Dagur - 07.09.1955, Blaðsíða 9

Dagur - 07.09.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 7. september 1955 D A G U R 9 A dagskrá bæjarstjórnarfundar í gær, voru m. a. eftirtalin atriSi, úr fundargerðum bæjarráðs og nefnda að undanförnu: Jón Sveinsson, fyrrv. bæjarstjóri, fer þess á leit með erindi, dags. 20. júlí, að eftirlaun hans, sem eru reiknuð 40% af launum bæjar- stjóra á hverjum tíma, verði mið- uð við þau aukastörf sem bæjar- stjóri hefur á hendi, t. d. störf í niðurjöfnunarnefnd. stjórnarlaun við Síldarverksmiðjuna í Krossa- nesi o. fl. — Bæjarráð getur ekki lagt til að orðið verði við beiðn- inni og tekur fram, að eftirlaun op- inberra starfsmanna miðast aðeins við föst laun þeirra. Barnaverndarfélag Akureyrar sendir erindi, dags. 3. ágúst, og til- kynnir að félagið hafi í hyggju að starfrækja leikskóla fyrir börn á næsta vetri, en vanti húsnæði til starfseminnar. Óskar félagið að fá barnaleikvallarhúsið á Oddeyri endurgjaldslaust og látnar verði í té nauðsynlegar viðgerðir og end- urhætur, einnig að lögð verði íil nauðsynleg húsgögn fyrir þessa starfsemi. Barnav.fél. sendir og greinar- gerð um væntanlegan leikskóla fyrir börn á næsta vetri. Fyrirhug- að er að skólinn hefjist 1. okt. og starfi frá 9—12 fyrir 2—3ja ára börn en frá kl. 1—6 fyrir 3., 4., og 5 ára börn. Búizt er við, að hægt sé að hafa 25—30 börn í hvorum flokki. Reiknað er með að eitt- hvert gjald verði greitt með börn- unum, en félagið greiði þann reksturskostnað sem til vantar. — Kvenfélagið Hlíf hefur lofað að lána nauðsynleg húsgögn. Bæjarráð leggur til að barna- leikvallarhúsið á Oddeyri verði lánað til þessarar starfsemi á næsta vetri og gerðar verði á því nauðsynlegar viðgerðir. Reiknað er með viðgerðarkostnaði ca. 8000 krónum. Frú Elísabet Friðriksdóttir send- ir erindi og þakkar bæjarstjórn þá rausnarlegu fjárhæð, kr. 10.000.00, er henni voru veittar úr bæjarsjóði á síðastl. vetri. Bæjarráð leggur til að bæjar- stjórn verði heimilað að undirrita samning við Stéttarfélag verk- fræðinga um kaup og kjor verk- fræðinga í þjónustu Akureyrarbæj- ar. Samningur þessi er samhljóða að mestu við þá samninga er und- irritaðir hafa verið af Vinnuveit- endafélagi Islands, Reykjavíkurbæ og ríkisstjórninni. Bæjarráð samþykkir. að láta leggja skólpveitu frá dráttarbraut- arhúsinu eftir Hjalteyrargötu og Tryggvagötu til sjávai-. Tekið fyrir erindi frá Möl og Sandur li.f., dags. 26. maí 1955. Beinir félagið eftirfarandi fyrir- spurn til bæjarráðs: Vill Akureyrarbær auka framlag sitt í sameignarfélaginu Möl og Sandur um ca. kr. 150.000.00 gegn sömu auknirigu frá okkur til kaupa á vélum, og yrði fyrirtækið þá rek- ið á sama grundvelli og verið hef- ur? Vill bærinn eiga framvegis óbreytt kr. 50.000.00 í sameign- arfélaginu og leyfa okkur að leggja fram nauðsynlegt fé til vélakaup- anna, enda hækki hlutur okkar í sameiningarfélaginu að sama skapi? Vill bærinn helja okkur framlag sitt til sameignarfélagsins, en fyrir þann hluta viljum við greiða nú kr. 80.000.00, og eru það sömu hlutföll, sem hlutabréf í félagi okk- ar hafa nýskeð gengið kaupum og sölum? — Gengið var til atkvæða um þessa liði. Tillaga í fyrirspurn 1 var felld með 3: 2 atkvæðum. — Tillaga í fyrirspurn 2 varþykkt með 3 samhljóða atkvæðum, að því tilskildu, að bærinn fái fram- vegis að tilnefna 1 mann af 3 mönnum í stjórn fyrirtækisir.s. — Bæjarráð leggur til að mynda- styttan „Landnemar", sem Jónas Jakobsson hefur gert, verði sett niður á klöppina, þar sem útsýnis- skífan er. Tilboð höfðu borizt í efni til Vatnsveitunnar. Lægsta tilboð í stálrör og fittings barst frá