Dagur - 07.05.1955, Blaðsíða 7
Laugardaginn 7. niaí 1955
D A G U R
7
Merkiskona áttræð.
Frú Elízabet Þórarinsson
á Halldórsstöðum í Laxárdal
Frú Elízabet Þórarihsson á Halldórsstöðum i
Laxárdal í Þingeyjarsýslu á áttræðisafmæli hinn
8. þ. m. (á morgun).
Hún mun þá vissulega fá margar hlýjar kveðj-
ur, því að hún er áreiðanlega einhver vinsælasta
kona þessa lands, að minnsta kosti í Þingeyjar-
sýslu og miklu víðar.
Frú Elízabet — Lizzie er hún oftast nefnd af
vinurn sínum — fæddist í Leith á Skotlandi og
ólst þar upp.
Ung að aldri kynntist hún Páli Þórarinssyni frá
Flalldórsstöðum, sem þá dvaldist í Skotlandi, og
giftust þau þar. Hún kom með honum til íslands
fyrir um það bil sex áratugum, og reistu þau bú
á Flalldórsstöðum.
Það hefir ekki þurft lítinn kjark til þess fyrir
tvítugt stórborgarbarn, sem kunni ekki orð í ís-
lenzkri tungu, að setjast að uppi í fámennri sveit
úti á íslandi til að stunda þar með manni sínum
smábúskap við þau skilyrði, sem þá voru fyrir
Irendi. En hún gekk að þessu eins og að leik.
Hún vann utidir eins með framkomu sinni ást
og virðingu allra þeirra, sem nokkur kynni höfðu
af henni. Ljúfmennska hennar og hjartahlýja,
glaðlyndi og gestrisni veittu öllum, sem kynni
höfðu af henni, birtu og yl.
Flún lærði undra fljótt að tala íslenzku, og hún
samdi sig svo vel að íslenzkum háttum, að varla
var hægt að ímynda sér annað, en að hún væri
hér fædd og uppalin.
Frú Elízabet er frábærlega söngelsk, og hún
hafði einhverja þá fegurstu söngrödd, sem ég
hcfi nokkurn tínia heyrt, og hún hélt henni mjög
lengi fram eftir aldri. Otaldar eru þær yndis-
stundir, ,er hún. hefir veitt fjölda manna með
söng sínum.
Mann sinn missti frú Elízabet fyrir nolckrum
árum. Sambúð þeirra var alla tíð með miklum
ágætunr. Þau eignuðust tvo syni: William og
Þór. Búa þeir ásamt henni á Halldórsstöðum.
F.g, sem þessar línur skrifa, á frú Elízabet bæði
margt og mikið að þakka, og ég veit að mikill
fjöldi manna getur sagt hið sama. Eg scndi henni
mínar hlýjustu kveðjur og árnaðaróskir. Megi
hún njóta slíkrar hlýju og birtu á ævikvöldi sínu,
cins og aðrir hafa notið af hennar hálfu langa ævi.
Askell Snorrason.
- Ámia Sgurjóiisdóttir
..(Framhald af 2. sí'Su).
En meS.’öllurQ vinum hennar
óska eg þess, að hún megi enn
lengi njóta lífs og heilsu og þeirr-
ar ununar,: sem elskuð og virt
kona og mó'ðir getur framast not-
ið.
Heill og blessun fylgi áfram
húsfreyjunni á Þverá og störfum
hennar.
Sigurður Stefánsson.
a
40—90 sm.,
verð frá kr. 40.00
galvaniseraðir 40 lítra
kr. 130.00
Véla- og búsáhaldadcild
Hraðsuðupottar
3ja—12 lítra
verð kr.. 220.00-500.00
handsnúnar kr. 185.00
Brauð og áleggs-
skerar
Rjómaþeytarar
(Majonese)
- Amerílmför '
(Framhalá á 5 síðu)
við vorum í, .gat þess í einni
framsögn sinni,er hann ræddi um
kostnaðinn við þetta samstarf
þjóðanna, að íslendingar greiddu
mest allra þjóða af þessum
kostnaði, miðað' við fólksfjölda
ríkisins.
Starf Leifs Ásgeirssonar.
Eg minntist á Leif Ásgeirssón.
