Dagur - 06.07.1955, Síða 1
I
Fylgist með því, sem gerizt
hér í kringum okkur. —
Kaupið Dag. — Sími 1166.
XXXVni. árg.
Akureyri, miðvilcudaginn
6. júlí 1955
36. tbl.
Síldarsöltun hafin
fyrstu skipin fengu
f gær var söltuð s 'd í Sigiufirði
á nokkrum söltunarstöðvum. —
Höíðu nokkur skip fengið 50—200
tunnur við Kolbeinsey og var
síldin sölíuð og fryst.
Er nú frjálst að salta fvrstu
veiði, enda sé síldin söltur.arhæf.
Mun þessi fyrsta síld vera nokkuð
jafrstór cg um 15% feit.
Aður hafði vélskipið Fróði feng-
ið 250 tunnur, og var það fyrsta
síldin á þessu sumri.
M’nni þátttaka en í fyrra.
Minni þátttaka er nú í síldveið-
um en undanfarin ár. Gildir það og
um skip héðan frá Eyjafirði. Þegar
eru komin é miðin eftirtalin skip:
Jörundur, Akraborg, Garðar, Gvlfi,
Vörður, Von, Auður og Snæfell.
Onnur skip, sem héðan fara, munu
halda á miðin nú bráðlega. Auk
þeirra skipa, sem hér eru talin, ern
Olafsfjarðar- og Dalvíkurbátar, og
munu komnir af stað.
Fisksjá í Akureyrarsldpum.
Nú hefur S.mrad-dýptarmælir og
fisksjá verið sett í a. m. k. þrjú
skip, sem héðan eru gerð út, eða
þessi: Jörund, Snæfell og Súluna.
Aður hafði slíkt tæki verið sett í
m s. Ingvar Guðjónsson og í Sig-
urð frá Siglufirði. Gera menn sér
vonir um, að tækin komi að góðu
gagni við síldarleitina.
Kðl í tilraunareitum, sem fengu
sfóra áburðarskammta í fyrra
Ólafur Jónsson, fyrrum til-
raunastjóri á Akureyri og ráðu-
nautur, er nýkominn til bæjarins
frá Skriðuklaustri á Fljótsdals-
héraði. En þar hefur liann starfað
í vor og sumar á tilraunastöðinni.
Hann telur Skriðuklaustur á
margan hátt vel fallið fyrii til-
raunastarfsemi í landbúnaðinum.
Þar er höfuðból að fornu og nýju,
mikið Iandrými og fjölbreytilegt.
Einnig er þar glæsilegur og góður
húsakostur síðan Gunnar Gunn-
arsson bjó þar og byggði staðinn.
Jarðræktarframkvæmdir
skemmra á veg komnar.
Blaðið hitti Olaf Jónsson að máli
í gær, og spurði hann frétta af
Héraði. Hann taldi jarðræktar-
framkvæmdir þar eystra vera
skemmra á vcg ór^.'.inar heldur en
t. d. hér í Eyjaf., en þó miðaði vel.
Ræktunarsamböndin hafa jarðýtur
og skurðgröfur í gangi. En sláttur
er ekki almennt hafinn. Stafar það
að mestu af því, að siður er þar að
beita sauðfé á tún nokkuð lengi
fram eftir. Klaki var mjög mikill í
jörð í vor og tafði fyrir gróðri
Fjárbú.
Á Skriðuklaustri er á fimmta
hundrað fjár og umfangsmiklar
jarðabætur gerðar undir stjórn
Jónasar Péturssonar frá Hrana-
stöðum í Eyjafirði. Nokkrar til-
raunir eru gerðar í sauðfjáriækt-
inni, sérstaklega í sambandi við
fóðrun á lambgimbrum.
Jarðræktin.
Hins vegar er tilraunastöðin
fyrst og fremst stofnuð og rekin
vegna jarðræktarinnar. Eru þar
framkvæmdar hliðstæðar tilraunir
í grasrækt, kornrækt og kartöflu-
-Jiffkt og á hinum tilraunastöðvum
landsins og hefur hinn kunni til-
raunamaður Olafur Jónsson lagt
hönd að verki síðastliðin ár.
