirsjá fyrir
okkur. Aðgerðir Breta hafa eflt
hér fiskiðnað og hraðað þeirri
þróun, að fiskurinn verði full-
unninn hér heima áður en hann
er seldur úr landi. Mikil verð-
mæti hafa fíutzt inn í landið íyrir
bessa bróun á síðustu árum, og
þótt löndunarbanni Breta væri
aflétt á morgun, mundi fisksala
til beirra aldrei aftur verða með
sama sniði og áður var.
ÞANNIG MÆTTI lengi telja
það, sem til framfara hefur horft
á árinu og þjóðin getur kvatt það
með þakklátum huga. Hún hefur
notið friðar og farsældar og feng-
ið óáreitt að starfa að uppbygg-
ingu landsins, sem er líka ærið
verkefni fyrir öll landsins börn.
Og þó eru vindaský á lofti og útlit
nú engan veginn öruggt til sóknar
á nýju ári. Um það hefur for-
ustumönnum stjórnmálaflokk-
anna, sem nú hafa ávarpað þjóð-
ina, komið furðanlega vel saman.
UM SUMAR þær ræður og áhrif
þeirra má segja: „Mammon leggst
nú þungt á þý og herra“. Það er
peningaausturinn úr vasa ein-
staklinga, stofnana og opinberra
aðila, sem áhyggjum veldur. Um
það eru notuð lærð orð eins og
„þennsla í efnahagskerfinu“ og
„spenna" á pcningamarkaðinum.
í stuttu máli sagt: veðurspáin er,
að þjóðin megi búast við rysjóttu
tíðarfari og megi gá vel að öllum
seglabúnaði áður en lagt er úr
höfn á nýju ári. Það eru óveður-
ský nýrrar verðbólgu, sem skotið
hafa upp kollinum við sjóndeild-
arhring. Mikil fjárfesting á liðnu
ári hefur reynt á þolrif efnahags-
kerfisins. — Mönnum gleymist
stundum í kappsfullri sókn að
auknum framförum í atvinnulífi,
að undirstaða efnahagslegs heil-
brigðist er traustur gjaldmiðill,
jafnvægi í efnahagslífinu, at-
vinnuvegir sem standa á eigin
fótum og frjáls gjaldeyrisvið-
skipti. En seinfarið verður að
þessum áfanga ef ný dýrtíðaralda
skellur yfir þjóðfélagið af því að
menn hafa ekki kunnað sér hóf
í kappsfullri baráttu um þau ver-
aldargæði, sem þjóðfélagið getur
mest veitt þegnunum.
ÞAÐ ER ÞVÍ rík ástæða til
þess að taka þessi atriði öll með
þegar ársreikningurinn er að-
gættur og hlýða með athygli á
varnaðarorð stjórnmálaforingja
og hagfræðinga. En um leið og
landsmenn gera það, mættu hinir
vísu landsfeður líka koma til
móts við þá, og minnast þess í
Ungir dagar hins nýja árs.
FALLEGA HEILSAÐI nýja
árið. Þeir, sem voru á ferli á
nýjársdagsmorgun, munu lengi
minnast þess dýrðlega dags.
Sunnan andvari blés um vanga,
blár himinn hvelfdist yfir snæ-
björtu landi, en gulllituð ský fóru
hraðbyri um atísturloft. Tindur
Kaldbaks var logagylltur í mörg-
únsólinni, 'én löftið tæit og hréint
eihs og fjallalind. Þetta vár sann-
kalláður nýjársda’gsfnörklin,
hreinn' og heiðuf með sakleysi'ög
fegurð í augUm eins og lítið barn.
Og síðan hafa allir dagar þessa
nýja árs verið ungir. Hér hafa
blásið hlývindar, og nú ér snjór-
inn horfinn af láglendi og langt
upp í fjallshlíðar. „Óstundvísi
árstíðanna" fylgir okkar fagra
landi enn sem fyrr. Hér er nú
annað hvort síðsumar og haust
seint á ferð, eða vor á undan al-
manakinu, og er það mun betra
en þegar veturinn teygir sig fram
á sumar, eins og stundum er. Það
er því bjart yfir nýja árinu úti í
náttúrunnar ríki, þótt svo héíti,
að skammdegi ráði hér ríkjum.
