Dagur - 06.07.1955, Blaðsíða 6
e
DAGUR
Miðvikudaginn 6. júlí 1955
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166.
Árgangur kostar kr. 60.00.
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
r
Unga Island
ÞAÐ VAR FALLEGUR og bjartur svipur á Ak-
ureyri um síðustu helgi. Sól skein í heiði, og sunn-
angola bærði lauf og strá og fána, sem blöktu við
hún víðs vegar i bænum. Allt var þetta gamalkunn-
ugt. En nýstárlegt tilbrigði í þessari mynd var fjöldi
æskumanna að leik og starfi, í skrúðgöngum um að-
algötur bæjarins, að keppni á íþróttaleikvanginum
og að störfum á sambandsþingi ungmennafélaganna,
sem hér var háð. Þetta tilbrigði í sumarmynd Akur-
eyringa var svo móttugt, að það hreif til sín mestan
skerf áhrifanna, sem áhorfandinn varð fyrir. Við
urðum snortin af mynd unga Islands, og við hrif-
umst í huganum af þeim fyrirheitum, sem hún
geymdi. Þetta var dugmikið, frjálsmannlegt, hispurs-
laust og drengilegt fólk, mótað af starfi í sveit og
við sjó. Þessi mynd var til þess fallin, að hrífa úr
huga þeirra, sem eldri eru, úrtölur og vonleysi og
svartsýnisskraf um að heimur fari versnandi, og
unga fólkið skorti þrótt horfinna kynslóða. Island
hefur aldrei átt þróttmeira né fallegra æskufólk en í
dag. Þetta unga fólk vinnur hörðum höndum á skip-
um á hafi úti, við ræktunarstörf í sveitum, við vél-
arnar í iðnaðinum og við þúsund önnur verkefni í
varðstöðvum þjóðfélagsins. Og því fara verk vel úr
hendi. Hér mættust nú fulltrúar þess til drengilegra
leika og það sannaðist, að í byggðum landsins eru
alls staðar að vaxa upp hin ágætustu íþróttamanns-
efni. Samhliða starfinu þroskast hæfileikinn til að
stunda drengilegar íþróttir með sæmd. Þeir, sem
leysa hvort tveggja vel af hendi, starf og íþrótt,
verða góðir þegnar og traustar stoðir heilbrigðs
þjóðfélags.
Að vísu má líka sjá dökka fleti á hinni glæsilegu
mynd. Til eru þeir, sem hafa ekki kunnað eða
megnað að sjá fótum sinum forráð í sóknarhraða
■hins nýja íslenzka þjóðfélags, eða hafa illa getað
gert skil í milli skemmtunar og skyldustarfs. Þannig
hafa starfskraftar glatast öllum þjóðum alla tíð. En
framtiðin er ekki þessa fólks, heldur hinna, sem
starfa í anda ungmennafélgsskaparins að heill og
heiðri þjóðarinnar.
i
HÉR MÁTTI SJÁ ÞAÐ um þessa síðustu helgi,
að ungmennafélögin eru enn þróttmikill félagsskap-
ur í landinu, og þau eiga enn óst og virðingu mikils
fjölda æskufólks. Onnur félög hafa fremur náð hylli
unga fólksins í stærstu kaupstöðunum, en í sveit-
um og þorpum og hinum minni bæjum, eru það
enn ungmennafélögin, sem eru merkisberi frjálshuga
æskumanna, vettvangur þeirra til leika, og til starfs
að málum heildarinnar. Þetta er vissulega ekki til-
viljum heldur aðeins sönnun þess, að í byggðum
landsins á hin þjóðlega menning dýpstar rætur.
