Dagur - 06.07.1955, Side 4

Dagur - 06.07.1955, Side 4
4 D A G U R Miðvikudaginn G. júlí 1955 Ameríkubréf frá Snorra Sigfússyni: r Menzkiir fiskur sælgæti í Nebraska - Vatn handa gestum í Iieimalmsnm og á veitingastöðum - Refsidómar af- plánaðir með starfi í opinberum görð- om - Ankin áherzla á sjálfsnám nem- enda - Vestnrferðapistlum lokið Ávarp ti! Islendinga um sfofnun og starf Almenna bókafélagsins Eg ætla að ljúka þessum þáttum mínum með því að geta hér þriggja atriða, sem mér þykja frásagnar- verð, svona í gamni og alvöru. íslenzki fiskurinn. Þegar eg var í Nebraska um páskana hjá tengdafólki dóttur minnar, þótti mér heldur en ekki gott og gaman að fá ísl. fisk að borða. En á því stóð þannig, að danskur bóndi, sem þarna hefur búið í 30 ár, bauð okkur til sín eitt kvöldið. Þótti nú heldur matur að :á Islending, sem að sjálfsögðu tal- aði dönsku. En þarna í kring er talsvert af danskættuðum bænd- am, og þar á meða! tengdafaðir dóttur minnar. — Nú heimsóttum v’ið þennan mektarbónda, sem var aýfluttur af sinni jörð, hafði rétt fokið við að byggja sér nýtt hús í porpinu, og það sýndi hann okkur bátt og lágt og var hreykinn af. En er við vorum að skoða kjallarann, kallaði hann á mig sérstaklega að stórri kistu, sem þar stóð og hálf- .Ivíslaði að mér: „Nú skal eg sýna þér nokkuð, sem eg hugsa að eng- nn í þorpinu eigi nema eg.“ Og >vo opnaði hann kistuna, serr. var einn heljarmikill ískassi, og þrífur pakka þaðan og rekur upp að vit- um mér og hvjslar: „Þetta er ísl. riskur eins og þú sérð, hreinasta sælgæti og þetta skaltu sannarlega i'á að bragða!“ — Það glaðnaði yfir mér er eg handlék þennan fallega pakka, sem var á að gizka 2 kg., eða svo og mjög myndarlega frá honum gengið á alla lund. Spyr eg þá um það hvort þetta sé til sölu bér. „Nei, nei, blessaður vertu. Það ar vinur minn hérna við gistihús, sem einstöku sinnum nær í svona pakka og lætur mig þá fá einn. Þetta er nefnilega hnossgæti og al- veg hræódýrt, kostar aðeins 3 dali pakkinn (um 50 kr.), það þykir okkur nú ódýrt hér. Ef þetta væri hér á boðstólum myndi það áreið- anlega vera hér á hvers manns diski, a. m. k. einu sinni í viku.“ — 3g daginn eftir borðaði eg minn jppáhaldsrétt, blessaðan ísl. stein- Ibítinn, og minntist þá margs frá veru minni á Vestfjörðum, þai sem pessi hunangsmatur svo að segja oð á land og kostaði í hæsta lagi 25 aura stykkið, —■ nóg í matinn oanda heilli fjölskyldu! En því segi eg frá þessu, að mig undraði það, að fara þyrfti króka- leiðir til að ná í þessa vöru okkar. Eg hélt að reynt væri að koma nenni sem allra víðast á markað. Og 3 dalir fyrir ca. 2 kg. hlýtur að pykja sæmilega vel borgað. -— Og oar þótti það ódýr afbragðsréttur. ^atn, vatn. £g veitti fljótt athygli einni :astri venju, sem mér þóti skemmti ega athyglisverð. Hún var sú að Dyrja alltaf á því að bjóða gesti vatnsglas með ísmola í. — Þetta var mjög áberandi í miðríkjunum jg í Calforníu. Kæmi maður inn á /eitingahús og tæki sér sæti við Dorð, svo að auðsætt þótti að mað- jr æskti einhvers, matar eða Jrykks, var það segin saga, að um eið og þjónninn kom með seðil yfir það, sem til reiðu var, kom lann með vatnsglas eða glös á bakka og setti þau fyrir mann. Það brást varla að þetta væri byrjun á öllum veitingum. Og þetta kunni eg ákaflega vel við, og er þó vatnið þar ekki eins gott á bragðið og okkar. En alltaf var það kalt. En þessi siður er ekki aðeins í veitingahúsum, heldur mjög víða