Dagur - 19.01.1955, Blaðsíða 2
2
DAGUR
Miðvikudaginn 19. janúar 1955
Góður akvegur um Dalsmynni
mundi treysta samband Þing-
eyinga og Eyfirðinga
Rætt við Jón Jóhannsson bónda á Skarði, sem
hefur búið í Dalsmynni alla ævi og þekkir
manna bezt aðstöðu alla þar
Enn rætt um innflutning nautgripa
af holdakynjum
Þess var getið hér í blaðinu
íyrir jólin, í fréttapistli úr Höfða-
hverfi, að í sumar hcfði Jón bóndi
Jóhannsson á Skarði í Dalsmynni,
byggt 20 kúa fjós, hlöðu og
áburðargeymslu á jörð sinni.
Þeim, sem þekkja citthvað til á
Skarði, munu hafa hugsað sem
svo: F.kki ætlar hann að gera það
endasleppt, hann Jón. Hann hcfur
nú búið á Skarði í 43 ár, og þó
lengur, því að hann tók við bú-
stjórn hjá móður sinni áður en
hann gerðist bóndi sjálfur.
Hann hefur á sinni tíð gerzt
einhver mesti ræktunarmaður
hér um byggðir, hýst jörð sína
að öllu leyti með miklum mynd-
arbrag, var í hópi hinna fyrstu
er komu sér upp vatnsaflstöð, og
fleira mætti telja af hans handa-
verkum, sem lengi munu vitna
um óvenjulegan víking til allra
verka. Hafa þau hjón, Jón og Sig-
rún Guðmundsdóttir, kona hans
bónda Sæmundssonar á Lóma-
tjörn, og börn þeirra, gert Skarð
að víðfrægu rausnarheimili,....
Jón á Skarði átti hér leið um
bæinn fyrir helgina, ferðaðist á
eigin bíl og sat dóttir hans undir
stýri. Lítill tími var aflögu, en
jþó lét Jón tilleiðast að sitja
stundarkorn á skrifstofu blaðs-
ins og svara spurningum um
samgöngur og vegi í milli Þing-
eyinga og Eyfirðinga. En hann
mun tvímælalaust gjörkunnugri
samgönguleiðum og snjóalögum í
Dalsmynni en nokkur annar
maður, af langri kynningu og
góðri athygli.
Vegur um byggð en ekki óbyggð.
Þegar rætt er um samgöngu-
leiðir í milli Eyjafjarðar og Þin-
geyjarsýslu, austan heiðar, segir
Jón, verða menn jafnan að minn-
ast þess frumatriðis, að til er leið
frá Akureyri til Húsavíkur, án
þess að liggi nokkurs staðar um
fjallveg. Þetta hafa menn líka
notfært sér með því að byggja
upp Kinnarbraut og gera að vetr-
arvegi, en enn sem komið er
ekki að fullu gagni á leiðinni frá
Akui’eyri til Fnjóskadals, því að
vegur um Dalsmynni er og hefur
verið ófullkominn og bíður nú
það verkefni, að gera þar upp-
hleyptan vetrarveg. En þótt þessi
vegui’, sem þar er nú í dag, sé lé-
legur og langt frá því að standast
samjöfnuð við þá þjóðvegi, sem
því nafni mega kallast, hefur nú
enn farið svo, á þessum snjólétta
vetri, að bílar í milli héraðannna
hafa farið um hann þegar Vaðla-
heiðarvegur hefur verið lokaður.
Fóru Þingeyingar á mörgum bif-
reiðum til Akureyrar þessa leið
í vetur snemma, er Vaðlaheiðar-
vcgur var tepptur sem oftar.
Telur þú þá rétt að byggja upp
gamla vcginn á sínum stað eða
mæla fyrir nýjum vegi?
— Nýji vegurinn á tvímæla-
laust að liggja austan Fnjóskár á
þessum slóðum ,sem vegurinn
er í dag, en hann á að liggja
neðar, á bakka Fnjóskár, og mun
'þegar hafa verið mælt fyrir vegi
frá Fnjóskárbrú neðri og austur
og suður um Dalsmynni, þótt
ekki bóli á framkvæmdum enn
sem komið er.