Og mikið fagnaðarefni má það
vera þeim, sem hlýddu á boðskap
forsætisráðherrans á gamlárs-
kvöld. Þeim mun ekki veita af
einhverri sólarsýn eftir þann
lestur.
Sólarlitlir dagar framundan?
EN NÚ FARA sólarlitlir dagar
í hönd að hans sögn, og var sú
veðurspá harla nýstárleg af hans
munni. Það er eyðslan og kröf-
urnar, sem nú draga ský fyrir
sjón þessa ráðherra, og hefur þó
stundum verið meira skýjafar
þegar hann hefur setið undir stýri
á þjóðarskútunni, og þá farið
léttan um þá sjóa, sem honum
virðast nú rísa reiðir á bæði borð.
„Gamall þulur hjá Græði sat“.
Sumir gerazt spakir þá aldur
færist yfir þá.
Stormspá Landsbankans.
HÉR SKAL ENGIN tilraun gerð
sínum útreikningum, að „of-
þennslan“ og „spennan“, sem þeir
tala um kemur því fólki undar-
lega fyrir sjónir, sem býr við
kyrrstöðu í atvinnumálum, fólks-
flótta úr byggðunum og skort á
fjármagni til að hamla gegn að-
dráttarafli lífskjaranna í Gósen
Engin óhæfileg fjárfesting úti um
landsbyggðina hefur ógnað efna-
hagskerfi þjóðarinnar. Þau tíð-
indi hafa öll gerzt í Faxaflóa-
byggðum. Þar berjast þing og
bankavald við draug, sem þau
máttarvöld hafa e. t. v. litið á
öðru tilveruskeiði, þegar valda-
tíð núverandi ríkisstjórnar var
aðeins órættur draumur. Tíminn
flytur verk okkar öll með sér á
straumfaldi sínum, og gamlar
syndir fljóta þar ofan á sem ann-
að brak. En víst eru það þó merki
um nýjan skilning á vandamálun-
um, að á sama tíma sem lands-
stjórnin hvetur til aðgæzlu í fjár-
festingu skuli hún beita sér fyrir
að veita nokkru fjármagni til
landsbyggðarinnar umfram það,
sem áður hefur tíðkast. Enda er í
slíkum ráðstöfunum fólgin ein
varnaraðgerðin í vaxandi sjúk-
leikaeinkennum þjóðfélags-
ástandsins. Þótt ýmsum þyki því
ógnarleg vindaský á lofti nú um
áramótin, má líka sjá nýiárs-
sól á fjallatindum. Vonandi fer
aldrei svo, að ský dragi fyrir hana
til lengdar.
til þess að gera lítið úr aðvörun-
um ráðherrans. Þær eiga vafa-
laust rétt á sér. Raunar hafði
Landsbanki íslands þegar birt
hina -fyrstu stormspá, er Fjár-
málatíðindi hans upplýstu að
sparifjársöfnun landsmanna væri
nær því engin á nýliðnu ári. En
þau vindaský eru ekki kórriih á:
himinn stjórnmá’la- og efnahags-
lífs að óvörum. Þótt framfárirnar
hafi verið miklar, er síglingin
eitthvað varasöm, þegar fram-
leiðsluatvinnuvegirnir eru slyrk-
þegar um borð. Og líklega ætlar
það bjargráð, að stórauka eyðslu
landsmanna með bílakaupum til
að hressa upp á afkomu togaraút-
gerðarinnar, að reynast eins og
til var stofnað, tveggja handa
jám. Það hefði því verið hollt
stjórnmálamönnum, ekki síður en
öðrum, að lauga sál sína í tærri
lind heiðríkjunnar á nýjársdags-
morgni. Margir gera þá heit-
strengingu um betra líferni. En
fregnir að sunnan herma, að þar
hafi lítið sést til sólar um ára-
mótin. Suðvestanrosinn lamdi
þar fjörur á nýjársnótt.
Dauft þykir þeim, er heiina sitja.
f
ÞEGAR jólaskreytingar verða
niður teknar á morgun, dofnar
ljósadýrð í heimilum og á götum.