Um þann ágæta mann er það að
segja, að hann hefur starfað hér
við Háskóla New York borgar í
vetur í boði skólans. Flytur hann
fyrirlestra um sína vísindagrein,
stærðfræðina, fyrir kennara og
fræðimenn,. um stærfræðirann-
sóknir sínar. Er mér sagt hér, og
það var raunar líka gert í Osló
fyrir 4 árum, að Leifur væri
frægur meðal stærðfræðinga um
allan heim. — Og koma manni þá
í hug árin, sem hann var látinn
eyða á Laugum við að kenna
unglingum einhver undirstöðu-
atriði einhverra fræðigreina, —
máske að margfalda og deila! —
Við það fékkst hann bezta áratug
stuttrar starfsævi. — Slík er
okkar vei-aldarvizka. — Hér er
líka annar stærðfræðingur, Sig-
urður Ilelgason frá Akureyri,
sem er að verða mjög kunnur
í sinni grein.
og
na
Vcla- og bilsáhahladcild
Gróðiirliús
og ágætar jarðarberjaplöntur til
s sölu. Mjög ódýrt.
Upplýsingar í síma ’1827.
13-50 kg.
o
m. st.
Véla- og búsáhaldadeild.
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kix-kju á morgun kl. 2 e. h. Sálm-
ar: nr. 4, 17, 240, 241 og 58. K. R.
Fíladelfía, Lundargötu 12. Op-
inber samkoma í kvöld og annað
kvöld (sunnudag) kl. 8.30 e. h. —
Ræðumenn: Gunda Liland, Af-
ríkutróiboði og Guðm. Mark-
ússon. Á samkomunni á sur.nu-
dagskvöldið verður tekin fórn
fyrir Afríkutrúboðið. — Allir
velkomnir.
Prentvillupiikinn gerði Jóni á
Laxamýri heldur hvassyrtan í
næstsíðasta blaði (um dagskrár-
mál landbúnaðarins). Segir þar
m. a.: ,,Fólk, sem gengur marg-
víslega glæpastigu" o. s. frv., en á
að vera: Fólk sem gengur marg-
víslega slæpingsstigu.
Samkvæmt hinum nýju lögurn
um fuglafriðun og fuglaveiðar,
er eigi leyfilegt að skjóta endur
og gæsir á þessum árstíma. —
Dýraverndunarfélag íslands.
Bifrciðaskoðunin: Á mánudag
á að mæta til skoðunar með bif-
reiðar nr. A 201—250, á briðjudag
A 251—300, og á miðvikudag A
301—350.
MÓÐIR, KONA, MEYJA
(Framhald af 4. síðu).
þriðju segja að það sé ekki
víst að kjamorkustríð verði
hóti verra fyrir. einstaklhiginn
en gamáldagsstríð og þeir
• fjórðu, að atómstr.ð jafngildi
sjálfsmorÖi. Og svo’ eigá 'menn
að grípa til sjálfsmorðs íil þess
, . áð bjarga líí'hui! Nei, þáð cr
í; cngin rökvísí- í uniræðunum
um kjarnorluimálin, segir
Bang.
Á friðartímum eiga menn enn
fyelsi til að velja þau málefni, sem
'nxenn vilja berjast fyrir. Og hún
spgist velja að berjast gegn því,
sem sízt megi gerast í veröldinni
í dag, en það er kjarnorkustríð.
Einn liður þeirrar baráttu ,er,
slgir hún, að neita að taka þátt í
nokkrum hernaðarundirbúningi,
hverju nafni sem nefnist. Það er
ekki hægt, .segir hún, að þola að
sú arfsögn lifi lengur, að nútíma
styrjöld sé leyfileg, enda þótt
hægt sé að klína á hana nafninu
varnarstrið, á sama tíma, og
þeii-ri sannfæringu vex kraftur,
að einasta leiðin til að bjarga líf—
inu frá algerðri tortímingu, sem
enginn getur nú séð fyrir sér í
heiJd, sé að standa ’gegn strdðinu
sjálfu og öllum hugmyndum um
það.
Bang segiiý að pacifistinn í dag
sé eins og maður án föðurlands,
nokkurs konar „displaced per-
son“. Ræða hans drukkni í háv-
aða áróðursmanan í hex-búðum
þeirra, sem deila, í glamri vígvéla
og skipunarhrópum hei-foringja.
Og ef hann þykist hafa fundið
einhvern stað til að standa á,
kemur úlfurinn, umvafinn sauð-
ai-gæru hins pólit’ska áróðurs, og
hremmir hann!
Barbro Alving lifir eftir kenn-
ingu sinni og sagði nei við stidði
á þann hátt, að það vakti athygli
fólksins á ógnarlegu getuleysi
manns, að hafa nokkurn.
hemil á þeim öflum, sem geysa
, ■ • <; • - <"
um svið samtimans. ’
Næturlæknir um helgina er
Bjai-ni Rafnar. Sími 2262.
