Dagur - 19.03.1955, Side 2
2
Laugardaginn 19. marz 195S
D AGUR
Minningarorð:
Frú Guðný Jónsdóttir
Fyrir fáum dögum var gagn-
merk þingeysk kona, frú Guðný
Jónsdóttir á Akureyri, borin þar
til moldar. Kún var fædd að
Grænavatni í Mývatnssveit 3.
maí 1868. Foreldrar hennar voru:
Jón Jónasson bóndi þar og
Kristjana Þorláksdóttir frá Þórð-
arstöðum í Fnjóskadal. Frú Guð-
ný var þannig af góðu bergi brot-
in. Uppeldi fékk hún hið bezta og
betri menntun en almennt gjörð-
ist á þeim tíma, enda mun hún
hafa verið óvenju námfús og alls
ótrauð að leggja talsvert á sig til
að afla sér þekkingar. Hinn 16.
júlí 1896 giftist hún eftirlifandi
manni sínum, Steingrími Jóns-
syni fyrrum bæjarfógeta á Akur-
eyri og sýslumanni í Þingeyjar-
og Eyjafjarðarsýslum, en hann er
einn þeirra kunnu Gautlands-
bræðra sona Jóns Sigurð’ssonar
alþingismanns og bónda á Gaut-
löndum.'• Meðan; iStahjgrímur vár
sýslumaður .Þingeyinga, en það
var frá 1897—1920, ef eg man rétt,
áttu þau hjónin heirr.a í Húsavík.
Þau byggðu sér þar stórt og
vandað hús, og varð heimili
þeirra brátt orðlagt fyrir rausn
og myndarskap. Hin glæsilega og
fagra kona skóp mánni sínum þar
áreiðanlega gott og yndislegt
heimili. Var hjónaband þeirra
jafnan hið ástúðlegasta. — Frú
Guðný var kona létt í lund og
glaðvær sjálfsagt nokkuð skap-
stór, en stjórnaði geði sínu svo,
að til fyrirmyndar mátti telja.
Gestrisin voru þau hjón bæði,
enda þótti, öllum þar gott að
koma. Það var jafnan sólskin
kringum frú Guðnýju. Var oft
gestkvæmt hjá þeim hjónum í
Húsavík. — Frú Guðný var
stjórnsöm húsmóðir og gefin fyrir
búsýslu. Eg held, að arfurinn úr
sveitinni hafi enzt henni ti! æfi-
loka, eða a. m. k. meðan hún
mátti sín nokkuð, sakir vanheilsu
og ellihnignunar. — Eg minnist
svo margs frá samvistarárunum,
í Húsavík. Mér er minnisstætt,
hve glöð hún var, er hún sinnti
heyönnum á túni sínu. Henni
auðnaðist að sameina hið bezta úr
íslenzkri bændamenningu og er-
lendri höfðingjamenningu á sjald
gæfilega glæsilegan hátt. Hún var
Ijúf og viðræðugóð við hvern sem
var, en virðingu sinni lét hún
ekki misbjóða. Eins og gefur að
skilja, varð hún oft að taka á móti
höfðingjum og heldri mönnum og
koma opinberlega fram við ýmis
tækifæri. Eg þykist vita, að
margir minnast þess enn, hve vel
henni lét að skipa forystusess.
Hún var svo drottningarleg, þó að
af bændum væri komin. Hitt er
annað mál, að eg hygg að kyrrlát
störf innan heimilisins hafi. yerið,
henni betur að geði en opinber
störf, sem meira bar á. Að skapa
manni sínum gott heimili og að
vera börnum sínum mikil móðir
og góð, hygg eg henni hafa verið
hjarta næst. Það vill svo til, að eg
get af eigin reynslu vottað, hve
annt hún lét sér um uppeldi
barna sinna. Eg kenndi elztu
börnum þeirra sýslumannshjón-
anna, þegar eg var skólastjóri í
Húsavík, — og það get eg vottað,
að uppeldisáhrifin að heiman
komu í ljós á skólabekkjunum. —
Samvinna þess heimilis við skól-
ann var til fyrirmyndár. Það er
ekki sízt í þakklátri minningu um
það, að eg skrifa þessi fátæklegu
minningarorð. Jafnframt því er
mér bæði ljúft og skylt að tjá
hinum aldurhnigna heiðurs-
manni, Steingrími Jónssyni, fyrr-
um bæjarfógeta, innilegustu
hluttckningu rriíriá. ,Eg veit, að
hann gjörir bæði að „gráta og
gleðjast". er leiðirnar "skilur. Eg
veit, að allir ástvinir • hinnar
framliðnu taka undir orðin
fornu: „Drottinn gaf.; Drottinn
tók. Sé nafnið Dróttins blessað.“
Blessun Drottins sé jneð þeim
og henni!
