Dagur - 07.09.1955, Blaðsíða 5

Dagur - 07.09.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 7. septcmber 1955 ÐAGUR 5 Þau hjónin Valdemar Ásmunds- son og Kristlaug Tryggvadóttir ljósmóðir á Halldórsstöðum í Bárðardal, áttu 25 ára hjúskapar- afmæli þann 27. ágúst s.l. Valdemar er sonur hjónanna As- mundar og Arnfríðar á Stöng í Mývatnssveit, búandi hjóna þar um langt skeið. En Kristlaug ljósmóðir dóttir Tryggva og Maríu, búandi hjóna um langt skeið í Engidal hér í sveit. Olust þau að nokkru leyti upp í nágrenni, sitt hvoru megin þeirrai víglínu, er aðskilur Bárðardal og Mývatnssveit. Á nefndum silfurbrúðkaupsdegi buðu þau öllum sveitungum sín- um heim til sin auk ýmsra náinna utan sveitar — til 'kaffidrykkju og gleðskapar með sér um síundar- sakir. Veður var hið fegursta er mest getur verið, brennandi sól og blíða eins og oft hefur áður gerzt hér noröan lands í sumar. En það voru góð umskiþti frá deginum næsta á undan, þá var rusku- og heyfoks- veður. Það virtist svo, sem æðri máttarvöldum væri velþóknanleg- ur þessi gleðidagur. — Margt var manna þarna saman komið, bæði fullorðnir og börn, og þau hjónin áttu létt með að breiða sig yfir þann hóp allan eins og þar væru bara börnin beirra/enda hafði hús- freyian farið fýrstu. höndum um marga í hópnum og því Iétt um mjúk handtökr eg móðurlega að- hlynningu. — . Búnaðafsa'gii ' íitbfkúhjóna. Eg ætla með fáum órðum að stikla á búnaðafsögu þeirra Hall- dórsstaðahjóna. Eg tek það frám að eg hef eng- ar bókfa?rðar heimildir um nakvæmt tímatál, ár eða daga, en vona að ég fari hærri því sanna í aðalatriðum. Þau 'hjónin Valdemar og Krist- laug hafa búið samfleytt í rúm 20 ár á Halldórsstöðum. Búskapur á jörðinni hafði um langt undanfarið arabil verið dálítið sundurlaus og í molum. Mannvirki voru meira og minna léleg og ómöguleg, og þeim var það ljóst, að til þess að þau kæmust í viðunandi horf mundu þau þurfa að taka til höndunum. Bærinn var torfbær svokallaður frá 19. öld. Myndarlegt framhús 1— langhús — fram á hlaðið, bæj- ardvr í miðju, skemmur til beggja handa, kvistherbergi yfir bæjar- dyrum og geymsluloft til beggja enda. Þótt reynt væri að innrétta þetta til íbúðar var það gisið og kalt og ólifandi í því. Baðstofan sem var a bak við önnur bæjarhús, samkvæmt venju, vax endurbyggð snemma á þessari öld ásamt eld- húsi til annars enda og kjallara undir og var bygging þessi hið fyrsta járnvarða hús á Halldórs- stöðum. Annars flæddu öll hús í haustrigningunum en útihús voru aðeins uppihangandi torfkofar. í stuttu máli. Halldórsstaðahjón eru búin að byggja upp allan stað- inn. Ibúðarhús úr steinsteypu litlu neðar í túninu eiT gamli bærinn, með mörgum stofum á aðalhæð auk eldhúss, kjallari undir og ris- hátt loft. Áföst bygging að norðan við íbúðarhúsið er myndarlegt fjós og hesthús, með áburðar- geymslum, allt steinsteypt og vot- heyshlaða. — En norðar á túninu eru samstæð fjárhúsin, taka þau nokkuð á annað hundrað sauðfjár. Bak við húsin er mjög væn stein- hlaða — á Bárðdælskan mæli- kvarða — með súgþurrkunartækj- uum. Ö!1 þök eru úr járni eða asbest. Girðingar hefur hann lagt að miklu leyti um tún og engi, nokkuð gert að landbroti til tún- ræktar þrátt fyi'ir þann höfuðkost jarðarinnar að hafa yfirdriíið af rennsléttu lar.di ræktunarhæfu án ailrar aogerðar utan áburðar. Jöröin er ein af þessum fágætu grundajörðum, sem nokkuð er af hér í sveit. Fjögur mannvæn börn eiga þau hjón að mestu upp komin. Eitt aðeins ófermt. Eg hef nú stiklað á síærstu steinunum í búskap þeirra Hall- dórsstaðahjóna og er þó margs ógetið sem þess vert væri að nefna. Ýmsir