Dagur - 05.01.1955, Side 10

Dagur - 05.01.1955, Side 10
10 DAGUR Miðvikudaginn 5. janúar 1955 -f 1 V I óttans dyrum | Saga eftir DIANA BOURBON p i y io.dagur. , (Framhald). Annars var það ekki þetta, sem eg braut heilann um, heldur sú vissa, að nafnið „Frank“ hefði haft emhvei'ia sérlega þýðingu í eyrum hans. — Mér flaug aftur í hug, að sennilegast væri að Janie hefði verið myrt vegna þess að hún vissi eitthvað, og kannske líka af því að hún hafði hitt Frank, eins og Anna sagði að hún hefði upplýst. Og hnífur er ekki enskt vopn, og heldur ekki amer- ískt. En var ekki hnífurinn uppá- haldsvopn Baska og Suður- Frakka? Gat ekki Baski — með dálitlu spönsku blóði í æðum — einmitt hafa unnið slíkt verk? Eg minntist þess nú, að fyrir langa löngu, þegar við Linda unnum saman í Washington, hafði hún sagt mér að René væri af ættum Baska. Loftárásin var enn ekki á enda, en kyrrt hafði verið alllengi, nú harðnaði aftur á dalnum. Það var velkomin ástæða fyrir mig að vera kyrr. Eg hafði beðið færis síðan hershöfðinginn hafði iátið þess getið að hann væri ekki vel frískur og hafði leitt konu sína til svefnloftsins. Þá átti eg auðvitað að standa upp og kveðja til að gæta allrar kurteisi, en áður.,en af því yrði, hvein aftur í loftvarn- arflautunum. Frakkinn sýndi ekkert fararsnið að heldur, og Anna sat kyrr í stólnum sínum, rétt eins og henni væri það áhugamál að við Milhaud gætum ekki rætt nein launungarmál. En nú opnuðust dyrnar aftur og Oliver Romney kom inn á ný. Drunur í sprengju heyrðist ein- hvers staðar í fjarska. Þetta þótti mér vænlegt augnablik til þess að gæta allrar kurteisi án áhættu, og sagði: „Eg verð því miður að fara. Það þýðir ekki að bíða lengur eftir að þessu ljúki. Lík- legast að árásin standi í alla nótt. „Eg gæti sent yður heim í bíln- um mínum,“ sagði hershöfðing- inn, ,en annars var eg rétt kominn að því að biðja yður að vei’a kyrrar í nótt.“ „í nótt?“ . Já. Eg myndi telja það mikinn greiða. Babs má ekki vera ein, allra sízt í kvöld, en eg þarf að fara aftur,“ sagði hann og and- varpaði. „í kvöld?“ „Já, því miður.“ Hann brosti, og bros hans var drengjalegt og fallegt. „Þér ættuð ekki, hvort eð er, að fara út í þessum látum,“ hélt hann áfram, „og eg mundi verða yður mjög þakklátur." Brosið sigraði mig alveg og það var þess vegna, en ekki af bví að eg hafði setið og vonað að eitt— hvað slíkt mundi gerazt, sem eg sagði: „Auðvitað verð eg þá kyrr.“ René Milhaud stóð snögglega á fætur. „Eg verð að kveðja,“ sagði hann. „Bíðið 'hálf tíma, og eg skal aka yður heim,“ sagði Romney. Fransmaðurinn kinkaði kolli og settist aftur, en það fór ekki fram hjá mér að um leið og hann sett- ist, skiptust þau á tillitum, fatlaða stúlkan í stólnum og hann, og andúðin og heiftin í augnaráði beggja leyndi sér ekki. „Ef þér viljið vera svo góðar að koma með mér, skal eg sýna yður svefnherbérgi konu minnar,“ sagði Romney, „og herbergi það, L j ósa vél. Petter Diesel, í ágætu lagi, tveggja ára, til sölu. Stærð vélarinnar er 10 hestöfl og rafall 614 kílóvött. Hitunar- kcrfi getur fylgt. Sigurður Jónssoii, Ásláksstöðum. sem yður er ætlað er mitt her-_|_' bergi, áfast. Það er lítið, en eg vona að yður geti liðið vel.