SVO KANN ENN AÐ FARA, að í stað þess að
hin nýtizkulegu æskulýðsfélög bæjanna útrými ung-
mennafélagsskapnum, eins og stundum er þó haft
á orði, verði það ungmennafélagsskapurinn og hug-
sjón hans, sem verður hin þjóðlega og stóra tízka
framtíðarinnar í bæ jafnt sem sveit. Landsmót
ungmennafélaganna hér hefur vissulega þokað mál-
um nær þessu marki. Þessi fundur æskumanna, und-
ir merki ungmennafélaganna, hlýtur að hafa kveikt
löngun í brjósti heilbrigðra æskumanna stóru kaup-
staðanna, að gerast þátttakendur í því starfi að
vinna íslandi fyrst og síðast undir
krossmarki bláhvíta fánans.
LEIÐ ÍSLENZKAR æsku ligg-
ur frá ismum og erlendum tízku-
Brezkur v.sindamaður talaði
fyrir fáa áheyrendur.
í FYRRI VIKU kom hér kunn-
ur, brezkur læknir og vísindamað-
ur, dr. Richard Doll að nafni, og
flutti hér erindi á vegum Krabba-
meinsfélags Akureyrar. Erindið var
rækilega áuglýst. Aðgangur var
ókeypis. Ljóst mátti vera, að þessi
maður mundi hafa margt merkilegt
að segja um tóbakið og áhrif þess.
Hann og félagi hans, prófessor Hill
í London, hafa manna mest rann-
sakað þá hluti. Skýrsla þeirra um
samband sigarettureykinga og
lungnakrabba vakti heimsathygli,
er hún var fyrst birt fyrir fáum ár-
um. Síðan hefur þessum rannsókn-
um fleygt fram, og vísindamenn
margra landa hafa lagt orð í belg.
Allt eru þetta athyglisverð fræði
fyrir reykingamenn, og ekki síður
fyrir ungt fólk, er ekki er orðið tó-
baksnautn að bráð, og aðstandend-
ur þess. En þótt svona væri í pott-
inn búið, fór svo, að aðeins fáir
áheyrendur nenntu að ómaka sig
til að hlýða á fyrirlesturinn og sjá
skýringarmyndirnar, sem sýndar
voru. Við erum seinir til, Akureyr-
ingar, og erfiðara virðist hé; en
annars staðar að fá góða aðsókn að
fundum og samkomum af þessu
tagi.
stefnum seinni áratuga, og að hinni
upphaflegu hugsjón ungmennafé-
laganna. Þannig mun unga kynslóð-
in varðveita lýðveldi, framför og
frelsi, á ókomnum tima.
sagði dr. Doll. í sama streng tók
prófessor Níels Dungal, sem hing-
að kom með honum, og er flestum
landsmönnum kunnugt um baráttu
próf. Dungals gegn reykingum
vegna þessarar sjúkdómshættu. —
Krabbameinsfélagið hér á þakkir
skildar fyrir að hafa fengið dr.
Doll til að koma. Fræðslustarf um
skaðsemi reykinga er enn hvergi
nógu þróttmikið. Almenningur er
enn of sinnulaus um mikið vanda-
mál, sem sækir að okkur með vax-
andi þunga.
Sendið þá í skólana!
EN ÞÓTT GOTT sé fyrir okk-
ur, sem fullorðin erum, að hlýða á
fræðslu um þessi mál, er miklu
gagnlegra að koma upplýsingunum
inn í skólana. Þar er sá akur, sem
þessi vísindi eiga einkum að sá í.
Eldri reykingamönnum verður ekki
bjargað, en æskunni má bjarga
með því að kynna henni hlnar
miskunnarlausu staðreyndir. Kynn-
ing af því tagi er margfallt ábrifa-
meiri en nokkur bindindisprédik-
un.
Gimsteinn íslenzkra
bókmennta
Hvaða heimilistæki á að kaupa?
HÉR VAR FYRIR NOKKRU vakin athygli á
bæklingum Neytendasamtakanna, sem geyma gagn-
legan fróðleik fyrir húsmæðurnar um ýmsan varning
og ýmis áhöld. Með þessari útgáfu er hafin hér starf-
semi, sem lengi hefur tíðkast meðal annarra þjóða, og
reynst heimilunum hin bezta vemd í völundarhúsum
verzlunar og viðskipta. En enn sem komið er, munu
íslenzkar húsmæður ekki hafa komizt upp á lag með
að notfæra sér þessar leiðbeiningar. Þær ná að vísu
aðeins til fárra vörutegunda enn sem komið er, en eru
samt gagnlegar, það sem þær ná.
