Dagur - 07.05.1955, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Laugardaginn 7. maí 195S
h
i
n
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166.
Árgangur kostar kr. 60.00.
Blaðið kemur út á hverium miðvikudegi.
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS 15JÖRNSSONAR H.F.
að bíða afgreiðslu’. Enn hafa
endalok verkfallsins ekki haft
nein veruleg áhrif á lífið við hafn
irnar umhverfis land. Skipin með
umhleðsluvörurnar eru enn ekki
komin á vettvang. Verkfall er að
vísu óeðlilegt ástand. En í 'þess-
um málum leiddi það sterklega í
ljós hið annarlega ástand, sem
orðið er hér á landi í innflutn-
ings- og siglingamálum. Tengsli
landsbyggðarinnar við erlendar
verzlunarhafnir hafa verið rofin.
Höfuðstaðurinn hefúr komið upp
í milli hennar og þeirra og tekur
sinn skatt af hverjum kassa, sem
til landsins flytzt. Það er fróðlegt
að minnast þess, að það eru sömu
mennirnir, sem greiða atkvæði á
Alþingi með forréttindum Eim-
skipafélagsins, og leggja þar með
blessun yfir þessa þróun, og
haida innfjáígar ræður um nauð-
syn þess að viðhalda jafnvægi í
byggð landsins. Og gott ef ekki er
auk heldur starfandi þingnefnd
til þess að leita að því blessaða
jafnvægi!
Skattfrelsi Eimskipafélagsins
í UMRÆÐUNUM um skattfrelsi Eimskipafélags
úslands, sem fram fóru á Alþingi riú fyrir skömmu,
oenti uppbótarþingmaðurinn frá Vestmannaeyjum
i þá staðreynd, að nú er af sem áður var um þjón-
rstu félagsins við fólkið úti á landi. Nefndi hann
læmi um viðhorf núverandi eigenda og forráða-
nanna Eimskipafélagsins: Skipin sigla skammt frá
■ andi í Vestmannaeyjum, hlaðin varningi til lands-
ns. Vestmannaeyingar eiga að jafnaði sinn skerf
toessa flutnings, en í stað þess að koma við í þess-
iri mestu verstöð landsins er skipunum siglt beint
ii Reykjavikur, og vörurnar látnar þar á land og
‘ birgðaskemmur þar. Síðan eru þær fluttar með
ælbátum til Vestmannaeyja. Þetta fyrirkomulag
/eldur töfum, og hefur óhjákvæmilega kostnað í
ör með sér. En að sjálfsögðu hefur Reykjavíkur-
iiöfn tekjur af því.
RAUN RÉTTRI er sömu sögu að segja alls
í.taðar af landinu. Eimskipafélagið kappkostar að
<era Reykjavík að einu innflutningshöfn lands-
ns. Sú stefna leiðir til samdráttar í atvinnulífi úti
i landi, en ýtir undir ofþennsluna í Reykjavík.
ÍVfeð þessu háttalagi er félagið komið óraleið frá
ipphaflegu takmarki sínu. Landsmenn horfa nú
jpp á ágengan ungling í stað óskabarnsins, sem
úeir gerðu gælur við á fyrri árum.
SVO FÓR Á ALÞINGI í þetta sinn, að sam-
pykkt var að framlengja enn um eitt ár skattfrelsi
élagsins. Er þetta skattfrelsi líka eitt helzta
íhugamál Sjálfstæðisflokksins, og er flokknum
■ amt að tryggja það sem eitt sitt fyrsta mál í öllum
.újórnarsamningum. í raun og veru skortir samt
.skýringu á nauðsyn þessarar undanþágu. Hún
grundvallast ekki lengur á þjónustu við lands-
: ólkið allt. Hún verður heldur ekki skýrð með fá-
óækt félagsins. Hún á sér enga hliðstæðu í þjóð-
: élaginu í dag. Þótt látið hafi verið undan Sjálf-
ntæðisflokknum í þessu máli enn einu sinni, af til-
: iti til annarra mála, er Ijóst að það er ekki rétt-
. ætanlegt að viðhalda skattfrelsinu lengur. M for-
: -áðamenn Eimskipafélagsins krefjast að njóta sér-
stakrar tillitssemi af hálfu ríkisheildarinnar, er
íikýlda ríkisstjórnarinnar að tefla þar í móti rétt-
/átum kröfum um þjónustu við landsfólkið. Ef
■ élagið vill taka upp þráðinn frá því fyrir stríð, er
>að hélt uppi áætlunarsiglingum, sem eitthvað var
uð treysta, og veitti landsmönnum tækifæri til
úess að fá vörur án. þess að greiða umhleðslu-
rcostnað í Reykjavík, hefur það mál að flytja við
nkisvaldið. En frumvarp það, sem Alþingi sam-
' >vkkti á dögunum, er ranglátt, og byggt á röngum
: orsendum. í það skortir rökstuðninginn. Auk þess
>er framlenging skattfrelsisins jafnan svip póli-
ískra hrossakaupa,.sem ekki er til sæmdar fyrir
þing né þjóð. Alþingi getur ekki fetað þessa slóð
ængur. Allra sízt geta þingmenn landsbyggðar-
: nnar snoppungað sjálfa sig og kjósendur sína
.■ engur með handauppréttingu í svona máli.
