Dagur


Dagur - 04.05.1955, Qupperneq 7

Dagur - 04.05.1955, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 4. maí 1955 DAGUR 7 - Nýju ræktunarlögin (Framhald af 1. síðu). eins og er í ýmsum kaupstöðum og sjávarþorpum. Garðávaxtageymslur. Framlag á garðávaxtageymsl- ur, sem bætt var í lögin 1952, er haldið óbreytt á steyptar, varan- legar geymslur, en fellt niður á geymslum byggðum úr torfi, enda hefur mjög lítið verið gert af þeim og skiptir því litlu fyrir heildina. Súgþurrkunarkerfi. , Lagt er til, að ríkið greiði fram- lag á súgþurrkunarkerfi í þurr- heyshlöður og sé það 5 kr. á hvern fermetra í gólffleti hlöðunnar. Þetta atriði er nýtt. Öllum ber saman um nauðsyn þess, að sem flestir komi súgþurrkun í hlöður sínar. Þeir, sem það hafa gert geta ekki nógsamlega lofað þá hey- verkunaraðferð. Til þess þarf mótor og blásara og svo timbur- útbúnað (grindur, stokka) í hlöðu gólfið, þar sem loftinu, sem ætl- að er að fara jafnt upp í gegnum allt heystæði hlöðunnar, er blásið inn í (stokkana). eða undir (grind urnar). Framlag ríkissjóðs er miðað við það, að það sé sem næst hálfvirði timbursins, er þarf í gólfið, miðað við núverandi timb- urverð; og verður þá bóndinn að framkvæma verkið, greiða hinn helming timbursins, kosta blásara mótorinn og 'annað, sem til súg- þurrkunar þarf. Þetta framlag !er því fremur örvun til manna en fjárstuðningur, þar sem um 2-3 þús5 kr. getur verið að ræða í hlöðu, sem kostar með mótor og blásara um 150 þús. kr. eða meira. .. ......... Lagt er til, að á allt framlag ríkissjóðs til jarðræktarfram- kvæmda og húsbóta eftir lögun- um verði greitt 15% álag. 5% til sameiginlegra þarfa. Nú er ákveðið, að af öllu fram- iagi ríkissjóðs renni 5% til sam- eiginlegra þarfa búnaðarfélagsins í þeim hreppi, sem jarðabótin er unnin í. Þetta helzt óbreytt að öðru leyti en því, að það er lækkað í 3% af framlaginu til vélgröfnu skurðanna. Bráðabirgðaákvæði. Tvö miklisverð ákvæði eru sett til bráðabirgða. Þau eru, a. Að framlag ríkissjóðs til handgraf- inna skurða hækki úr 1 kr. á rúmmetra í 3 kr. á þeim stöðum, þar sem ekki er talið gerlegt, að dómi Búnaðarfélags íslands, að koma við skurðgröfu vegna flutn ingaerfiðleika eða af öðrum á- stæðum. Með þessu framlagi eiga duglegir menn að geta haft verka mannakaup með því að gera skurði á jörð sinni og undirbúa þannig ræktun hennar og ættu því ekki að þurfa haust og vor að fara í atvinnuleit að heiman. Þar sem tún eru minni en 10 ha, en það er nú á nálægt 4 þús. jörð- um, er gert ráð fyrir, að grunn- framiag ríkisins hækki úr 300 kr. í 350 kr. á þ'a, þár til túnið'éf orð- ið 10 ha að stærð. - Dagskrármál landbúnaðarins (Framhald af 2. síðu). minn gæti orðið skuldum hlaðinn og brostið því getu til að gieiða þau opinberu gjöld, sem eg greiði árlega — og eru engar smá upphæðir. Hann gæti líka, af fjárhagslegum ástæðum, stöðvast um of við nauðsynlegar og að- kallandi framkvæmdir og um- bætur. Ef eg nú hefði selt, en snúið við blaðinu, hætt við að leggja andvirðið inn á sparisjóð, en lánað það til áframhaldandi búreksturs, þá var það skattskylt. Slíkt er að beina fénu frá, úr því hitt er til. Nei, þetta er ekki eins og það á að vera. Burt með lögin um skattfrelsi sparifjár í þeirri mynd, sem þau eru nú, af því að þau eru óréttlát og íþyngja landbúnaðin- um. Burt með of hátt mat á búfé bænda, af því að það íþyngir land búnaðinum. (Mat á sauðfé er hæfilegt eins og það var. Ærin með lambi gerir á þeim eina markaði, sem til er, um 500 kr., og má bæta þar við tvílembingum. Lömbin eru sett á til að viðhalda stofninum. Matið var því mjög nærri lagi: Ærin 300 kr., geml. 200 kr.). ,Eg segi enn: Það verður að beina fjármagninu inn í landbúnaðinn. Það er öllum fyrir beztu og mun sízt skaða önnur nauðsynleg störf í landinu. 