Dagur


Dagur - 30.04.1955, Qupperneq 4

Dagur - 30.04.1955, Qupperneq 4
4 D A G U R Laugardaginn 30. apríl 1955 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangur kostar kr. 60.00. Blaðið kemur út á hverium miðvikudegi. Gjalddagi er 1. júlL I’RENTVERK ODDS I'.JoRNSSOXAR H.F. Ljósið, myrkrið og dauðinn TIL ER FJÖLDI MANNA í lýðræðislöndum, <em reynir að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að kommúnistaflokkur sé bara venjulegur stjórn- nálaflokkur, og starfsaðferðir kommúnista rétt eins ig gengur og gerist í stjórnmálaflokkum. Það kem- ir sér betur fyrir þetta fólk, að það býr við lýð- 'æðisstjórnskipulag og á ekki á hættu að sann- arófa þessar skoðanir í eigin lífsreynslu. En ef sú -aun ætti fyrir því að liggja, er hætt við, að annað iljóð kæmi í strokkinn. Hið þaulskipulagða komm inistíska ofstæki á enga hliðstæðu meðal lýðræðis- egra stjórnmálaflokka, til samanburðar verða nenn að leita til nazista- og fasistaffokka fyrri ára. =>ar voru líka ofstækismenn í þaulskipulagðri fylk- neu. Starfsaðferðir þeirra þekkir heimurinn nú næta vel frá fangabúðunum í Dachau og Buchen- »ald. Frá heimi kommúnismans eru færri fréttir. Fkki hefur verið flett ofan af honum eins rækilega v.i veröld nazista eftir stríðið. En heimurinn veit pó mæta vel um þrælabúðirnar í kommúnistaríkj- mum og réttleysi einstaklingsins í viðskiptunum /ið almáttugt og tillitslaust rikisbákn. Kommúnist- skir einvaldar horfa ekki í peðsfórnirnar í refskák ip.imsvaldafyrirætlananna. Harmsögur einstakling- mna geymir þögnin handan járntjaldsins. HINN VESTRÆNI HEIMUR fékk dálitla sýn íi skipulags ofstækismannanna, og kynntist trú- ioði þeirra, í Kóreustyrjöldinni. Einkum fengu 'estrænir stríðsfangar dýrkeypta reynslu um þessi dni. Mjög erfitt hefur verið að fá heildarmynd af neðferð kommúnista á stríðsföngum af blaðafregn- ím, sem oft voru ósamhljóða. Því var það, að órezka landvarnaráðuneytið lét hefja skipulega -annsókn á ævikjörum brezku stríðsfanganna í her- 'iðum kommúnista, eftir að þeir 978 brezku fang- ir, sem kommúnistar skiluðu lifandi, voru komnir reim. Að lokinni rannsókninni gaf ráðuneytið út dálítinn bækling, þar sem skýrt er frá niðurstöð- : mni. Heitir bæklingur þessi „Meðferð brezkra ;itríðsfanga í Kóreu“. Þetta er lítill pési, ritaður á átlausan hátt og laus við skammir og stóryrði. En ahrifamikinn fróðleik geymir hann. Þar birtist íverjum heilskyggnum lesanda ótvirætt, að fervor )!i ofstæki réttlínukommúnismans er í senn við- ijóðslegt og ógnarlegt fyrirbæri. í fari æði margra ærður ofsatrúin vansköpun á sálinni, andleg upp- þornun, tiilits- og virðingarleysi við rétt annarra )g óstjórnleg köllun að troða upp á samfélagið cerfisbundinni þrælkun. Aðferðir kommúnista ;<agnvart föngum sínum í Kóreu, eins og þeim er ! ýst í þessari opinberu skýrslu brezku stjórnarinn- a», minna óhugnanlega á starfsaðferðir þeirra commúnista, sem háværastir eru í lýðræðislönd- mum. Ekki svo að skilja að heimakommúnistar ástundi pyntingar eins og trúbræður þeirra í austri, 'trt þeir standa þeim jafnfætis í þvermóðskufullu dllitsleysi við rétt annarra, blindri trú á „kerfið", igeðslegri dýrkun