Þykir okkur þá tómlegt fyrst í
stað. Tómlegra þykir þó þeim hér
i nágrannáþorpum og kaupstöð-
um, sem eftir sitja, er hundruð
manna á bezta aldri hverfa suður
í atvinnuleit. Fólksflutningar
þessir hafa aldrei verið stórfelld-
ari en nú. Það er ískyggilegt
vegna þess að það bendir til
minnkandi athafna heima fyrir
og minnir á að tækifærunum þar
fækkar. Þetta er líka aðvörun um
áramót. — Það er ekki nýtt að
menn haldi héðan suður og vest-
ur í ver. En nú lokkar þar fleira
en áður til þess að menn ílendizt
og setjist þar að. Þannig eru nú
fleiri öfl að verki en nokkru sinni
áður. _ ,
STÆRSTU TlÐINDIN á vett-
vangi alþjóðamála um áramótin er
afgreiðsla íulltrúadeildar franska
DÍngsins í Parísarsarúningunum. En
deildin samþykkti samningana —
og einnig takmarkaða hervæðingu
Vestur-Þýzkalands — 30. desember
með 287 atkv. gegn 260. Voru úrslit-
in mikill sigur fyrir Mendés-Frante
forsætisráðherra því að deildin
hafði fellt endúrhervæðingarákvæð-
ið á aðfangadag jóla og gerði stjórn-
in þá staðíestingu samninganna
allra að traustsylirlýsingu, og þar
hélt Mendés sem sagt velli. Með
ressari afgreiðslu lauk taugastríði
stjórnmálamanna á Vesturlöndum
vegna Parísarsamninganna, og nið-
ur féll þá , um sinn hin ofsalega
áróðurssókn kommúnista gegn mál-
inu. Virðast menn hafa fagnað nýja
árinu bæði vestan tjalds og austan
í sæmilega friðsamlegu andrúms-
lofti. En óvíst er, hve kyrrðin ríkir
lengi, a. m. k. í Frakklandi.
ii iwi in'npi i|]ii m ‘ liiiHiiiimiijii
ÞÆR FREGNIR berast nú frá
París, að Jrrátt fyrir sigurinn á
síðustu dögum ársins riði stjórn
Mendés-France til falls. Eru uppi
spár um fljótlega stjórnarkreppu í
Frakklandi og þær skýringar, að
andstæðingar forsætisráðherrans
hafi af ásettu ráði haldið lífinu í
stjórninni fram yfir staðfestingu
Parísarsamninganna tíl þess eins að
ná betur til liennar á eftir. En sú
er skpðun ýniissa áhorfenda í París,
að tilgangur sumra andstæðinga
Mendés-France, með því að fram-
léngja h'fdaga stjórnarinnar yfir
áramótin, lÍáfi verið sá helztur, að
tengja nafn lorsætisráðherrans sem
tryggilegast við þá ráðstöfun, sem
hlýtur - að valda- -áframhaldandi
deilum i Frakklatidir þar sem eir
eúdúrhefvæðing Þjóðyerja, og nota
•þær óvinsældir- síöán- til að gera
hann „óskaðlegan" í stjórnmálum
framtíðarinnar. En forsprakkar í
þéssum leik erú tajdir ýmsir for-
ustumenn kaþólska miðflokksins,
. Hér kom út fyrir áramótin 5.
árg. vasahandbókar bænda, er
Búnaðarfélag fslands gefur út, en
ritstjóri hefur verið frá upphafi
Ólafur Jónsson, ráðunautur.
Þetta er, sérstæð bók, geíin út í
handhægu bro.ti, prentuð með smáu
letri á þunnan pappir og rúmast
því í henni niikið efni. Er og þarna
að finna í samanþjoþpuðu formi
niargs konar fróðleik um landbún-
að, leiðbeiningar, töflur og skýring-
ar, og annað, er framsækinn og
fróðleiksfús bóndi vill gjarnan geta
haft á hraðbergi, almanak, minnis-
blöð o. s. frv. Síðasta bókin er 320
bls., en samt eigi stærri en svo, að
hún rúmast í vasa. Er nú unnið að
því að senda bókina Búnaðarfélög-
um, sem annast dreifingu hennar,
en allir árgangar hafa selzt upp,
og mun enn svo fara, því að bókin
á að fagna vaxandi vinsældum.
