Dagur - 06.07.1955, Síða 12

Dagur - 06.07.1955, Síða 12
12 Bagijr Miðvikudaginn 6. júlí 1955 Greinar Walters Lippmanns um al- þjóðamál og atburði birtast í Degi Það hefur nú orðið samkotnulag í milli Dags og blaðamannsins og rithöf. Walters Lippinanns, og út- gefenda hans, að úrval geina hans um alþjóðastjórnmál og atburði samt'mans, birtist í Degi fram- vegis. Dagur hefur að undanförnu oft vitnað í greinar Lippmanns, er rætt hefur verið hér í blaðinu um erlend tíðindi. Nú fá lesendur að kynnast úrvali greina hans í heild. Er það von blaðsins, að lesendum þyki það máli skipta. Bændadagur í Skaga- firði Skagfirðingar liöfðu bændadag að Hólum í Hjaltadal sunnudag- inn 20. þ. m. Er það í annað skipt- ið að þeir hafa sérstakan bænda- dag og er líklegt að framhald verði á þessum hátíðisidögum skagfirzkra bænda. Um 500 manns munu hafa lagt leið sína „heim að Hólum" þennan dag, enda var veður hið ákjósan- legasta. Hátíðahöldin hófust í kirkiunni með því að sóknarpresturinn. séra Lárus Arnórsson, prestur að Mikla- bæ, las bæn en söngkór Hólasókn- ar söng undir stjórn forsöngvarans, Friðbjörns Traustasonar. Vai þetta stutt athöfn en hátíðleg og ve! við- eigandi. Skólastjórinn, Kristján Karls- son, setti síðan samkomuna með ræðu og stjórnaði henni, dr. Broddi Jóhannesson flutti erindi, Gunriar Einarsson bóndi að Bergskála las frumort ljóð og einnig Bjarni Halldórsson, Uppsölum. Þá Söng Kirkjukór Víðimýrarsóknar, undir stjórn Arna Jónssonar bónda á Víðimel og Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndari frá Akureyri sýndi kvikmyndir og að lokum var stig- inn dans. Sumarsýn til Akureyrar Þessi sumannynd er tekin hér handan við fjörðinn og sér til Akur- eyrar í gegnum rakstrarvélarhjólið. SSysahætfa af umferð við Eyja- fjarðará er flugvélar lenda Skagfirðingar hafa lokið hygg ingu fullkomins hraðfrysfihúss „Norðlendingur“ lagði upp fyrsta farminn til vinnslu á Sauðárkróki Bílar óku í veg fyrir flugvélar er voru að lenda í síðast liðinni viku Tvisvar í sl. viku var stofnað Nauðsyn hættumerkja. Hefur Dagur tryggt sér einkarétt hér á landi til að birta hinar gagn- merku greinar Lippmanns. Nýtur mjög mikils álits. Walter Lippmann er meðal kunnustu blaðamanna, sem nú eru uppi, og nýtur mikils álits víða um lönd sem frjálslyndur, raunsær og ábyrgur höfundur. Hann skrifar að- allega greinaflokka í New York Herald Tribune, sem hann nefnir ,,I dag og á morgun“, og birtist tvisvar í viku. Greinaflokkur þessi f jallar að jafnaði um alþjóðastjórn- mál og alþjóðasamskipti, og er þýddur á mörg tungumál. Sagt hefur verið um Lippmann, að hann gegni með prýði því hlutverki, að láta hinn almenna lesanda skynja raunverulega merkingu helztu frétta á vettvangi alþjóðastjórn- mála og megni að þroska skilning hans á raunverulegum vandamál- um samtímans. í dag á Þorbjöré Hjaltadóttir, írá Hellu í Steinérímsfirði, 100 ára afmæli. Gamla konan dvelur > elli- heimilinu í Skjaldarvík o£ heíur átt þar heima síðan 1949. Frétta- maður blaðsins hitti hana að máli í íyrrakvöld, oú, þá var þessi rvvnd tekin. Þorbjöri er furðuleéa hress þrátt fyrir hinn háa aldur, hefur