á leiðtogum og nær brjálæðis- iegum ákafa að stunda kommúnistískt trúboð. I dvi efni eru þeir á sama menningarstigi og sumir nerkonungar fornaldarinnar, sem vildu troða trúar- drögðum upp á þjóðirnar með báli og brandi og pyntingum. ÞAÐ VAR NÝ lífsreynsla fyrir Vesturlandabúa að sannreyna, að játning kommúnistiskra kenninga var frumskilyrði til þess að menn væri látnir sæta þeirri meðferð, sem alþjóðalög um stríðsfanga áskilja og siðuðum mönnum er sæmandi. Föngum var boðið upp á að „sjá ljósið", en það jafngilti játningu að hafa séð anda komm- únismans, ef ekki x dúfulíki þá a. m. k. í ásjónu Stalins og kín- verskra leiðtoga. Þeir, sem sögð- ust sjá andann, fengu þegar frið- indi, hinir, sem létu ekki fyrir- hafnarlaust varpa sér á bás með skynlitlum safnaðarmeðlimum, fengu að kenna á hnútasvipunni, hengingarólinni eða að reyna það uppeldismeðal, að standa berfætt- ir á ís, unz saman fraus fótur og fold. Áttu þá sumir staðfestu Eyvindar kinnrifu, sem ekki tók kristni af Ólafi konungi þótt glóðarker brenndi kvið hans, en aðrir létu bugast. En staðfesta lýðræðissinna þótti kommúnistum furðuefni, sem eðlilegt var, þar sem þeir eiga ekki til skilning á gildi frjálsrar hugsunar fyrir þroska mannsins. Og enn i dag mun það óleyst gáta þar eystra, hvernig á því stóð, að svo margir vildu held- ur þola örkuml og jafnvel dauða en gangast undir andlega þræl- dómsfjötra. ÓGÆFA KOMMUNISTA sjálfra er, að þeir hafa fengið þau mis- smíði á sálina að skynja ekki, að andlegt frelsi er frumskilyrði fyrir lifshamingju mannsins. Þeir halda að frelsið sé falt fyrir lifstíðar- ávísun á málsverð og rúm fanga- klefans. í fangabúðum sínum í Kóreu hófu þeir óðara að reka slíka verzlun, bjóða mat og drykk fyrir að játa átrúnað á Stalín. í játningunni sáu þeir Íykil lífs- hamingjunnar. Andlegt víðsýni var ekki meira en það. I lýðræðis- löndunum eru þeir sífellt að bjóða upp á slík viðskipti. Þeir vilja fá verkalýðinn til að framselja and- legt frelsi og sjálfstæði fyrir lof- orð um 3 máltíðir á dag og rúm- flet í óhagganlegu kerfi ríkisbákns framtíðarinnar. En þeir sannreyna það hér, eins og trúbræður.þeirra í Kóreu, að manndómur alls fjöld- ans stendur sem veggur gegn öll- um lævíslegum tilraunum til að reisa maganum musteri, en hafna leit mannsandans að sannleikan- um. Kommúnisminn ber sjálfur dauðann í sér. Hann er stefna múgmennskunnar, báknsins og kerfisins. Óll sönn menningarvið- leitni grundvallast hins vegar á einstaklingnum og þroska hans. í þvi efni er lýðræðið ljósið, en kommúnisminn myrkrið og dauð- Heyrt og séð á förnuin vegi. F. K. skrifar blaðinu: „MORGUNKVAKIÐ í trjágiirð- unuin liljóðnaði þegar veðrið breyttist og kólnaði í lofti. Það var rétt eins og vorið væri að gægjast á gluggann hjá okkur og biðja afsökunar á bví, því að það væri nú heldur snemma á ferð- inni á svo norðlægum slóðum. — Nú er nýgræðingurinn hnípinn og bíður eftir því að mega aftur brosa mót sól og blíðum blæ. Það er ekki langt síðan að roskin og ráðsett kona vítti mig fyrir það ’að segja í einu ljóðinu mínu: „Gróð- urmoldin hlær um sumardaginn“. En það skiptir engu máli, hvað aðrir segja um það, eg segi enn og aftur: „Gróðurmoldin hlær um sumardaginn". Og víst var hún byrjuð að brosa áður en kuldinn og hretið kom. „Það er einhver kyrkingur í þessum gróðri" hugsaði eg, þegar eg einn daginn heyrði hnarreist- an strák segja við jafnöldru sína: ,,Ef presturinn ætlar eitthvað að fara að derra sig, neita eg bara að láta ferma mig, ætiar þú ekki að gera það líka?