Dagur - 19.01.1955, Blaðsíða 8
8
Baguk
Miðvikudaginn 19. janúar 1955
Æfintýrið a Fljótsheiði
Byggðahverfið í Stafni ber átthagatryggð og
dugnaði gott vitni, því er þeini holt að kynnast,
er láta sig einhver ju varða um f ramtíð sveitanna
Ymis tíðindi úr nái
Á því byltingatímabili í at-
vinnuháttum og lífsvenjum, sem
enn stendur yfir á landi hér, hef-
ur margt áunnist á skömmum
tíma og framundan eru stórstígar
framkvæmdir til sjávar og sveita.
Þrátt fyrir þ'etta, er það sorgleg
staðreynd, að íslenzkar sveitir
hafa minnkað á undanförnum ár-
um. Byggðin hefur dregizt saman
og fólkinu fækkað. Dala- og
heiðabýli standa auð og yfirgefin
og jafnvel heilar sveitir hafa lagzt
í auðn.
Því er ekki að leyna, að stund-
um hefur andað köldu til þeirra,
sém annes og útkjálka byggja.
Heiðarbúar og afdalamenn hafa
líka verið litnir hornauga.
Byggðahverfin og skipting jarða
„á góðum stöðum“ hefur fengið
hljómgrunn margra ráðamanna
og áhugamanna um landbúnaðar-
mál. Með þeim á að vinna upp tap
að land, auð og yfirgefin heimili.
Margra hugur hneigist til þétt-
býlisins, fljótfengnari lífsþæginda
og auðveldari samskipta við fólk.
í umróti liðinna ára hafa þó
orðið mörg athyglisverð frávik
frá þessari þróun.
Enn gerast ævintýr.
Fljótsheiði liggur í milli Bárð-
ardals aðvestan og Reykjadals að
austan.Undramikill og fjölbreytt-
ur gróður heiðarinnar, er augna-
yndi vegfarenda er þar fara. —
Sunnarlega á heiðinni, langt frá
alfaraleið, er heiðabýlið Stafn.
Lengi hefur þar verið búið, en
ekki er mér kunnugt um forna
frægð eða ævintýraljóma þessa
staðar. En nú er að gerast þar
ævintýr, sem vert er að halda á
lofti og þeim er hollt að kynnast,
er láta sig einhverju varða um
framtíð sveitanna á íslandi.
Sex ábúendur í stað tveggja.
Tvíbýli var í Stafni fyrir alda-
mót. Sigurgeir hóf þar búskap
1893. Hann andaðist þar 1939, þá
háaldraður maður orðinn. Mót-
býlismaður hans var Páll H.
Jónsson fram til 1927. Dvaldi
Spurningaþættir
í sambandi við spurningaþætti,
er víða eru nú tíðkaðir á sam-
komum, skýrði Svarfdælingur
svo frá, að í ungmennafélagi þar,
hefði sá háttur verið hafður á, að
gefa mönnum kost á nokkrum
imdirbúningi. Einu sinni var t. d.
tilkynnt að næsti spurningaþátt-
ur yrði úr Svarfdælasögu. Fóru
menn þá að lesa af kappi og kom
þá í Ijós, að margir höfðu lítið
sem ekki kynnt sér þær bók-
menntir áður, en voru þakklátir
fyrir að vera þannig góðfúslega
minntir á að kynnaast söguþátt-
um sinnar eigin sveitar.
hann síðar á Laugum, hjá fóstur-
syni sínum og nafna, og andaðist
þar.
Sigurgeir og Póll voru sæmd-
armenn og góðir bændur.
Þegar synir Sigurgeirs uxu
upp, var það þegar sýnt, að hugur
þeirra hneigðist til búskapar og
þeir tóku mikilli tryggð við
æskustöðvar sínar. Þeim var það
einnig ljóst, að þrátt fyrir mikið
olnbogarými á heiðinni og ótak-
markað land, biðu þeirra erfið
frumbýlingsár. Lærðu þeir flestir
einhverja iðn, er þeir hafa stund-
að í hjáverkum.
