Dagur - 04.05.1955, Page 5
MiÖvikudaginn 4. maí 1955
D AGUR
5
eS skagfirzkum bændum í
og bænda-
um sko
Á þessn vori eru liðin 20 ár síðan
Kristján Karlsson tók við skólastjórn
Sunnudaginn 17. apríl sl. komu
um 4Ö bændur úr tveimur hrepp-
um sýslunnar (Rípur- og Fellshr.)
„heim að Hólum“ í boði skólans.
Þeir komu í stórum langferðabil-
um en ekki þeysandi á gæðingum
eins og i gamta daga.
Gestunum var fyrst boðið til kaffi-
drykkju í íbúðarhúsi skólastjóra,
Kristjáns Karlssonar, er bauð þá
velkomna og skýrði frá tilgangin-
um með þessum heimboðum. Taldi
skólastjórinn það geta haft veru-
lega þýðingu fyrir bændur, að
fylgjast með starfsemi bsendaskól-
anna og búrekstri þeirra, og engu
þýðingarmeira væri það fyrir skól-
ana, að bændur fengju sem gleggst
kynni af starfseminni og sæju með
eigin augum, hvað væri eftir-
breytnisvert og hverju ábótavant.
Skýrði hann svo fyrirhugaða til-
högun yfirlitsferðar um staðinn.
— Hvað er svo markverðast að
segja um það, sem þeir fengu að
sjá og heyra?
Við skulum reyna að fylgjast
með þeim. Það er byrjað með því
að sýna þeim inn í nýtt smíðahús,
sem er viðbygging við leikfimishús
skólans. Húsið er ekki innréttað
enn, nema að litlu leyti. I kjallara
eiga að vera búningsklefar og bað-
klefar fyrir nemendur í sambandi
við leikfimissalinn, sem einnig er
verið að endurbæta. Uppi á lofti
er rúmgóð og vistleg smíðastofa.
Þar fer fram kennsla í búsmíðum
og bókbandi að vetrinum. Þarna
fengu bændurnir að sjá vandaða
smiðisgripi eftir nemendur, svo
sem hefilbekki, skrifborð, skápa,
stóla o. fl. Miðað við gangverð á
slikum smiðisgripum, fá nemendur
á þriðja þúsund kr. fyrir þá vinnu,
sem þeii hafa lagt í smíðarnar (fá
sumir meira, aðrir minna, eftir af-
köstum).
Bændurnir lita einnig inn í leik-
fimissalinn. Þar eru nemendur að
æfa knattleik. Þeir þurfa að taka
sér hvild frá lestrinum og skerpa
athyglisgáfuna, því nú standa próf-
in yfir.
í FJÁRHÚSUNUM
Frá leikfimishúsinu er farið suð-
ur að fjáihúsum. Þar eru um 530
fjár. Húsin eru þurr og björt og
augljós vellíðan fjárins. Nýrra hús-
ið var byggt fyrir 10 árum. Það
tekur 200 fjár, og hefur reynslan
sýnt ótvírætt, að sú húsagerð er
ókjósanleg á þessum stað. Húsið er
10 m langt og 20 m breitt. í því
e ru 8 krær og 4 garðar. Breidd
krónna er rúml. 2 m. Allir veggir
eru steyptii, einnig garðar og milli-
gerðir. Dyr eru í allar krærnar
nægilega breiðar fyrir kerru. Þeim
er lokað með fleka annars vegar,
en hins vegar með tveimur hurð-
um, og er hægt að hafa efri hurð-
ina opna, þegar þess gerist þörf.
Steinsteypt hlaða er við húsið,
jafnlöng breidd þess. Veggur er á
milli húss og hlöðu, með opnum
dyrum í hvern garða. Súgþurrkun-
arkerfi er í hlöðunni. Þak er úr
bárujárni. Fjárhúsið er með tveim-
ur risum, og eru mænarnir opnir
að endilöngu. Vegghæð er 2.3 m
og rishæð 1.9 m. Ekkert einangr-
unarefni er innan á þaki eða veggj-
um. Þakið hélar aldrei og snjóar
ekki inn um mæni. Húsið er ævin-
lega loftgott, en hitamismunur úti
og inni sjaldan mikill.
Árni Pétursson, sem kennir bú-
fjárfræði o. fl. við skólann, skýrði
bændum frá tilraun með áhrif hor-
mónalyfja á frjósemi ánna. Var
byrjað á þessari tilraun á Hólum
i vetur, og er hún í fimm liðum..
