Dagur - 18.05.1955, Side 1
Fylgist með því, sem gerizt
hér í kringum okkur. —
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Bagur
DAGUR
kemur næst út fimmtu-
daginn 26. maf.
XXXVIII. árg.
Akueyri, miðvikudaginn 18. maí 1955
29. tbL
r*
:
r
másöíuver
-•©
Sæbjörg við bryggju á Oddeyri.
Hauganesi, einn af
— T. v. Kjartan Valdiinarsson á
eigelidum bátsins.
Tveir fisksbáta
veosmersii frá Skipassiiíðas
fyrir eyfirzka út-
Mk
Á föstudaginn var hleypt af
stokkunum tveimur fiskibátum,
sem Skipasmíðastöð KEA á Odd-
eyrartanga hefur smíðað fyrir ey-
firzka útvegsmenn. Eru þetta
hvort tveggja litlir þilfarsbátar,
búnir Listervélum. Stærri bátur-
inn, sem sést á myndinni hér að of-
an, er smíðað'ur fyrir útvegsmenn
á Hauganesi, þá Sveinbjörn Jó-
hannsson og feðgana Kjartan
Valdimarsson og Valdimar Kjart-
ansson. Báturinn er tæplega 8 lest-
ir að stærð. Hann heitir Sæbjörg,
ber einkennisstafina EA 72. Eig-
endur hafa þegar tekið við bátnum
og siglt honum heim. Minni bátur-
in heitir Ófeigur, EA 17, og eru
DAGUR
Dagur kemur ekki úí á laugar-
daginn, og mun blaðið koma
einu sinni í viku sumarmánuð-
ina, á miðvikudögum. En
væntanlega verður hægt að
hefja laugardagaútgáfuna aftur
með hausti. Næsta blað kemur
— af sérstökum ástæðum — út
á fimmtudag í næstu viku, en
ekki á miðvikudag. Tekið á
rnóti augiýsingum til hádegis á
miövikudag.
Togaraniir leggja upp
íil skreiðarverkunar
Mikill fiskur berst nú að hér til
herzlu. Jörundur landaði hér 240
lestum til herzlu 12.—13. þ. m. og
Sléttbakur landaði 290 lestum fyr-
ir heigina. Eru bæði skipin farin á
veiðar aftur. Harðbakur er í Aber-
deen og losar þar saltfiskíarm, en
Kaldbakur er væntanlegur af veið-
um með fisk til herzlu nú innan
fárra daga. Svalbakur fór á veiðar
í fyrradag, hafði komið frá Dan-
mörk þar sem skipið losaði salt-
fiskfarm.
eigendur hans Sæmundur Bene-
diktsson og Stefán Snælaugsson á
Litla-Árskógssandi. Báturinn er
5V> lest. Eigendur hafa einnig telc-
ið við þessum bát og var ætlunin
að sigla honum heim í gær.
Á Skipasmíðastöð KEA er unn-
ið að smíði 70 lesta vélbáts, og er
áætlað að sá bátur verði tilbúinn
fyrir næstu vetrárvertíð.
Yfirsmiður á skipasmíðastöð-
inni er Tryggvi Gunnarsson skipa-
smíðameistari.
Eysteinn Jónsson fer
fyrirlestrafcrð iim
j
Yestfirði
Eysteinn Jónsson fjármálaráð-
herra hefur ákveðið að fara fyrir-
lestraferð um Vestfirði á vegum
miðstjórnar Framsóknarflokksins
seint í þessum mánuði. — Ræðir
hann um stjórnmálastefnur og að
loknu íramsöguerindi verða frjáls-
ar umræður. Eysteinn talar á Pat-
teksfirði 22. maí, Bíldudal 24.,
Þingeyri 26., Flatevri 28., Suður-
eyri 30., Eolungavík 31. og Isafirði
1. júní.
Fulltríiar Atlantshafs-
ríkjanna heimsækja
r
ísland
Á Iaugardaginn komu hingaö
fulltrúar allra Atlaníshafsríkj-
anna í stutta lieimsókn.
Annaðist utanríkisráðherra, dr.
Kristinn Guðmúndsson, móttöku
þeirra fyrir hönd ríkisstjórnarinn-
ar. Fulltrúarnir komu á Keflavík-
urflugvöll, en sátu síðan boð ríkis-
stjórnarinnar í Reykjavík.
Sérfræðingtír á veguin EPA og Iðn-
aðarmálastofntmarinnar ræðir við
verzíimarmemi Iiér og í Reykjavík
I Vestur-Evrópu er nú uptti mikil hreyfing innan smásaluverzl-
unarinnar að koma upp sjálfafgreiðslubúöum, en sjálfafgreiðslukerfi
heíur farið sigurför um Bandaríkin á undanförnum árum. Einltum
hefur þessi breyting orðið í matvörubúðum.
Nemendahljómleikar Tónlistar-
skóía Ákureyrar n, k. sunnudag
Hinir árlegu nemendatónleikar
Tónlistarskóla Akureyrar verða í
Samkomuhúsi bæjarins sunnudag-
inn 22. þ. m. kl. 4 e. h. Koma þar
fram 11 eða 12 nemendur skólans
á aldrinum 10—17 ára og leika
þeir á píanó, orgel og fiðlu.
Nemendahljómleikar skólans
hafa þótt hin bezta skemmtun og
er þess að vænta, að svo megi enn
verða, enda munu hinir ungu hljóð-
færaléikarar hafa hug á að gera
sitt bezta.
