Dagur - 07.09.1955, Blaðsíða 6

Dagur - 07.09.1955, Blaðsíða 6
6 DAGUR MiSvikudaginn 7. seplember 1955 DAGUR Kitstjóri: HAUKUR SNOKRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Argangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á.hverjum miðvikudegi og á laugardögum þegar ástæða þykir til. Gjalddagi er 1. júlL PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. W$$$$$$$$$$$$$$$$S$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$'- Alrnenn iðnstefna á Akureyri KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA og Sámband ísl. samvinnufélaga Iiafa stofnað til markverðrar nýjung- ar með iðnstefnu samvinnumanna, sem haldin var hér í sl. viku. Hér komu fulltrúar kaupfélaganna víðs vegar á landinu til þcss að sjá iðnsýningu, sem verk- smiðjur samvinumanna efndu til og ti) þcss að kynna sér nýjungar í framleiðslu þeirra. Það kom í 1 jós, áð nýjungar cru sífellt að íæðast í þessum iönaði. Vör- urnar verða fjölbreyttari og fallegri með hverju ári sem líður. Akureyri er sífellt að færast í aukana sem iðnaðarbær. Vörurnar, sem hér eru framleiddar, njóta líka vaxandi hylli. FYRIR BÆJARFÉLAGIÐ allt hefur þessi þróun mikla og vaxandi þýðingu. Aukin eftirspurn eftir iðnaðarvörunum jafngildir aukinni atvinnu og meira fjármagni í höndum bæjarmanna. Samvinnuverk- smiðjurnar hafa verið svo vel og myndarlega úr garði gerðar, að þær eru færar urn að skila miklu méira magni af iðnaðarvörum en nú er framleitt þar. Það, sem skortir til að framleiðslugeta þeirra sé fullnýtt, er aukinn markaður fyrir vörurnar, en hann er til i þjóðfélaginu. Fólkið þarf aðeins að átta sig á því betur en það gerir í dag, að þessar vörur eru ágætlega samkeppnishæfar við sambærilegar erlendar vörur, bæði um verð og gæði. Innlendu vörurnar auk held- ur oft á tíðum mun ódýrari en hliðstæðar erlendar vörur. FRAMLEIÐSLUAUKNING samvinnuverksmiðj- anna er mikið hagsmunamál fyrir þetta bæjarfélag, og efling alls heilbrigðs iðnaðar í landinu er hið mesta keppikefli fyrir þjóðfélagið í lieild. Iðnstefna samvinnumanna, sem hér er nú nýlokið, miðar að því að kynna landsfólkinu iðnaðarvarninginn og auka þar með eftirspurnina og framleiðslumagn verk- smiðjanna. Mun iðnstefnan og hafa gefið góða raun. Fulltrúar kaupfélaganna munu hafa komizt að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa kynnt sér rækilega frarn- Iciðsluna, að það sé hagkvæmt að auka kaup á þess- um vörum og keppa að því, að kynna verð og gæði sem allra víðast. ÞESSI REYNSLA bcndir til þess, að æskilegt væri að gera iðnstefnur á Akureyri að árvissum viðburði í þjóðlífinu. Mætti hugsa sér, að verksvið þeirra væri aukið í framtíðinni og næðu þær til alls iðnaðar a Akureyri, og væru haldnar jöfnum höndum til fróð- leiks og hagræðis fyrir kaupsýslumenn og allan al- menning. Að slíkum stefnum stæðu Jj.