Ánum er skipt í fimm flokka, og
eru 20 í hverjum flokki. Einn
flokkurinn fær engin lyf, en hinir
misstóra skammta. Svipuð tilraun
var gerð á fjárræktarbúinu á Hesti
i Borgarfirði síðastl. ár, og sýndi
hún verulegan árangur hormón-
lyfja á frjósemi ánna. Það mun í
felstum tilfellum vera hagkvæmast
fyrir bæhdur að hafa ærnar tví
lembdar, því að'með því fást meiri
afurðir áð meðaltali eftir hverja
vetrarfóðraða kind.
í VERKFÆRACEYMSLU
OC FJÓSI
getur því notað sér fræðslumyndir
til aðstoðar við kennslu í sumum
greinum.
TUTTUGU ÁRA
SKÓLAST JÓRN
Að siðustu var kaffidrykkja áð-
ur en gestirnir lögðu af stað heim-
leiðis. Nokkrir af bændunum fluttu
þá ávörp. Þökkuðu þá fræðslu, er
þeir höfðu fengið og rómuðu alúö
og risnu þeirra skólastjórahjóna.
Tuttugu ár eru í vor, frá því að
Kristján Karlsson tók við skóla-
stjórn á Hólum, og hefur hann því
lengur en nokkur annar verið
skólastjóri bændaskólans þar. Það
kom í ljós, að sumir af þessum
bændum höfðu aldrei fyrr komið
heim að Hólum. Bændur úr Seylu-
hreppi voru gestir skólans laugar
daginn fyrir páska, og hafa slik
heimboð sem þessi verið stöku
sinnum áður ó vegum skólans.
Frá fjárhúsúnum var gengið til
verkfærageymslu, sem er þar rétt
hjá. Er gólfflötur hennar 320 ferm.
Eru stórar dyr til beggja enda og
hægt að áka-stórum dráttarvélum
þar út og.inn. Skólabúið hefur orð-
ið mjög fullkominn vélakost bæði
til jarðyrkju og heyoflunar.
Næst sk'oðuðu bændurnir fjósið.
Það tekur um 70 nautgripi og er
fullskipað, Við það er þurrkhlaða
með súgþurrkunarkerfi og enn-
fremur tveir votheysturnar. Töflur
voru við hvern bás mjólkurkúnna,
sem sýndú nythséð þeirra og fitu-
magn mjólkurinnar. Þær nythæstu
voru með um og yfir 30 kg mjólkur
yfir daginn. Mjólkin er flutt til
mjólkursamlagsins á Sauðárkróki.
Bændum leizt mjög vel á votheyið
úr turnunum. Litur þess og lykt
sýndi, að verkunin hefur tekizt
mjög vel. Telur skólastjórinn, að
votheysverkun hafi alltaf tekizt vel
á Hólum, síðan turnarnir voru
byggðir. Hann telur miklar líkur
til, að höfúðástæðan sé sú, að hey-
ið er saxað i turnana. Gæti það
verið athugandi fyrir þá, sem hafa
lágar votheysgryfjur, að hafa sax-
blásara sem félagseign.
MIKILL FJÖLDl HROSSA
Á SKÓLA.BÚINU
Hesthús. er skammt frá fjósinu.
Voru þar kynbó-tahestar og hestar,
sem eru í tamuingu. Alls munu nú
vera um 50-—60 hross á skóla-
búinu.
Þegar lokið var að skoða búféð
og byggingarnar, var gengið til
skólahússins og í kennslustofu. Þar
fluttu kennarar skólans erindi. —
Árni Pétúrsson talaði um kynbæt-
ur sauðfjárins, én Vigfús Helgason
am framleiðslu'aukningu á land-
búnaðarvörum og markaðsmögu-
leika. Með þessum erindum fylgj-
ast bændur nú almennt af miklum
áhuga.
