Dagur - 19.01.1955, Blaðsíða 1
BYRJIÐ ÁRIÐ
með því að gcrast áskrif-
endur að DEGI. Sínri 1166.
DAGUR
kemur næst út n.k. mið-
vikudag, 26. janúar.
XXXVIII.
árg.
Akureyri, Miðvikudaginn 19. janúar 1955
3. tbl.
Davíð Steíánsson sextugur
Ríkisútvarpið og Þjóðleikhúsið heiðrar Ðavíð
Stefánsson frá Fagraskógi
Gullna hliðið verður sýnt í
Þjóðleikhúsinu á afmælisdegi
skáldsins, 21. janúar næstkom-
andi. Verður höfundurinn sjálfur
viðstaddur og mun flytja prolog-
us. Hið fræga leikrit, Gullna
hliðið, sem sýnt var 28 sinnum í
Þjóðleikhúsinu, og einnig í Eng-
landi, Finnlandi, Noregi og Sví-
•þjóð, verður flutt af sömu leikur-
um og áður undir stjórn Lárusar
Pálssonar.
Þá mun Ríkisútvarpið að
nokkru helga skáldinu dagskrá
sína þennan dag.
Vinir Davíðs Stefánssonar ætla
að halda honum veizlu í SjáK-
stæðishúsinu í Reykjavík í tilefni
afmælisins. Aðalræðumenn verða
Steingrímur Þorsteinsson prófes-
son og Þórarinn Björnsson skóla-
meistari.
Norðlendingar fagna því að
þjóðskáldinu er sýnd margháttuð
virðing í höíuðstað landsins. —
Honum munu hvaðanæfa berast
hlýjar kveðjur og árnaðaróskir.
Sérstaklega munu Eyfirðingar og
Akureyrihgar, sem þekkja hann
bezt, minnast hans með mestu
þakklæti og virðingu og óska
honum langra og farsælla lífdaga.
Kjöfur lagður að Björgunarskútu
Norðurlands
Miðvikudaginn 12. þ m. var
kjölur lagður að Björgunarskútu
Norðurlands í Stálsmiðjunni í
Reykjavík.
Björgunarskútan á bæði að
annast björgunar- og landhelgis-
störf fyrir Norðurlandi. Ráðgert
er að smíði þess verði lokið að
ári liðnu.
Slysavamadeildirnar á Norður-
landi hafa lofað að leggja fram 1
milljón króna til skipsins. Hafa
þær þegar safnað miklu fé, en
ennþá vantar nokkuð á að upp-
hæð þessari hafi verið náð. Skip-
ið Verður rúml. 200 lestir og
áætlaður kostnaður er 4 milljón-
ir króna.
Slysavarnafélagskonur á Akur-
eyri, undir duglegri stjóm frk.
Sesselju Eldjárn, hafa verið
óþreytandi við fjársöfnun þessa
og orðið vel ágengt. Svo sem ann-
ars staðar getur í blaðinu, fara
þær enn á stúfana til fjáröflunar.
Skömmfun á rafmagni frá Laxárvirkjun
Laxá stíflast af krapi
Nýju vélasamstæðurnar óstarfhæfar - önnur
sú eldri í viðgerð. Rafmagnsskortur veldur ýms-
um erfiðleikum í bæ og byggð
Akureyri kolalaus bær
Birgðir eru nú á þrotum í kola-
verzlunum bæjarins og eru kol
skömmtuð. 60 tonn voru íengin
frá Húsavík eftir síðustu helgi og
er það örlítil bót, þótt skammt
nái. — Þetta kolaleysi stafar af
því, að Pólverjar kipptu að sér
hendinni um afhendingu kola til
íslands. Voru þá keypt kol af
Rússum, en þau eru nú að verða
til þurrðar gengin. Á laugardag-
inn var, tókust aftur samningar
við Pólverja um kolakaup og mun
Hvassafell væntanlega færa okk-
ur fyrsta farminn upp úr næstu
mánaðamótum.
Hreppsnefndin í Hrafnagils-
hreppi boðaði til almenns hrepps-
fundar í samkomuhúsinu að
Harfnagili um sl. helgi. Lagði
hún fyrir fundinn tillögur um
byggingu félagsheimilis. Urðu
miklar umræður um málið og
fékk það hinar beztu undirtektir
fundarmanna. Ákvað fundurinn
að hefjast handa á næsta vori eða
svo fljótt sem auðið yrði og jafn-
framt var ákveðið að nota gamla
samkomuhúsið að svo miklu leyti
sem hæt er.