14. apríl 1955. Jón H. Þorbergsson. Telpi . FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). liggur eins og hrftViði tim ]£indiðí innan givðingar, , ýmist spýtna brak og aðrar leifar frá bygg ingu sundhallarinnar, sem ekki hefur verið hirt um að þrífa af tjarnarlóðinni, eða bréfpokar og annað, sem börn eða miður um- gengnisgott fólk, hefur fleygt inn fyrir girðingu. Mév var sagt frá því, að ein af nefndum bæjarins hafi lagt til, að hengja umönn unarskylduna við tjörnina ; leigjendur húss þess, sem brerinn á þar í grennd. Er því lítið um það hugsað, hver er hæfur til þess að sinna því starfi. Víst mun það satt vera, að allt síðan Finn- ur hvarf úr þjónustu bæjarins hafi slóðaskapur og hirðr.leysi einkennt umgengnina við anda- tjörnina. Að lokunr Skyldi fram- kvæmdastjóri bæjarins nokkru sinni á ævinni hafa komið upp í fuglagil?“ Blaðið vill taka undir, að ckki megi þola að fuglatjörnin lcndi í óhirðu. En spurningu bréfritar ans um ferðalög bæjarstjóra get- ur blaðið því miður ekki svarað. Stúlku eða ungling vantar mig til heimilisstarfa maí og júnímánuð. Marteinn Friðriksson Sími 21S0 Kvenmannsarmbandsúr í stálkassa með stálarm bandi tapaðist við sund- laugina 27 f. m. — Finn andi skili því vinsamleg ast á afgr. Dags. Fundar laun. 8—10 ára óskast á sveita- heimili í sumar. A. v. á. Stúlka óskast nú þegar í eldhús Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. — Upplýsingar í sima 1294 Trésmíðavélar til sölu, einnig borstofuborð og 4 stólar úr eik, hjá Kristjáni Sigurðssyni Brekkugölu 5. Vörubíll til sölu Chevrolet, smíðaár 1941 í góðu lagi til sölu. Ný dekk geta fylgt. Uppl. gefur Sveinbjörn Halldórsson mjólkurbilstjóri Til sölu eða leigu 2 sexmanna fólks- bílar. Góðir skilmálar. — Einnig hefi ég til leigu yiýj- an fólksbíí í lengri og skemmri ferðir. Guðmundur Jóiiasson ,GránuS.élagsg. 15 Simi 1301 Til sölu 6 manna Plymouth model 1942 í góðu lagi. Afgr. vísar á. KSf&irc ií'ci B * IlfcttitciiCCf I. O. orp. 2 — 13756814 — I. — Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 4, 17, 240, 241 og 58. K. R. Guðsþjónustur í Grundar- þingspresíakalli. Hólum, sunnudaginn 15. maí kl. 1 e. h. (almennur bænadagur) Möðruvöllum, sama dag kl. 3 e.h. Fermingarbörn beðin að mæta í Barnaskóíanum að Syðra-Lauga- landi mánudaginn 16. maí kl. 1 e. h. Hafi með sér sálmabók, Biblíusögur og bólusetningar- vottorð. Áttatíu og fimm ára verður n. k. föstudag Erlendur Erlendsson frá Jarðlangsstöðum í Mýrar- sýslu, nú á elliheimilinu í Skjald- arvík. Erlendur stundaði lengi skósmíðar í Seyðisfirði og Vopna- firði, en hefur dvalið hér síðustu árin. Hann er vel ern. Skrifstofa Áfengisvarnamefnd- ar Akureyrar er opin í Skjald- borg á mánudögum, miðvikudög- um, fimmtudögum og föstudög- um kl. 6-7 síðdegis. Kvennasamband Akurevrar (Eining, Hlíf og Framtíðin) held- ur fund í Verzlunarmannafélags- húsinu, Gránufélagsgötu 9, fimmtudaginn 