Dagur - 02.04.1955, Blaðsíða 6

Dagur - 02.04.1955, Blaðsíða 6
6 DAGUR Laugardaginn 2. apríl 1955 í óttans dyrum jjf Saga eltir DIANA BOURBON U ¥i f 25. DAGUR. s^C3^2~s§C3g2~¥ (Framhald). Hann sagði ekki fleira. Eg heyrði hann hlaupa niður þrepin. Þegar á eftir var bílnum ekið á brott. Babs gekk óþolinmóð um gólf, er eg kom til baka „Eg fer ekki fet,“ sagði hún. „Eg veit ekki, hvað hann hefur sagt þér, en eg fer ekki. Eg yfirgef ekki húsið.“ „Hvers vegna ekki?“ spurði eg. En hún lét sem hún heyrði ekki þessa spurningu. Eg hélt því áfram: „Hvers vegna skyldurðu ekki taka því fegins hendi, að vera með syni þínum úti á landi? Þykir þér ekki vænt um hann?“ Eg hafði hleypt þessu skoti af •blindandi, hafði ekki grun um, hvernig henni mundi verða við. En hún tók snöggt viðbragð: „Vænt um hann!“ endurtók hún. Eg get ekki lýst raddblæn- um, en hann minnti mig á sært dýr. „En það er einmitt þess vegna....“, sagði hún_ en lauk aldrei við setninguna. Mér fannst nú allt í einu, að mér hefði verið fenginn lykillinn að öllum leynd- ardóminum. „Babs,“ sagði eg lágt og stilli- lega. „Hvað er það sem leynist í þessu húsi? Hvað er yfirleitt að?“ Hún h örfaði án þess að svara, en náði sér og tók upp látbragðs- leikinn. „Um hvað ertu að tala? Eg hef ekki hugmynd um, hvað þú ert að fara?“ „Jú. þú veizt það mæta vel,“ syaraði eg. „Við skulum taka Onnu til dæmis? Hvers vegna er Anna nú í bráðri lífshættu?11 ;Hún er ekki í hættu! Þú veizt ekki. hvað þú ert að tala um.“ „Víst veit eg það. Eg segi þér satt, hún átti að deyja. Það er mergurinn málsins. Allir virðast líta svo á, að hér hafi orðið slys. Nema læknirinn, hann er alls ekki viss um. að sú sé skýringin." Hún rak upp undrunaróp. En eg hélt áfram að þjarma að henni: „Nei, hann er engan veginn viss um það, og sú óvissa jafngildir því, að fram muni fara lögreglu- rannsókn á slysinu. Treystir þú þér til þess að mæta í slíkum rannsóknarrétti?" Eg þagði, lof- aði henni að melta þetta litla stund. En tók svo til á ný: „Sjáðu nú til, Babs,“ sagði eg. „Við vit- um það eg og þú, að Önnu var hrint. Heldurðu ekki að tímabært sé að við tölum út um það mál?“ Hún beið ekki boðanna, strunz- aði fram hjá mér og sagði um leið: ,,Eg held að þú sért ekki með öllum mjalla. Eg neita að hafa meira saman við þig að sælda. Hypjaðu þig burtu héðan og út úr húsinu hið fyrsta!" Hún slcalf af geðshræringu. Hún gekk hvat- lega yfir þvert herbergið og að litlu skrifborði, sem stóð út við gluggann. Þan lá lítil handtaska opin á borðinu, og hún fór að leita þar að einhverju af miklu írafári. En hendumar skulfu svo, að hún gat ekki hamið neitt. Henni lá augsýnilega við gráti, þrátt fyrir allt. „Eg verð að skrifa tengdamóður minni,“ sagði hún fremur við sjálfa sig en við mig. „Farðu, viltu gjöra svo vel að fara strax,“ endurtók hún. En eg settist bara og horfði á hana. „Eg verð að skrifa tengdamóð- ur minni,“ endurtók hún. „Hún er þó ámma barnsjns. Hún.... Eg. . . . “ Engu var líkara en hún væri hálfrugluð en hún hafði samt fundið það, sem hún leitaði að. Það voru gleraugu í dökkum umgjörðum. Hún setti þau upp og byrjaði að leita að skrifpappír í borðinu. „Eg sé ekkert,“ sagði hún undr- andi. „Hér er allt í þoku! Drott- inn minn, er eg að verða blind!“ Mér varð allt í einu þungt fyr- ir brjóstinu. En ekki var urn að villast. Engin skýring nægði til þess að þvo hana af þessu. Eg stóð á fætur, gekk til hennar og sagði: „Eg býst við að það sé af því, að þú hefur sett upp gleraug- un mín,“ sagði eg. ,Hvað segirðu? Þín gleraugu?" Eg rétti út hendina og tók gler- augun af henni og leit á þau. ,;Já, þetta eru mín gleraugu." Hún hló kæurleysislega. ,,Jæja,“ sagði hún. „Það var skrítið. Eg hlýt að hafa tekið þau í misgripum í svefn'herberginu þínu.