V. Sn.
Forn staðfesta
ÍHeimskri ii glu( Ólafs sögu
Tryggvasonar) segir Snorri Sturlu-
son þannig frá viðskiþtum Ólafs
konungs og Eyvindar kinnrifu:
Var þá Eyvindur fluttur til
tals við Ólaf konung. Bauð konung-
ur honum að tuka skírn sem öðrum
mönnum. Eyvindur livað nci við.
Konungur bað hann bliðum orðum
að taka kristni og segir honum
marga skynsemi og svo byskuþ. Ey-
vindur skiþaðist ekki við það. Þá
bauð konungur honum gjafir og
veizlur stórar, en Eyvindur neitaði
öllu þvi. Þá hét konungur honum
meiðslum eða dauða. Eklii skiþað-
ist Eyvindur við það. Siðan lét kon-
ungur bera inn mundlaug, fulla af
glóðum, og setja á kvið Eyvindi,
og brast brátt kviðurinn sundur.
Þá mcelti Eyvindur: „Taki af mér
mundlaugina. Eg vil nucla orð
nokhur, áður eg dey.“ Og var svo
gjört. Þá sþurði konungur: „Viltu
nú, Eyvindur, trúa á Krist?“ „Nei,“
scgir hann, „eg má eigi skírn fá.“
---- Siðan dó Eyvindur.----“
BRÉF TIL BLAÐSINS:
Hvers vegna mega heimamenn
leggja úívarpinp til
„Eyrir nokkru kom Sveinn Ás-
geirsson hagfræðingur norður til
'Akureyrar til að taka á segul-
band þáttinn „Já eða nei“, og
rrieð Sveini Á, voru skáld þau,
sem hafa jafnan fylgt honum til
að botna vísur þáttarins. Það
gengur mörgum illa að skilja
hvers vegna Ríkisútv. sendir
þessa menn allt norður á Akur-
eyri til að taka þáttinn þar, án
þess að leitað væri til hegyrðinga
á Akureyri með þátttöku, og
finnst koma sunnanmanna til
Akureyrar líkjast því sem gest-
ur snæddi úr mal sínum í stað
þess að þiggja beina hjá hús-
freyju, sem er þekkt fyrir að hafa
bæði góðan og mikinn mat.
Þátturinn _,Já eða nei“ hefur
verið vinsæll. Þarna er vakinn
upp gamall þjóðarleikur, getraun,
sem hefur verið útsett á marga
vegu. Fyrr meir var spurninga-
svæðið aðallega nánasta ná-
grennið, en nær nú hjá S. Á. yfir
hnöttinn þveran og endilangan.
En sú útvíkkun er í samræmi við
hraða gangandi manns og flug-
vélar.
Vísnagerðinni í þættinum hef-
ur verið mjög vel tekið af hlust-
endum. Þjóðin kann að meta
orðsins list í því formi, og það er
þörf viðleitni að örfa menn í
þessari fögru en vandasömu
íþrótt. Það hafa oft verið getur
leiddar að því, hvar skáldskapar-
hneigðin væri ríkust í landinu, og
eins hvar skáldin væru við-
bragðsfljótust. Þetta á þátturinn
„Já eða nei“ að rannsaka og
kynna þjóðinni hagyrðingana sem
víðast af landinu og byrja með
því að fara aftur til Akureyrar
og lofa Akureyringum sjálfiun að
botna vísurnar. Síðar meir mætti
svo efna til keppni í þessum orða-
leik á milli landshluta eða byggð-
arlaga, ef ástæða þætti til.
Mótbára við þessari tillögu, um
almenna þáttttöku, verður ef-
laust sú, að aðeins æfðir menn
geti komið fram við hljóðnem-
ann og notið sín til fulls, hinir
yrðu miður sín hve hraðsnjallir,
sem þeir kunna að vera. Þetta
er eflaust rétt, ef ekkert væri að
gert. En til þessa má æfa menn
eins og annars og mætti vera bú-
ið að því á thverjum stað þegar S.
Á. bæri að garði með þráðinn.
Það er ekki ætlun mín með þessu
að vanþakka eða gera lítið úr
skáldunum, sem hafa komið fram
í þættinum hingað til. En hér
sannast það, sem oft áður, að það
er hægt að hafa góða vísu of oft
yfir, ekki sízt ef menn grunar að
það sé nærri því eins góð vísa á
næstu síðu.