Næturvarzla um helgina er í
Akureyrarapóteki.
Bæjarstjórn hefur samþykkt
að fullgilda eftirtalda menn til að
gex-a uppdrætti af húsum á Ak-
ureyi-i, sem lagðir eru fyrir bygg-
inganefnd til samþykktar:
Tryggva Jónatansson, Gilsbakka-
veg 9, Guðm. Gunnarsson, Laug-
argötu 1, Stefán Reykjalín,
Holtagötu 7, Snorra Guðmunds-
son, Hafnarsti-æti 108, Adam
Magnússon, Bjarkastíg 2, Þói-ð
Aðalsteinsson, Munkaþverái-sti’.
1, og Pál Friðfinnsson, Munka-
þverái-stræti 42.
Vegna þess að eftir maíbvrjun
eru ínóar og mýrar orðxiar
varpstöðvar ætti hvergi á Is-
landi að brenna ainu eftir þann
t’ma, — Dýrave.rndunarfélag
íslands.
Bæjarstjórn hefur samþykkt að
kaupa vatnsveitu Glei’ái'þorps af
Vatnsveitufélaginu þar fyrir 100
þúsund krónur.
Skennntifund heldur Verka-
kvennafélagið Eining í Ásgarði
laugai-daginn 7. þ. m. (í kvöld) kl.
8 e. h. — Kaffi.
I, O. G. T. Fundur í stúkunni
Brynju í Skjaldborg n.k. mánu-
dagskvöld kl. 8.30. Vígsla nýliða.
Bræði-akvöld á eftir fundi. Systr-
unum boðið til kaffiboi-ðs.
Bamastúkan Sakleysið m. 3
heldur fund í Skjaldborg næstk.
sunnudag kl. 1 e. h. — Inntaka.,
nýrra félaga. — Skemmtiþættir.
— Kvikmyndasýning.
; -7 l ■ :■ ., . J s
Dánarfrcgn. Hinn 14. apríl sl.f
'andáðíst á Akureyi-i ekkjan Guð-
rún M. Jóhannsdóttir frá Tjörn í
Svarfaðardal. Guðrún heitin var
fædd að Skálá í Skagafirði 18.
des. 1869 og var þannig hálfní-
ræð, er hún andaðisi. — Þeim
Guðrúnu og ma'nni hennar,
Hallgrími Skúlasyni, sem dáinn
er fyrir löngu, varð 5 barna auðið.
Af þeim lifa þessi fjögur: 1. Sig-
í-íður, kona Björns Rögnvalds-
sonar húsasmíðameistara í Rvík;
2. Jóhanna, gift Guðjóni Guð-
jónssyni organleikara frá Eyrar-
bakka, nú Rvík; 3. Friðrikka.
húsfx-eyja á Akureyri, og 4. Jón,
vei-kamaður á Akureyri. — Guð-
í-ún sál. var kona frnmúrskaiandi
vinnusöm, dugleg og húsbónda-
holl, svo að lengi mun þess
minnzt. — Þess skal og getið, að
börn þeirra Hallgríms og Guð-
rúnar eru myndai-fólk og barna-
böi-nin mjög efnileg.
12 umsækjendur voru um lög-
regluþjónsstöðu hér, sem losnaði
er Örn Pétursson lögi-egluþjónn
sagði upp stai-finu. Lögi-eglustjóri
lagði til að Valgarður _Fi-ímann
rafvirki verði settur til að gegna
stöðunni, en skipun fái hann ekki
nema hann sæki námskeið lög-
reglumanna í Reykjavík á næsta
vetri. Bæjarstjórn samþykkti
í-áðninguna fyrir sitt leyti.
Ægir, rit Fiskifélags íslands. 7.
heftið í hinum nýja búningi, er
komið út. Efni: Skýrsla um út-
gei-ð og aflabrögð, grein um stærð
sumarsíldar 1931—1954 eftir dr.
Hermann Einarsson, skýrsla um
fiskaflann í marz, grein um nið-
ursuðuiðnað á íslandi eftir Sigurð
Pétursson, „Missa Norðmenn
tökin á ítalska skreiðarmarkaðin-
um?‘, grein um fiskv’eiðar Dana
og Rússa, og ýmislegt fleira efni,
m. a. grein um nýjan þýzkan dís-
iltogara. Rit^tjóri Ægis er Davíð
Ólafsson fiskimálastjóri.