Dagur - 11.05.1955, Page 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 11. maí 1955
SEXTUGUR:
Karl Kristjánsson alþingismaður
DAGSKRÁRMÁL
Þjóðféiagið þarf að búa betur að
landnemunuml
Karl Kristjánsson sextugur. Við
trúum því nú varla. En fæddur er
hann 10. maí 1895. Hefur séð tvær
aldirnar. Lifað upphaf hins nýja
tíma. Verið baráttumaður í vörn
og sókn, og hina síðari áratugi í
brjósti fylkingar.
Eg minnist hans fyrst vorið 1917
um Jónsmessubil. Sólin reis yfir
Fljótsheiði. Nokkrir ungir menn
voru að undirbúa fyrsta íþróttamót
ungmennafélaganna í Þingéyjar-
sýslu á Vatnsendagrund við Ljósa-
vatn. Flokkar og fylkingar riðandi
manna komu úr öllum áttum. Þar
skyldi stokkið og hlaupið og synt í
ísköldu vatninu. Sunnan undir sól-
rikri skjólbrekku með setþrepum
var búinn ræðustóll og glimupall-
ur. Glíman var þá öndvegisiþróttin
og þótti mestu skipta hver sveitin
legði til glímukónginn. Æft hafði
verið að kappi í hinum fjölmennari
félögum um miðbik sýslunnar. —
Fjörlegasta og fámennasta félagið
var á Tjörnesi. Þaðan komu fæstir.
En þaðan kom Karl Kristjánsson.
Vöðvastæltur ungur maður, svo
þrekinn, að hann leyndi hæð sinni.
Styrkur hans og harðfylgi, mýkt
hans og lipurð gerðu honum glímu-
sigurinn auðunninn.
II
Karl Kristjánsson var á útskaga
alinn á þeim árum, þegar hafisar
og harðindi byggðu á mörgu vori
heljarbrú norður að heimskauti.
Eníþá var samt andlegt þjóðar-
vor í Þingeyjarsýslu. Hugsjón sam-
vinnunnar vermdi híigtna, gaf Þing-
eyingum þrek og kraft, kvaddi fram
hóp mannaj er jafnframt þungri
búönn unnu andleg afrek. Skáld,
rithöfundar og félagsfrömuðir ristu
nöfn sín óafmáanlega á gulltöflur
sögunnar. Hið ytra harðrétti, hinn
andlegi frjóblær gáfu þá mörgum
mannvænlegan þroska.
Karl Kristjánsson er af góðum
stofnum þingeyskum í allar ættir,
þótt ekki sé hér rúm að rekja þær.
Hann fékk í heimanfylgju stæltan
þrótt við örðugleikana og ljúfan
skáldhug frá sambyggð sinni. Um
tvítugsaldur fór Karl í þjóðskólann
norðlenzka og lauk þar námi. Þá
bættist hann í þann fjölmenna
hóp forystumanna á öllum sviðum,
sem sótti menntun sína til Möðru-
valla og Akureyrar á skóla þann.
Fyrstu opinberu störf Karls
munu hafa verið deildarstjórn á
Tjörnesi í Kaupfélagi Þingeyinga.
Var hann þá enn búlaus og rösk-
lega tvítugur. En á þeim dögum
var deildarstjórn í K. Þ. í fátækri
sveit ekki barna meðfæri. „Deild-
in“ var „ríki í ríkinu", samábyrg og
sérstæð viðskiptaeining. Stjórn-
skipulag K. Þ. var líkt eftir goð-
orðunum fornu, og deildarstjórinn
mjög ábyrgur við öll efnahagsmál
sveitarinnar. Deildarstjórar voru
langoftast gamlir, lífsreyndir og
ábyrgir bændur, og nærri einstætt
að fela slíkt ungum búleysingja.
Karl hóf búskap á föðurleifð
sinni árið 1920. Fljótlega hlóðust
á hann næstum öll þau trúnaðar-
störf fyrir sveit og hérað, sem unnt
var að fela ungum bónda. Alls stað-
ar reyndist hann, sem í glímunum
forðum; styrkur á svelli, einnig á
andfegá^yísu, harðfyIginn,|og átti
þó þá mýkt og lipurð, er oft verð-
ur sigursælust, einnig í félagsmál-
um.
Þar kom, að félagsleg trúnaðar-
störf hlóðust svo á Karl Kristjáns-
son, að búskapurinn hlaut að verða
hjáverk ein. Um 1935 fluttist hann
alfarinn til Húsavíkur og yfirgaf
búskap sinn.