Helgi Sigurgeirsson fékk jarð-
næði, þegar Páll hætti búskap,
heitir það Stafn I. Ingólfur Sigur-
geirsson byggði nýbýli um 1930.
Heitir það Vallholt. Hann á nú
uppkomin börn. Ingólfur hefur
stundað bókband jafnhliða bú-
skapnum. Hólmgeir Sigurgeirs-
son byggðði nýbýli 1937. Það
heitir Vellir. Hólmgeir er smiður
góður og hefur stundað þær
nokkuð og ennfremur miðstöðv-
arlagnir, eftir því sem ástæður
hafa leyft og tími hefur til unnizt.
Pétur Sigurgeirsson býr í Stafni
II og Ketill Sigurgeirsson í Stafni
III. Aðeinns tveir Stafnsbræðra
hafa flutt burtu. Býr annar á
Reykhólum og hinn að Lundar-
brekku.
Og enn fjölgar óbúendum í
Stafni. Tengdasonur Helga,
Kristján Jósepsson frá Breiðu-
mýri, er þangað fluttur. Helgi
stundaði lengi söðlasmíði og skó-
gerð og enn grípur hann til þeirr-
ar iðju.
Pétur hefur unnið að jarðabót-
um um 25 ára bil í flestum
hreppum sýslunnar. Gamla drátt-
arvélin hans, International, er
enn í sæmilegu lagi, þótt hún beri
nokkur ytri merki aldursins. Og
enn er hún með sama mótorinn.
Lítið hefur hún kynnzt viðgerð-
arverkstæðum um dagana og hef-
ur þó komizt í margan krappan
dans við landbrot og jarðvinnslu
á undangengnum 25 ái-um. En
fallegur væri sá blettur orðinn, ef
saman væru komin á einn stað
tún þau er 'hún hefur átt þátt í að
skapa.
Bræðurnir í Stafni hafa þannig
unnið jöfnum höndum að iðnaði,
smíðum og ræktunarstörfum,
og heima í Stafni er mikil breyt-
ing á orðin. Þar eru nú 6 ábúend-
ur. Þar hafa mörg handtök verið
unnin og ekki öll talin.
Gott sauðland — Rjúpurnar
gæfar.
Á Fljótsheiðinni eru sauðlönd
góð. Hreinasta paradís fyrir
sauðhjarðir, sem dreifa sér um
víðáttuna og velja af gnægðum
gróðursins. Bændurnir í Stafni
stunda fvrst og fremst sauðfjár-
(Framhald á 7. síðu).
Frosthörkur og harð-
indi
Fosshóli 17. janúar.
Óvenjulega mikið frost var og
harðindi síðustu viku í Bárðardal
eins og víðar. Frostið var um og
yfir 20 gráður. Hæst komst það í
Svartárkoti í 28 gráður. Ófært er
nú orðið yfir Fljótsheiði og
Vaðlaheiði. Var síðast farið yfir
þær á jeppa á laugardaginn var.
Ófært er orðið framan til í Bárð-
ardal og þungt færi í Kinn.
Mjólkurbíllinn lagði þó af stað á
mánudaginn, og gekk ferðin
slysaláust.
Póstur úr Laxárdal átti að
koma að Einarsstöðum á sunnu-
daginn, en komst ekki yfir Laxá.
Býr hann í Árhvammi, austan
árinnar. Er þetta einsdæmi á
þessum tíma. Mun áin hafa verið
full af krapi. Pósturinn fró Víði-
keri, sem kom að Fosshóli um
helgina, kvaðst hafa verið í vand-
ræðum að verjast kali. Varð hann
hvað eftir annað að þýða andlit
sitt með snjó. Kól hann þó að-
eins. Pósturinn héðan frá Akur-
eyri lagði af stað í jeppabifreið á
sunnudaginn Fékk hann bil á
móti sér að austan. Ekki náðu bíl-
ar þessir saman, því að Vaðlaheiði
er alveg ófær og veður var hið
versta. Stefán Steinþórsson póst-
f sl. viku kom á markað hér og
víðar á landinu ný ost-tegund frá
Mjólkursamlagi KEA. Heitir
ostur þessi „Góðostur11 og er 50%
feitur.