Sumir telja að vegur eigi þarna
að liggja vestan ár, hvað segir þú
um það?
— Mér finnst það liggi ljóst
fyrir, að þjóðvegur til nytja fyrir
fólk, eigi að liggja um byggðir en
ekki óbyggðir, þar sem eins hátt-
ar og í Dalsmynni. Þar en enginn
bær byggður frá Laufási að Mel-
um vestan Fnjóskár, en vegurinn
fer um hlað bæja að kalla má
austan árinnar. Auk þess ef sVo
sú staðreynd, sem ýmsum vill yf-
irsjást, að vegarstæði er mjög
erfitt vestan ár, og þar hafa fallið
stórskriður, sem mundu hafa
sópað burtu vegi á löngum kafla.
í minni tíð hafa þrjú stóráföll
af þessu tagi gerzt þar, hið síðasta
1946, og mundi eftir þau hlaup
enginn vegur hafa verið á 4—5
km. kafla.
Hvað um snjóalög og snjó-
flóðahættu?
Það er rétt að bakkar Fnjóskár
að vestan eru snjóléttir þangað
til kemur fram um Selbrekkur,
út og yfir frá Skarði, en eftir það
ævinlega snjóléttara að austan.
Og af mínum kynnum get eg full-
yrt, að þá yrðu ekki aðrir vegir
færir fyrir snjónum yfirleitt, ef
góður, upphleyptur vegur um
austanvert Dalsmynni er ekki
fær.
Um snjóflóð er það að segja, að
snjóflóðahætta er til, en þó ekki
fyrr en fannkyngi er orðið slíkt,
að vegir allir eru ófærir, þá ekki
síður vegir hér innfjarðar en á
þessum slóðum. Sú hætta er því
ekki þannig vaxin, að hún eigi að
hafa áhrif á áætlanir manna um
að leysa þetta verkefni, að koma
Þingeyingum austan Vaðlaheiðar
og Eyfirðingum í traust og örpggt
vegarsamband allt árið. Um Dals-
mynni hafa líka legið leiðir
manna í milli héraðanna frá
ómunatíð, og er í alla staði eðli-
legt að svo verði áfram. Eg lít
þannig á, segir Jón á Skarði, að ef
hafizt hefði verið handa um það
strax í upphafi, að gera aðalbraut
í milli héraðanna um Dalsmynni
og Fnjóskadal, hefði Vaðlaheiðar-
vegur núverandi aldrei verið
lagður nema e. t. v. sem sumar-
vegur fyrir þá, sem vilja stytta
sér leið, en aldrei sem lífæð í
milli héraða, sem slíkur vegur á
að vera. En því hlutverki hefur
Vaðlaheiðarvegur aldrei náð að
gegna til fulls vegna þess hve
fljótt hann teppist í snjóum og er
oft erfiður viðureignar á vetrum.
Það er nú búið að tala mikið
um þessa vegagerð, og skrifa
nokkuð, segir Jón á Skarði að
lokum. Eg hef lítt tekið þátt í
þeim umræðum. En það má
gjarnan hafa það eftir mér, að eg
fullyrði, eftir 50 ára kynni af
snjóalögum og samgöngum í
Dalsmynni, að þar er auðvelt með
nútíma tækni að gera öruggan
vetrarveg, sem mundi treysta
samband Eyfirðinga og Þingey-
inga og verða báðum héruðum til
stórmikils hagræðis.
Slysavarnarfélags-
konur Akureyri
Við viljum minna ykkur á baz-
arinn, kaffi- og merkjasölu
sunnudaginn 6. febrúar. Þá
treystir deildin bæjarbúum, nú
sem fyrr, á góða aðstoð við fjár-
söfnunina, því að nú er okkur
lífsnauðsyn að gjöra átak við
fjáröflun, svo að upphæð sú náist,
er við Norðlendingar höfum lofað
í Björðunarskútu Norðurlands,
sem á að verða tilbúin eftir ár.