Orkuverið þolir ekki frost.
Akureyringar og aðrir þeir, er
njóta raforku frá Laxárvirkjun,
hafa er.n orðið fyrir miklum von-
brigðum. Undanfarna daga hefur
rafmagnið verið skammtað. Er nú
ekki um annað meira talað manna
á milli, og ekki að ástæðulausu.
Það hefur sem sé komið í Ijós, að
hið mikla orkuver þolir ekki
frost. Verður það að teljast
Ungmennafél. Framtíðin loíaði
áð leggja fram kr. 25 þúsund í
peningum og vinnu og kvenfélag-
ið Iðunn kr. 20 þús. Þá tilkynnti
oddviti hreppsins, Halldór Guð-
laugsson, Hvammi, að hann gæfi
til þessarar byggingar 10 þús. kr.
Með þessu nýja félagsheimili
hyggjast íbúar hreppsins leysa
hin félagslegu vandamál sín og
skólamál, á líkan hátt og ná-
grannar þeirra í Saurbæjar-
hreppi.
furðulegt á íslandi, að slíkt
mannvirki, sem veitn- ljósi og yl
um borg og byggð skuli ekki geta
skilað fullri orku þótt harðinda-
kafli komi og frosthörkur, eins og
nú. Engin þurrð er á vatninu, en
krapastíflur hafa hlaðist upp
neðan við orkuverin. Eru þær
orðnar svo háar, að vatn flæðir
inn i stöðvarhús nýju vélasam-
stæðanna. Eru vélarnar þar því
ekki starfhæfar.
Krapastíflan sprengd.
í gær unnu menn frá Rafveit-
unni að því að sprengja stíflurnar
með dynamiti. Var ekki búizt við
að árangur yrði að því, þótt rétt
þætti að gera þessa tilraun. Stífl—
an er löng og fyrirferðamikil og á
meðan frostið er, bætist í sífellu
við krapið. Fyrir tvéimur órum
síðan mýndaðist þarna sams kon-
ar stífla og varð þá ekki við neitt
ráðið, þar til hlánaði og áin gat
rutt sig.
Vélasavnstæð'a í viðgerð.
Svo óheppilega stendur á að
minni vélasamstæðan í eldri
virkjuninni, sem orðin var slitin
ig þurfti endurnýjunar við, var í
viðgerð, og því er rafmagnsskort-
urinn enn tilfinnanlegri. Vara-
(Framhald á 8. síðu).
Á nýafstöðiium hreppsfundi í Hrafnagilshreppi,
var ákveðið að byggja félagsheimili
Skákþing Norðlendinga hófst síðastliðinn snmmdag
Skákþing Norðlendinga var
sett á sunnudaginn, og var fyrsta
umferð tefld á mánudagskvöldið.
Keppt er í 4 flokkum: meistara-
flokki, 1. flokki, 2. flokki og ung-
lingaflokki. — í meistaraflokki
keppa 8, þar á meðal sem gestur
Guðjón M. Sigurðsson, skák-
meistari úr Reykjavík. í 1. flokki
keppa 5, í 2. flokki 6 og í ung-
ingaflokki 9. Aðkomumenn eru
nokkrir úr Menntaskólanum hér
og vestan úr Hö.rgárdal. í meist-
araflokki er keppt um verðlauna-
grip, gefinn af þeim feðgum Sig-
urði og Guðbrandi Hlíðar. í ung-
lingaflokki er keppt um verð-
launagrip, gefinn af Jóni Ingi-
marssyni.
Fyrsta umferð í meistaraflokki
fór þannig: Júlíus Bogason vann
Steinþór Helgason. —* Helgi
Jónsson vann Harald Ólafsson. —
Guðjón M. Sigurðsson og Jón
Ingimarsson, Kristinn Jónsson og
Margeir Steingrímsson eiga bið-
skákir.
Næsta umíerð hefst kl. 8 stund-
víslega á miðvikudagskvöldið í
Landsbankahúsinu, efstu hæð.