Osturinn er seldur í mjög
smekklegum alúm-umbúðum og
er hver baukur 100 grömm og
kostár kr. 3.80 út úr búð. Bauk-
unum er lokað þannig, að loítþétt
er, og tryggir það mikið geymslu-
þol ostsins. Mun óhætt að geyma
baukana í venjulegum geymslum
í heimahúsum 2 mánuði eða leng-
ur án hættu á skemmdum. Þessi
nýja ost-tegund hefur þegar hlot-
ið góða dóma neytenda og er víða
eftirspurð.
Jónas Kristjánsson mjólkur-
samlagsstjóri hefur skýrt biaðinu
svo frá, að Samlagið muni senda á
markað fleiri bragðtegundir af
„Góðösti“ áður en lan^t um líður,
svo að sem flestir geti valið ost-
öskju með því bragði, er þeir
helzt kjósa.
Fjölbreytt ostaframleiðsla.
Mjólkrsamlag KEA framleiðir
fleiri ostategundir en allar aðrar
mjólkurstöðvar á landinu og hef-
ur svo lengi verið. En í dag er
það t. d. eini framleiðandi gráða-
osts hér á landi, en Akureyrar-
gráðaosturinn er löngu þjóð-
kunnur, auk þess sem ferðamenn,
sem landið hafa gist, hafa sótzt
eftir honum og margir þeirra tek-
ið prufu heim með sér. Þá fram-
leiðir Samlagið mjólkurost, bæði
30 % og 40% feitan ,ennfremur
svo nefndan goudaost, sem er
45% feitur, og tvær tegundir af
mysuosti. Eru það rjómamysuost-
ur og mysingur, en það siðar-
ur lagði af stað á mánudaginn og
varð í þetta sinn, eins og oítar
þegar i harðbakkann slær, að fara
ríðandi.
Fjölmenn barnasam-
koma að Sólgarði
Á laugard. efndi kvenfélag-
ið og skólanefndin í Saurbæj-
arhreppi til barnasamkomu. —
Mættu þar um 80 börn úr sveit-
inni, allt frá þriggja ára aldri. —
Börnin skemmtu með upplestri
og skrautsýningu. Þá komu íram
2 dvergar og töluðust við. Ljós-
álfar og púkar létu einnig til sín
taka. Þá komu 2 jólasveinar er
einnig skemmtu börnunum. —
Gengið var í kringum fagurlega
skreytt jólatré og sungið. Að
lokum var dansað. Þótti sam-
koma þessi takast með ágætum.
Samstarf kirkjukóra
Kirkjukórar Munkaþverár-
sóknar og Lögmannshlíðarkirkju
hafa nú byrjað sameiginlegar
söngæfingar undir stjórn Áskels
Jónssonar söngstjóra. Er þetta
alger nýjung hér í söngmálum
kirkjunnar og hin athyglisverð-
asta. Æfingar eru hinar ánægju-
legustu og söngfólkið hugsar gott
til áframhaldandi samstarfs. — Á
nefnda er nýjung í ostafram-
leiðslu hér á landi og er sú frum-
leiðsla aðeins fárra ára gömul hjá
Samlaginu.
íslenzk ostaframleiðsla sarnbæri-
leg við erlenda framleiðslu.
íslenzkar mjólkurstöðvar. og
þá ekki sízt Mjólkursamlag KEA,
hafa á liðnum árum alloft selt
osta úr landi, og hafa þeir jafnan
líkað vel og mun óhætt að fúll-
yrða, að ostaframleiðslan hér á
landi er sambærileg við erlenda
framleiðslu um gæði ost-tegund-
anna. Hins vegar getur þessi
framleiðsla ekki orðið eins fjöl-
breytt hér og hjá íjölmennum
landbúnaðarþjóðum vegna þess
hve mjólkurstöðvar hér eru fáar
og. markaður innanlands tak-
markaður.
Skatrfirðingar senda nýjan
Ost á markað.
