Dagur - 07.05.1955, Blaðsíða 8

Dagur - 07.05.1955, Blaðsíða 8
8 Baguk Laugardsginn 7. maí 1955 Þórarinn Eldjárn í TJörrs læfur af skólasfjórn efffr 46 ára sfarf Barnaskóli Svarfdæla flytur í glæsilegt skólahús Barnafkólanum á Grund í Svarfaðardal var slitið 3. maí sl. Skólastjórinn, Þórarinn Kr. Eld- jóm, hættir nu kennslu — og skólastjórastnrfum, en þau störf hefur hann haft með höndum í 46 ár samfleytt. , í tilefni af því, að Þórarinn lætur af störfum, komu foreldrar skólabarnanna saman og voru við skólauppsögnina. Að henni lok- inni var setzt að kaffiborði í boði hreppsnefndarinnar. — Ræður fluttu í þessu hófi þeir séra Stef- án Snævarr formaður skóla- nefndar, er bar fram þakkir skólanefndarinnar og almenn- ings, Björn Jónsson bóndi á Ölduhrygg, Jóhannes Haraldsson í Laugahlíð, Helgi bóndi á Þverá o. fl. — Staðfestu allar ræðurnar það, sem kunnugir raunar vissu áður, — að Þórarinn hefur aflað sér óskiptra vinsælda í starfi sínu að skólamálum sveitarinnar. Að lokum þakkaði Þórarinn ræður og samstarf og alla vinsemd sér auðsýnda. Milli ræðna var sung- ið. — S.'ðar á árinu er ákveðið að halda Þórarni Eldjárn samsæti, sem almenningur tekur þátt í. Verður hann þá sæmdur gjöf, sem nemendur. hans eru að safna í. Nýtt skólahús á Húsabakka. Annarra þáttaskila í svarf- dælskri skólasögu var jafnhliða minnzt í samsæti þessu. Síðan árið 1912 hefur skólinn verið haldinn að Grund, en nú flytur hann í hið glæsilega hús sitt á Húsabakka, sunnan og neðan við Tjöm. Er hið nýja hús að rniklu leyti fullgjört og byrjar kennsla þar næsta haust. Betra húsnæðis Óskað eftir bæjar- ábyrgð til skipakaupa Á síðasta bæjarstjórnarfundi var afgreitt erindi frá Skafta Jónssyni, skipstjóra hér í bæ, þar sem hann fór fram á að fá aðstoð bæjarins til þess að kaupa hingað vélskipið Sig- ríði, RE 269. Óskaði hann bæjai- ábyrgðar fyrir 300 þús. kr. láni, er yrði tryggt með 2. veðrétti í skipinu næst á eftir veðskuld við Fiskiveiða- sjóð. Bæjarráð taldi sig ekki geta mælt með ábyrgðarbeiðninni nema umsækjandi setji frekari tryggingar en um gat í erindi hans, og staðfesti bæjarstjórnarfundurinn þetta álít. Milljón króna haili á Rafveitunni í ár? Samkvæmt áætlun þeirri, er Raf- veita Akureyrar hefur gert um tekj- ur og gjöld rafveitunnar fyrir yfir- standandi ár, nema útgjöldin 8.6 millj. en tekjurnar 7.6 millj. í út- gjöldunum er meðtalin 1 millj. kr. afborgun af dönsku láni og 200 þús. kr. vextir af því, og keypt raforka frá Laxárvirkjun á hinu nýja verði kr. 5.1 millj. Stjórnar-, skrifstofu- og innheimtukostnaður og eftirlaun er áætlað 800 þús. kr. og viðhald og viðbætur 1.2 millj. Rekstur Glerár- stöðvar 50 þús. kr. og ýmis útgjöld 180 þús. kr. var full þörf. Gamla þinghúsið er ekki lengur nothæft til kennslu, enda frá upphafi ófullnægjandi að ýmsu leyti. Ræðumenn þeir, sem gengið höfðu þar í skóla, minntust hins vegar verunnar þar hlýlega, og töldu sig eiga góðar minningar um „gamla skólahúsið á Grund“. Endurskoðun f jallskila- reglugerðar Eyja- fjarðarsýslu Á síðasta sýslufundi var ákveð- ið að endurskoða fjallskilareglu- gerð sýslunnar og til þess kjörnir: Brynjólfur Sveinsson; Akureyri, Eiður Guðmundsson, Þúfnavöll- um og Valdemar Pálsson frá Möðruvöll- um. Leita skal álits og till. hrepps- nefnda um breytingar, sem þær kunna að óska að gerðar verði á reglugjörðinni, og skulu þær senda tillögur sinar til sýslu- manns fyrir lok næsta septem- ber. Ráðstöfun tekjuafgangs ríkissjóðs Ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um ráðstöfun tekjuafgangs ríkissjóðs 1954, og skiptist