HÉR FÁST NÚ í búðum vörur, sem eru gæða
merktar, er svo er kallað, eða hafa á sér viðurkenn-
ingarstimpla neytendasamtaka eða hliðstæðra stofn-
ana í öðrum löndum. Fólk hér er líka að komast upp
á lag með pð líta á það sem tryggingu, ef varan er
merkt með viðurkenningarmerki „Good houskeeping",
eða viðurkennd af Statens Husholdningsraad. Þetta
vísar veginn til þess, sem koma skal hér: Gæðamerk-
ingar á sem flestum vörum og auknar leiðbeiningar
um verð og gæði. Þannig má spara heimilum og þjóð-
arbúi mikið fé.
SEM DÆMI UM GAGNSEMI slikrar stefnu má
nefna frétt í dönsku blaði nú á dögunum. Statens
Husholdningsraad hefur látið athuga og reyna flestar
gerðir rafmagnshrærivéla, sem á boðstólum eru í
Danmörk. Voru það einar 12 tegundir, sem allar eru
auglýstar af miklum krafti. Styrkleiki vélanna var
prófaður, varahlutir kannaðir, gagnsemi metin og verð.
Merkilegt erindi.
UM erindi dr. Dolls er það ann-
ars að segja, að það var merkilegt,
flutt af hófsemi vísindamannsins,
laust við áróður, en þunga stað-
reyndanna teflt fram miskunnar-
laust. Það var því mjög áhrifarikt.
Var vissulega skaði, að svo fáir
ungir menn voru meðal áheyrenda.
Menn, sem éru ofurseldir reyking-
um, hætta ógjarnan uppteknum
hætti, þótt þess séu að vísu all-
mörg dæmi, en meira er um vert,
að opna augu æskumanna fyrir
skaðsemi vindlinganna. Hér var í
rauninni ekki um neina bindindis-
prédikun að ræða, heldur heilsu-
fræðilegar staðreyndir, og jafn-
hliða tölur um tóbaksnotkun. Eng-
um manni með heilbrigða dóm-
greind, getur blandast hugur um,
að hér eru ógnarleg tengsl i milli,
sem hljóta að vekja til umhugs-
unar.
Þróunin í Brctlandi og hér á
landi.
ÞAÐ, sem einkum vakti athygli
mína, var sú staðreynd, að skýrslur
um útbreiðslu lungnakrabba sýna,
að Bretland er það efst á blaði,
með mesta útbreiðslu, en Island
einna neðst. En dr. Doll hafði til
reiðu skýringu á þessu fyrirbæri.
Englendingar hafa reykt vindlinga
í stórum stíl nokkrum áratugum
lengur en íslendingar Og krabba-
mein er ekki sjúkdómur, sem mað-
ur tekur í dag og leggur mann í
rúmið á morgun, heldur kemur það
fram eftir áratug eða áratugi. Og
tölurnar sýna einnig, að nú hin
síðustu ár, verður þessi ógnarlegi
sjúkdómur útbreiddari hér. Sama
skýringin er á því, hvers vegna
færri konur en karlar fá lungna-
krabba. Vindlingareykingar meðal
kvenþjóðarinnar hófust miklu
seinna en meðal karla. Það er fyrst
nú þessi síðustu ár, sem sjúkdóm-
urinn fer ört vaxandi meðal
kvenna. Enda reykingar þeirra á
fyrri árum fyrst nú að segja til sín.
