Dagur


Dagur - 19.03.1955, Qupperneq 5

Dagur - 19.03.1955, Qupperneq 5
Laugardaginn 19. marz 1955 DAGUR 5 V- Æ" > &r % ■ -% •*'*, |r „’i C'- •rrsS-; ■^llteSÉ ||| •■ ,, Tamningamennirnir með hestahópinn suður í Fjöru. ýmsir hcstamenn bæjarins slást gjarnan í íör með þeim á sunnudögum og þá er stundum sprett úr spori. kir vilja og virSingar í nýju f Tveir tamnmgamenn að starfi i tamningastöð Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri - 24 hestar á stöðinni í vetur " r m hressingarheimiii í orð í tilefni af grein S. H. í Degi Hestamannafélagið Léttir á Akureyri auglýsti tamningastöð sína laust eftir áramótin í vetur. Efndi þao til tamningar unghesta og þjálfunar eldri hesta í fyrra. Þótti sú íiiraun takast svo vel, að aftur var ákveðið að hafa tamn- ingastöð. Hóf hún starf 1. febrúar og mun standa til maíloka. Tamn- ingagjald er 265:00 kr. á mánuði og eigendur leggi til fóður. 24 hross „á stöðinni“. Akureyringar munu fæstir fylgjast með þessari starfsemi. En þegar komið er út fyrir bæinn má daglega sjá hesta og reiðmenn frá tamningastöð Léttis. Tamninga- mennirnir eru tveir, þeir Þor- steinn Jónsson, er stjórnaði henni einnig í fyrra, og með honum Þorvaldur Pétursson, báðir þaul- vanir hestamenn. Aðsóknin er mikil cg eru nú 24 hross á stöð- inni. En takmarkað húsrúm sníður þessari starfsemi nokkuð þröngan stakk. Þó sýnist fara vel um ungviðin og árangur furðu- lega góður. Ekki verða þó allir hestar gæðingar, sem þangað koma, enda „misjafn sauður í . mörgu fé“. Daglegar æfingarferðir. Daglega fara þeir Þorsteinn og Þorvaldur með 10—12 hross í smáferðir í nágrenni bæjarins. Á sunnudögum slást fleiri í hópinn. Það er kærkomið tækifæri hesta- manna í'bænum að taka hest sinn og hnakk og blanda geði við tamningamennina og njóta yndis í nálægð 24 ungra hrossa, sem enn eru eins og óráðin gáta. Lagt er af stað laust eftir há- degi. Folarnir tínast út úr hest- húsum, einn og einn, með upp- bundinn taum. Þeir bregða á leik er þeir kcma undir bert loft og innan stundar er allur hópurinn kominn ,út og leikur sér á litlu, afgirtu svæði framan við húsið. Það er eins og ferðahugurinn hafi gripið um sig, eða ef til vill bara ungdómsærsl. Hrossin hlaupa fram og aftur og folarnir taka eina og eina bröndótta. Stundum hleypur þeim kapp í kinn og leik- urinn verður harður. Þá verður að gapga á milli, því að illt getur hlotist af áflogum he3ta, sem eru járnaðir oddhvössum skaflaskeif- um. — Hestamennirnir stíga nú á bak og tamningamennirnir velja sér fararskjóta. Fara þeir sér að engu Óðslega og láta sér ekki bregðá vanstilling og kunn- áttuleysi hinrra ungu hestsefna. Þorsteinn er fararstjórinn og ríður fyrstur út um hliðið. Hross- in í girðingunni reisa hausinn og áður en varir taka þau sprettinn á eftir með glampandi augum og æfintýri dagsins framundan. Á annað hunch'að skaflajárnaðir hófar meitla ísinn með braki og brestum og þyrla honum eins og stórgerðu hagléli, sem umlykur hópinn. Hestamenn slást í förina. Hestamennirnir er slegist hafa í förina, til að liðka hesta sína og eiga með þeim ánægjustund, taka eftir mörgu á þessum ferðum. Þar fá fallegir folar stundum sína fyrstu aðdáondur. Talað er um ætt og uppruna, útlit og gang-" hæfni, auk óráðinna og lítt þekktra skapjmuna. Það er hesta manna gaman og íþrótt, að þekkja hest án þess að reyna hann. Með stuttu millibili er áð og hnakkur lagður á nýjan reið- skjóta. Oft er gaman að sjá ung- viðin stíga sín fyrstu spor með hnakk og mann á baki. Mistök við þetta tækifæri geta ráðið úr- slitum um framtíð hestanna. — Tamningamaðurinn verður að vera gæddur. þolgæði og vask- leika, og hann verður að vei'a við öllu búinn. 