hann þannig: Ræktunar- sjóður og Fiskveiðasjóður fá 8 millj. kr. hvor, 6 millj. verða framlag rikisins til atvinnuleysis- tryggingasjóðs, veðdeild Búnað- arbankans fær 4 millj. að láni í 20 ár, 3 millj. eru framlag ríkis- sjóðs til heilsuspillandi húsnæðis, skv. útrýmingarfrumvarpi stjóm- arinnar, 1,5 millj. eru uppbætur á sparifé og 1.5 milj. rennur í brú- arsjóð til að endurbyggja gamlar stórbrýr. Loks greiðir ríkið nú 1,5 millj. í vangoldnar skuldir ríkisins til skólabygginga og 1 miilj. til hafnargerða. Sjóður til minningar mn Hallgrím málara Böm og systur Hallgríms Kristjánssonar málarameistara á Akureyri er andaðist á sl. ári, hafa gefið 10 þús. kr. sjóð til minningar um hann, og er hann ætlaður til styrktar munaðar- lausum börnum. Stjórn sjóðsins annast eldri sóknarpresturinn í bænum, skólastjóri aðalbarna- skólans og einn maður kosinn af bæjarstjóm. Samvinnumenn í ííima- þingi halda fundi Ur Húnavatnssýslu er blaðinu símað, að þar verði haldnir að- alfundir fyrirtækja samvinnu- manna í næstu viku. Akfært til Grímsstaða á Fjöllum Um miðja vikuna kom hingað í bæinn á jeppab'l sínum Sigurður Kristjánsson bóndi á Grímsstöð- um á Fjöllum og ók hann við- stöðulaust hingað, Sagði hann helzta fai-artálmann hafa verið forarpytt á þjóðveginum í Liósa- vatnsskarði. Vegurinn á Mý- vatnsöræfum er ofurlítið grafinn eftir vorleysingar, en Pétur bóndi í Reynihlíð, vegaverkstjóri þeirra Þingeyinga, hafði þegar byrjað á viðgerð. Vegurinn til Möðrudals er snjólaus orðinn og þurr að mestu, en eitthvað grafinn, sagði Sigurður. Þessi vetur hefur verið Fjallabændum góður. Leit og vel út með vorkomu í sl. mánuði og byrjaði að grænka á sendinni jörð, en síðan kólnaði hefur stað- ið í stað. Hafnarbætur í Grímsey hef jast innan skamms Grímsey f gær. Þess er nú vænst í Grímsey, að hafnarbætumar þar, sem lengi hafa verið fyrirhugaðar, geti haf- izt um miðjan mánuðinn. Er vita- skipið Hermóður væntanlegt með efnþ Á að lengja hafnargarðinn um 20 metra og gera bryggju við hann innanverðan. Verður dýpi þar 15—16 fet um fjöru. — Ógæftir hafa verið í Grímsey um hálfsmánaðar skeið, og ekki verið farið á sjó að heitið geti. Fiskleysi er og við eyna, fá togbátar þar í grennd lítinn afla, og lítið er um skipaferðir við eyna. Flugferðir hafa ekki verið, en þess er vænst að þær hefjist von bráðar. Flug- völlurinn er orðinn þurr og lend- ingarfær að áliti Grímseyinga. — Fuglinn er setztur að í bjarginu, og mun varp byrja um miðjan mánuðinn ef að vanda lætur. Eggjataka verður lítið stunduð í ár. Aðeins fáir ungir menn síga í bjarg, og eru flestir að heiman um þessar mundir, á vertíð sunn- anlanns, y Glímusýning á Rreiða- mýri Á laugardaginn var héldu nokkrir glímumenn í Reykiadal samkomu að Breiðamýri. Höfðu þeir glímusýningu undir stjórn Haralds Jónssonar á Jaðri, er hefur æft unga og áhugasama menn í íslenzkri glímu í vetur. Þótti hún takast ágæta vel — Heyrzt hefur að glímuflokkur þessi muni sýna hér á Akureyri á landsmóti ungmennafélaganna í vor, Er það vissulega gleðiefni öllum unnendum hinnar forn- frægu iþróttar. Vegir eru nær ófærir bifreið- um í Bárðardal, sökum aur- bleytu. Um Ljósavatnsskarð er einnig nær ófært bílum. En þar er verið að gera við veginn þessa dagana. Sunnlenzkir skemmti- kraftar á ferð Á morgun er auglýst bér skemmtun, svonefndur revýu- kabarett, að sunnan Koma þar fram ýmsir kunnir dægurlaga- söngvarar og hljóðfæraleikarar o. fl. Ætlar flokkurinn að hafa 4 sýningar hér meðan við er staðið, kl. 3, 5, 9 og 11.30. Aðgangseyrir er 35 kr. Endurbætur á Hrís- eyjarbryggju í