5. maí kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Kosning fulltrúa á fund S. N. K. og Landsþing K. í. Onnur mál. — Stjórnin. Fíladelfía Lundargötu 12, Op- inberar samkomur verða á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag- kl. 8.3Q e._ h. alla dagana. — Guðmundur Markús- son frá Reykjavík, talar á þess- .um samkomum. — Allir vel- 'komnir. Ársrit Ræktunarfélags Norð- urlands, sem Ræktunarfélagið og Skógræktai-félag Eyfirðinga, gefa út í félagi, er nýkomið út. Er það l. hefti yfirstandandi árg., sem er sá 52. í röðinni. Heftið flytur þrjár greinar eftir ritstjórann, Olaf Jónsson. Fyrst er ávarp til lesenda, þá greinin „Látið móðan mása“, erindi flutt í Bændaklúbb Eyfirðinga í marz s.l., og loks greinin „í skólum“, en þar segir Ólafur frá ferð sinni í ýmsa fiam- haldsskóla á s 1. vetri og frá úr- lausn nemenda á verkefnum, sem hann fékk þeim í hendur. En sú grein er hin fróðlegasta. Þá ritar Steindór Steindórsson greinina „Eigum vér að fjölga plöntuteg- undunum í landinu?" Loks eru ritfregnir. Heftið er 48 bls. Gullbrúðkaup. Sigríður Kol- beinsdóttir og Þorlákur Mar- teinsson, frá Veigastöðum, nú til heimilis á Laufásvegi 52 Rvik, áttu 50 ára hjúskaparafmæli 1. maí síðastliðinn. Munið bifreiðaskoðunina. Sam- kvæmt áður augl. hófst skoðun bifreiða 4 lögsagnarumdæmi Eyjafjarðar í gær. í dag eiga að mæta til skoðunar: A 50—100, á morgun 101—150, á föstudaginn 151—200. Skoðun fer ekki fram á laugardag. Torgsala á plönfum frá garðyrkjunni Fífilgerði, verður við afgreiðslu Morg- unblaðsins föstudaginn 6 maí og hefst kl. 8 f. h. Seld verða aðallega barrtré, blágreni, sitkagerni, rauð- greni og lerki, 40—80 sm. á hæð. Einnig nokkrar rósir og fl. Slysavamafélagskonur, Akur- eyri: Ef einhverjar ykkar hafa hugsað sér að gefa föt eða borð- áhöld til skipbrotsmannaskýlis- ins í Fjörðum, væri þaS með þökkum þegið og æskilegt að koma því' sem fyrst. til eftirtal- inna kvenna: Guðfinnu Hall- grímsdóttur, NorSurg. 53, Sigur- laugar Skaptadóttur, Hlíðar- götu 1, Önnu Sveinsdóttur, Möðruvallastræti 8, og Jónu Friðbjarnardóttur, Aðalstræti 34. Frá Golfklúbbnum Allir kylf- ingar eru beðnir að mæta til vinnu á vellinum í kvöld kl. 8 ef veður leyfir. Þeir, sem tök hafa á að koma með skóflur, eru beðn- ir að gera það. Frá Golfklúbbnum: Sunnudag- inn 1. maí var 18-holu forgjafar- keppni háð á golfvellinum. Leikn ar voru 3 umferðir af litla hringnum með fullri forgjöf. Urslit urðu þessi: 1. Gestur Magnússon, 69 högg nettó, 2. Gunnar Konráðsson, 75 högg nettó, 3. Sigurbjörn Bjarnason, 75 högg nettó, og 4. Jón Guð- mundsson, 77 högg nettó. Bólusetning. Héraðslæknirinn Jóhann Þorkelsson hefur tjáð blaðinu, að ekki muni bólusetn- ing gegn mænuveiki hefjast fyrr en um miðjan þennan mánuð, vegna áframhaldandi athugana á bóluefninu erlendis. Áheit á Æskulýðsfélagið kr. 100.00 frá félaga. Kærar þakkir. P. S. Hjónaefni. Hinn 26. f. m. opin- beruðu trúlofun sína í Stokk- hólmi, ungfrú Guðrún Björns- dóttir, verzlm. Þóvðarsonar, Ak., og Árni Gunnarsson háskóla- nemi, prests Árnasonar, Rvík. Herbergi til leisru í Brekkugötu 1 B. Vélritun Get tekið til vélritunar alls- konar Iiandrit. Ingólfur Þormóðsson Simi 2197 Vauxhall 12 Smíðaár 1947 til sölu. Mjög vel með farinn. A. v. á. SAPA HINNA VANDIATU

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.