'En oftast gengur þetta árekstralaust. Tíminn líður fljótt og degi tekur að halla fyrr en varir, Hér lítur enginn á klukku, og ekkert er eftir henni farið. Hér er komið út fyrir hin vanabundnu^ störf, er bundið hafa okkur; við klukkuna frá morgni til kvölds. — Þó líður dagur að kveldi, og heim er haldið. Menn eru þreyttir og hestahópurinn auðsveipur og feginn grænni tuggu og aðhlynn- ingu. Hesturinn á marga aðdáendur. Þess sjást nú nokkur merki að hesturinn, hinn gamli og góði fé- legi íslendinga frá fyrstu tíð. hef- ur ekki að fullu gengið séi til húðar éða að Öllu lokið hlutverki sínu. En segjamá að hann hafi að nokkru skipt um hlutverk. Góð- hestar eða sporthestar eru víða eftirsóttir og í miklum metum. Hér á Akureyri er fjöldi af slík- um hestum. En i mörgum sveit- um landsins hafa þeir þokað fyr- ir vélunum í þann flokk er nær eingöngu er metinn á blóðvelli. Sem betur fer eru bó undantekn- ingar frá þessu. Saga drengjanna á Suðurlardi. Kunnur bóndi á Suðurlandi, sem jafnan hefur metið hestana að miklu, á tvo sonu á fermingar- aldri. Þeir voru alteknir véla- dýrkun og vildu öllum stundum aka heimilisdráttarvélinni eða vera í bílnum. Þeim fannst hest- arnir tilheyra fortíðinni. Var þó stóð á bænum. Bóndinn vildi ekki láta syni sína fara á mis við þá hamingju, er góðhestar hafa veitt forfeðrum þeirra og þau uppeld- isáhrif er „samskipti manns og hests“ veita. Hann gekk til stóðsins og valdi þar tvo fola er hann fór með heim og gaf sonum sínum. Hann setti þó að skilyrði, að drengirnir sæju um þá frá þeirri stundu, hirtu þá og temdu sjálfir. Þetta var góð gjöf og vel þegin. Nú standa þessir ungu héstar stroknir við stall og veita eigend- um sínum yndisstundir og hafa opnað þeim nýjan heim. Hesturinn hafinn til virðingar á ný. Sunnlenzki bóndinn og aðrir þeir er á svipaðan hátt hafa lagt hinni fornu og göfugu íþrótt lið, eiga, eins og félagssamtök á borð við Hestamannafélagið Létti á Akureyri, viðurkenningu skilið. Við eigum að hefja íslenzka hestinn, hinn gamla og góða föru- naut frá fyrstu íslandsbyggð, til vegs og virðingar í hinu nýja hlutverki. Fyrir skömmti birtist eftirtekt- arverð grein í ,.Degi“ undir nafn- inu: „Hér þarf hjúkrunar- og hressingarhæli“, eftir S. H. Minnist liöf. í upphafi greinar sinnar á þær umræður, sem fram haía komið í blöðum nú undan- farið viðvíkjandi Kristneshæli og þarf ekki að rekja þær hér. — Ástæðan fyrir því, að eg minnist á þessa grein er sú, að mér finnst hún þess verð að henni sé gaum- ur gefinn. En ef til vill fer hér sem oftar, að góð ráð og leiðbein- ingar eru látnar sem vind um eyrun þjóta, ekki sízt ef röddin er ekki hávær, og hefur orðið að kveða sér hljóðs af ÞÖRF, vegna kærleika til meðbræðra og systra. En er ekki varasamt að þagga niður slíkar raddir með tómlæti? Eru þeir ekki oft skyggnastir á umbótaþörfina, sem sitja hljóð- asti og hlusta eftir andvörpum sem ekki eru heyrð af þeim. er ekki hafa tíma nema fyrir sjálfa sig? Þörf fyrir hressingarhæli. Eg er greinarhöf. sammála um, að hér er full þörf fyrir hjúkrun- ar- og hressingafhæli, ekki sízt eftir að eg sjálf hef átt þess kost að dvelja á einu hæli erlendis á síðastliðnu sumri. Það væri mik- ill ávinningur fyrir íslenzku þjóðina að eiga hæli, sem væri eitthvað í líkingu við Skodsborg bað- og hressingarheimilið á Sjá- landi. Það byrjaði smátt. en iiú er það orðið blómleg, eftirsótt stofn- un. Þangað streyma gestix- og sjúklingar víðs vegar að úr beim- inum sér til hressingar og heilsu- bótar, og margir fá undraveiðan bata á skömmum tíma, en auðvit- að fer það eftir því, hver sjúk- dómurinn er. Margir eru undr- andi yfir þeim glæsibrag, sem yfir stofnuninni hvílir, en í raun og veru er ekki ástæða til að undr- ast þar sem hælið er reist á kristi legum grundvelli, og hver starfs- dagur helgaður Guði