\ SAMA TíMA og Alþingi var að afgi’eiða þessa
nndanþágu, var líf og fjör við höfnina í Reykja-
/ík. í verkfallinu hafði flutningaflotinn stöðvast
par. Þótt nótt væri lögð við dag tókst ekki að forða
•pví, að skip sem komu að landi síðustu daga, yrðu
„Vakað yfir vellinum“.
FYRRUM VAR það verk ungl-
inga í sveitum landsins að verja
tún og engi fyrir ágangi búfjár.
Þá var „vakað yfir vellinum" og
í misjöfnu veðri var vornóttin
lengi að líða. En stundum naut
unglingurinn, sem vakti, sólar-
lagsins og annarrar dýrðar nátt-
úrunnar, sem vornóttin ein hefur
yfir að ráða og þá aumkaði ungur
vökumaður fólkið, sem sefur
þungum svefni inni í baðstofu.
Seinna komu girðingarnar og
leystu vökumennina af hólmi að
nokkru. Sjaldan eru þó girðingar
einhlítar, og er þá heimarakkan-
um búið verkefni.
í fyrradag gaf að líta allt aðra
aðferð til varnar ágangi búfjár-
ins, hérna rétt innan við bæinn,
og gafst vegfarendum kostur á að
sjá hana. Flugvél var á sveimi
yfir flugvellinum nýja og bjóst til
að lenda. En allstör hrossahópur
brá sér fram á flugvöllinn í æv-
intýraleit. Var nú úr vöndu að
ráða. En hér kom hin nýja tækni
sem oftar í góðar þarfir. Varð-
menn skutu nokkrum skotum af
rakettubyssum og skutu hinum
óboðnu gestum skelk í bringu.
Tóku hrossin þegar til fótanna og
runnu norður flugvöllinn og
vestur yfir álinn, sem var nokk-
uð djúpur. Flaut yfir á tveimur
stöðum og gripu gæðingarnir
sundtökin. í þessum hrossahóp
voru tvær folaldshryssur, og
önnur þeirra með fárra daga
gamalt folald, rauðblesótt Ekki
drógust folöldin aftur úr og var
yngra folaldið sérstaklega létt á
sundinu og vatnaði ekki nema á
miðjar síður. Allur var hópurinn
léttur í spori eftir baðið og heim-
sóknina á flugvöllinn nýja.
Gömul kynni.
ROTARY-KLÚBBNUM hér'á
Akureyri mun nýlega hafa borizt
bréf frá Rotary -klúbbnum í
bænum Lake Orion í Michigan-
fylki í Bandaríkjunum. Á 56 ára
afmæli Rotarýhreyfingarinnar
ákvað alþjóðanefnd ameríska-
klúbbsins að senda dálitla lýsingu
á bæ sínum og félagsstarfi til eins
klúbbs í hverju hinna 89 landa,
sem hafa Rotaryhreyfingu starf-
andi. Þegar kom að íslandi, var
Akureyrarklúbburinn valinn. —
Ástæðan til þess var sú, að einn
af félögum klúbbsins í Lake
Orion,lagði eindregið til aðbréfið
yrði sent hingað fremur en til
Reykjavíkur, en hann heldur því
jafnan fram að hann sé „Norð-
lendingur“ síðan hann dvaldi hér
á stríðsárunum. En maðurinn er
William H. Haight, sem nú.er
eigandi og ritstjóri blaðsins Lake
Orion Review. Hann var ofursti
í ameríska hernum, sem hér
dvaldi á stríðsárunum. Eignaðist
hann marga vini hér í bæ og hann
hefur aldrei gleymt kynnum sín-
um af landi og þjóð. Hann lærði
að lesa íslenzku og tala hana all-
vel, og enn heldur hann við þess-
ari kunnáttu sinni. Hann mun
hafa sagt félögum sínum í Rotary
klúbbnum í Lake Orion sitt hvað
frá íslandi, og víst mun hann hafa
borið okkur vel söguna. Þannig
lifa hin gömlu kynni víða út um
heim.
