Dagur - 02.04.1955, Blaðsíða 1

Dagur - 02.04.1955, Blaðsíða 1
I ÍFylgist með því, sem gerizt hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst v'tl miðviku- dagimi 6. apríl. XXXVIII. árg. Akureyri, laugardagmn 2. apríl 1955 19. tbh Landskjáfffí sunnaniands í gær KI. 4,27 e. h. í gær kom mjög sn'arpur landskjálftakipp- ur suðvestanlands og síðar minni hræringar stanzlaust að kalla þar til kl. nær 6, er rnjög harður kippur varð aftur. Harðastur var landskjálftinn í Hveragerði. Sprungu þar veggir húsa, skorsteinn hrundi, gler brotnaði í gróður- húsum. Hverir spýttu mórauðu. Fólk hafðist ekki við í húsum inni. í gærkvöld voru enn liræringar og ætlaði sumt fólk burt úr þorpinu. Jarðhræringar þessar fundust mjög greinilega í Rvík, Akranesi og víðar suðvestanlands. Verkfall hófst Iiér í gær Fyrir 160 árum var utaiiríkisverzlun Samli búðin" var athygíisverð- asfi verzlunargfugginn í gær islendinga minm en nokkurrar ann- arrar þjóðar í Evrópu, m í dag er tafl- inu sniiið við og verzlunin er lilutf alls- lega meiri en Iijá öðrum þjóðum Stiklað á nokkrum atriðom úr fróðlegu sögulegu yfirliti í ræðu Friðjóns Skarpliéðinssonar bæjar- fógeta, á verzlunarliátíðiuni hér á Ák. í gær Akureyri var í hátíðabúningi í gær fánaskreytingar í miðbæn- ifm og fánar við hán á opinberum byggingum og víða við hus bæj- armanna. Veður var ákaflega gott. Á fimmtudagskvöldið var yfir- leitt búið að ganga frá glugga- skreytingum verzlana. Var merki frjálsrar verzlunar alls staðar, og í gluggum aðaiverzlunarhúss KEA mjög vandaðar og skemmti- legar útstillingar. Mesta athygli vakti „gamla búðin“, sem fyllti stóran glugga í véla- og búsáhaldadeild KEA. Var þar eftirlíking af búS frá því um miðja öldina sem leið, og var verkið skemmtilega unnið og gaf svip af gömlu búðagerðinni og varningnum, sem enn eimdi eftir af hér nokkuð fram á þessa öld. Verzluuarmenn minnt- ust afmælisins að fíótel KEA í gær Kaupfélag Eyfirðinga og Verzl- unarmannafélagAkureyrar höfðu boð inni að Hótel KEA síðdegis í gær fyrir verzlunarstjóra hér í bænum og ýmsa aðra gesti. Var þar minnzt aldarafmælis frjálsrar verzlunar. Jakob Frímannsson framkvæmdastj. bauð gesti vel- komna, rakti sögu verzlunar á Akureyri og ræddi gildi verzlun- arstarfsins fyrir hagsæld og menningu þjóðarinnar. Svtrrir Ragnars kaupmaður flutti stutt, sögulegt yfirlit. Auk þeirra töl- uðu Art’nur Gook ræðismaður, Steinn Steinsen bæjarstjóri og Balduin Ryel ræðismaður. í gær var fyrsti verkfallsdag- urinn hér á Akureyri. Verka- tnannafélagið og Verkakvenna- félagið höfðu boðað verkfall frá 1. þ. m., en önnur félög ekki enn sem komið er. í gæt var stöðvaður akstur úr porti hjá ciíufélÖgunum og öll verka- mannavinna féil niður, en vegna hátíðahalda og lokunar sölubúða af tilefni 160 ára af- mælis frjálsrar verzlunar bar bærinn Iítil einkenni verkfalls- ins í gær. Benzín er afgrcitt á sölustöðum meðan birgðir í tönkum þar endast, og síðan mun gefin undanþága til lækna, ljósmæðra og annarra, er verkfallsmenn dæma hæfa til þess. Póstur úr bíium verður ekki stöðvaður, að því form. Verkamannafélagsins hefur skýrt blaðinu frá, enda mun ekki koma sunnanpóstur nema nieð samþykki verkfallsmanna í Rvík. Af vinnudeilunni þar er fátt að frétta og siíur allt í sama fari og virðist ekki draga til samkomulags enn sem komið Kaupfélag Eyfirðinga og Verzl- unarmannafél. Akureyrar cfndu til hátíðahalda í gær í tileíni af 100 ára afmæli frjálsrar verzlun- ar. Bærinn var skreyttur fánum og verzlanir höfðu gluggaskreyt- ingar. Einkum vakti athygli „gamla búðin“, sem til sýnis var í glugga véla- og búsáhaldadeildar KEA. Fleiri sýningargluggar voru vel gerðir og fróðlegir. Klukkan 1 síðdegis hófst á Ráðhústorgi hátíðasamkoma. — Lúðrasveitin lék undir stjóm Jakobs Tryggvasonar, en síðan flutti Friðjón Skarphéðinsson bæjarfógeti og sýslumaður ræðu og mjnntist aldarafmælisins. Var