vilja kannske segja: þess- ar sögur hef eg margar í huga. — Vitanlega hafa mörg hjón staðið í því ao byggja yfir sig, en um margt af því mætti segja það sama og karlinn sagði, er hann hafði skoð- að vandaða, nýbyggða kirkju: „Allt er það byggt fyrir fátæki-a fé“. — Oftast eru að baki við því- líkar framkvæmdir lán og styrkir meiri og minni. Að sjálfsögðu hafa Halldórsstaðahjón notið lögákveð- inna styrkja á vissar umbætur. En að öðru leyti og mestu leyti staðið undir sínum framkvæmdum af eig- in ramleikTI þessu sambandi vii eg geta þess að hjónin eru hvort á sínu sviði ákáflega verkfim og áhugasöm. Það er alþekkt hér í sveit hve Valderriar er fjölvirkur og hve bústörfin leika í hödum hans. Valdemar telur sig ekki vera fjármann,hann þekki ekki haus frá rófu, en honum er létt um að afla góðs fóðurs handa því. En svp. yel yill til að frúin er. sérstaldega glögg og næm á barfir fénaðarins, að hún bætir það upp, sem Valde- mar lætur ónostrað. — Það er eft- irtakanlegt hvað þau hafa góð fjár- höld og því mikið upp úr ám og kúm, enda eru þau þurftarmikil til fjárfestingar, bæði í jörðina og bú- vélai'nar. Happdrætti stjómárvalda. Um nokkur ár sótti Kristlaug ljósmóðir um það, að fá keyptan jeppabíl til léttis bæði sér og öðr- um við embættisrekstur sinn, fyrst og fremst. Seint á árinu 1953 fékk hún loks heimild fyrir honv.m i Reykjavík — kostaði hann þá 10 þúsund — tíu þúsund. — krónum meira en sams konar bílar árið áð- ur og strax árið næsta á eftir. Eins konar happdrætti fyrir þá, sem keyptu þetta ár að mega smyrja nefndri upphæð ofan á áður ríflega verðlagoan hlut. Það virðast ekki muni vera sér- lega vandir menn að virðingu sinni, er þannig breyta og stjórna, minnir gjarnan á hrafn við afvelta kind. Eg hef velt því mjög fyrir mér, hvers konar verzlunarhættir þetta séu. Er þetta frjáls verzlun í lýðfrjálsu landi? Eru þetta drengi- legir viðskiptahættir og réttlátir? — Eg finn þeim enga bót, enda lít- ur út fyrir að þeir hafi verið ofur- liði bornir, þar sem þessi fjárplæg- ing stóð ekki lengur í þessari mynd, en eitt ár eða part úr ári. — Væri réttlátt að þeir tiltölulega fáu, sem urðu fyrir þessum stóru höggum, 10 þús. mega heita rot- högg á fátæka bændur, og væri mannúðlegt góðverk að bæta þeim það upp að allmiku leyti — þótt 2 ár séu liðin, þó tæpl., síðan þessi verzlun fór fram. Halldórsstaðahjón stóðu þennan gaddinn af sér, vön þungum róðri, og vonandi er ekki búnaðarsaga þeirra öll, ekki vonlaust um að þau kunni að festa fé í steinhlöou næsta vor. Það glitra og glansa hvitir vegg- irnir á sambyggingunum með rauðu þökunum í miðju túninu, þegar sólin nær að skína á hana og fagurt þangað heim að lita og frið- sælt í íagurgrænkunni. íslenzkar liöfii8sloðir. Eg hef farið hér nokkrum orðum um líf og starf þeirra Halldórs- staðahjóna, vegna þess ao þær höfuðdyggðir cg stoðir, sern undir slíku starfi hljóta að standa, virð- ast fara þverrandi í íslenzku þjóð- íífi, einmitt þær dygðir, sem lengst héldu við líítórunni þegar mest á reyndi. Það er virðingarverð til- raun, sem barnakennarar kaup- staðanna hafa tekið sér fyrir hend- ur, að kenna börnum og unglingum meðferð fjárrnuna. Hafi sveita- kennarar tekið siíkt á sína dagskrá, þá hef eg — því miður — ekki orðið bess var á neinn hátt, og er þó sú þörf alls staðar fyrir hendi. Enginn maður, karl eða kona, getur komist áfram í heiminum, sem kallað er, nema hann sé gæddur tveim höfuðdygðum — starfsemi og sparserni. — Það er einhlýtt að án þessa verður eng- inn maður að manni. Halldórsstaðahjónin lengi lifi! NáQranni. Frægt ísliafsfar á Akureyri