“ Romney lokaði setustofudyr- unum á eftir okkur, og um leið breyttist rödd hans. ,,Eg segi yður það satt, að eg er yður þakklátur fyrir að vera kyrr. Babs er mjög taugaóstyrk í kvöld. Eg held eg hafi aldrei séð hana verri. Ef eg þekkti hana ekki eins og eg geri, mundi eg halda að þar væri loft- árásin að verki. Systir hennar er alveg miður sín í hvert sinn, sem flauturnar hvína, en Babs tók það aldrei nærri sér.“ „Hún er of þreytt,“ sagði eg Eg vildi losna við að tala um Jane. „Hún var stundum dálífið tauga- óstyrk í skóla í gamla daga. Og þegar þannig fór, var erfitt að komast til ráðs við hana.“ — Þetta var allt uppfinning þá á stundinni, en eg vonaði að eg hefði hitt í mark, grunaði það reyndar. Og eg hleypti af öðru skoti í myrkrinu: ,,Þá þýddi ekk- ert að reyna að tala skynsamlega um fyrir henni.“ Eg sá fljótt, að mér hafði þarna ekki brugðist bogalistin. „Jæja,“ sagði hann, en hljóð- fallið sagði mér óðara, að eg hefði gizkað rétt á því að það leyndi sér ekki að honum létti fyrir brjóst- inu. „Eg hef þá farið öfugt að,“ hélt hann áfram. „Það var svei mér gott að þér voruð staddar hér því að þér hafið þekkt hana svo lengi. En þér skjálfið! Fyrii gefið að eg hef haldið yður svo lengi hér í köldu anddyrinu.“ Hann flýtti sér af stað eftir ganginum. „Herbergi hennar er hér rétt hjá. Við höfum lokað tveim efstu hæðunum í bráðina og hér býr öll fjölskyldan nú, á þessari hæð. Auðveldara að halda húsinu sæmilega heitu á þann hátt. Og svo er ekkert spaug að fá þjón- ustufólk nú á dögum.“ Hann gekk á undan um leið og hann talaði, opnaði dyr og hvarf inn fyrir, en eg fylgdi fast eftir. í miðju stóru herbergi, sem aug- sýnilega hafði ekki alltaf verið svefnherbergi, var stórt rúm og í því miðju, sat Babs og horfði hvasst til dyra. „Ætlarðu að gista?“ hrópaði hún, er hún sá mig. Og er eg kinkaði kolli, hrópaði hún enn hærra: , Það var fallega gert af þér. Eg var hrædd um að þú mundir segja nei.“ Eg gekk að rúminu. „Auðvitað verð eg kyrr, ef þú þarft á mér að halda.“ Mér létti .Eg hafði óttast viðbrögð hennar, er hún fengi að vita ráðagerð hershöfðingjans „Eg sagði Noll að leggja að þér,“ sagði hún. ,.En var ekki viss um að það væri til neins." Við hlógum öll en ekki fór undirstraumur taugaspenningsins fram hjá mér. Eg hafði efast um að tekið mundi á móti mér. En nú var ekki um að efast. Hún vildi hafa mig kyrra. Gat það verið af því, að dvöl ókunnrar manneskju þar í húsinu veitti öryggi? En ör- yggi eða vernd gegn hverju? Hershöfðinginn gekk nú að litl- um dyrum og opnaði þær. Inni fyrir blasti við lítið herbergi, með litlu eins manns rúmi, en veggir allir voru þaktir bókum að kalla. Mér leizt betur á þetta herbergi en nokkuð annað, er eg hafði til þessa séð í Romney-húsi. (Frh.) Vörubíll Til sölu er Chevrolet-vöru- bifreið, smíðaár 1946 í góðu lagi. Upplýsingar gefur Ragnar Geirsson, V eigastöðum. Sími um Svalbarðseyri. IBUÐ íbúð óskast sem fyrst. Afgr. vísar á. Óskilakind Á s. 1. liausti var mér undir- rituðum dregin hvít dilkgimb- ur, sem ég átti ekki, mcð marki mínu: Álheilt hægra, sýlt vinstra. — Réttur eigandi vitji andvirðis lambsins til mín, að frádregnum auglýsngarkostn- aði. Jórunnarstöðum, 28/12 1954. Sigtryggur Símonarson. Afgreiðslustúlka