“ Eg heyrði ekki hverju telpan svai'aði, en eg var að vona að hún tæki duglega í lui’ginn á piltinum. Annars leizt mér ekki illa á hann. Það hefur líklega verið vorhret í hugar- heimi hans. Vonandi á hann eftir að lækka seglin, snáðinn sá, en æskan á úr vöndu að ráða nú á dögum, og enginn skal annan dæma. OFT ER I HOLTI HEYRANDI NÆR. Tveir menn voru rétt á undan mér. „Og þá eru þeir nú búnir að sjá fyrir því, að Finnur er farinn," sagði annar þeirra. Eg sperrti eyrun, og vona að mér fyrirgefist það." „Eg held að það hafi farið fé betra,“ sagði hinn. Sá fyrmefndi átti samúð mína. „Þeir vita hverju þeir sleppa, en ekki hvað þeir hreppa. Von- andi verður eftirmaður haris ekki lakari hver sem það verður.“ Og nú hækkaði maðurinn röddina: „Ætli það verði ekki leitun á jafn duglegum garðyrkjuráðunaut, þeir mega vara sig hinir. Það væri fróðlegt að vita, hvað það hefur verið, sem orsakaði það, að Finnur fór héðan úr þesum bæ, sem eg veit að hann vildi ekki yf- irgefa svo fljótt, eg er elcki að segja að hann hafi verið gallalaus frekar en eg og þú, en eg segi það nú og segi það alltaf, að hann vann vel, enda tók bærinn rrnkl- um stakkaskiptum þessi ár, sem hann var hér, og er þó ekki að segja að það sé honum einum að þakka. Það sjá margir eftir Finni, og þakka hans óeigingjarna starf. Það færi vel, ef allir starfsmenn rikis og bæja væru jafn duglegir og heiðarlegir sem hann. Eg hef stundum gert mér það til gamans að horfa á hann vinna, þótt eg viti „að kapp er bezt með forsjá“. Eg held að honum hafi tekizt vel að stjórna og skipuleggja. Hvað er þá hægt að heimta rneira?" „O, blessaður vertu,“ sagði hinp, „það eru margir til, sem vinna ekkert síður dyggilega og bera ekkert meira úr býtum, það var enginn að biðja Finri að fara.“ „Það má vel vera, en er það ekki sama sem að reka manninn burtu, ef hann hefur ekki getað komizt af með launin sem hann fékk, það verða þó allir að ]ifa.“ „Þetta er bara slúður, hann hefur ekkert kært sig um að vera lengur,“ sagði hinn. EG HEYRÐI EKKI MEIRA af samtalinu, því að við fórum sitt í hvora áttina. Eg fæ gott útsýni yfir Eiðsvöllinn. Grár vetrarfölv irm er að víkja fyrir nýg'æð- ingnum og blómabeðin bíða eftir duglegum og nákvæmum hönd- um. Hver skyldi hjálpa voiinu í ár til þess að gera þennan völl að unaðsreit fyrir bæjarbúa? Eg (Framhald á 7. síðu). ERLEND TÍÐINDI Kosningabarátta hafin í Bretlandi - úrslit tvísýn Hinn nýi forsætisráðherra Breta, Sir Anthöny Eden, flutti brezku þjóðinni útvarpsboðskap aðeins þremur klukkustunduni eftir að hann hafði tekið við embætti. Orðin voru fá, en fréttnæm: „Þingið, sem kjörið var 1951, er nú á fjórða ári. Það er því ekki undrunar- efni, að með nýjum forsætisráðherra fylgi almenn eftirvænting að kosningar verði boðaðar. — Ovissa heima og erlendis um hina pólitísku framtíð, er lik- leg til að draga úr áhrifum okkar á vettvangi heims- málanna, er slæm fyrir viðskiptalífið og líkleg til upplausnaráhrifa á ýmsum sviðum. Eg tel betra að ganga til móts við vandamálin nú þegar.