Dagur


Dagur - 11.05.1955, Qupperneq 5

Dagur - 11.05.1955, Qupperneq 5
MiSvikudaginn 11. maí 1955 D AGUR 5 Þessar myndir sýna nokkrar byggingar í Drengjaborginni hjá Omaha í Nebraska, sem Snorri Sigfússon lýsir í eftirfarandi grein. Borgríki drengjanna - Boys Town i Nebraska er mei menningarfyrirlæk! Ameríkubréf frá Snorra SigfiTssyni fyrrv. námsstjóra Eitt hið allra athyglisverðasta, sem eg hef séð hér, er Borg drengjanna (Boys town) í grennd við Omaha í Nebraska. Þar er heilu borgarríki stjórnað af drengjum, að mestu. — IJpphaf þessa merkilega fyrirtækis og gagnmerku og sérstæðu uppeld- isstöðvar, var það, að árið 1917 'tók kaþókkur prestur, séra Ed- vard Flanagan, að sér 3 eða 4 munaðariausa drengi í borginni Omaha cg veitti þeim margs kon- ar hjálp á sínu eigin heimili. En brátt bættust fleiri við, sem hann þóttist ekki geta rekið frá sér, og svo fór að leiguhúsakynnin urðu of lítil. En er þörfinblastiviðog er fórnfús forgangsmaður var fund- inn, voru rnargar hendur ó lofti til aðstoðar. Ríkið gaf mikið land undir byggingar og rekstur skammt frá Omaha, 1500 ekrur, sem mest er nú ræktað, lagt undir. byggingar og vegi og leikvelli. Drengir við margvíslegt nám. Þarna er barnaskóli, gagnfræða- skóli, iðnskóli, eins konar bænda- skóli, íþróttaskóli og margs kon- ar iðnstöðvar og verknámsskólar, og auk þess stór búrekstur allt rekið af þessum drengjum undir stjórn óliúlega fárra sérhæfra manna. Verkstæðin eru ekkert smásmíði, og þar eru notaðar hinar fullkomnustu vélar. Þarna eru strákarnir útskrifaðir um 18 ára aldur sem bílaviðgerðarmenn, skósmiðir vélsmiðir, rafvirkjar, trésmiðir, rakarar, klæðskerar, bakarar o. fl. o. fl., og þó er má- ske aðaláherzlan lögð á það, að ala þá upp sem bændaefni. Borg- in er ekki aðeins sjálfri sér nóg um framleiðslu landbúnaðaraf- urða, heldur selur hún sljkar af- urðil- í alistórum stíl Og þetta er svo vel rekið, að á árlegum land- búnaðarsýningum í Nebraskrríki stendur dxengjaborgin framar- lega og fær oft 1. verðlaun fyrir dýr sín og vörur. Það var gaman að sjá allar þess- ar vinnustöðvar morandi af lífi og gægjast inn í fjósin. þar sem drengir um fermingaraldur voru að kemba kúnum og þvo og búa þær undir mjaltirnar. Einnig var margt dxengja á leikvangi og flokkur 'í íþróttahúsinu, — öll borgin iðandi af lífi og starfi. Og þarna stendur kirkjan, rishá og fögur. Þúsund manna borg. Drengjaborgin getur tekið við 1000 drengjum, tekur þá varla yngri en um 8 ára aldur og út- skrifar þá um 18 ára aldur, sem fyrr er sagt, en eitthvað rnunu sumir þeirra vera þar lengur, ef þeir óska. Nú voru þar um 900 drengir. — Mér er sagt að þeir reynist yfírleitt vel, þegar út í lífið kemur, og sérstaka athygli höfðu margir þeirra vakið í síð- ari heimsstyrjöldinni fyrir þegn- skap og hfeystL Eins og sagt var í byrjun, átti kaþólskur-prestur frumkvæðið að stofnun þessarar merku uppeld- isstöðvar. En etlgin sérstök kirkja né sérstakt ríki á borgina né rek- ur. Borgín á sig sjálf og er rekin af eigin ratnleik og með frjálsum framlögUíH. Hinir stórkostlegu fjármunirf;sem þarna eru saman- safnaðir, hafa streymt og stveyma víðs vegar að. Hafa ríkir menn gefið stórgjafir, og árlega fer fram fjársöfnun um öll Banda- ríkin til . viðhalds og eFlingar þessu mikla starfi menningar og mannúða.r, enda er borgin opin Einkunnarorð Drengjaborgarinn- ar: „Hann er ekkert þungur, hann er bróðir minn.