I þessari bók er dregið saman
ýmislegt efni, er áður hefur birzt,
einkum í 1. árg., auk þess sem hér
er margt nýtt. Segir í formála að
þessi útgáfa sé fjölbreyttari en fyrri
árg. Fylgir nú skrá um efni fyrri
árg. til hagræðis, ef menn óska að
íletta upp í þeim.
með Georges Bidault fyrrverandi
ráðherra í fararbroddi. En kalt
mjög hefur verið í milli Bidaults
og Mendés-France siðan sá síðar-
nefndi steypti Bidault af valdastóli
á miðri Genfarráðstefnunni og tók
sjálfur öll viild í sínar hendur og
Ieysti málin. Þá erfir Bidault það
og við Mendés-France, að hann hafi
ekki gengið skelegglega fram til að
bjarga Evrópuhernum í franska
þinginu heldur horft aðgerðarlaus
á þinglieim fella aðild Frakklands
að honum og eyða þannig málinu
í heild. En inn í þessi mál fléttast
svo afbrýði stjórninálamanna við
Mendés, sem hefur á ýman hátt
verið sérstakur skörungur síðan
liann tók við stjórnartaumunum,
flokkadrættir og neðanjarðarstarf-
semi. Er þessi mynd, og aðför að
forsætisráðherranum og stjórn hans,
ófögúr lýsing á stjórnmálaástand-
inu í Frakklandi og þeim jarðvegi,
sem fjöldi flokka og miklir flokka-
drættir skapa í lýðræðisþjóðfélagi.
MENDES-FRANCE liefur í
stjórnartíð sinni einkum stuðst við
vinstri flokkana á þingi, en haft
hægri menn heldur í andófi, þótt
hægt liafi farið. En vinstri menn
eru minnihluti franska þingsins.
Hægri menn hyggjast nú ekki leng-
ur horfa aðgerðarlaust á vinstri
sinnaða efnah'ágsstéFnú Mendés-
France, heldur lata 'tiTskáfáf skríðá
• *-í fri - ■ i.«’ .* iiiri/..,
gegn honum iijnan tíðar. I.íklegasti
eftirmaður háús, er t'álinn Pináy
fyrrv. forsætisráðberrái ‘ Fári 1 sv’ó',
hefur liinn nýi' tími í’ frönsku’in
stjórnmálum, er upþhofst með
Mcndés, reynzt ’sFánimvinnúr.
Gamla tíðin, óbreytt frá stríðslok-
um, heldur innreið !sfna á ný. Erú
það engan vegiiv • g 1 eðifíðimti - -fyrir
lýðræð issi n n a Úig * íieikikun ú eivduv' á
Vcsturlöndum"'þvTSSrundír hffffil-
leiðslu liinna „æfðti"':stjórnmala-
manna" gamla tímans, þróaðist
kommún ismiiinbrríætd -i’CF-í Fnakk-
landi.
Bókin er prentuð í Prentverki
Odds Björnsson sem fyrri árg. og
er frágangur allur vandaður.
Fjöldi Ólafsfirð-
inga farinn suður
Á annað hundrað manns úr
Ólafsfirði leitar atvinnu fyrir
sunnan nú upp úr áramótum. Erti
menn ýmist farnir eða á förum,
Eru þetta áhafnir 4 eða 5 báta
sem gerðir verða út syðra, fólk(
sem starfar á hraðfrystihúsum og
fiskiðjuverum. eða við önnur störf
við Faxaflóa eða í Vestmanna-
eyjum. Hafa aldrei jafnmargir
horfið burt í atvinnuleit og nú og
eru allir þessir miklu flutningar
suður hvaðanæfa hér um byggðir
ískyggilegt fyrirbæri, en eðlilegt,
að menn leiti úr atvinnuleysi í
uppgripin við Faxaflóa.
GLEÐILEGT ÁR!
Fimmti árgangur Vasahandbókar
bænda kom út fyrir áramótin
Eldri árgangar allir uppseldir