með bæn. Því miður er oft byggt á sandi og undirstaðan því ótrygg, árangur erfiðisins fer þá eftir því. Það kostar mikið fé að þurfa að leita sér heilsubótar erlendis, og geta því fæstir veitt sér þann ,.lúxus“, eins og sumir munu telja það vera, en það eru þá helzt þeir, sem ekki vita hvað er að bera byrðar heilsuleysisins, ef til vill meiri part æfi sinnar, en þurfa samt að vinna og láta sem ekkert sé að. Skyldi vera nokkur furða, þótt taugakerfið bíði tjón af slíkri ofraun, þar sem svo bætist oft við skilningsleysi samferðamann- anna ,og margs konar raunir. sem lífið sjálft réttir einstaklingnum? Ef þetta fólk missir svo jafnvæg- ið, verður bara að senda það á geðveikrahæli? Eftir það er það stimplað sérstökum stimpli, jafn- vel þótt það sleppi þaðan út citt- hvað hressara en áður, eftir skamman tíma. Þjóðin getur hjálpað þeim, sem þiást. Margir eru það einnig, sem eiga erfitt uppdráttar vegna lömunar eða gigtar. Á Skodsborg fá slíkir sjúklingar sérstaka meðferð. — Slíka hjálp gæti íslenzka þjóðin veitt sínum eigin þegnum með því að koma á stofn hæli fyrir þá, þar sem þeir gætu fengið ljós, margs konar böð og nudd, heppi- legt fæði og aðra aðhlynningu, er með þyrfti. Það er ekki hægt að neita því að fæðið á sinn ríka þátt í heilsufari manna, og mætti gefa meiri gaum en gert er þeirri stefnu í mataræði sem er að ryðja sér til rúms hér, en það er meiri neyzla jarðarávaxta og grænmetis, en það skal gert á öðrum vettvangi. Umgengni við þá, sem eru vanmáttugir. Greinarhöfundur segir: „Það er mikið verkefni fyrir þá, sem vilja líkna þeim sem líða,“ og á þar við viðhorfið til öryrkianna. Svo bætir höfundur við: „Við þurfum margt að læra í sambandi við daglega umgengni við þá, sem eru vanmáttugir.“ Þetta vil eg sérstaklega undirstrika. Okkur hættir víst meira til að dæma en líkna, og gleymum að bera hvers annars byrðar. Að endingu vil eg þakka S H. fyrir grein hans, og vona að þær ágætu tillögur. sem í henni felast, verði teknar til greina svo fljótt sem auðið er. F. K. Pétur Jónsson bóndi Árhvammi 55 ára Hinn 28. f. m. varð Pétur Jóns- son bóndi í Árhvammi, Laxárdal, 55 ára. Hann er sonur Hildar Benediktsdóttur og Jóns Péturs- sonar á Auðnum. Pétur hóf bú- skap í húsmennsku á Þverá voj'ið 1926, en fluttist á hálfan Kast- hvamm vorið 1928 og byggði ný- býlið Árhvamm á þeim hluta 1939. 1952 var byggt fjós og hest- hús og tilheyrandi hlaða. 1953 viðbót við íbúðina, og nú er búið að grafa fyrir 300 kinda húsum og hlöðu og votheysgeymslu. Túnið hefur og þanist út, og heyvinnu- vélar komi til heyskaparins, og dráttarvél á síðastliðnu vori. Pét- ur hefur ekki notið skólagöngu, en er greindur maður og víðles- inn og á ágætt bókasafn. Pétur er mjög listfengur stangveiðimað- ur, og hefur hann margan góðan drátt fengið á stöngina, og einnig við annan veiðiskap, sem hann er mjög hneigður fyrir. Hann er hinn ágætasti verkmaður og fjöíhæfur á verk, meðal annars frábær sláttumaður. Pétur er maður bóngóður og greiðvikinn og hinn hjálpsamasti er á þarf að halda Pétur hefur veiúð grenja- skytta í Reykdælahreppi í 30 ár og fengsæll við þann veiðiskap, sem annan, og átt við það marga kalda nótt. Kona Péturs er Re- gína Frímannsdóttir, Þórðarsonar bónda á Kvistarhóli og síðar verkamanns í Húsavík. Hún er starfsöm kona og hin ágætasta húsmóðir. Þau hafa átt 11 börn og eru 8 þeirra á lífi, öll hin mannvænlegustu. Sveitrmgi. Jeppafæri á Vaðlaheiði Jeppafæri er allgott á Vaðla- heiði, og mun ekki ráðgert að opna veginn fyrir aðra bíla að sinni. í gær var talið sæmilegt að aka á jeppa yfir heiðina nema hvað nokkur þyngsli af völdum nýsnævis voru uppi á heiðinni. Akfæri um sveitir Þingeyjarsýslu mun golt.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.