Að erindum þessum loknum var
snæddur kvöldverður og svo aftur
farið til kennslustofu. — Þá sýndi
skólastjóri ýmsar landbúnaðarkvik
myndir og skuggamyndir og skýrði
þær. Skólinn hefur eignazt bæði
kvikmynda- og skuggamyndavél og
Svissneskt hlutverk er nú ætlað
Austurríkismönnum en taflið
um Þýskaland heldur áfram
Frá Náttúrulækninga-
félagi Akureyrar
Vegna fyrirspurna um gæða
mun á nýmöluðu heilhveiti og
gamalmöluðu heilhveiti og hvítu
'hveiti vill stjórn N. L. F. A. birta
eftirfarandi:
Hveitikorn er hægt að geyma
árum saman, án þess það skemm
ist, ef skilyrði eru góð. Korn er
all-auðugt af ýmsum steinefn-
um, svo sem kali, natrium. kalki,
magnisium, járni, fosfór, brenni
steini, kísil og klóri. Kornið er
fremur snautt af a og c fjörefn-
um, en auðugt af b fjörefnum.
Þá er í því e fjörefni og kannske
fleiri. Steinefnin og þó sérstak
lega fjörefnin fylgja meir kími
og hýði, en kjarna, og leiðir því
af sjálfu sér að hýðissvifting
mjölsins nemur á brott mest öll
fjörefnin, og meiri hluta stein-
efnanna. og rýrir þar með veru-
lega gildi mjölsins til manneldis.
— En hver er munur nýmalaðs
og gamalmalaðs mjöls? í korni
eru svokallaðir efnakljúfar, sem
taka til starfa strax og kornið er
malað, og eyðir sú starfsemi all-
verulega gildi mjölsihs. Auk þess
er fita í korni, sem þránar, þegar
mjölið er geymt. Vitað ei að
kornmylnur erlendis, blanda
bleikingarefnum í mjölið, bæði
til að gjöra það hvítara og hindra
starfsemi efnakljúfanna, og varna
því að fitan þráni. En efni þessi
eru miður holl til neyzlu að því
er margir læknar og næringar-
efnafræðingar telja. Af þessu
liggur Ijóst fyrir, að heppilegast
væri fyrir oss íslendinga, að
flytja kornið inn ómalað. Stað-
setja svo smá-myllur víðs vegar
um landið svo að allir ættu þess
kost að kaupa ávalt nýmalað
mjöl. Þá er þess einnig að geta,
að korn er mjög misjafnt að gæð-
um. Getur eggjahvítumagnið
verið frá 6—14%. Fer bað eftir
tegundum og þroska. Þá er held-
ur ekki ósennilegt að verðmæt
næringarefni svo sem steinefni
og fjörefni kunni að vera mis-
munandi að magni eftir tegund
og þroska kornsins. Náttúru-
lækningafélagið leggur höfuð
áherzlu á, að kaupa aðeins til
landsins beztu tegundir korns,
þær eru að vísu dálítið dýrari í
krónutali, en verða þó þegar allt
kemur til alls ódýrari fyrir neyt-
andann, þegar miðað er við
gæði.
Um þessar mundir fara fram
viðræður í Vínarborg um friðar-
samninga við Austurríki, en þau
mál fengu skyndilega nýjar. svip
eftir staðfestingu Parísarsamn-
inganna. Ráðstjórnin breytti um
stefnu, eftir 10 ára þjark, og féllst
á að hefja friðarsamninga við
Austurríki, kallaði forráðamenn
landsins til Moskvu, tók höfðing-
lega á móti þeim, og var hin ljúf-
asta í öllum samningum. Austur-
ríki á að fá fullt sjálfstæði eftir
10 ára hernám. Það skal vera
hlutlaust í átökum stórveldanna,
feta í spor Svisslendinga. Þegar
er komið á daginn, hvað á bak
við býr. Næsta varnarlína Rússa
í Þýzkalandsmálunum er hlut-
leysið. Eftir fullgildingu Parísar-
samninganna á að benda á Aust-
urríki sem fyrirmynd þess, sem
Rússar geti sætt sig við um mál-
efni Þýzkalands. Þannig á smá-
ríki aftur að verða peð í tafli
stórveldanna.
Austurríkismenn sjálfir gera
sér nokkrar vonir um að geta lát-
ið hlutleysið gæta sín, en þó er
ljóst, að aðstaða þeirra er allt
önnur en Svisslendinga. Austur
ríki var eitt sinn stórveldi og
gnæfði hátt yfir Svissland; 37 ár-
um eftir hrun keisaraveldisins er
taflinu snúið við. Annars er fróð
legt að minnast þess nú, að á Vín
arkongressinum var það Alex-
ander zar I., sem einkum beitti
sér fyrir því, að hlutleysi Sviss
lands væri viðurkennt. — í fram
haldi hinnar nýju stefnu gagn-
vart Austurríki, er að sjálfsögðu
komin ný stefna gagnvart Sviss.