Þ. II.
Vaxandi áhugi á
reiðhestum
Tvö hrossaræktarbú eru starfandi
hér á landi. Annað er á Hólum,
en hitt á Kirkjubæ á Rangárvöll-
um. Á Hólum eru milli 10 og 20
hryssur og 2 stóðhestar. Frá þessu
búi hafa verið seldir margir kyn-
bótahestar og einnig hryssur. Eftir-
spurn á reiðhestum og reiðhesta-
efnum fer vaxandi og mun skóla-
búið á Hólum mæta þeirri breyt-
ingu á viðeigandi hátt í kynbóta-
starfinu.
Snjór hefur ekki fallið í Hjalta-
dal í vetur það sem af er, svo tclj-
andi sé. Storka var þó á jörð um
tíma frá miðjutn janúar til mán-
aðamóta 'febrúár og marz. Viðast
hefur hestaganga verið sæmileg, en
þó mismunandi eftir snjóalögum.
Frá Búnaðarþingi
(Framhald).
3. Um sölufyrirkomulag garð-
ávaxta.
Stéttarsamband bænda er búið
að hafa þetta mál til meðferðar á
aðalfundum sínum allt síðan
1948 og gera um það margar
ályktanir og áskoranir, sem allar
hafa gengið í þá átt að framleið-
endur garðávaxta nytu sömu
verndar í landslögum og fram-
leiðendur mjólkur og kjöts Ekki
minna en þrjár nefndir hafa og
haft málið til meðferðar. Mun það
varla vera leyndarmál, að til
þessa hafa allar umbætur á sölu-
skipulaginu strandað á Græn-
metisverzlun ríkisins og fulltrú-
um hennar í nefndunum. Síðasta
nefndin var skipuð af landbúnað-
arráðherra 26. jan. 1954 og skip-
uðu hana Sverrir Gíslason, Helgi
Pétursson, Marteinn Ólafsson,
Jón Sigurðsson og Björn- Jó-
hannsson, sem ekki gat staðið að
sameiginlegu áliti nefndaiinnar
og skilaði séráliti.
Meirihluti nefndarinnar samdi
frumvarp til laga um breytingar
á Framleiðsluráðslögunum, og er
aðalefni þeirra þetta:
Fjölgað sé í Framleiðsluráði
um 1 mann og sé hann tilnefndur
til skiptis af framleiðendum garð-
ávaxta og Sölufélagl garðyrkju-
manna. Hvorki má flýtja inn, né
út, landbúnaðarafurðir, nema
fyrst sá leitað álits Framleiðslu-
ráðs og þess gætt við innflutning,
að innlend framleiðsla fullnægi
■ekki markaðsþörfinni að dómi
Framlciðsluráðs.
i Framleið£lui£^álh(c'ð>foí)i'(írt)V{
Jag á helztu innlendum garð-
évöxtum og hefur yfirstjórn
sölumála matjurta og gróður-
húsaframleiðslu landsmanna.
Enginn má verzla með þessar
vörur í heildsölu nema með leyfi
Framleiðsluráðs.
Framleiðsluráð vinni að því að
garðávaxtaframleiðendur íhverju
héraði, er framleiða garðávexti til
sölu, myndi með sér félög á sam-
vinnugrundvelli ,er vinni að hags
munamálum garðávaxtaframleið-
enda á félagssvæðinu.
Þar til almenn félagssamtök
eru stofnuð og viðurkennd af
Framleiðsluráði skal 5 manna
sölunefnd, skipuð af landbúnað-
arráðherra, stjórna heildsölu og
dreifingu garðávaxta. Nefndin sé
skipuð eftir tilnefningu stjórna
þessara búnaðarsambandi: B.s.
Suðurlands, B.s. Borgarfjarðar,
B.s. Eyjafjarðar, B.s. Austur-
Skaftfellinga og B.s. Kjalarness.
í meðförum Búnaðarþings var
þessum ákvæðum breytt þannig
að nefndin sé skipuð eftir tilnefn-
ingu fulltrúa á aðalfundi Stéttar-
sambandsins þannig:
Fulltrúar úr Vestfirðingafjórð-
ungi tilnefna einn.
Fulltrúar úr Norðlendinga-
fjórðungi tilnefna einn.
Fulltrúar úr Austfirðingafiórð-
ungi tilnefna einn.
Fulltrúar af Búnaðarsambands-
svæði Suðurlands einn..