Ábyggilega afgreiðslustúlku vantar strax. Afgr. visar á. Peningabudda tapaðist í bænum á Þorláks- dag með tveimur lyklum og nokkru af peningum. Finn- andi vinsaml. skili henni á afgreiðslu Dags. Ibúð óskast nú þegar. — Upplýsingar í síma 1034 kl. 1—3 næstu daga. Frosti Sigurjónsson læknir. Danskir hattar scldir fyrir minna en hálf- virði Hafnarstræti 108 Thora Christinsen Kjólaefni Einlit tvíbreið ullarkjóla- efni frá kr. 60,00 og köflótt ullarkjólaefni kr. 57,00 Mislit og einlit efni frá kr 24,30. Anna & Freyja OLÍUKYNDITÆKI Sjálfvirk, handstillt, ætíð fyrirliggjandi, eða útveguð með stuttum fyrirvara. — Leitið upplýsinga. JÓN GUÐMUNDSSON, Símar 1246 og 1336. LAXÁRVIRKJUNIN. TILKYNNING Þann 27. desember 1954 framkvæmdi notarius pu- blicus í Akureyrarkaupstað útdrátt á 6% skuldabréfum fyrir innanríkisláni Laxárvirkjunar teknu 1951. Þessi bréf voru dregin út: LITRA A: Nr.: 56 - 22 - 52 - 115 - 135 - 162 - 184 185 - 509- 512. LITRA B: Nr.: 8 - 28 -.29 - 44 - 54 - 70 - 114 - 158 - 277 - 298 - 326 - 368 - 369 - 389 - 398 - 410 - 426 - 427 - 439 - 449 - 460 - 500 - 521 - 522 - 554 - 557 - 562 - 563 - 566 - 567 - 611 - 625 - 645 - 650 - 748 - 749 - 815. LITRA C: Nr.: 19 - 34 - 152 - 346 - 351 - 358 - 359 - 474 - 488 - 530 - 548. Hin útdregnu skuldabréf verða greidd á skrifstofu bæjargjaldkera Akureyrar þann 1. febrúar 1955. Akureyri, 28. desember 1954. STEINN STEINSEN, form. stjórnar Laxárvirkjunar. AUGLÝSING nr. 1/1955 FRÁ INNFLUTNINGSSKRIFSTOFUNNI UM ENDURNÝJUN LEYFA O. FL. Öll leyfi til kaupa og innflutnings á vörum, sem háðar eru leyfisveitingum, svo og gjaldeyrisleyfi eingöngu, falla úr gildi 31. desember 1954, nema að þau hafi verið sérstaklega árituð um, að þau giltu fram á árið 1955, eða veitt fyrirfram með gildistíma á því ári. Skrifstofan mun taka til athugunar að gefa út ný leyfi í stað eldri leyfa, ef leyfishafi óskar, en vekur athygli um- sækjenda, banka og tollyfirvalda á eftirfarandi atriðum: 1) Eftir 1. janúar 1955 er ekki hægt að tollafgreiða vörur, greiða eða gera upp ábyrgðir í banka gegn leyfum, sem fallið hafa úr gildi 1954, nema að þau hafi verið endur- nýjuð. 2) Endurnýja þarf gjaldeyrisleyfi fyrir óloknum banka- ábyrgðum, þótt leyfi hafi verið árituð fyrir ábyrgðar- fjárhæðinni. Endurnýjun þeirra mun skrifstofan annast í samvinnu við bankana, séu leyfin sjálf í þeirra vörzlu. 3) Eyðublöð undir endurnýjunarbeiðnir fást á Innflutnings- skrifstofunni og hjá bankaútibúum og tollyfirvöldum ut- an Reykjavíkur. Eyðublöðin ber að útfylla cins og form- ið segir til um. 4) Ef sami aðili sækir um endurnvjun á tveimur eða fleiri leyfum fyrir nákvæmlega sömu vöru frá sama landi, má nota citt umsóknareyðublað. Þctta gildir þó ekld um bifreiðaleyfi. Allar beiðnir um endurnýjun leyfa frá innflytjendum í Reykjavík þurfa að hafa borizt Innflutningsskrifstofunni fyrir 15. janúar 1955. Sams konar beiðnir frá innflytjendum utan Rcykjavíkuf þarf að póstsenda til skrifstofunnar fyrir sama dat 1 Leyfin verða endursend jafnóðum og endurnýjun þeirra hefur farið fram. Reykjavík, 28. descmber 1954. INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN, Skólavörðustíg 12.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.