í „Pravda“ í Moskvu var allt í
einu skrifað vinsamlega um
Svissland, og minnt á, að þar þró-
þróast efnalega sjálfstætt og frið-
sælt þjóðfélag í skjóli hlutleysis.
En Ijóst er þegar í upphafi, að
hlutleysi Austurríkismanna er
brothættara egg en hlutleysi ná-
granna þeirra í Sviss, sem aldrei
hafa treyst yfirlýsingum og lof-
orðum annarra til að gæta þess,
heldur hafa annazt það sjálfir
með harðsnúnum her og miklum
herbúnaði.
Ráðgert er nú, að Austurríkis-
menn hafi 53000 manna lið undir
vopnum og vísi að flugher, og
með þessum liðskosti eiga þeir
**pí^*«*^*'5-<í>->-*píbW-**<SM-*'í-5
að vernda hlutleysi lands síns og
þeirra 7 milljóna manna, er það
byggja. En Svisslendingar hafa
700.000 manna her til þess að
vernda sitt land og þær 4.7 millj.
manna, er það byggja. Her þeirra
er ævinlega viðbúinn, og hann
hefur verndað hlutleysi Sviss á
liðnum áratugum, en það er eng-
an veginn létt verk í heimi nú-
tímans eins og örlög Belgíu-
manna og fleiri þjóða sýndu í
síðustu Evrópustyrjöldum.
Austurríkismenn eiga þess
tæplega kost, að verða gæzlu-
menn peninga og viðskipta í
stórum stíl eins og nágrannar
þeirra í Sviss. Það er orðin út-
breidd skoðun, að í Svisslandi
sé öryggi, hvað sem á gengur í
veröldinni, og þangað hefur því
fjármagn leitað í stórum stíl.
Svisslendingar eru orðnir lánar-
drottnar margra þjóða. Þeir hafa
haft úr miklu að spila.
Austurríki mun ekki takast að
koma slíku orði á. Vínarborg
stendur á flatlendi, aðeins 50 km.
frá járntjaldinu. Gjaldmiðill
Austurríkismanna er háður eftir-
liti, en er ekki frjáls eins og
svissneski frankinn.' Austurríki
hefur dregizt aftur úr í iðnaði og
uppbyggingu. Svisslendingar
hafa líka búið við frið um langan
aldur, en saga Austurríkis er
harmasaga. Tvær heimsstyrjald-
ir, fjárhagslegt hrun, valdarán
nazista, og síðan langvinnt her-
nám, allt hefur þetta þjakað
Austurríkismenn. Mikill hluti
landsins er enn í stálgreipum
Rússa. Austurríkismenn eiga
fyrir höndum mikið endurreisn-
arstarf.
Að einu leyti standa Austur-
ríkismenn betur að vígi en Sviss-
lendingar. Land þeirra er auð-
ugra frá náttúrunnar hendi. Þeir
eiga til dæmis ágætar og auðugar
olíulindir, þeir eiga meira skóga
og þeir eiga málma í jörðu. Þeir
hafa og góða aðstöðu til þess að
verða miðstöð og skiptistöð við-
skipta Vesturlanda og járntjalds-
landa. Með lokum hernámsins,
munu Austurríkismenn leggja sig
fram um að gerast miðstöð aust-
ur-vestur verzlunar, og gera sér
allmiklar vonir um árangur.
Loks keppa Austurríkismenn
við Svisslendinga um ferðamenn.
Náttúrufegurð lands þeirra er
mikil, og jafnast á við Sviss. Þeir
eiga fagra Alpadali og fjallavötn
og umfram Sviss hafa þeir svo
Vínarborg, hina glaðværu og
fögru borg, sem enn lifir á fornri
frægð og verður vafalaust aftur
eftirsóttur ferðamannabær.
Skin og skuggar eru á framtíð-
arhimni Austurríkismanna. Enda
lok hernámsins verða fagnaðar-
efni, en óvissa sambúðarmála
austurs og vesturs hvílir áfram
yfir landinu. Hlutleysið verður
brothætt gler ef önnur hvor
stórveldablokkin telur sér hag í
að brjóta það. Sem stendur telja
bæði austur- og vesturblokkin
bezt að landið sé hlutlaust, fen
forsendur þess eru ólíkar í ausíri
og vestri. Taflið um Þýzkaland
heldur áfram.