“ Hann til- kynnti síðan, að kosningar færu fram 26. maí n. k. Samkvæmt tillögu Edens mun Elísabet drottning nú rjúfa þing 6. maí. Er kosningabaráttan þegar hafin. Foringi stjórnarandstöðunnar, Clement Attlee, var á fyrirlestraferð í Kanada, þegar honum barst vitn- eskja um ákvörðun Edens. Hann afréð þegar að halda heim. Verkamannaflokksleiðtogar hafa sakað íhalds- menn um óðagot en fullyrt, að flokkur þeirra sjálfra sé albúinn að ganga til kosninga. I dag er brezka þingið þannig skipað, að íhalds- menn hafa 322 þingsæti, jafnaðarmenn 294 og frjáls- lyndir 6. Ihaldsmenn segjast öruggir um að auka meirihluta sinn verulega, því að afkoma almennings er góð, og bæjar- og sveitarstjórnarkosningar, sem nýlega voru haldnar, virtust sýna, að flokki þeirra hafi heldur aukizt fylgi. Hins vegar er fjarri því, að úrslit þingkosninganna séu nú fyrirfram vituð. Um þau ríkir sannarlega ó- vissa. Yel má svo fara, að íhaldsmenn verði fyrir vonbrigðum. I því sambandi er minnt á, að það hefur ekki komið fyrir síðan 1832, að flokkur, sem fer með stjórnina, er kosningar fara í hönd, hafi aukið meiri- hluta sinn. Þá er og óséð, hver áhrif brotthvarf Chur- chills hefur, og hvert aðdráttarafl Eden hefur í sínu nýja embætti. Hins vegar er flokkur jafnaðarmanna illa samhentur sem stendur. Áflogin við Bevan hafa veikt aðstöðu flokksins. Athyglisvert er það, að er Bretar ganga nú til kosn- inga, á enginn fulltrúi kommúnista sæti á þingi. Svo gjörsamlega fylgislausir voru kommúnistar í siðustu þingkosningum. Ekki er líklegt, að hagur þeirra vænk- ist í kosningunum í næsta mánuði. Vöxtur i flóttamaiinastraumniim að austan Ástandið í Austur-Þýzkalandi má nokkuð marka af því, hvort vöxtur er í flóttamannastraumnum þaðan, eða hvort fjarar út. í um það bil heilt ár að undan- förnu hefur tala flóttamanna að austan verið nokkuð jöfn, eða um 6500 á mánuði. En í sl. mánuði hækkaði þessi tala skyndilega í 8500. Yfirvöldin í Vestur-Ber- lín búast við, að tala flóttamanna nái 10.000 í þessum mánuði. ^ Flóttamennirnir að austan hafa sögu að segja. Kreppa í landbúnaðinum herjar á Austur-Þjóðverja. Mikill skortur er á mörgum matvörum, svo sem kjöti kornvöru, feitmeti, sykri o. s. frv., og hafa menn ekki getað fengið þessar vörur út á skömmtunarseðla sína. En á hinum lögverndaða „frjálsa" markaði, sem alls staðar tíðkast í kommúnistaríkjum, og er í rauninni ekkert nema svartimarkaður, er verð á þessum vör- um, séu þær fáanlegar, sexfalt, miðað við verðið á skömmtunarvörunum. Þá ýtir það mjög undir flótta- mannastrauminn, að nýjustu aðgerðir austurþýzku stjórnarinnar til að torvelda flutninga til Berlínar (margföldun vegatolls), eru taldar upphaf umfangs- meiri aðgerða. Þá hafa yfirvöldin í Austur-Þýzka- landi nýlega handtekið 521 mann og varpað í fang- elsi fyrir „njósnir fyrir auðvaldsríkin“. Ottast menn, að það sé upphaf að nýrri ógnaröld. (Fi’amhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.