ræða hans fróðlegt., sögulegt yfir- lit og ábending um gildi frjálsrar verzlunar fyrir sjálfstæði lands- ins og menningu þjóðarinnar. — Síðdegis var samkoma á Hótel KEA og er frá henni sagt annars staðar í þessu blaði. Lög um siglingar og verzlun. Friðjón Skarphéðinsson hóf ræðu sína mað því að rekja efni laga um siglingar og verzlun, er í gildi gengu 1. aprfl 1855. En samkvæmt þeim var skipum út- lendra þjóða jafnt sem dönskum skipum (um íslenzk kaupskip var ekki að ræða) heimilt að sigla til löggiltra verzlunarstaða á fslandi, en fyrstu höfn skyldu þau þó taka á einhverri af 6 höfnum, sem ákveðnar voru þessar: Revkjavík, Stvkkishólmur, fsafjörður. Ak- ureyri, Eskifjörður og Vest- mannaeyjar. Öllum var heimilt að flytja vörur hafna á milli og verzla ó löglegum verzlunaistöð- um. Aðkomuskipum var heimilað að leggja upp vörur til kaup- manna og farmeigendum heimil- að að verzla við landsmenn 4 vik- ur í senn á hverri höfn. En skip skyldu þó kaupa leiðarbréf og greiða fyrir 2 ríkisdali af hverju lestarrúmi í skipinu. Leiðar- bréfagjaldið var í stað tolls, en aðrir tollar voru ekki teknir af innfluttum vörum, og rann gjaldið í rikissjóð Dana. Til gildistöku þessara laga er saga frjálsrar verzlunar á íslandi á seinni öldum rakin. Hafði frv. verið samþykkt í danska þinginu og staðfest af konungi, Friðriki VII. Hér var brotið blað í þjóðar- sögunni, sagði ræðumaður, með lögunum var lagður grundvöllur að efnalegri viðreisn í landinu. Lengi varð að bíða mnskiptanna. Friðjón Skarphéðinsson minnti á, að ekki hefði mátt vænta þess, að snögg umskipti yrðu hér á fá- um árum, þótt verzlunin væri þannig gefin frjáls. Hér var ekk- ert fjármagn til, engin hafskip, blásnauð þjóð eftii margra alda verzlunaráþján, hallæri og drep- sóttir. Hér var þjóð. sem talfli þá aðeins 64 þúsund sálir í tiltölu- lega stóru landi. Hér var þjóð, sem mörkuð var á sál af líkama af harðri lífsbaráttu og undirokun yfirþjóðarinnar. Það hlaut því að taka meira en mannsaldu-r, að þessi fátæka og umkomulitla þjóð gæti rétt sig úr kútnum og öðlast traust á sjálfa sig og land sitt. En með komu verzlunar- frelsisins öðlaðist þjóðin fcrótt kjark til þess að heimta rétt sinn úr hendi yfirbjóðarinnar þá fram liðu stundir. Verzlunarfrelsið er því einn af hornsteinunum að sjálfstæði íslendinga. Ræðumaður sagði því ríka ástæðu til að minnast þessa áfanga nú, og þá alveg sérstak- lega til bess að minnast beirra manna, sem böi-ðust eins og hetj- ur fyrir málstað þjóðarinnar. Nefndi hann í því sambandi m. a. Skúla Magnússon, Jón Eiríksson, Magnús Step’nensen, Stefán Þór- arinsson og Jón Sigurðsson. Hréirnun siglinga og verzíunar. Ræðumaður ræddi síðan að- stöðu fslendinga til siglinga og verzlunar allt frá landnámsöld, og benti á, að engum gæti dulist, að verzlun hér á landi var erfið- leikum bundin löngu áður en einokun Dana kom til sögunnar í þvrí formi, árið 1602. Skipastóll landsmanna hrömaði á söguöld, og þótt reynt væri að tryggja siglingar með Gamla sáttinála, tókst það ekki. Og þegar sjálf- stæðið var glatað, fóru konungar er. VerzEunarhús KEA í háfíðabúningi i gær Myndin var tekin á Kaupvangstorgi í gær. Verzlunarliús KEA er fánum skreytt í tilefni af hátíðahöld- unum á aldarafmæli frjálsrar verzlunar. í gluggum voru sýniiigar, sem mikla athygli vöktu. M. a. voru þar myndir og töflur, sem skýrðu frá vcxti félagsins frá stofnun þess 1886 til þessa dags, og fallegar gluggasýningar á iðnaðarvörum KEA og SÍS. Sérstaka athygli vakti sýning dúka og húsgagnaáklæðis frá Gefjuni í glugga vefnaðarvörudeildar. Ryðja fataefni og áklæði verksmiðjunnar sér nú mjög íil rúms á markaði, bæði hér og í Rvík. Þá var og sýning framleiðsluvara „Heklu“ og margt fleira. Gainla búðin var j sýnmgarglugga véla- og búsáhaldadeildar félagsins og er frá henni skýrt amiars staðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.