á verksmiðjur samvinnumanna og önnur iðnaðarfyrirtæki í bæn- um. Bæjarfélagið sjálft greiddi fyrir Jjví eftir megni, að slík sýning og iðnstefna nyti heppilcgrar aðstöðu. Gæti iðnstefna af Jressu tagi orðið tilbreyting í bæn- um að sumrinu og haft gildi fyrir ferðamannamálin, auk þess sem lnin þjónaði þeim höfuðtilgangi, að efla og kynna iðnað á Akureyri og hlut hans í heildar- iðnaðarframleiðslu Jijóðarinnar. Iðnstefna samvinnumanna, sem nú er nýlega lok- ið, hcfur Jjví opnað sýn til mikilla möguleika, scm rétt er og skylt að athugaðir séu nánara. Við sama heygarðshornið! Hér á Akureyri hófst í vor bygging hraðfrystihúss og togarabryggju. Verkið hefur sótzt allvel, jiótt enn þá sé langt í land að því sé lokið. Unnið hefur verið að fjáröflun til fyrirtækisins, og hafa þau mál einnig sótzt vonum framar, eins og ástatt er nú á lánamarkaðinum. Upphaf- lega var gert ráð fyrir Jiýzku láni, cnda var Jjá ekki talið mögulegt að fá innlent lánsfé að svo komnu máli. Nú hafa málin hins vegar ráðizt þannig, að innlent lánsfé mun standa undir framkvæmdun- um, auk Jiess fjármagns, sem bæjar- búar og fyrirtæki þeirra hafa lagt fram seni lilutafé í Utgerðarfélagi Akureyringa. Stjórnarvöld landsins ktisu heldur, er á liólminn kom, að sú leið yrði farin, en að hið er- lenda lán yrði tekið. Geta bæjar- búar vel unað við Jtau málalok. Er- lenda lánið var ævinlega neyðarúr- ræði, og Jió einkum á tímum reik- uls gengis. En Jregar unnið er að því að leiða Jiessi mál lil lykta sem hagfelldast fyrir bæjarfélagið, ganga fram fyrir skjöldu blöð jafnaðarmanna og kommúnista með hnútukast í stjórn arvöld og banka, og dylgjur um skemmdarverk. I Alþm. í gær er t. d. svo að orði komizt, að „grunur leiki á, að andstæð ötl frystihúsbygg- ingunni hér í bænum muni eiga einhverja sök á, livernig komið er.“ Þessu er bæjarbúum ætlað að trúa! Hér í bæ eiga að vcra til „andstæð öfl hraðfrystihússbyggingu", sem vinna það til að spilla lánveiting- um, þegar verkið nálgast að vera hálfnað, og koma J)ar með öllu í strand! Það hlýtur að vera fallegt útsýni í hugarlieimum þeirra manna, sem J>annig hugsa til sam- borgara sinna og samstarfsmanna. Engin ástæða er til að ætla, að framkvæmdirnar á Oddeyri tefjist neitt, þótt skipt sé um lánveitend- ur. En rnálinu verður enn sem fyrr þörf á stuðningi og samheldni bæj- arbúa. Að Jreirri undirstöðu vinna kommúnistar og jafnaðarmenn ekki með skrifum sínum. Þeir eru alltaf við sama heygarðshornið. Hjá þeim koma flokkshagsmunirnir fyrst, en stuðningur við heildina síðar. Mál eru metin eftir áróðursgildi fyrir flokkinn en ekki eftir gagnsemi þeirra. I þessu máli er sú starísað- ferð augljós. „Átján barna faðir í álfheinrum“ í Lystigaiðinum. „S.“, borgari í bænúm, skrifar blaðinu: „EITT AF ÞVÍ, sem mest prýð- ir bæinn okkar, er Lystigarðurinn. I sumar er hann að vanda vel hirt- ur og fallegur og bænum til sóma. En þeir, sem heimsótt hafa garð- inn í sumar, munu vafalaust hafa tekið eftir breytingu þeirri, sem orðin er á gosbrunninum í miðju garðsins. I stað gosbrunnsins, sem áður var þarna, látlaus og í fullu samræmi við umhverfi sitt, er nú kominn standmynd lítil, vægast sagt herfilega ljót, illa steypt, ófrumleg, og særandi fyrir fegurð- arsmekk allra venjulegra manna. Styttan er af manni, eða þó öllu heldur dverg — þó ef til vill eigi hún að tákna barn — og heldur liann í fjóra tauma, sem hnýttir eru upp í fjögur lagardýr, senni- lega hvali, sem vatnsbunann stend- ur upp úr. Sjálf mannveran minnir einna helzt á „átján barna föður í álfheimum", svo kýttur og afkára- legur er hann í vexti. Karlkyns á hann vafalaust að vera, þó að holdmikil brjóstin