Annað hljóð í strokknum.
VEGNA HINNAR furðulegu
stöðvunar á póstsendingum í
verkfallinu, (sem mun einsdæmi
í menningarlöndum) eru sum er-
lend blöð, sem maður fær úr pósti
þessa dagana, ekki ný af nólinni,
þótt margt sé fróðlegt í þeim eigi
að.síður. Meðal þessara blaða er
brezka fiskveiðat.’maritið „Fish-
ing News“, sem duglegast var við
að ófrægja íslendinga í sambandi
við skipstapa Breta á Halamiðum
snemma á þessu ári. Blaðið birtir
nú á forsíðunni góða grein um
björgunarstarfíslendinga, og get-
ur þess að alls hafi 800 Bretum
verið bjargað hér við land Þá
segir blaðið og frá því á áberandi
hótt, að félag skipstjórnarmanna
og stýrimanna í Hull hafi lýst
því yfir, að það vilji engán þátt
eiga í ásökunum þeim, sem fram
hafi komið á hendur íslendingum
í sambandi við skipstapana. Af
öllu þessu er ljóst, að annað hljóð
er komið í strokkinn. „Fishing
News“ og þeir, sem á bak við það
standa ;skutu yfir markið í árás-
um sínum á fslendinga. Nú hitta
eiturörvarnar þá sjálfa fyrir.
Og ennþá veiða þeir vel.
ÞÁ ER OG dálítið undarlegt að
sjá það í þessu brezka fiskveiða-
blaði, sem hefur haldið því fram
að nýju fiskveiðitakmchkin
spilltu veiðum Breta miðað- við
það sem áður var, skýra frá því,
undir stórri fyrirsögn nú um
miðjan apríl, að þá berist mikill
afli til Humberhafnanna, og sé
meginhlutinn frá íslandsmiöum.
Er svo að sjá, sem aflinn frá fs-
landi hafi fyrirbyggt fiskskort á
þessum tíma. Þannig rekur eitt
sig á annars horn í öllum mál-
flutningi brezkra togaraeigenda.
Þá er í þessum blöðum skýrt
fró því, að deilan um fiskveiði-
takmörkin hafi verið rædd innan
Efnahagssamvinnustofnunar Ev-
rópu í febrúar, og lætur „Fishing
News“ í ljósi von um, að sættir
kunni að takast. Til skýringar
hefur blaðið það eftir Daily Tele-
greph að „smávægileg lagfæring"
fiskveiðitakmarkananna mundi
duga til þess.
Fimmtugur. Páll Guðmundsson
bóndi í Saltvík í S.-Þing. varð
fimmtugur á mánudaginn var, 2.
maí. Páll' bjó lengi í Engidal í
Bárðardal, en fluttist fyrir
nokkrum árum í Saltvík og býr
þar nú búi sínu ásamt konu sinni
og 11 börnum þeirra hjóna. —
Páll er hinn mestidugnaðarbóndi,
greindur vel og gamansamur. Er
það ekki heiglum hent að ala upp
slíkan barnahóp með sæmd, eins
og Páll og kona hans hafa gert.
Tvær konur á forsíðum blaðanna
Sænsk blöð skýra frá því, að Svíar hafi nú eignast
lýðveldisfélag, og sagt er, að á félagsskránni séu
mörg kunn nöfn. Athygli vekur, að það er ung
kona, sem stendur fyrir þessari hreyfingu. Hún
heitir Eva, og er dóttir skáldsins Vilhelms Moberg.