“ öllum drengjum, sem þangað leita, án tillits til trúarbragða, litarháttar og þjóðernis. Vestur ýfir Klettafjöll. Frá Omaha fór eg með jórn- brautarlest Vestur um þvera álf- una til Kyrrahafs og var nálega 40 klst. á. leiðinni því nær alltaf á ferð, því að lestin var hraðlest og stanzaði þyí mjög lítið alls staðar óg ekki nema í stærstu borgunúm: Þetta er geypileg vegalengd og' miklu meiri en menn- hugsa sér af venjulegu landakorti. — En ekki er hún alls staðar. falleg. Landið flatt og sviplítið vestur eftir öllu, en smáhækkár og kemst að lokum upp í um 10 þús. feta hæð, eða meira en helmingi rneiri hæð en Súlur og Rimar eru! Þá fór mað- ur að fá lokur í eyru svipað og í flugvél, og losnaði ekki við þær fyrr en komið var vestur yfir Klettafjöllin. Og leiðin yfir þau fjöll er hið ’.stórkostlegasta og hrikalegasta, sem eg hef séð. Þessi vegagerð er furðuleg og ekki meira en 50 ára gömul. Á þessari leið er fjökli af jarðgöng- um g e g n u m hnjúka og milli dala, en dalina þarí að þræða og taka langa króka til þess. Er það þá gjarnan svo að járnbrautin liggur öðrum megin dalsins en bílvegur hinum megin, og svo er hér og þar stung ið sér inn í íjöll- in og komið þá út úr þeim í öðr- um dal. I>engstu jarðgöngin eru um 10 km. á leng'd og kost- uðu á sinni t!ð um 18 milljónir dollara og voru grafin á 5 árum. — Mig sundlaði stundum við að horfa upp eða niður á þessari leið. Lestin virt- ist hanga framan í snarbröttum hliðum og klettabeltum, svo að undrum sætti, að menn skyldu þora slíkt en bergið er miklu fastara en heima, t. d. á Óshlíð og Ólafsfjarðarmúla og sjáanlega hafa þeir sprengt allt lausagrjót burtu unz fast berg fannst. Samt kvað viðhaldið mjög dýrt og lús- hægt er ekið yfir þessi hættú- svæði öll, svo hægt, að mögulegt er að stöðva lestina svo að segja á augnabliki. — Eg hugsaði með mér, á þessari leið yfir hin miklu fjöll, að mér mundi engin vega- gerð blöskra, eftir að hafa séð þessa. í Kalifomíubyggðum. Og svo var komið vestur af og til Kaliforníubyggðanna. Þar tek- ur við hinn mikli gróður, sígræn paradís og litauðug. — Veðurfar hefur hér verið undanfarna viku svipað og í júní heima, þægilegur hiti og meiri rigningar en venju- lega og lítið sólskin þar til í dag að upp birti. En Undarlegt finnst mér að vera kominn vestur að Kyrrahafi — og finna þar tals- verðan hóp íslendinga. Mér lízt hér vel á fólkið. Það er frjálsmannlegt og menningarlegt á svip og í fasi, og klæðaburður blátt áfram. — Og þótt mest beri á hinum hvíta kynstofni hér, er hér mikið af dökku fólki og blönduðu. „Rétt eins og Sturlukot.“ Hér í Berkeley er merkur há- skóli, sem á hér miklar byggingar í stóru hverfi borgarinnar, er setja mikinn og virðulegan svip á bæinn. Eru þar nú 15 þús stú- dentar við nám. Eg hef séð fjölda þessa háskólafólks á gangi milli bygginganna með bækur sínar undir hendinni. Allt þetta fólk leizt mér vel á. Það er frjáls- mannlegt og „ósjúskað" á svip, og örfátt reykjandi. Einn daginn að- eins 3 af um 200, sem eg taldi. Flest gekk það í peysum og karl- ar án hálslíns. Og engan kven- stúdent sá eg þar á háhæluðum skóm. — Ekki hef eg séð hér drukkinn mann, enda ekki farið víða um bæinn. En það hefui mér Haifa, ísrael. Ferðamenn í ísrael hafa vanda- mál að fást við, sem hvergi þckk- ist annars staðar. Það gildir nefnilega einu, hversu rækilega ísraelsmenn reyna að fræða þá um forna og nýja sögustaði. Að lokum eru þeir allir í einum graut í höfði manns. Setjum svo, að maður aki um þjóðveginn, og leiosögumaðurinn bendi út um gluggann og segi sem svo: Þarna hinum megin eru vetlirnir, þar sem þeir börðust Jósúa og Kanaansmenn. Og einmitt þarna höfðum við vélbyssuhreiður. Þarna hófst uppreist Makkabea árið 167 fyrir Krist, og þarna í dalskorunni króuðum við af Ar- abaherflokk, sem hafði þó bryn- varðan vagn til umráða, og tókum sjö þeirra til fanga. Á hæðinni þarna hinum megin lét Jósúa sólina standa kyrra á himninum og á næstu hæð erum við að reisa vatnsgeymi, hinn stærsta á þess- um hjara heims, fyrir milljónir lítra.