í heimilum. Eg var í einni kvöld- veizlu skömmu eftir að eg kom til Berkeley. Yfirmaður efnafræði- rannsóknarstofnana héraðsins bauð þeim hjónum og mér til þessa kvöldverðar. Þetta voru „fín hjón í fínu húsi“, heimilið smekklegt og íburðarlaust menningarheimili. — Nú komum við þar kl. 6 e. h. og hófust veitingarnar á þann venju- lega hátt þar, að komið var með coktailsull í glösum, svona milli hálfs og fulls, skáláð og gestir boðnir velkomnir. Mun þetta mik- ill siður þar sem víðar. Svc var setzt og rabbað og á þessu dreypt við og við. Og síðar setzt að mál- tíð, en þar var ekkert vin, aðeins vatn. — Að máltíð lokinni var setzt og rabbað, og nú taldi Islending- urinn, sem kunni venjurnar að heiman, alveg víst að aðaldrykkjan mundi hef jast, og líklegast af krafti og fram á nótt! En ekkert bólaði á whiskýinu eða toddýinu, og þótti honum það undarlegt og ekki „up to date“! en viti menn. Þarna kom það. Frúin rogast inn með glös á bakka um kl. 10, og rétti hverjum sitt. — Og allir drukku — vatn! — Þá glápti sá íslenzki út í loftið af undrun og skellihló í huganum: Já, hvað skyldu þeir hafa sagt í Sturlukoti um þessa gestrisni! Og kveðjast svo kl. 10.30 og fara að sofa, og rísa úr rekkju kl. 7! — Þar hefðu þeir dundað við steikari drykkju til kl. 2 og látið svo aka sér heim, og kannske skreiðast. á fætur kl. 9! Fangar í garðavinnu. Það má segja að yfirleitt sé venjan sú, að menn vinni ekki á laugardaga, en hafi þeim mun lengri vinnudag hina 5 daga vik- unnar. A þetta einkum við ýmis útistörf og vinnu við iðnað. En eg tók eftir því, að fáeinir menn voru jafnan við vinnu í opinberum görð- um á laugardaga, og spurði um hverju það sætti. — Jú, þetta voru menn, sem höfðu brotið af sér og fengið sinn dóm. En sök sína gátu þeir afplánað á þennan hátt, — að vir.na á laugardaga fyrir bæ og ríki, þegar þeif áttu fri. Það var þeirra refsing. Eg læt nú þessum þáttum lokið. Eg hef hripað þá niður að gamni mínu, en þakka kærlega vinsamleg ummæli um þá úr bréfum. Eg hafði mikla ánægju af mörgu, sem eg heyrði og sá og við fólkið kuuni eg ágætlega. En þess óskaði eg oft að eg væri svo sem 20 árum yngri og enn skólastjóri. — Eg minnist þess þegar eg var að forvitnast um sjkól- ana á Norðurlöndum og Englandi á mínum yngri árum, hve glaðut eg varð þegar eg sá eitthvað, sem eg vissi áð bót var að heima. Akureyr- arskólinn hafði gott af margri slíkri för. — Nú mundi eg hafa lagt áherzlu á að endurbæta leikvöll barnanna krtngum skólann. Og stýrði eg ungmenanskóla, mundi Héraðsmót UMF Skagafjarðar Héraðsmót Ungmennasambands Skagafjarðar var að venju haldið á Sauðárkróki 17. júni. Mótið hófst kl. 2 við iþróttavöllinn með ávarpi er Magnús Gislason frá Frostastöð um flutti. Að ávarpi hans loknu hófst útimessa. Mótsgestir sungu en séra Birgir Snæbjörnssott frá Æsustöðum flutti ræðu. Þá hófust íþróttir. Var keppt í 13 greinum frjálsrar íþrótta og keppni skipt niður á tvo daga, 16. og 17. júní. Fóru leikar þannig að Umf. Hjalti sigraði með 101 stigi. Þá var einnig keppt i knattspyrnu. Attust þar við Umf. Holtshrepps og Umf. Tindastóll. Lauk þeim leik með sigri Tindastóls. Um kvöldið var dansað i Bifröst. Frá skrifstofu áfengisvarna- nefndar á Akureyri hefur blaðinu borizt eftirfarandi: I Noregi er áfengissala og vín- veitingar í samkoinuhúsinn í höndum borgarannn í bæjunum. Hver bær, sem hefur 400 íbúa getur með einfaldri atkvæða- greiðslu ákveðið, hiort bar skuli vera