Þar verður hann þegar í stað
forystumaður hins vaxandi kaup-
staðar og grjótpáll fyrir málum
hans. Kaupfélag Þingeyinga átti
um þær mundir meira í vök að
verjast en nokkru sinni fyrr eða
síðar. Karl Kristjánsson gerist odd-
viti í björgunarsveit félagsins, lagði
á ráðin og stóð fyrir framkvæmd-
um. Hann fór þá um allt félags-
svæðið og samdi um viðskiptamál-
in og kom á skipulagi, sem kom
öllum viðskiptum félagsins og hér-
aðsins í örugga höfn. Það má ein-
stætt teljast, að maður fari um
víðlent hérað að gera upp skulda-
skil og beri auknar vinsældir úr
býtum. En svo fór um Karl Krist-
jánsson, og Iýsir það honum ef til
vill betur en flest annað.
Eftir þessa för Karls hefjast nýir
tímar í kaupfélaginu og í héraðinu.
Meiri og stórstígari framkvæmdir
og fjárfesting hefur orðið en
nokkru sinni áður og meiri gjör-
bylting í búnaði en víðast annars
staðar.
A þessum tima var tekið upp
og haldið fast við staðgreiðslufyrir-
komulagið í Kaupfélagi Þingey-
inga með þeim árangri, að nú eru
innstæður félagsmanna í vörzlum
K. Þ. yfir sjö milljónir, en skuldir
engar. Auk þess nema sjóðir um
3.7 millj. kr. Þetta er allt safnfé,
á miklum framkvæmdaárum, sem
unnizt hefur vegna þess, að haldið
vT fífet við f)a?U4kiMag,#Sem
Kristjánsson og Þórhallur
Sigtryggjse.)> kotnU' á í lók krep>'u-i
áranna.
III
í bréfi til Sigurðar í Yztafelli
15. marz 1889 kemst Einar As-
mundsson alþm. í Nesi svo að orði:
„Hyggindi, kjark og lagkænsku
þarf alþingismaður að hafa í hæfi-
legum hlutföllum. Sérstaklega er
vandhæfni á að sjóða réttilega
saman kjarkinn og lagkænskuna,
eins og stál og deigt járn í ljá eða
annað verkfæri, sem bíta skal, svo
að hvorki molni né vefjist upp á
eggina.“
Þegar ég las þessi orð í fyrsta
sinn i vetur, kom mér Karl Krist-
jánsson fyrst í hug. Eg held, að sig-
ursæld hans í öllum félagsmálum
sé mest í því fólgin, að hann hafi
kunnað það svo mætavel, sem Ein-
ar í Nesi taldi mesta vandhæfni á.
Með hyggindum, kjarki og lag-
kænsku vann Karl að endurreisn
Kaupfélags Þingeyinga. Við treyst-
um því, er við settum hann í þing-
sæti Jónasar Jónssonar, að sömu
eiginleikar myndu hjálpa honum
að framgangi góðra mála á Alþingi.
Við höfum ekki enn orðið fyrir
vonbrigðum.
IV
I „stóra salnum" í Laugaskóla
eru veggmyndir af mörgum hinna
atkvæðamestu félagsmálafrömuða
Þingeyinga af þeirri kynslóð, sem
nú er i valinn fallin eða hætt störf-
um. Flestir þessara manna voru
þrennt í senn: Þeir voru gó5ir
bændur og bjargálna, er unnu hörð-
um höndum að dagsönn búa sinna.
Þeir voru skáld, rithöfundar eða
fræðimenn á einhverju sviði, fjar-
lægu búshyggjunni. Og loks voru
þeir sterkir hugsjónamenn um fé-
lagsmál og prýðilega vopnfimir að
Aldrei hefur ungt fólk á íslandi
átt fleiri kosta völ en nú á síðustu
tímum. Fjölmargar nýjar at-
vinnugreinar hafa risið á legg og
hvárvetna blasa við óleyst verk-
efni og tækifæri þeim er hafa dug
og djörfung til að brjóta nýjar
leiðir.
Jafnvel elzti atvinnuvegurinn,
landbúnaðurinn, er svo skammt á
veg kominn, að ræktanlegt land
er enn til, til stofnunar 40 þús.
nýrra býla sem þó gætu haft
möguleika til að skila fjórum
sinnum meiri framleiðslu en talið
er meðallag nú. Rúmlega 20% af
landsfólkinu stundar landbúnað,
samkvæmt því sem fróðir menn
telja. Hefur sú hlutfallstala s'fellt
farið lækkandi, þótt framleiðslan
hafi aukizt með bættri, aukinni
ræktun og vélanotkun. Landbún-
aðarafurðir hafa verið miðaðar
við innanlandsneyzluþörfina. —
Sýnilegt er þó, að á næstu árum
verður að leita erlendra markaða
fyrir vissar framleiðslugreinar.
Má því með sanni segja að hér
verða nokkur þáttaskil. Jafnvel
þótt framkvæmdir verði enn um
sinn miðaðar við innanlandsþörf-
ina.
. En hverjir vilja .slofna þessj. 40
þús. nýbýli? Á síðustu 8 árum
hafa verið stofnuð um 330 nýbýli
og þar að auki endurbyggðar
tæplega 80 eyðijarðir. Með allri
virðingu fyrir þarfri löggjöf um
landriám, virðist hún þó fremur
miðast við að þéttbýlisfólk skorti
ekki kjöt og mjólk heldur en að
berjast til sigurs fyrir hugsjón sína.