Bvgg- ingarvöruverzlun Akureyrar, kr. 54.892.52 fob. — Samþykkti bæj- arráð að taka því tilboði. — Hag- stæðasta tilboð í steypujárnsrörin barst frá Arna Siemsen,Lubeck,kr. 322.000.00 fob. —- Samþykkti bæjarráð að taka því tilboði. Garðyrkjuráðunautur bæjarins mætti á fundi bæjarráðs. — Meiri hluti bæjarráðs samþykkir að hækka geymslugjaldið í kartöflu- geymslu bæjarins, þannig að það verði: I Grófargili og Rangárvöll- um kr. 15.44 á poka. — I Slökkvi- stöðvarkjallara kr. 8.00 á poka. Erindi frá íbúum á Suðurbrekku > við Byggðaveg, Austur-Asa og' Goðabyggð, svo og Hrafnagils- strætis, þar sem skorað er á bæj arstjórn að framlengja Byggðaveg norður í Mýrahverfi. — Bæjarráð leggur til að lagður verði 5 metra breiður bráðabirgðavegur á um- ræddu svæði í haust eða á næsta ári eftir því sem ástæður leyfa. Bæjarráð samþykkir að fela byggingafulltrúa, framfærslufull- trúa og Benedikt Söbeck að gera skýrslu um allar leiguíbúðir bæj- arins. og'^éra tillögur um hæfilegar leigur miðað við gildandi húsa- leiguvísitölu. Bæjárráð leggur til, að þau erfðafestulönd bæjarins, sem leigð eru samkv. venjulegum erfðafestu- skilmálum, og taka þarf fyrir vegi eða byggingar, verði greidd með kr. 0.50 fyrir hvern fermetra í stað kr. 0.3Q..sem gilt hefur. — Hækk- un þessi gildir frá síðastl. áramót- um. Bæjarráð leggur til, að bæjar- stjórn heimili bæjarstjóra að kaupa erfðafesturéttindi og rækt- un á löndum í bænum, sem ekki eru leigð með venjulegum skilvrð- um um heimild bæjarins til að taka löndin undir byggingar og götur. Heimilt sé að greiða fyrir erfðafesturéttindi og ræktun allt að kórnu fyrir fermeter. Stjórn Iðnaðarmannafélags Ak- ureyrar skrifar bæjarstjórn við- víkjandi rekstri Iðnsk. framvegis. Óskar hún eftir að bæjarstjórnin hafi forgöngu um stofnun sjálf- stæðs Iðnskóla í bænum. — Fé- lagið telur sig fúst til að sjá um sskólahaldið næsta skólaároggerir þá ráð fyrir, að skólin verði rekinn með svipuðum hætti og verið hef- ur, en síðan verði skólahaldinu breytt eftir því sem lög og reglu- gerðir kunna að ákveða. — Bæjar- ráð leggur til, að bæjarstjórn óski eftir að Iðnaðarmannafélagið ann- ist rekstur skólans næsta skólaár með svipuðum hætti og verið hefur. Meiri hluti bygginganefndar leggur til að veitt verði bráða- birgðaleyfi fyrir peningshúsum á svæðinu fyrir vestan Ullarþvotta stöð Gefjunar, milli Glerár og Gefjunarlæksins. — Leyfið er veitt með því skilyrði að húsin séu sett niður eftir tilvísun bygginga fulltrúa og gerð húsanna sé sam- þvkkt af henum. Bygginganefnd leggur til að framyegis verði hafður reitur fyrir bifreiðastæði á lóðum, þar sem því verður við komið að dómi lóð- arskárritara og gildi þetta sem kvöð á lóðinni. Knattspyrnulið ÍBA er getið hefur sér gott orð að undanförnu fyrir vasklega franigöngu. Akureyringar báru sigur af hóimi í viðureign við Val úr Reykjavík ERIEND TÍÐINDI (Framhald af 7. síðu). 2. Vera má, að Frökkum takist að bjarga málunum, .en þó telja flestir kunnugir það harla ólíklegt. Og það er hömulegt til þess að vita, að ef franska stjórnin hefði tekið ákveðna afstöðu fáum dögum fyrir óeirðirnar, hefði aldrei þurft til þeirra að koma. Slíkt gæti hafa friðað landið í marga áratugi. — Lömunin, sem Frakkar búa við í stjórnarkerfi sínu, er orðin þeim dýr, og eru þó ekki öll kurl komin til grafar enn. ÞANNIG SEGIR Stewart Alsop frá, er hann er staddur í Casa- blanca og hefur kynnt sér málin frá sjónarhóli beggja aðila. Þótt kyrrt sé nú um hríð, síðan nýr landstjóri tók við af Grandval, ólgar enn undir, og getur blossað upp, hvenær sem er. Nýlendu- stefnunni verður ekki lengur hald- ið