Allt þykja mér þetta skynsamleg-
ar skýringar á einum þætti þessa
máls. Og margt fleira í þessum dúr
„Njáls saga cr i senn nógu stór
í sniðurn og auðug að efni til þess
að fullncegja flestum kröftim flestra
manna. Hún er dásamleg œvintýra-
saga, og i þeim búningi er hún, er
við kynnumst henni fyrst. Fyrir
þroskaðar sálir verður hún göfugur
hljómur, þar scm slefið er leyndar-
dómur mannlegra örlaga. Hún hef-
ur aila tíð verið talin hin merkasta
heimild fyrir þá, sem vilja frœðast
um gullöld íslenzkra bókmennta ...
eða um söguheljur og sorgarsháld-
skaþ yfirleitt. En prýði Njálu er i
henni sjálfri og sprottin af henni
sjálfri, en hvorlii lánað frá hliðstceð-
um verkum eða byggt á lcerdómi
Próf. Giuyn Jones i grein um
Njáluútgáfu þróf. Einars Ól.
Sveinssonar, i Times Litterary
Suþplement og i The Scandina-
vian Review, sumarhefti 1955.
Upplýsingarnar síðan birtar sem leiðbeining fyrir al-
menning, sem síðan stendur miklu betur að vígi en
áður, að velja hrærivél í búð.
HÉR HJÁ OKKUR eru sífellt auglýstar margar
tegundir af alls konar heimilisvélum, og hver um-
boðsmaður heldur að sjálfsögðu fram sínu merki, en
almenningur stendur ráðvilltur, og veit varla, hvar
bera skal niður. Upplýsingaþjónusta af þessu tagi get-
ur því verið hinn bezti greiði við almenning, og auk
þess gagnleg fyrir þjóðarbúskapinn með því að beina
eftirspurninni að þeim tækjum, sem bezt eru í reynd
og hagkvæmust.
Þannig má lengi telja dæmin. Þessi starfsemi öll
er athyglisverð.
Fiskur og grænmeti
DANSKT kvennablað kennir lesendum sínum
þessa aðferð við að sjóða fisk: Látið ykkur ekki
nægja, að sjóða nýjan fisk í vatni, með ofurlitlu
af ediki, heldur bætið vatnið miklu meira: Sker-
ið einn lauk í sneiðar, gulrót sömuleiðis, og setjið
saman við, bætið í persille og „púrru“, ef til er,
og gleymið ekki að láta pipar um leið og þið
saltið vatnið! Með þessum hætti verður fiskurinn
miklu bragðbetri og ljúffengari, segir blaðið,
og er ráðið hér ekki selt dýrara en það er keypt!
Laugardaginn 9. júlí næstk. fer
hér fram kanttspyrnukappleikur
milli Isfirðinga og Akureyringa.
Eins og kunnugt er fer Knatt-
spyrnumót Islands nú fram í I.
deild, sem nú er skipuð Reykjavík-
urfélögunum 5 og Akurnesinguum,
og í II. deild.
1 II. deild er sú skipting viðhöfð,
að landinu er skipt i 3 svæði. —
Fyrsta: Suður- og Vesturland. —
Annað: Vestfirðir og Norðurland.
— Þriðja: Austfirðir. — Félög inn-
an þessara svæða keppa innbyrðis
og síðan keppa sigurvegararnir af
hverju svæði um rétt til setu í I.
deild, en aftur á móti fellur neðsta
lið í I. deild niður í II. deild.
Á svæðinu Vestfirðir—Norður-
land höfðu Húsvíkingar einnig til-
kynnt þátttöku, en munu sennilega
ekki verða með.
GOTT AÐ HAFA í HUGA:
Það er miklu betra og geðslegra að láta ryksuguna
þrífa sópa og kústa, en hrista úr þeim út fyrir dyr
eða út um glugga.
■——o------
Oft er erfitt að hengja léttar blússur eða kjóla á
herðatré. Við þessu má gera með því að vefja teygju-
snúru um endana á herðatrénu. Þá situr fatnaðurinn
vel.
----o-----
Sjálfsagt er, þá maður kaupir nýja skó, að bursta
þá vel upp úr góðum áburði, áður en maður tekur þá
í notkun. Og bezt er að láta skóna standa, nýburst-
aða, einn dag eða svo, áður en maður setur þá upp.
Þannig endist leðrið bezt.