semar Hrísevingar vænta þess að geta byrjað á endurbótum þeim. sem ákveðnar eru á bryggju þeirra, í næsta mánuði. Járn það, sem setja á á bryggjuna, ér kevpt frá Þýzkalandi og er ekki komiS til landsins enn. Mun taka þrjá mánuði, frá því að vinna befst, að ljúka endurbótunum, og er sum- artíminn dýrmætur til þessa verks. — Sauðburður er bvrjað- ur. í Hrísey eru um 300 fjár, og er það fullálagt miðað við beiti- land í eynni. — Ekki heíur gefið á sjó, svo að heitið geti, í hálfan mánuð. Er sífelldur strekkingur, sem spillir sjósókn minni báta. Á miðvikudaginn reri einn bátur á mið í grennd við eyna og fékk 1500 kg. Ólafsfirðingar veiða loðnu Ólafsfirði á fimmtudag. I dag veiddust hér 15 strokkar af loðnu rétt utan við hafnargarðinn. Var loðnan háfuð upp í- bát en ekki iásuð. Beittu nú allir nýrri beitu og gera sér góða von um afla. Á sunnu- daginn fengust 2000 pund á línu á einn bát. Sæmilegur handfærafiskur er, þegar á sjó gefur. Bamaskólanum slitið. Barnaskólanum hér var slitið á þriðjudaginn. Við það tækiiæri var sýning á handavinnu nemenda. 1 skóianum voru alls 165 nemendur í vetur. 1 landsprófsdeild við ung- lingaskólann eru 8 nemendur, sem þre.yta prófið í ár. Unglingaprófi luku nú 15 nemendur. Hæstu eia- kunnir hlutu-Rakel Jónsdóttir, 9.16, og Guiinar L. Jóhannsson, 8.45. — Barnaprófi lúku 18 hörir. Hæstu einkunnir hlutu Sæunn Axelsdóttir 9.05, og Helga Magnúsdóttir, 9.00. Mývetmngar frvsta silongsafla Reynihh'ð. Krían sást fyrst í Mývatnssveit þann 28. apríl, og er það fyrr en venjulega. — Xsinn er nú farinn af vatninu, nema í Neslandavík er stór jaki. — Dorgvaiði var fremur lítil í vetur og er henni að fullu lokið. En á nokkrum bæjum héfur veiðzt nokkuð af silungi í fyrirdrætti. Silungurinn er hrað- frystur í Húsavík og síðan sendur á markað til Rvíkur og fleiri staða sunnanlands. Var þessi sala á frosnum silungi reynd í fvrra í fyrsta skipti og gafst þá mjög vel. Hyggja Mývetningar gott til þessa markaðs í framtíðinni. — Sauðburður er að byrja. Tíðin er köld og föl á jörðu öðru hvoru. Bleyta seinkar vor- yrkjuimi Úr Svarfaðardal 5. maí. Hér er jörð að mestu alauð í byggð, en snjór í fjöllum. Kalt er í veðri og lítill gróður kominn. Bleyta í túnum seinkar voryrkj- unni. Aflabrögð: Lítill afl er á þeim miðum, sem Dalvíkingar sækja á, enda lélegar gæftir. Er hægf a8 gera þeffa skip að vinnuskóla unglinga í bænum? í * 1 L i ’M' \| í fyrralivöld hringái éiaðsins góður borgari í bænum, Guð- imindur Gíslason, vcrkstjóri, Eyrarvegi 27, og bar íram þá hugmynd, cð Akureyrarbær kæmi á flot vinnuskóla á sjó. Unglingunum væri ekki aðeins kennt að fást við garðrækt, heldur fengju þcir einnig tækifæri til þess að kynnast sjómennsku og vinnubrögðum á sjó. Er ikki hægt að leigja skip eins og Gróttu, spurði Guðmundur, sem íiggur hér f höfninni og er ónotað en er ágætlega hentugt til þess að verða slíkt skólaskip? Og ekki ætti að vera vandi að fá menn til þess að stjóma unglingunum og kenna þeim. Nefndi hann til Stefán Jónasson, hinn kunna skipstjóra, sem væri tilvaJinn skipstjóri og skólastjóri run borð, og Eið Benediktsson, sem ekki mundi síðri scm yfirkennari og stýrimaður. Og aðra áhöfn væri hægt að benda á, sagði Guðmundur. Væri ekki betra fyrir unglingana — og þjófélag- ið — að senda þá á skak við Gjögur eða Langanes, en vera á götunni hér? Bærinn hefur undamfarin ár starfrækt vinnuskóla þótt ekki hafi verið á sjó farið. Er eklti tiliaga þessi þess verð að athuga hana? Ýmsiun mun sýnast, að hér sé hreyft góðu máli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.