Með þökkum yrði tekið á móti
munum á bazarinn frá velunnur-
úm deildarinnar. Stjórnin.
Framleiðslumál rædd
hjá Bændafélagi Ey-
firðinga
Bændafélag Eyfirðinga heldur
aðalfund sinn að Varðborg
föstudaginn 21. þ. m. kl. 13. Auk
aðalfundarstarfa verður til um-
ræðu: Viðhorf í framleiðslumál-
um o. fl.
Skrifstofustúlka
vel fær í vélritun, getur feng-
ið fast starf á skrifstofu í bæn-
um, strax eða síðar eftir ástæð-
um. — Eiginhandarbréf, mcð
upplýsingum um menntun og
fyrri störf, óskast lagt í póst
fyrir næstk. sunnudag merkt:
Pósthólf 26, Akureyri.
íl) Ú Ð
2-3 herbergi og eldhús
óskast til leigu nú þcgar.
Upfl. í s'wia 19S6
Eldri dansa
k 1 ú h b u r i n n
hefu£ dansleik í Skjald-
borg laugard. 22. jan. ld.
10 e. h. — Fastir meðlimir
vitji aðgöngumiða sinna
á fimmtudagskvöld kl. 9-
10 í Skjaldborg.
STJÓRNIN.
Ræktun holdanauta er enn á
dagskrá hjá eyfirzkum bændum.
Á síðasta Bændaklúbbsfundi var
rætt um nautgriparæktina, og
hafði Bjarni Arason framsögu.
Umræður snerust að verulegu
leyti um nauðsyn þess að vinnna
að innflutningi á holdanautum.
Mál þetta var til umræðu á Bún-
aðarþingi í fyrravetur og mun
verða tekið fyrir að nýju á næsta
Búnaðarþingi, er haldið verður
áður en langt líður. Munu Ey-
firðingar fylgjast með afgreiðslu
þess af mikilli athygli, þar sem
þeir telja ræktun holdanauta til
kjötframleiðslu, henta vel ey-
firzkiun staðháttum.
Bjarni Arason kom víða við í
ræðu sinni. Rakti hann í stórum
dráttum sögu nautgriparæktar-
innar hér á landi og merka áfanga
í sögu þessara mála í héraðinu. Á
síðari árum eru merkastir: Stofn-
un nautgriparæktarfélaga í Svarf
aðardal, Arnameshreppi og
Grýtubakkahreppi árið 1904. —
Félagsins í Svarfaðardal hefur
áður verið getið hér í blaðinu.
Það er eina nautgriparæktar-
félagið hér á landi, sem sent hef-
ur skýrslur óslitið til Búnaðar-
félags íslands í 50 ár.
Árið 1929 var stofnað Naut-
griparæktarsamband Eyjafjarð,ar
og árið 1946 var sæðingarstöðin
sett á laggirnar og hefur starfað
óslitið síðan.
Tilgangur allra nautgriparækt-
arfélaga er sá, að auka afköst
mjólkurkúnna og lækka á þann
hátt framleiðslúkostnað mjólkur-
innar. Opinberar skýrslur sýna,
að nokkuð hefur á unnist í þessu
efni. Ársmjólkin var áður rúm-
lega 2000 lítrar, en er nú rúmlega
3200 lítrar á sambandssvæðinu.
Benti ráðunauturinn á þetta og
taldi að bætt meðferð og hirðing,
ásamt kynbótum, yrðu að fara
saman, svo að nokkur árangur
næðist. Ennfremur að þessu
tvennu væri að þakka þessi mikli
munur á afurðunum.
Þá gat ráðunauturinn þess, að
samkv. niðurstöðum Búreikn-
ingaskrifstofunnar væri fóður-
kostnaður kúnna nálc.ga 45% af
framleiðslukostnaði mjólkurinn-
ar. Ennfremur að vinnulaunin
væru næstum því jafn mikil.