gætu minnt á eitthvað annað. Kviðurinn er fer- legur og mjög framstandandi. Vöðvarnir í bakinu eru ýktir mjög og likjast meir bringuvöðvuin karl- manns en bakvöðvum á dreng eða barni. Með annari hendinni held- ur drengurinn upp um sig klæði, sem hylur nekt hans framanverða, en með hinni heldur hann í taum an fjóra, sem eru ryðgaðar járn- stengur, annað hvort steypujárn eða vatnsrör, til að brynna fiskun- um. Oll er styttan svo lág, að hún nær varla upp úr steinsteyptri skálinni, sem tilheyrði öðru fyrir- komulagi. Vatnssúlurnar eru lág- ar og tilkomulitlar, kraftlausar og líkastar bunu úr eldhúskrana. Hugdettan að láta vatnið koma úr fiskum, eða hvölum, — er fjarri því að vera frumleg, því að slíkt höfum við áður séð, þó miklu bet- ur gert, í Hellisgerði í Hafnarfirði. Þar að auki er henni ekki fylgt til fullnustu, heldur bætt við bunum, í bilunum milli hvalanna. EKKI GET EG annað en kennt í brjósti um listamanninn, sem þessa ómynd hefur skapað. Trúi eg varla því sem mér er sagt, að þarna sé Jónas Jakobsson mynd- höggvari að verki, því að hann hefur margt gott gert og er lærður í listinni. En hver, sem gert hefur styttuna, verður að fjarlægja hana hið bráðasta, og láta hana ekki koma fyrir augu fleiri gesta bæjar- ins. Án efa verður vandalítið að fá aðra styttu í staðinn. Til dæmis er inni í Fjöru forkunnarfagurt kven- líkan eftir listakonuna Elísabetu Geirmundsdóttur. Akureyrarbær ætti að gera henni viðunandi til- boð í styttuna og flytja hana upp í Lystigarð, ef hún reynist föl. Mætti setja litlan hring gosopa á fótstall hennar, og fer vel á því, þar sem myndin er af hafgyðju. Sé styttan ekki fáanleg, trúi eg ekki öðru, en að Jónas Jakobsson — hvort sem hann er höfundur dvergsins eða ekki — gæti gert aðra í staðinn, sem bæri af þeirri, sem nú er Akureyri til skammar í Lystigarðinum. Einhverjum mun kannske finn- ast greinarstúfur þessi nokkuð harðorður, en svona er þetta, því miður. Labbið upp í Lystigarð og lít- ið á. — S.“ Ódáðahrami eða eldstöðvar bæjarins? ÞEGAR brennisteinsdauninn lagði hér yfir bvggðina ofan af ör- æfum upp úr hádegi sl. laugarclag, ræddu menn fyrst mjög, hvernig stæði á lyktinni. Fjöldi bæjar- manna taldi þá skýringu líklegasta, að venju fremur logaði í haugum bæjarins í Glerárgili, og væru bæj- aryfirvöldin enn að minna á sig og forsjálni sína og snyrtimennsku í suðvestanblænum. Nokkru seinna bárust þær fregnir, að daunninn fyndist svo víða í byggðinni, jafn- vel í öðrum sýslum, að eldstöðv- arnar í bæjarlandinu hlytu að hafa fengið aðstoð í Vatnajökli eða Dyngjufjöllum. Utvarps- og síma- fregnir urðu til þess að leiða hið sanna í ljós. Af sjálfsdáðum hefðu bæjarmenn hér trauðla get- að um það dæmt, hvort logaði í Odáðahrauni eða uppáhaldsmann- virkjum bæjaryfirvaldanan í Gler- árgili. 