“ Hún byrjaði aftur að leita í handtöskunni að sínum gler- augum en eg stöðvaði hana. „Hlustaðu á mig, Babs. Þú tókst gleraugun míu, það er rétt, en ekki í svefnherberginu heldur heima hjá Janie. Eg skildi þau eftir þar í gærkvöldi áður en eg kom hingað.“ Nú var grafarþögn. En svo and- varpaði hún og lét fallast á hnén við skrifborðsstólinn og horfði undrandi og hrædd á mig. „Hver ertu þá eiginlega, og hvað ertu að gera hér?“ hvíslaði hún. ,jVæri ekki nær að þú svaraðir spurningum, Babs?“ Eg settist fyrir framan hana og greip hönd hennai'. „Segðu mér heldur, hvað 'þú ert. Ertu kannske föðurlands- svikari, Babs?“ Hún horfði á mig skelfdum augum. „Veiztu allt?“ stundi hún upp. „Nei, eg er ekki svikari það er ekki þannig vaxið.“ „Segðu mér þá sanleikann, Babs?“ „Eg get það ekki Eg segi þér það satt, að eg get það ekki,“ hvíslaði hún hásri röddu. „Hvað um Janie? Myrtii þú hana, Babs?“ „Þú getur ekki látið þér detta slíkt í hug!“ Og orðin hljómuðu í eyrum mínum, sem hún væi'i að segja satt. „Hver gerði það þá? Þú hlýtur að vita það.“ „Nei, eg veit það ekki.“ „En þú fórst þangað í dag. Þú sagðist ekki hafa lykil, en það var ósatt. Þú fórst þangað og þú tókst gleraugun mín, það sannar að þú varst þar.“ „Já, eg fór þangað, það er satt. Og — og eg fann hana.“ Það fór hrollur um hana. „Hvers vegna var hún myrt, Babs? Þú hlýtur að vita það?“ „Nei, eg veit það ekki.“ „Jú, þú veizt það vel og þú veizt hver gerði það. Og það verðurðu nú að segja mér.“ „Eg get það ekki. Eg veit það ekki.“ Vein loftvarnaflautanna barst inn til okkar og blandáðist ákafri neitun hennar. „Æi nei, ekki aftur í kvöld. Eg get ekki afborið það,“ stundi hún upp. „Hugsaðu ekki um loftárásina,“ sagði eg. „Svaraðu mér! Þú veizt víst, hver gerði það. Þú fórst heim til Janie í dag til þess að fela glæpinn. Þú hringdir í ráðuneyt- ið í dag og laugst til um Janie, en dú gerðir það til þess að ekki yrði farið að grennslast um hana. Og iú endaðir með því að kveikja í húsinu hjá henni til þess að forða iví að líkið fyndist. Einhver hef- ur sagt þér, hvernig þú ættir að fara að því, annars mundirðu aldrei hafa gert það eins sniðug- lega.“ Eg þagnaði. Hún horfði orðlaus á mig. „En þetta er misskilningui. Eg kveikti ekki í neinu. Eg lokaði aðeins skápdyrunum til þess að hylja líkið. Eg segi þér satt. Eg vildi bara forða því að það kæm ist upp, í nokkra daga.“ „Hvers vegna?“ „Bara þangað til. ... “ Hún þagnaði skyndilega. „Þangað til hvað?“ „Það er ekkert.“ „Þetta dugar þér ekki, Babs. Þú reynir að dylja morðið af því að þú veizt, hvei' myrti Janie. Og ef þú kveiktir ekki í, veiztu vel, hver gerði það.“ (Framhald). Til fermingarinnar Fyrir stúlkur: Fyrir drengi: Náttkjólar Gaberdineskyrtur Undirföt Skyrtur, hv. misl. Undirlcjólar, nylon Nærföt Nærföt Sokkar Sokkar, m. teg. Bindi Veski Slaufur Hanzkar Hanzkar Hanzkaklemmur Treflar V efnaðarvörudeild. Hvað vanlar yður til páskanna? Amerískt HVEITI á 3 kr. kílóið og 10 lb. pokar á 17 kr. pokinn. - FLÓRU-GERPÚLVER kr. 10.50 kg. - FLOR- SYKUR kr. 3.40 kg. - PÚÐURSYKUR kr. 3,20 kg. - STRÁSYKUR kr. 3,10 kg. - MOLASYKUR kr. 4,10 :kg. KANDÍS kr. 5,50 kílóið. JARÐARBERJASULLTA kr. 10,50 og kr. 20,00 í gler- krukkum. - BLÖNDUÐ HINDBERJA og EPLASULTA á kr. 8,50 og kr. 15.00 - KÚRENNUR kr. 12,50 pr. kg. og 7 kr. pakkinn. - HJARTARSALT - NATRON - Allskonar BRAUÐDROPAR - SUCCAT, dökkt - KANELL, heill og steyttur - KARDEMOMMUR, heilar og steyttar - KÚMEN - KARTÖFLUMJÖL - KOKOS- MJÖL - KAKÓ í lausri vigt og baukum. - SÚKKULAÐI- DUFT í baukum, sætt. Niðursoðnir ávextir: FERSKJUR - PERUR - APRICOSUR JARÐARBER - KIRSUBER - PLÓMUR ★ SÍRÓP - HUNANG - CORN FLAKES RICE KRISPIES - ALL BRAN ★ Jaffa appelsínur KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA NÝLENDUVÖRUDEILDIN og útibú.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.