íótavist, orj hefur tesið allt fram til þessa. — Hún er minnug á gamla daga, en minni tekið að förtast um atburði nýliðins tíma. Þann 1G. þ. m. var tekið í notk- un nýtt og vandað fiskvinnslu og hraðfrystihús á Sauðárkróki. Ber það nafnið Hraðfrystistöðin h. f. Eru liluthafaT og eigendur hinir söniu og Verzlunar Sigurðar Sig- fússonar h. f. Stjórn Hraðfrysti- stöðvarinnar skipa þeir Sigurður Sigíússon, Jóhann Guðjónsson og Jón H. Jóhannsson. Tæplsga er lið ð ár frá því að smíði hússins hófst. Það hefur því gengið greitt að koma því upp og búa það út að öllum nauðsynlegum vélum og tækjum. Vinnusalur stöðvarinnar er 12x15 metrar að flatarmáli, með 22 flökunarborð- um, en alls er gólfflötur hússins nær 1000 m-. Aluminium og plastik í búnaði. Gísli Hermannsson verkfiæð- ingur hjá Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna teiknaði húsið og liafði yfirumsjón með öllum framkvæmd um. Jóhann Guðjónsson múrara- rr.eistari sá um byggingu hússins en Guðbjörn Guðlaugsson setti niður allar vélar og sá urn smíði á ýms- um tækjum og útbúnaði í vinnu- sal, en allur sá útbúnaður er smið- aður á staönum og sérlega vel af hendi leystur. Til nýjunga má telja, að allar grindur í færiböndum eru úr aluminium, keflalegur eru úr nælon óg á flökunarborðum eru plastikplötur. Þannig er allur út- búnaður og tæki í vinpusal úr ryðfríu efni, en það auðveldar stór- um allt viðhald og þrifnað. Færi- bönd, flytja fiskinn áfram frá því að hanri kémur í móttökusal þar til hann fer til pökkunar. Rafvirkjarnir Björn Jónsson og Bjnrni Oskarsson sáu um allar raf- lagnir. Ekki fulllokið. Ennþá vantar nokkuð á að stöð- in sé komin í það horf, sem fyrir- hugað er. T. d. þarf strax og hægt er að auka frystirýmið verulega, því eins og sakir standa er ekki hægt að geyma neitt verulegt magn af frystum fiski, og eins verður, til frekara öryggis, að bæta við pressu og þar að auki þarf að f jölga frysti- tækjum um helming. Frystihús- stjóri er Steindór Steindórsson. Karl Bjarnason frá Sölumiðstöð- inni starfar nú við frystihúsið til þess að koma starfsemi stöðvar- innar á eðlilegan rekspöl. Norðlendingur fyrstur. Þann 20. júní tók Hraðfrystistöð in á móti fyrsta togarafarminum er togarinn Norðlendingur landaði um 190 lesta farmi til stöðvarinnar. Aflinn var að mestu karfi og lauk stöðin vinnslu hans á fjórum dög- um. Ber þess þá að gæta, að flest starfsfólk var óvant slíkri vinnu og varð þvi að kenna því handtökin til að byrja með. Var ánægjulegt að koma í Hraðfrystistöðina og sjá um 40 stúlkur og allmarga karl- menn önnum kafin við vinnslu karfans. Unnið var í vöktum og höfðu þannig um 80 stúlkur vinnu við fiskinn þessa dagana. Mun langt liðið síðan jafn mikið hefur verið að gera við verkun sjávarafla hér í bæ. Verður að leita tii hinna gömlu góðu síldarára til þess að fá hlið- stæðu í þessu tilliti. Hraðfrystistöðin hefur í athug- un að fá annan togarafarm til vinnslu innan skamms tíma. Framkvæmdum fagnað. Eæjarbúar fagna auknu athafna- lífi og meiri atvinnu og óska þess því að togari komi hingað sem oft- ast til þess að leggja upp fisk til vinnslu. Þökk sé þeim, sem að því