250 konur á fundi Sl. sunnudag var minnst með hátíðlegum hætti að Laugum 50 ára afmælis Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga. Komu til há- tíðahaldanna um 250 konur víðs vegar úr sýslunni. Fóru fram fjöl- breytt hátíðahöld. Meðal gesta voru 3 af stofnendum félagsins, m. a. fyrsti formaður þess, Jón- inna Sigurðardótitr, Akureyri. — Nánar verður sagt frá fundinum síðar. Loðkápur úr íslenzkum skinnum! Á meðal nýjunga, sem athygli vöktu á Iðnstefnu samvinnumanna, sem hér var haldin í sl. viku, voru lallegir stuttpelsar, sem gcrðir eru úr íslenzkum skinn- um, nánar tiltekið úr gærutn al dilkum. Það er Skinna- verksmiðjan lðunn, sem hefur gert Jressa nýjung mögú- lega. Byrjaði verk- smiðjan að króm- súta skinn til þess- ara nota á sl. vetri í'tilraunaskyni. Til sútunar eru skinn- in valin sérstaklega, og síðan eru skinn í hvern pels valin saman, eftir hára- lagi og áferð, til þess að flíkin fái sem samfelldast út- lit. I hvern stutt- pcls eru notaðar 5 6 gærur, I’elsar þeir, sém hér voru til sýnis, voru allir saumaðir í Reykja- vík af Oskari Sól- bergs, feldskera, og var fallegt liandbragð á þeim. Luku menn upp eínuin munni um, að þetta væri harla markverð nýjung og líkleg til að vekja atlivgli og vcrða vinsal. Þorstelnn Davíðsson, verksmiðjuStjóri á Iðunni, skýrir þættinum svo lrá, að haldið verði áfram að súta skinn í þcssu augnamiði. FramuííVþessu hafa að- eiiís’ verið gerðir einir 6 pelsar, og-verlfar >þéiin stillt út í Reykjavík og þeir seldir þar nacsUi><lagá..En von er á fleirum, og væntanlega gefst; tæk'ifenbtjl þess að sjá J)á í verzlunargluggum hér. Sti var tíðin, sagði Þorsteinn Daviðsson, að. pclsar úr sauðskinnum voru í tízku og mikið notaðir. Jafnvel svo, að áhrif haföi á verðlag á ull og gærum hér heima. Það voru Þjóðverjar, sem llófu að framléiða slíka.pelsa á árúiium 1927—1930, en sú tízkubýígja'Téfð J)á" líjá’, ög hefur ekki verið endurvakin erlendisÁíðan.YEn eitt- hv,að raunu sauðskinn hafa verið noíuSyerlentlis í k-áp- ur nú á síðustu árum. ... Hér heiina er þetta nýjung. Hér'h'áfa''áézt>þélsáF úr sauðskinnum, en Jreir hafa verið,“álúnssút:tðir og klipptir, og er J)að önnur lramleiðsla en sú, sem nú er völ á. • Blaðiö hefur J)að fyrir satt, að verð hinna liýju stutt- pelsa muni verða röskar 2000 krónur. Vegurinn fil hamingjunnar? Brezkt blað birti fyrir skönnnu eítirtaldar ráðlegg- ingar til manna, sem eru í hjúskaparhugleiðingum: 1. Skýrðu konu ])inni ævinlega rétt og satt frá tckj- um þínum. Hún á íullan rétt á að íylgjast með. 2. Eí þú notar 10 kr. á dag — eða viku — til vind- lingakaupa, þá minnztu ]>ess, að hún á fullan rétt á að nota sömu upphæð í sama tilgangi. 3. Gerðu konu |)íná aldrei að fótbolta-, bridge-, golf- eða laxveiðiekkju. Deildu með henni áhugamál- um þínum. 4. Farðu annað slagið í búðir með konu þinni, þeg- ar innkaup þarf að gera, því að hcnni Jjykir gaman að J)ví að J)ú sért með. Svo mörg eru þau orð. Og athugasemdir eða útlegg- ingar eru ójtarfar. Sitrónu-te. Gott er að láta sítrónu- eða appelsínubörk í bakara- ofn og þurrka liann þar. Þegar hann er vel Jnirr orð- inn, er hann settur í dósina, sem Jiúsfreyjan geymir te í, og gerir hann }>á bæði ilm og bragð að teinu. Blöðin d stofujurtunum. Margar húsmæður vilja gjarnan að blöðin á stofu- plöntunum þeirra glansi eins og þau væru gljáborin, og stundum hendir, að þær sjást lítt íyrir, og bera vase- lín eða bón á blöðin, en þá getur plantán hæglega veslast upp og dáið. Betri árangur næst með því að J)vo blöðin úrvatni og mjólk. Blandan sé 1 : 1. Blöðin fá fallegan og eðlilegan glans, þegar þau eru þvegin upp úr blöndunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.