Kal í tilraunareitum
Allmikið bar á kali á þeim til-
raunareitum er mestan áburðar-
skammt tilbúins áburðar fengu í
fyrrasumar. Harðast varð úti reit-
ur, sem borið var á sem svarar 300
kg. af köfnunarefni á ha., og þrí-
sleginn. Reitur, sem fékk 180 kg.,
og einnig var þrísleginn, lítur skár
út í vor. Ekki verður að svo stöddu
fullyrt. hvað valda muni. En maður
getur látið sér detta í hug, sagði
Olafur, að þegar grasinu er haldið
í vexti fram undir haust, fái plant-
an ekki tíma til að fullþroska rætur
og búa sig undir veturinn. Ef tíð
verður svo erfið fyrir gróður að
vetrinum eins og sl. vetur, má bú-
ast við kali. En þetta er mál, sem
þarfnast frekari rannsóknar, sagði
Olafur að lokum.
Séra S'gurður Stefánsson prófast-
ur á Möðruvöllum, flutti mcssu
undir beru lofti.
Forseti íslands
heimsækir Þing-
eyjarsýslnr
Nú í vikulokin hefst opinber
heimsókn forseta Islands, herra Ás-
geirs Ásgeirssonar, og forsetafrú-
airnnar, Dóru Þórhallsdóttur, í
Þingeyjarsýslur. — Forsetahjónin
munu koma sjóleiðis til Húsavíkur
hinn 8. þ. m., og fer þar fram mót-
tökuathöfn, hinn 9. verða þau á
Laugum, og aka þaðan til Mývatns-
sveitar og gista þar. Fara síðan um
Norður-Þingeyjarsýslu. Hinn 13. þ.
m. munu þau koma til Svalbarðs-
eyrar og aka þaðan til Grenivíkur
og verður þar opinber móttaka.
Margar torfærur eru á gatna-
kerfi bæjarins en óv'ða verri
en á einni fjölförnustu götunni,
Kaupvangsstræti Að aka þar
um er enna likast því að feiðast
um grýttan árfarveg. Þetta er
í rauninni ófært ástand á svo
I ])ýðingannikilli umferðarbraut.
Fulltrúar á 19. Sambandsþingi Ungmennafélags íslands á Akureyri.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri
flutti æskufólkinu kvæði, og \ akti ávarpaði ungmenanfélagana í
mikla hrifningu. snjallri ræðu.
ym Eands-
Akureyri um síðusfy helgi
Landsmót ungmennafélagatma háð
með miklnm glæsibrag - Undirbún-
ingur og stjórn með ágætum - Fram-
koma ungmennafélaganna landi
og þjóð til sæmdar
Akureyringum finnst bærinn sinn hljóðlátur og fámennur nú þessa
fyrstu daga eftir helgina. Hinn fjölmenni hópur æskumanna, sem
sótti okkur heim, á 9. landsmót ungmennafélaganna, er farinn heim,
fánaborgirnar eru horfnar og aðrar skreytingar,og hið daglega líf
í bænuin fellur aftur um gamlan farveg. En minningin um þcssa
heimsókn mun lifa. Hún var skemmtileg tilbreyting.
Bærinn bar svip unga fólksins
þessa daga. Og framkoma þess öll
var til sæmdar fyrir ungmennafé-
lagsskapinn.
Gott starf.
Stjórn Ungmennasambands Eyja-
fjarðar og starfsmenn mótsins unnu
mikið og gott starf. Aðkomumenn-
irnir rómuðu mjög undirbúnings-
störf héraðssambandsstjórarinnar
og starfsmanna hennar, og fyrir-
greiðslu alla í bænum. Bæjarstjórn
Akureyrar sýndi mótinu þá vin-
semd og þann skilning að veita 10
þús. kr. styrk til mótsins. Var þeim
tíðindum tekið með fögnuði af
unga fólkinu.
Góður undirbúningum —
mikill þegnskapur.
Þorsteinn Einarsson íþróttafull-
trúi, sem stjórnaði frjálsíþrótta-
keppninni hér, og starfaði hév alla
dagana að undirbúningi og stjórn
mótsins, sagði blaðinu að mótinu
loknu, að sér virtust allir sammála
um, að vel hefði tekizt. Hann átti
varla nógu sterk orð til þess lýsa
hrifningu sinni á undirbúnings-
starfinu hér, og á þeim þegnskap
(Framhald á_2. síðu).