áfengisútsala eða vínveit- ingar á veitingastöðum. Núverandi áfengislög Norð- manna um þetta efni eru frá 1927 með viðbót frá 1947. Eftir lögun- um mega fara fram atkvæðagteiðsl ur um þetta á 8 ára fresti. Falli atkvæði þannig, að meiri hluti sé með áfengissölu í bænum, er bæj- arstjórn skylt að leyfa norsku áfengiseinkasölunni að setja þar upp útsölu. Hinsvegar er það á valdi bæjarstjórnanna, hvort leyfð- ar skuli áfengisveitingar á veitinga- stöðum. Fyrsta atkvæðagreiðslan í þessu efni fór fram í Noregi 1895 Þá voru 51 útsö'ustaðii áfengis í Nor- egi. Arið 1913 voru útsölustaðirn- ir komnir niður í 13 Hinir höfðu horfið fyrir atbeina fólksins sjálfs, sem vildi losna við þá. Nú hafa 20 bæir áfengisútsölur í Noregi. Af þessum 20 bæjum hafa 8 bæði áfengisútsölur og vínveitingar í samkomuhúsum, en 12 bæir hafa aðeins útsölur, Samkvæmt núgildandi lögum í Noregi hafa aðeins bæirnir sjálf- ir atkvæðisrétt um það, hvort leyfð skuli áfengisútsala eða ekki. En bindindissamtökin hafa krafist þess, að sveitirnar í grend við bæ- ina fengju einnig að greiða at- kvæði um héraðsbannið, þar sem það snertir þær einnig mikið Þetta mun enn vera óbreytt. Af einstökum bæjum í Noregi eg beita mér fyrri því, að losa ögn um lexíuþvarg og prófviðjar, koma uop bókasöfnum og lesstof- um við skólann og kenna nemend- unum að nota þau og styðja þannig að sjálfsnámi þeira og leit að úr- lausnum viðfangsefna. Þetta er aðkallandi nauðsyn í skólauppeldi æskunnar í dag. En hvað er eg um þetta að tala, — eg er úr sögunni. Snorri Sigfússon. „Almenna bókafélagið er til þess stofnað að efla menningu þjóðar- innar með útgáfu úrvalsrita i fræð- um og skáldskap og veita mönnum kost á að eignast þau með eins vægum kjörum og unnt reynist. Verður af því tilefni hafin söfnun áskrifenda um land allt og er til þess ætlazt, að fyrstu bækurnar geti borizt félagsmönnum í hendur á öndverðum næsta vetri. Hér verður þvi ekki við komið að ræða útgáfuáætlun félagsins i einstökum atriðum ,en stjórn þess mun að sjálfsögðu gera nánari grein fyrir henni annars staðar. Að sinni skal aðeins sagt, að félngið mun telja sér skylt að velja til út- gáfu þær bækur einar, sem að beztu manna yfirsýn eru til þess skal þess getið, að Álasund, vina- bær Akureyrar, er einn af þeim bæjum, sem hafa er.ga áfengisút- sölu. Oft hefur verið krafist at- kvæðagreiðslu um opnun éfengis- útsölu þar, en það ávallt fellt með miklum atkvæðamun. Vinveitingar hafa ekki heldur verið í Álasundi á veitingastöðum. En nýlega hefur verið reist þar stórt hótel, og kröfðust eigendum- ir vinveitingaleyfis fyrir það. Þetta var mikið hitamál bæði í blöðum og bæjarstjórn í fyrra sumar. Var vínveitingaleyfið fyrst fellt í bæj- arstjórn með jöfnum atkvæðum 30 : 30. En við endurtekna at- kvæðagreiðslu síðar samþykkt með 34 : 26 atkvæðum. Þat með hafa þeir fengið sína „Hótel Borg.“ Mun það vera eini veitingastað- urinn þar, sem hefur vinveitinga- leyfi. — (Önnur blöð eru vinsam- lega beðin að birta þetta.) Þorsteini Hannessyni vel fagnað hér Sl. miðvikudag efni Þorsteinn Hannesson óperusöngvari ti! söng- skemmtunar í Nýja-Bió á Akureyri. Söng hann lög eftir Beethoven, Puccini, Hendel og Weber og eftir islenzku tónskáldin Kaldalóns, Pál Isólfsson og Sigfús Einarsson. Söng Þorsteins var ágætlega tek- ið og varð hann að syngja tnörg aukalög. Undirleik annaðist Guð- rún Kristinsdóttir píanóleikari, af mikilli kunnáttu og smekkvísi. — Áheyrendur