“ Það kemur allt saman á einn stað, biblíustaðirnir, stríðið við Araba árið 1948 og uppbygg- ing landsins í dag. Ferðamaður- inn á fullt í fangi að vita, hvað er hvað. Styrjöldin 1948 stenzt hér allan samjöfnuð við sérhvern at- burð gamla testamentisins, og leiðsögumenn benda á glerverk- smiðjur, bílasmiðjur og gúmmí- suður með eins miklu stolti og þeir sýna sögustaði biblíunnar. ísraelsmenn eru nefnilega ein af þeim þjóðum heims, sem eru stoltari af nútíð sinni en fortíð. En þetta er lítið land og maður getur haft hraðan á og þó séð allt, sem þar er að sjá. Vegirnir eru góðir og eitthvað markvert er að sjá með fárra kílómetra milli- bili. Við ströndina eru gisti- og skemmtistaðir, og þola saman- burð við Miami Beach eða Santa Monica. En örskammt frá getur maður rekist á 2500 ára gömul þorp. Þegar maður leggur leið sína upp frá ströndinni, þar sem landið er hæðótt, kemur maður auga á aldingarða og bændabýli, sem kalla má að séu höggvin í klettana, en þar greri aldrei neitt áður fyrrum. í ísrael verður maður að sjá allt. Lykillinn að hinum vel heppnaða landbúskap fsraelsmanna eru samvinnu- byggðirnar, sem þeir kalla kibbutzim. Grundvöllur þessara kibbutzim er sameignin. Allur jarðneskur auður byggðarlagsins er sameign íbúanna, og vinnunni er skipt jafnt í milli þeirra. Eng- inn vinnur beinlínis fyrir annan, og enda þótt hvert kibbutzim stjórni sínum innanlandsmálefn- um, eru sum þeirra þannig vaxin, verið sagt að hér megi ekki selja vín nær háskólanum en í 1 mílu fjarlægð. Og sælgætisbúðir eru ekki leyfðar mjög nærri barna- skólunum. Þá varð mér að crði: „Það er rétt eins og í Sturlukoti,“ — eða hitt þó heldur! að þar er eignarréttur einstakl- ingsins afnuminn, og enginn einn á neitt sérstakt. Mörg þessi kibbutzim eru á landamærahér- uðunum, og eru í senn virki og búgarðar. íbúarnir eru vopnoðir rifflum, og skiptast á að standa vörð á nóttunni. Þarna er í raun- inni herstjórn, og þarna er fyrsta varnarlína þjóðarinnar gegn hugsanlegri árás. —0—— Ferðamaður í ísrael verður að heimsækja kibbutz. Engin leið er að komast hjá því. Okkur var fylgt að einu í Sasa, í hálendi Galíleu. Það var stofnað af amer- ískum Zíonistum. Þar búa um 80 manns frá Bandaríkjunum og 40 ísraelsmenn, og þetta fólk hefur verið þarna síðan 1949. Það rækt- ar ávexti. Búgarður þessi er sagður vera byggður á kenning- um Marx. Enginn á neina sér- eign. Ollu er fórnað fyrir heild- ina. Fólkið býr í einsherbeigis- húsum, borðar í sameigin'egu mötuneyti, og börnin eru ekki hjá foreldrunum heldur sofa í heima- vistum, en fá að heimsækja for- eldrana á daginn. , Þetta fólk í Sasa er andvígt trúai'brögðunum. Það heldur upp á þjóðhátíðardaga og hefur uppskeruhátíðir, en lætur trúár- lega hátíðisdaga líða um dal og hól. Af þeim 80 mönnum, sem komnir eru frá Bandarikjunum, hafa 70 annað tveggja útskrifast úr háskóla eða stundað þar nám lengur eða skemur. Þarna eru flestir giftir. Flestir, sem við ræddum við, gerðu ráð fyrir að eyða ævidögunum þarna. „Ein- staka fóru,“ sagði einn; „en þeir komu af ævintýralöngun í upp- hafi héldu að þeir mundu fyrir- hitta ævintýrin hér. Aðrir fóru af því að þeir voru á annarri skoðun um hlutina en við. Við höfum aldrei sagt neinum að fara, en hin félagslega ábyrgð hvílir á þeim, og þeir eiga stundum fárra kosta völ.“ —o— Þessi kibbutz starfa með ólík- um hætti. Sum eru 30—40 ára gömul og líta út eins og stórbú- garðar í Ameríku. En önnur eru nýleg, og þar er ungt fólk, sem ekki hefur mikla reynslu í bú- skap. Við hittum kibbutz-leiðtoga að máli og spurðum: „Hvert er nú erfiðasta vandamál ykkar9“ „Túristar, sem spyrja eins og asnar,“ svaraði hann. v’ið hröðuðum okkur á burt. Næst á eftir kibbutzunum krefjast ísraelsmenn að maSur fari að skoða landþurrkunár- (Framhald á 7. síðu). BJARTARI HLIÐIN Á EVRÓPU .. = Eítir ART BUCHWALD ========= Sögustaðir biblíunnar, skotvirki og kibbutz

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.