uppi nema með blóðugu ofbeldi. Fyrir stórveldi, sem vill láta telja sig til forustulanda hins frjálsa heims, verður sífejlt erfiðara að gæta hvort tveggja hlutverkanna, að vera nýlendukúgari í Afríku, og talsmaður friðar og bræðralags á alþjóðavettvangi. Vonandi ber franska þjóðin gæfu til þess að beygja sig fyrir hinum nýja tíma, og viðurkenna, að þjóðirnar í Norður-Afríku eiga fullan rétt á að ráða sér sjálfar. Um síðustu helgi var mikið urn að vera á knattspyrnuvellinum hér. Kom þá Knattspyrnufélagið Valur úr Reykjavík í heimsókn, bæði meistaraflokkur og II. flokkur. Enn freniur sveit frá Eskifirði, er keppti hér við B-lið í. B. A. Á laugardaginn sigraði lið I.B.A. meistaraflokk Vals með 1 : 0, en á sunnudaginn varð jafntefli, 3 : 3. í II. flokki sigruðu Valsmenn með 4 : 2. Þá sigraði í. B. A. knatt- spyrnulið Austra frá Eskifirði með 2 ! 0. Dómarar voru: Á laugardaginn Sveinn Kristjánsson, í leiknum við Val á sunnudaginn Rafn Hjaltalín, en í leiknum við Austra Árni Ingi- mundarson. Margir áhorfendur sáu leikina, einkum meistaraflokksleikina. Ak- ureyrarpiltarnir stóðu sig vel, og er það mál manna, að þeir hafi átt meira í báðum leikjunum, og að munurinn hafi verið meiri en markatalan sýnir. Spá þessi úrslit góðu um framtíð Akureyrarliðsins og frammistöðu þess á íslandsmóti að ári. Norðurlandsmót i hnattspyrnu. Ákveðið er, að Norðurlandsmót í knattspyrnu fari fram hér á Akur- eyri dagana 16.—18. sept. n. k. Auk Akureyrarfélaganna beggja, Þórs og K. A., hafa Siglfirðingar þegar til- kynnt þátttöku. Enn fremur er þess vænzt, að lið frá Sauðárkróki mæti og ef til vill lið frá fleiri stöðum. Golfmót Akureyrar. Margir bæjarmenn leika golf af kappi og hafa náð þar ágætum ár- angri. Er skemmst að minnast úr- slitánna á Golfmóti Islands í sumar, þar sem Akureyringar voru mjög sigursælir. Golfmót Akureyrar var háð un fyrri helgi. Urðu þá efstir og jafnir Árni Ingimundarson og Hermann Ingimarsson. Kepptu þeir til úrslita sl. sunnudag og léku 36 holur. Sigr- aði Hermann Ingimarsson með 168 höggum gegn 174. Er liann því golf- meistari Akureyrar 1955. Þriðji í röðinni varð Magnús Guðmunds- son. Keppni um „nafnlausa bikarinn" var háð á golfvellinum á sunnudag- inn var. Bikar Jrennan gaf Helgi Skúlason augnlæknir. Leiknar voru 18 lrolur. Hermanu Ingimarsson sigraði með 79i/> höggi, Árni Ingi- mundarson var 2. með 81%, og 3. varð Agúst Ólafsson. - ^ðuoitarsiairun i (Framhald af 12. síðu). Hrafnagilsdeild 450 kindum. — Mánud. 26. sept.: Akureyrar-, og Öngulsstaðadeildum 1000 kindum. — Þriðjud. 27. sept.: Bárðdæla-, Kinna-, Fnjóskdæla- og Glæsi- bæjardeildum 1000 kindum. —1 Miðvikud. 28. sept.: Glæhibæjar- og Arnarnessdeildum 1000 kind- um. — Fimmtud. 29. sept.: Eyja-, Öxndæla- oog Skriðudeildum 1000 kindum. — Föstud. 30. sept.: Skriðu- og Saurbæjardeildum 1000 kindum. — Laugard. 1. okt.: Saur- bæjar.deild 450 kindum. — Mánud. 3. okt.: Öngulsstaða- og Akradeildum 1030 kindum. — þriðjud. 4. okt.: Bárðdæla-,Fnjósk- dæla- og Höfðhverfingadeildum 1060 kindum. — Miðvikud. 5. okt.: Skriðu- og Saurbæjardeild- um 1050 kindum. — Fimmtud. 6. okt.: Saurbæjardeild 1050 kindum. — Föstud. 7. okt.: Glæsibæjar-, Öxndæla- og Arnarnessdeildum 1040 kindum. — Laugard. 8. okt.: Hrafnagilsdeild 470 kindum. — Mánud. 10. okt.: Öngulsstaða- og Akureyradeildum 1070 kindum. — þriðjud. 11. okt: Saurbsejar- og Arnarnessdeildum 1125 kindum. — Miðvikud. 12. okt.: Glæsibæj- ar-, Öxndæla- og Skriðudeildum 1195 kindum. Munið Hekluútsöluna í dag miðvikudag og á morgun fimmtud. í Hafnarstræti 87.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.