stuðla. — Guðjón Inijim. til slysahættu á nýja flugvell- inum hér af bifreiðastjórum, er óku bílum sínumí um þann spotta þjóðvegarins við Eyja- fjarðarárbrýr, er liggur við suðurenda flugbrautarinnar, í sama bili og flugvél var að renna sér niður á brautina. En er vélarnar renna sér niður á brautarendann, fara þær mjög lágt yfir þjóðveginn. I fyrra skiptið, sl. þriðjudagskvöld, bilaði hreyfill farþegaflugvélarinnar til Reykjavíkur skömmu eftir að hún var farin héðan. Sneri flugvélin við, og hingað til flugvallarins. — Gekk ferðin vel, þótt aðeins annar hreyfillinn væri í gangi. Er vélin renndi sér til lendingar, að sunnan, kom jeppabíll þjótandi eftir vegin- um og renndi sér undir flugvélina um leið og hún kom yfir þjóðveg- inn. Er talið, að mjóu hafi muriað, að flugvélin snerti bílinn, og þá hefði getað orðið stórslys. Vegna þess, að flugvélin hafði aðeins not af öðrum hreyflinum, var ekki unnt fyrir flugmanninn að hefja vélina upp, er bíllinn kom þjót- andi. Vörubíl' meu grind. Seinna atvikið var sl. fimmtu- dagskvöld, um kl. 9,30. Áætlunar- flugvélin frá Reykjavík kom til lendingar úr suðri, og var komin fast að þjóðveginum í mjög lítilli hæð, til að ná brautinni sem syðst. Vörubíll með grind, sem staðið hafði álengdar, brunaði af stað, og renndi sér í veg fyrir flugvélina. Var hér annað tveggja um að ræða óafsakanlegan glannaskap, eða furðulegt athugunarleysi. Flug- manninum var nauðugur einn kost- ur, að hætta við lendinguna, hefja vélina upp á ný, og fara annan hring og koma til lendingar. Einn- ig þarna var stofnað til slysahættu. Þessi atvik bæði — og e. t. v. eru þau fleiri en hér eru talin — sýna, að hér þarf að gera varnar- ráðstafanir nú þegar. Verða þær annað tveggja að vera mjög áber- andi hættumerki og strengileg við- vörun til bifreiðastjóra, að aka ekki um þennan vegarkafla nema að öruggt sé, að flugvél sé ekki að koma til lendingar, eða flugvallar- starfsmenn verða að hafa ráð á veghindrun, t .d. slá, sem látin er falla yfir veginn, er flugvél kemur til lendingar, og stöðva þannig alla umferð um þjóðveginn á meðan. Blaðinu er nú tjáð, að hættu- merki verði sett upp (eru e. t. v. komin upp, er blaðið kemur út). Er þá að vita, hvort það er nægi- legt, og ökumenn virða merkin, eða hvort nauðsyn er á róttækari ráðstöfunum. Heildarsala Kaupfél. Skagfirðinga 30 millj. kr. á s. 1. ári Aðalfundur Kaupfélags Skag- firðinga var haldinn á Sauðárkróki dag’ana 15. og 16. júní s. 1. Félagsmenn voru í árslok sam- tals 1135 og hafði þeim fjölgað nokkuð á árinu. Vörusala nam á árinu um 12,4 millj. króna. Smá- sala á innl. vörum á Sauðárkróki nam um kr. 13,5 millj. Heildarsala og umboðssala nam um kr. 30 milljónir. Allar fasteignir félagsins ásamt tilh. vélum eru bókfærðar á um 6 millj. króna. Ymsar endurbætur voru ge-ðar á húsum félagsins, m. a. innréttuð fatnaðarbúð við vefnaðarvörubúð félagsins. Unnið var áfram að byggingu slátur- og frystihúss fé- lagsins og er byggingarkostnaður þess nú um 6 millj. króna. Á s. 1. hausti var slátrað 17977 kindum og var meðalþungi þeirra 14,11 kg.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.