Danaka skipiö Kista Dan er eitt írægasta ískafsiar samtímans Qg helur siglt um íshöfin á báðum hvelum jaröar. Skipið heiur íluit varning til leiðangra við Suðurskautslandið, og fario allt tif Rossflóa, og það hefut siglt á norðurslóðum, einkum til Græníands. Skinid flutti varning héðan i:l Meistaravíkur nú íyrir skömmu, og þá urn leið 10 verkamenn héðan. Myndin er af skipinu er það lá við Oddeyrarbryggju og lestaði. HcraðsÉUiidur Eyjafjarðarpvó- fastsdæmis var haldinn að Möði'uvölíum í Hörgárdal suimu- daginn 4. sept. sl. Fimdimi sótti v gsluhiskypinn á Aktireyri og c'.Ilii' prestar prófastsdæmisins, að eiruun uíidanskildum, og flestir safnaðarfulítrúar í prófasts- dæminu. , Auk þess heimsóítu fundinn og sátu þeir feðgar, séra Lórus Arn- órsson á Miklabæ og Stefán Lár- usson prestur að Vatnsenda. — Drynuf hátt í gljúfragöngurn görótt jökuhíin stranga, yfirferðar ili er löngum, ekki er lofuð hennar ganga. Hyljir, tðitr, fjöldi fossa og fóráttmmar straimiur þungur í ægidansi æ sér hossa, mn undirleik sjá björg og klungur. Glæfralegt er gilið djúpa, geigvænt jafnt í skini og hreggi. Ur fossa úða dynja, drjúpa dropar þrátt á gljúfraveggi. V ið straumsins átök stórbjörg skjáifa. Stynur björk við klettaþilið. Dökkar bæjaburstir áifa bregða kynjasvip á giltð. Áin iíður iífs með flóðum. Leikur hljómsveit gljúfrasaln. — Út og suður frá elfarslóðum við augum blasa f jöllin dala: Hlíðctr, Skriður og Havnar bláir, Hálsinn bratti og Dranga-súia. Dal tnnkringja Hnjúkar háir, þar hæst ber tiginn Slembimúla! Starir sjón á stöðvar fjalla. Stórbrotin er landslags-myndin. Hún sýnir gljúfragil og hjalla, gnýpur, skörð og margcin tindinn. Þótt vryndiin breytist og breyti’ allt gengi, búlönd eyðist og hverfi staðir, þá vmn Barkárstrauniur strctngi steðja fram wn aldaraðir! GUNNAR S. HÁFDA'L. Fundurinn hófst með messu í hinni gömlu og virðulegu Möðruvalla- kirkju. Fyrir altari þjónuðu Akur- syrarprestamir, séra Pétur Sigur- géii’sson fyrir í-æou, en séra Krist- ján Róbertsson á eftir ræðu, en ræðuna flutti séra Ragnar Fjalar Lárusson prestur í Siglufirði. Söng og organleik annaðist Jóhann O. Karaldsson tónskáld frá Akureyri. Var guðsþjónustan bæöi fögur og áhrifarík og sæmilega vel sótt. — Að messu lokinni flutti prófastur- inn, séra Sigurður Stefánsson, greinagóða fundarsetningarræðu, þar sem hann gaf yfirlit yíir kirkjuleg störf í prófastsdæminu á íundarárinu og hvatti til áfi'am- haldandi starfs og dáða. Þá flutti Vald. V. Snævarr á Völium nokkra frumörta og þýddra sálma eftir sig, en að því loknu var gefið fund- arhlé og gengið heim til prófasts- hjónanna, en þar voru fundar- mönnum o. fl. bornar rausnarlegai’ veitingar. Síðan hófst fundurinri aftur og stóð alllengi. Fundurinn endaði með ávarpi prófasts og helgum söng. Séra Pétur Sigurgeirsson á Ak- ureyri þakkaði í fundarlok pró- fasti og konu hans rausn þeirra og góð'a forsjá og mælti hann það mjög að góðum vilja fundarmanna, — Eftir fundarslit fóru svo menn að búast á brottu, en margir urðt; þó að bíða eftir bílum alllengi. —- Neyttu margir kvöldverðar hjá prófastshjónunum og sátu þar lengi við góðan fagnað. — Fundut- inn tók ýmis mál fyrir og gjörði nokkrar samþykktir, þó að eigi. séu tök á að, greina fi'á þeim hér p.ð sinni. — Ohætt er að segja, að fundurinn var hinn ánægjulegastí, enda vel til hans vandað. — Þess skal að lokum getið, að margav konur prestanna komu að Möðru- völlum i boði prófastshjónanna og mun sú nýlunda til fyrirmyndar að' prestkonurnar fylgi mönnum sín- um á kirkjulega fundi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.