Slík fjölhæfni er nú að verða sjald-
gæf á síðustu tímum.
Karl Kristjánsson á þennan arf
frá kynslóðinni, sem nú er fallin í
valinn. Ég hef lýst störfum hans
hið ytra hér að framan. Maðurinn
sjálfur er okkur, sem bezt þekkj-
um hann, allra minnisstæðastur.
Hve ljúft og glatt er með honum
að vera. Hve hann er góður og
ljúfur félagi og samkvæmismaður.
Fljótur að finna hið skringilega og
gamansama. Hve honum er létt um
að kasta fram stöku, sem hittir í
mark.
En þó er hann þarna ekki allur.
Innsti og dýpsti þáttur hans er
skáldhneigðin. Hún birtist í orða-
lagi hverrar tillögu, er hann semur,
hverri blaðagrein, hverri ræðu, sem
hann flytur, hvort sem er á þjóð-
þingi, mannfundi eða samkomu við
gleðihóf. En öllu fremur birtist þó
listhneigð hans í hinni fögru og
listrænu rithönd.
Vinur minn, Karl Kristjánsson!
Eg vissi ekki um afmælið þitt fyrr
en í gærkvöldi, að „Dagur“ bað
mig að flytja þér nokkur orð. Ferð-
um hagar svo, að senda verður
þessar línur færri og fátæklegri en
vera ætti.
Yztafelli, 7. mai 1955.
’ , ; r» «
Jón Sigurðsson.
landnám í stórum stíl sé hið eig-
inlega markmið.
Má í því sambandi benda á að
landnámsstjórinn, Pálmi Einars-
son, hefur oftar en einu sinni á
opinberum vettvangi, talið það til
hreystiverka þegar ung hjón
stofni til búskapar á nýbýli. Segir
hann ennfremur, að slíku fólki
falli fyrst og fremst í skaut
áhyggjurnar og erfðið, en eftir-
komendunum eitthvað skárri
lífsafkoma.
Þannig er þá búið að þeim ungu
mönnum og konum, er vilja una
æfi sinni sem frumbyggjar í okk-
ar ágæta landi. Verður þá að
nokkru skiljaniegt, þót-t landnámi
miði seint og fólk kjósi annað
frekar.
Sú skoðun er enn nokkuð al-
geng að fátækt fólk geti eins og
áður hafið búskap í sveit. En því
miður er þessi skoðun alröng. —
Sæmilega hýstar jarðir með
áhöfn og nauðsynlegum vélum
kosta stórfé. Og lán til jarða og
bústofnskaupa eru Kka mjög tak-
mörkuð. Hundruð af ungu fólki í
sveitum landsihs,'sém‘stófná Vilja
eigin heimili verða að flýja á náð-
ir þéttbýlisins í atvinnuleit. í bæj
um og kaúpstöðum getur hver
maður, sem vinnu ‘hefur, komizt
sæmilega "af; tvv.' í lítiHi
leiguíbúð, en síðar í eigin hús-
næði. Margt affþ^f^uj^SlkLhEfði
miklu fremur ’kósiS ’fandbúnað
að lífsstarfi, - ef þess hef-ði verið
nokkur kostúr. *'
Þessi þróun held.ur enn áfram
og er þeim er hugsa um velferð
þjóðarinnar á komandi tímum,
hið mesta áhyggjuefni. Sagan
segir okkur að þjóðum þeim, sem
vanrækja landbúnað sinn og van-
meta, sé hætt við að glata vel-
gengni sinni og þjóðlegum verð-
mætum.
—o—
Fyrir skömmu heilsuðum við
nýju sumri. Svalt er ennþá yfir
norðlenzkum byggðum og nætur-
frost kippa úr vexti nýgræðings-
ins. En þetta sumar á sér þó eins
og öll önnur, enn hækkandi sól
og margir vonir. Undir marg-
radda fuglasöng eru vorverkin
unnin á hverju byggðu bóli. Þar
sem hvert verk er unnið með hag
framtíðarinnar fyrir augum.
Mikilvirk tæki ræktunai-sam-
bandanna munu senn hefja starf
að nýju, og enn sem fyrr, skila
þúsundum ha. land áleiðis til
fullrar ræktunar. Og Alþingi hef-
ur samþykkt að tryggja nokkrar
fjárhæðir til kaupa nýrra og enn
betri tækja.
Kjarni, hinn íslenzki köfnunar-
efnisáburður og erlendur stein-
efnaáburður, tryggir mikinn og
góðan töðufeng. Tilbúinn áburð-
ur og stórvirkar og smærri vélar
hafa valdið þeirri gjörbyltingu í
landbúnaðinum, og. skapað svo
mikla möguleika að bændur, sem
Framhald á 7. síðu.
Karl