Tilgangur Tónlistarskólans með
nemendatónleikunum er aö gefa
Samgöngur að komast í
eolilegt horf
Samgöngur eru nú aftur að kom-
ast í eðíilegt horf eftir hríðina í sl.
viku. Vaðlaheiðarvegur var ruddur
á mánudaginn, en Oxnadalsheiði
tepptist aldrei til fulls og er nú
allvel akfær. >ótt stytt hafi upp og
snjór sigið, er frost sem fyrr, og
hin mesta kuldatíð um landið
norðan- og austanvert.
bæjarbúum kost á að fylgjast með
þeim árangri, sem náðst hefur yfir
veturinn, og væntir skólinn þess,
að bæjarbúar sýni að þeir vilji
fylgjast með starfi hans og fjöl-
menni á hljómleikana.
Þessi mál eru nú mjög á dagskrá
meðal verzlunarmanna á íslandi.
Hér hefur dvalið um skeið sér-
fræðingur í þessari skipulagningu,
MR. A. W. SWENTOR, amerískur
kaupsýslumaður, sem ráðinn hefur
verið til leiðbeiningastarfs af
Framleiðniráði Evrópu (EPA) og
kemur hingað til lands fyrir at-
beina Iðnaðarmálastofnunar Is-
lands, sem hafið hefur samstarf við
EPA af íslands hálfu.
Að undanförnu hefur Mr.
Swentor dvalið í Reykjavik og
grennd, og rætt við kaupmenn og
samvinnumenn þar. Sl. mánudag
kom har.n hingað norður, ásamt
fulltrúa Iðnaðarmálastofnunarinn-
ar, Guðm. H. Garðarssyni. Átti
blaðið tal við þá um þessi mál, og
erindi þeirra hingað á mánudaginn.
Mr. Swentor hefur starfað sem
forstöðumaður sérfræðinganefr.dar
EPA í smásöluverzlun og dreifingu
matvæla. Nefnd þessi hefur starf-
að í 11 Evrópulöndum, og víða
haft mikil áhrif á skipulag mat-
væladreifingarinnar.
Hingað kom Mr. Swentoi frá
Noregi, en þar er að verða mikil
breyting á matvörubúðum. Skýrði
hann blaðinu svo frá, að kaupfé-
lagið í Osló hefði þegar opnað 19
eða 20 sjálfafgreiðslubúðir, og þró-
unin væri svipuð annars staðar
— Ef lækifæri til að koma upp
sjálfafgreiðslubúðum hér?
Mér virðist ástandið hér s\ipað
og víða í Vestur-Evrópu, segir Mr.
Swentor. — Nú er runninn upp
sá tími, að vöruframboð er tióg,
tími skorts og skömmtunar er lið-
inn, og verzlunarmenn íhuga
14. maí á Akureyri
livernig þeir geti fylgst með tíman-
um. Og reynslan í Badaríkjunum
bendir eindregið á sjálfafgreiðslu-
fyrirkomulagið. I sumum Evrópu-
löndum hefur það og langa reynslu
að baki, t. d. í Svíþjóð. Hér hjá
ykkur hefur það lítt eða ekki verið
reynt enn, en nú er Ijóst, að mikilL
hugur er í mönnum i Reykjavik a.
m.k., að breyta mjög til á næst-
unni.
— Mundi nýtízku sjálfaf-
greiðslubúð gcta þrifist í bæ á
stærð við Akureyri?
Vissulega. Við höfum í Banda-
rikjunum langa reynslu frá 7000
til 10000 manna bæjum, og þar er
rúm fyrir margar búðir. Sumum
matvörubúðum, sem eg hef séð
hér í bænum, mætti breyta í sjálf-
afgreiðslubúðir, að öllu eða ein-
hverju leyti.
— Tcljið þér þctta fyrirkomu-
lag til frambúðar, eða aðeins
tízkufyrirbæri?
Fyrirkomulagið er ekkert stund-
arfyrirbæri. Það er þegar næg
reynsla fyrir því. Alls staðar kem-
ur í ljós, að þetta er hagkvæmasta
búðafyrirkomulagið, og ódýrasta
dreifingarkerfið. Þeir, sem breyta
búðum sínum í þessa átt, annað'
tveggja að nokkru eða öllu leyti,
uppskera aukfta sölu, og þess
vegna er eðlilegt, að þróunin sé
Öll frá gamla kerfinu' og til hins
nýja. Fyrir neytendur hefur þetta
sölukerfi svo mikla kosti, að al-
menningur fagnar því hvarvetna.
Þá er þarna leið til að lækka dreif-
ingarkostnaðinn og gera vörumar
ódýrari. Því að ef matvörubúð get-
ur ekki aukið söluna og lækkað
sölukostnaðinn með því að bieyta
til sjálfafgreiðslufyrirkomulags, þá
er eitthvað bogið við stjórn og
rekstur.
Sigurför í Evrópu.
Hvarvetna, þar sem eg hef kom-
ið á meginlandi Evrópu, er verið
að breýta til, og þessar búðir fara
sigurfcir. I Bandaríkjunum ei þró-
unin mjög í þessa átt á öllum svið-
um. Þar eru sifellt að koma fram
(Framhald á 7. síðu).
Þannig var umhorfs hér á brekkunum 14. þessa mánaðar, vetrarríki
í 4. viku sumars, landið alhv.'tt og víða djúpir skaflar. Nú hefur
snjórimi sigið nokkuð, en frost hafa verið á hverjum degi, og svip-
aðar horfur er þetta er ritað. — Er nú hart í ári fyrir farfuglana. —
Aðalfiindur KEA
7.-8. júní
Stjóm Kaupfélags Eyfirðinga
hefur auglýst aðalfund félagsins
og verður hann haldinn hér á Ak-
ureyri dagana 7.—8. júní næstk.
Fundarstaður verður Nýja Bíó sem
undanfarin ár.