Þá hefur^jað einnig" borið til
tíðinda í ostaframleiðslunni nú
fyrir áramótin, að á markað kom
ný osttegund frá mjólkursamlag-
inu á Sauðárkróki, seín nefnist
,,Smurostur“ ,og er mjög svipað-
ur dönskum „smörosti11, sem er
ljúffengur og víða kunnur. —
Mjólkursamlag Skagfirðinga hef-
ur og byrjað framleiðs’u á fleiri
bragðtegundum af þessum osti.
Þykir þessi framleiðsla ljúffeng
og er eftirspurð.
Munu allir gleðjast yfir því, að
þessi tvö mjólkursamlög hafa
komið hér með nýung til aukinn-
ar fjölbreytni fyrir neytendur og
aukin mjólkurvöruneyzla er
þjóðinni áreiðanlega bæði holl og
hagstæð.
síðari árum hefur mjög batnað
kirkjusöngur víða um land og
verður það tæplega fullþakkað.
Samstarf kirkjukóra, á líkan
hátt og hér segir frá, mundi víða
geta tekizt, ef vilji væri fyrir
hendi. Sennilega munu kórar
þessir láta til sín heyra síðar í
vetur, þegar tími þykir til kom-
inn.
Snöggur jarðskjálfta-
kippur í Hrísey
Hrísey 17, jan.
Snöggur jarðskjálftakippur varð
í Hrísey kl. 4,50 í morgun. Vakn-
aði fólk af værum blundi, en
enginn skaði varð á mör.num
eða mannvirkjum, svo að vitað
sé.
Kvenfélagið í Hrísey æfði sjón-
leikinn „Frá Kaupmannahöfn til
Árósa“ og sýndi hann á fjöl-
mennri samkomu um jólin Út-
vegsmannafélagið hélt skemmti-
samkomu á 13. Þar var spurn-
ingaþáttur, gamanvísur og tvö-
faldur kvartett söng undir stjórn
Guðrúnar Jónsdóttur kenrara.
Þangað kom margt fólk af Ár-
skógsströnd og víðar að.
Það bar til tíðinda í Hrísey 4.
jan.,. að lamb fæddist. Er ekki
vitað að slíkt hafi áður borið þar
við, á þessum tíma árs. Ekki
þykja það mikil tíðindi nú orðið,
á Akui'eyri og í Eyjafirði, að
ærnar beri um áramótin eða jafn-
vel fyrr. Hitt er mönnum aftur á
móti ráðgáta, enn sem komið er,
hverju slíkt sætir.
Margir Hríseyingar eru farnir
í atvinnuleit til Suðurlands.
- Rafmageið skamtað
(framhald af 1. síðu).
hlutir til þessarar vélar urðu síð-
búnir hingað til lands, en komu
þó til Húsavíkur fyrir nokkru, en
viðgerðinni var ekki lokið. Það
rafmagn, sem nú er skammtað er
því aðeins frá annarri vélasam-
stæðu gömlu stöðvarinnar austur
frá og til viðbótar rafmagn frá
Hjalteyri og gömlu Glerárstöð-
inni. Er sú viðbótarorka á fimmta
hundrað kilovött.
Þetta ástand í rafmagnsmálun-
um er nær óþolandi og mikið
áhyggjuefni hins stóra og vaxandi
hóps manna er treysta á rafmagn-
ið til daglegra nota á heimilum
sínum og til margvíslegra ann-
arra hluta. Verður tæpast annað
séð en verkfræðilegum vitsmun-
um hafi nokkuð verið áfátt um
staðsetningu nýju stöðvarinnar.
Orkuverið illa staðsett.
Endalaust má deila um verk-
fræðileg atriði, svo sem um aðra
hluti, en reynslan er ólýgnust um
flest. Virðist hún benda til þess að
lítið þurfi út af að bera með veð-
urfarið, svo að búast mégi við
endurteknum og óviðunandi
truflunum frá orkuverinu við
Laxá. Verður það enn um skeið
aðkallandi verkefni að ráða bót á
þessum vanda og tryggja þar með
neytendum betri þjónustu.
Síðaustu fréttir herma að spreng
ingar eystra hafi verið árangurs-
lausar með öllu og vei'ðum við
enn að una við það ástand, sem er,
— þangað til Guð gefur hláku.
Hefur fjölbreyttasta ostaframleiðslu allra
mjólkurstöðva á landinu