Fulltrúar af Búnaðarsambands-
svæði Kjalarness og Borgarfjarð-
ar tilnefna einn.
Þá eru og í frumvarpinu ýmis
nánari ákvæði um íramkvæmdir
þessa skipulags, en það yrði of
langt mál að rekja það hér
Búnaðarþing afgreiddi þetta
mál samhljóða, með ályktun. þar
sem því er lýst yfir að frumvarp
þetta sé í samræmi við fyrri
ályktanir Búnaðarþings og Stétt-
arsambandsins og lagði þingið
álrerzlu á að frumvarp þetta yrði
samþykkt á Alþingi því sem nú
situr.
4. Um skort á verkafólki til
landbúnaðarstarfa í sveitum.
Nokkur erindi lágu fyrir Bún-
aðarþingi um þetta mál, m. u. frá
Framleiðsluráði landbúnaðarins.
Samþykkt var svofelld ályktun:
„Búnaðarþing ályktar að fela
stjórn B. í. að beita sér fyrir inn-
flutningi erlends verkafólks til
landbúnaðarstarfa, með tilliti til
þeirra umsókna, sem fyrir liggja.
Skal hún leita aðstoðar og fjár-
stuðnings ríkisstjórnar og Al-
þingis um framkvæmd þessa. —
Ennfremur verði gert allt, sem
unnt er, til að útvega innlent
fólk til landbúnaðarstarfa. — í
því sambandi verði Ráðninga-
stofu landbúnaðarins falið að
stuðla að fólksskiptum milli
landshluta.11
Talið er að nú sé erfiðara en
verið hefur að fá landbúnaðar-
fólk frá Danmörk, en svo vildi til,
að herra forstjóri Gísli iSgur-
björnsson fór til Þýzkalands
meðan á Búnaðarþingi stóð og
tók hann að sér að athuga mögu-
leika á að fá landbúnaðarfólk
þaðan.
Þegar hann kom heim gaf hann
Búnaðarþingi skýrslu um horf-
urnar. : .
Taldi hann aS í Vestur-Þýzka-
landi væru í flóttamannabúðum
fólk frá Austur-Þýzkalandi um
180.0.Q0. Mundi vera auðvelt að
velja úr þeim hópi til að full-
nægja þörfum okkar. Einkum
áleit hann, að auðvelt væri að fá
jýjrjíst barnlaus eða með 1
barn. Mikið af þessu flóttafólki
væri landbúnaðarfólk frá Aust-
ur-Þýzkalandi.
5. Breyting á jarðræktarlög-
um.
Búnaðarþing 1954 kaus í milli-
þinganefnd til þess að endur-<
skoða jarðræktaiiögití þá Gi'nn-
ar Guðbjartssöri:,"bón(fe,:Hjarðar-
felli. Pétur Ottesen, alþm. og
bónda á Ytra-Hólmi, og Þorstein
Sigfússon, bónda á Sandbrekku.
Sömdu þeir frumvarp til laga um
breytingu á jarðræktarlögunum.
Flutti landbúnaðarnefnd Alþing-
is frumvarpið á Alþingi fyrr í
vetur, en nú var það sent Búnað-
arþingi til umsagnar.
Meginefni frumvarpsins er
fjölgun héraðsráðunauta úr 10 í
15 og nokkur hækkun á jarð-
ræktarframlagi ríkisins, eða 20%
hækkun á grunnframlagi til ann-
arra jarðabóta en vélgrafinna
skurða, en framlag til þeirra
hækki úr Vz kostnaður í 7/10.
Einnig veruleg hækkun á grjót-
námi, þ. e. úr kr. 2.00 í kr. 6.00 á
rúmmetra, og allmikil hækkun á
framlagi til jarðræktar og fyrir
handgrafna skurði, til þeirra sem
hafa minna en 10 ha„ tún. Eru það
bráðabirgðaákvæði, sem gilda til
1960.
Búnaðarþing gerði nokkrar
breytingar á frumvarpinu, m. a.
að framlag til jarðræktar yrði
breytilegt eftir tegund ræktunar-
lands, þannig, að vinnsla og jöfn-
un lands til akur- og túm-æktar
fengi:
A) Á ræktunarhæfumsáðsönd-
um kr. 150 á ha.
B) Á framræstri mýrarjörð kr.
250 á ha.
C) Á öðru ræktunanhæfu landi
kr. 200 á ha.
En nú er jarðræktarframlagið
kr .200 á ha. á öllu landi sem
ræktað er.
Einnig að súgþurrkunarkerfi, í
(Framhald á 7, síðuý