Hann vitnaði í erindi Eyvindar
Jónssonar, þar sem samanburður
var gerður á stórum og litlum
kúabúum. Á stóru búunum (19
lcýr mjólkandi) varð vinnustunda
fjöldi á kú 207. Á litlu búunum
*(8,6 kýr), voru vinnustundirnar
315. Munar þetta í kostnaði um
nálægt 900 krónum á hverja
mjólkandi kú. Er þetta vissulega
niikið umhugsunarefni. En það er
fleira en bústæi'ðin, sem skapar
þennan mismun vinnukostnaðar.
í því sambandi benti ráðunaut-
urinn á nýung, sem er amerísk,
en hefur þegar verið reynd með
góSum árarígfí ‘á ilfeí'&iirfefiÍ3ú!n‘
, Én það eru lausgöngufjósin. Eitt
með þessari gerð er þegar í smíð-
um að Laugarvatni syðra. Á það
að rúma 70 gripi. Með laus-
göngufjósum á vinnukostnaður
að sparast til mikilla muna.
Sérlega athyglisvert var það í
ræð,u Bjarna Arasonar, að jafn-
framt því að meðal ársmjólkin
hækkar um 100 kg., minnkar fóð-
urbætisgjöfin um 100 kg. á kú,
miðað við árin 1949 og 1953. Það
er einmitt á þessari leið, sem
mikils árangurs er að vænta. —
Taldi ráðunauturinn að þar væri
enn leið til mikilla framfara.
Meðal annars með því að slá tún-
in fyrr en gert væri og fá þannig
betra' fóður. í öðru lagi með því
að bæta heyverkunaraðferðirnar,
og í þriðja lagi með því að beita á
ræktað land. — Ennfremur hvatti
hann bændur til að vanda betur
uppeldi kálfa. — Tvö stór verk-
efni biðu nú eyfirzkra bænda:
Afkvæmarannsóknarstöð og inn-
flutningur nautgripa af erlendum
holdakynjum.
Gudmund Knutzen héraðs-
dýralæknir flutti þarna fróðlegt
erindi. Taldi hann íslenzkar kýr
hraustar í safnanburði við stall-
systur þeirra í Úágrannalöndun-
um. í stóru héraði væri þó mikið
að gera og margra kvilla yrði
vart. Leiddi hann rök að því, að
orsakir til margra þeirra væri'
vanfóðrun. Sagði hann til dæmis
frá því, er hann í fyrsta sinn fór
í lækniserindum til Svalbarðs-
eyrar. Var hann beðinn að lækna
kú, er þannig váE áTsig komin, að
hún skiklaðFá "básnum og titraði
lítils háttar. Onnur sjúkdómsein-
kenni sáust ekki. Kussu var gefið
fosfórduft og eftir 14 daga var
hún orðin vel frísk. Fimm mán-
aða kálf læknaði hann á sama
hátt. Var kálfur þessi svo illa
farinn af steinefnaskorti, að hann
gat ekki risið á fætur. — Hvatti
hann bændur mjög til að vanda
betur uppeldi á kálfum og alla
fóðrun, og öðrum ungviðum, ekki
síður en á fullorðnum búpeningi.
Ráðlagði hann að gefa ungviðum
steinefni og kálfum og kúm lýsi,
eina til tvær matskeiðar á dag,
yfir skammdegið og allt þar til
innistöðu lyki.
Um aldur kúnna sagði hann, að
hér virtust þær oft verða lang-
lífar, en aðgætandi væri að yfir-
leitt þekktist það ekki erlendis að
halda lífinu eins lengi í þeim og
hægt væri, eins og sums staðar
væri gert hér. Ennfremur minnt-
ist hann á júgurbólguna, sem
væri hinn mesti skaðvaldur.
Bændur vissu oft ekki um hana
fyrr en mjólkin þeirra kæmi í 3.
flokk. Væri þá farið að rannsaka
málið. Kæmi þá stundum í Ijós,
að veikin væri útbreidd orðin. —
Júgurbólgan er nú einn alvarleg-
asti búfjársjúkdómur er bændur
eiga við að striða.
. Um innflutning nautgripa sagði
Áánn, að önnur lönd einangruðu
(Framhald á 7. síðu).