Hún er um þessar mundir að lesa bókmenntasögu
við Stokkhólmsháskóla, en hefur eigi að síður haft
tíma til að koma félagsskapnum á laggirnar og
skrifa um tilgang hans í Stokkhólmsblöðin. í grein,
sem ungfrúin ritar í „Expressen“, kemur í ljós, að
hún á ekki svo lítið af stílgáfu föður síns:
Hún segir þar að kóngsdýrkun sé í rauninni
alls ekki hættulaus leikur, því að hún stuðli á
mjög lúmskan hátt að ólýðræðislegum hugsun-
arhætti. Henni segist svo frá, að stærstu blöð
landsins, og einkum þó vikuritin, hafi á einu ári
lagt .helming alls fors ðurúmsins undir alls kon-
ar myndir af kóngum og þeirra skylduliði. í
fyrsta lagi er allur business sem lifir á heimsku,
af hinu vonda, segir liún, og á ekki að fá að
þróast óátalið. f öðru lagi er þessi kóngabusi-
ness blaðanna ekki saklaus. Hann styrkir í sessi
gamla fordóma um að einn sé fæddur öðrum
æðri, og um hátignir, sem eru til þcss ætlaðar
að vera glansmyndir, sem fólkið á að tilbiðja. í
þriðja lagi á almenningur að krefjast þess af
blöðunum, að þau noti tíma sinn, rúm og prent-
svertu til þarfari hluta en að kitla forvitni les-
enda sinna með þessum hætti.
Ungfrú Moberg krefst þess þó hvergi í greinum
sínum, að kóngur og skyldulið hans verði beinlínis
fjarlægt. Hún lætur sér nægja að ræða málið f
grundvallaratriðum, og sanna með dæmum úr blöð-
unum, hversu niðurlægjandi kóngasnobberíið er
fyrir lesendur sem blaðamenn.
Sænska blaðið „Veckojournalen“, sem vissulega
er eitt af særstu syndurunum í kóngadýrkuninni,
hefur gripið hugmyndir ungfrú Moberg á lofti og
hefur birt greinar um lífið í Svfþjóð undir lýðveld-
isstjórn. Er sagt frá heimsókn til „Erlanders for-
seta“ eftir 10 ár, á forsetasetrinu í Harpsund. Er
Erlander lýst sem átrúnaðargoði alþýðunnar, sem
bjóði upp á kaffi í eldhúsinu og kökur úr kaup-
félagsbakaríinu!
Um sama leyti og Eva Moberg vakti þetta umtal,
skipaði önnur kona sér til rúms á forsíðu sænsku
blaðanna, en með nokkuð öðrum hætti. En málefni
hennar á það sameiginlegt með umræðum þeim,
sem Eva Moberg hratt af stað, að það krefst þess að
fólk taki afstöðu til þess. Hér er um að ræða blaða-
konuna Barbro Alving, sem landskunn er undir
rithöfundarheitinu „Bang“ o g stundum kölluð
„kerlingin,, sem syndir móti straumnum“. Hún yar
nú dæmd til eins mánaðar fangelsins og í 2500 kr.
sekt, fyrir að hafa neitað að sinna kalli hinnar borg-
aralegu hervarnarstarfsemi. í málinu er margs að
gæta, en margir aðhyllast þá skoðun, að Bang hafi
gert rétt að láta ekki kúga sig af sannfæringunni.
En hún neitaði að taka þátt í starfinu vegna þess að
hún er friðarsinni — pacifisti. — í grein um mál sitt
segir hún, að margir nútímamenn líti á pacifismann
sem óraunverulegan draum, en hún heldur því
fram, að það sé tilveran í dag, sem sé óraunveru-
leg, ef menn leiðast til þess að gera ráð fyrir styrj-
öld, hvort sem hún nú heitir árásar- eða varnar-
styrjöld. í framhaldi af þessu bendir hún á, að rök-
vísi skorti í almennar umræður um kjarnorku-
styrjöld.
Sumir segja, að byggja skuli upp sprengju-
birgðir fyrir milljarða króna, því að þannig se
bezt tryggt, að birgðir nágrannanna af sömu
sprengjum verði aldrei notaðar. Aðrir segja, að
sprengjubirgðirnar séu nauðsynlegar til þess að
hafa til taks, er nágrannarnir fari að nota sínar
birgðir, sem víst muni verða innan tíðar. Þeir
(Fi-amhald á 7. síðu).