voru margir. Garðyrkjuritið komið út Garðyrkjuritið 1955 er nýlega komið út. Er það að þessu sinni að miklu leyti helgað 70 ára af- mæli Garðyrkjufélags Islands. — Margra forvígismanna Garðyrkju- félagsins er þarna minnst og enn- fremur flytur ritið margar góðar greinar til skemmtunar og fróð- leiks. Ritstjóri er Ingólfur Daviðs- son. fallnar að veita lesendum síiiutrt hlutlausa fræðslu eða listrænan unað. Væntir félagið sér að geta er stundir liða, átt heillavænlegt frumkvæði að ritun ýmissa þeirra bóka, sem þjóðinni megi verða varanlegur fengur að ,auk þess sem kostað verður kapps um að fá góð rit heimsbókmenntanna færð í ís- lenzkan búning. Það er öllum mönnum vitan'.egt, að þjóð vorri er nú, að rofinni ein- angrun landsins og nýfengnu sjálf- stæði, margur vandi á höndum í menningarefnum, og geta örlög hennar um langa framtíð oltið á því, hversu til tekst um stefnu hennar á næstu árum. Fyrir því er henni fátt mikilvægara en að gera sér sanna og rétta grein fyrir kjör- um sínum og öllum aðstæðum. — Auðsæ rök liggja að sama skapi til þess, að félag vort mun í bókavali sínu hafa umfram allt það tvennt í huga að kynna Islendingum and- legt lif og háttu samtíðarinnar og glæða áhuga þeirra og virðingu fyrir menningarerfðum sírum, sögu, þjóðerni og bókmenntum. Vér, sem kjömir hofum verið fyrstir stjórnendur og bókmennta- ráðsmenn félagsins, höfum skiptar skoðanir á mörgum hlutum, og er raunar þarflaust að láta slíkt 'get- ið um frjálsa menn. En um það er- um vér allir sammála, að hamingja þjóðarinnar sé undir þvi komin að jafnan megi takast að efla menn- ingarþroska hennar og sjáltsvirð- ingu, og væntir Almenna bóka- félagið þess að geta átt þar hlut að máli. Treystum vér þvi, að sam- hugur alls þorra almennings með þessum megintilgangi endist félag- inu til æskilegs brautargengis og giftusamlegra átaka.“ Ávarp þetta er undirritað af öll- um stjórnendum félagsins og bók- menntaráðsmönnum, en þeir eru: I stjórn: Bjarni Benediktsson, menntamálaráðherra, formaður, Alexander Jóhannesson, prófessor, ■ Jóhann Hafstein, alþm., Karl Kristjánsson, alþm., Þórarinn Björnsson, skólameistari. í bókmenntaráði: Gunnar Gunn- arsson, skáld, formaður, Birgir Kjaran, hagfræðingur, Davíð Stef- ánsson, skáld, Guðmundur G. Hagalín, skáld, Jóhannes Nordal, hagfræðingur, Kristián Albertsson, Kristmann Guðmundsson, skáld, Tómas Guðmundsson, skáld, Þor- kell Jóhannesson, háskólarektor. Fyrstu bækurnar. Dr. phil. Þorkell Jóhannesson, háskólarektor, kom nýlega fram á blaðamannafundi fyrir hönd bók- menntaráðs. Gat hann þar bóka þeirra, sem félagið hyggst gefa út á næstunni. Meðal þeirra eru þessar: Islandssaga dr. Jóns Jóhannes- sonar fram að 1550 Verður þetta mikið og vandað rit. Ævisaga Asgríms Jónssonar, listmálara, rituð af Tómasi Guð- mundssyni, skáldi. „Cry, the Beloved Country", skáldsaga um kynþáttavandamálið í Suður-Afríku eftir Paton. Folkungatradet, skáldsaga eftir Verner v. Heidenstam. Siagskugga över Balticum, bók um örlög Eystrasaltslandanna í síðari heimsstyrjöldinni eftir Oras. Handbók Ekiktets í þýðingu dr. Brodda Jóhannessonar. Þá er loks í undirbúningi mjög vönduð og falleg myndabók um Island. Framkvæmdastjóri hins nýja út- gáfufélags er Eyjólfur K. Jónsson, lögfræðingur. Sjáifsákvörðunarréttur bæjanna í Noregi í áfengismálum Nokkrar uppiýsingar um áfengismál í borgum og bæjum grannþjóðaima

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.