Dagur - 07.09.1955, Blaðsíða 11

Dagur - 07.09.1955, Blaðsíða 11
Miðvikudagmn 7. septeinber 1955 DAGUR 11 (Framhald af 7. síðu). þó orðið, til dæmis hefur hávellu fækkað, en ástæðuna telur hann vera að hún hafi flutt sig norður á bóginn er hlýindi jukust hér. Aftur á móti hefur skúföndum f.jölgað. Annars eru áraskipti að því, hve mikid sést af hverri tegund. Um mófuglana segir Ragnar, að hann geti ekki verið sammála þeim, sem telja þeim hafi fækkað. Spóa hef- ur áreiðanlega fjölgað við Mývatn til dæmis. En áberandi færra hefur verið af óðinshana og kríu nú á seinni árum. Er hætt við að ungar þessara fugla drepist í votviðrum og kuldum, og stafi fækkunin af þvi. Eer talsvert á því, að kríu- ungar drepist í þess konar tíðar- fari. Orlög margra anda kunn. Ragnar hefur merkt margar teg- undir fugla, en að sjálfsögðu skipa endurnar æðsta sess í bókhaldi hans yfir merkingarnar. Mývatn er mesta andabyggö um norðanverða Evrópu a, m. k., og óvíða betri að- staða til að fýlgjast með háttum þeirra en á Grimsstöðum, við vatnið austanvert. Þar verpa þær í stórum stíl í eyjum, t. d. Slútnesi, og á mýrlendi á vatnsbakkanum, og svo við Sandvatn. Ragnar skýrir svo frá, að að jafnaði fái hann fregnir af 6% af þeim öndum, sem merktar eru. Gera endurnar ærið víðreist um veröldina eftir að þær hafa vaxið úr grasi í hólmum og eyjum Mývatns. Víðförlastur er rauðhöfðinn, því að hann heim- sækir lönd báðum megin Atlants- hafsins og hefur,farið allt austur fyrir járntjald'. Grafendur fara allt suður á Ealkan, skúfendur suður á Ítalíu, Spán dg' Portúgal. En þótt einstaklingar fy.éirfinnist á þessum slóðum, virðist mesti fjöldi and- anna koma fram um norðanvert Brettand og Irland, og á Norður- sjávarströndinni. > JicuunglcgUspori að veiða Mývatnsendur! Nokkru kann um að valda, að Bretar, Skotar og frar eru harðvít- ugustu fuglaskyttift í álfunni. — Fuglaveiðar eru konungtegt sport í Bretlandi, og stundaðar ákaft á landareignum aðals og stórbænda. Fellur þar margur fuglinn úr Mý- vatnssveit fyrir höglum úr silfur- slegnum byssum brezkra spórt- manna. I skýrslum Ragnars á Grímsstöðum um fallna fugla úir og grúir af staðanöfnum í Skot- landi, Eire og Norður-Irlandi, og frá skozku eyjunum. Þetta riíjar upp söguna um Eretann, sem var afundinn við Mývatnsbændur vegna eggjatöku þeirra á vorin. Því fleiri egg, sem þið takið. því færri fuglar fyrir okkur, sagði Bretinn, og var sármóðgaour. En í bók Ragnars má líka sjá staðarnöfn eins og Waldetorre á Spáni, Rhonedal i Frakklandi, Suðursjó í Hollandi, Skagen á Jótlandi og svo framvegis. Hólmar og grasbakkar Mývatns fóstra margan fuglinn fyrir sportskyttur í ýmsum löndum. Landshomaflutningai- íslcnzkra fugla. Merkingarnar veita ýmsar fleiri upplýsingar en ferðalög farfugl- anna. Til dæmis um aldur fugla. Ragnar segir frá því, að kria, sem hann merkti sem unga við Mývatn, fannst dauðvona í Nígeríu í Afríku 22 árum seinna! Krían er annars mesti ferðalangurinn af farfuglun- um hér. Hún flýgur heimskauta- svæðanna í mi!li að því talið er. Annarri kríu náði Ragnar við Mý- vatn, er hann hafði sjálfur merkt þar 18 árum áour! Margan kíló- r í Gríinsstöðum metran eiga þær að baki þessar kriur, sem farið hafa um hálfan hnöttinn tvisvar á ári hverju, ára- tugum saman. Þá hefur Ragnar merkt stað- fugla eins og rjúpuna, og hafa þær merkingar gefið til kynna, að rjúp- an gerir ekki viðreist yfirleitt, en þó ber nokkuð á því, að rjúpur, sem merktar eru í Þingeyjarsýslu, séu skotnar á Austurlandi. Ein rjúpa kom fram suður í Grímsnesi. Ragnuari á Grímsstöðum þykir sveiflkenning dr. Finns Guð- mundssonar líkleg skýring á við- gangi rjúpnastofnsins, a. m. k. þyk- ir honum ljóst, að veiðin hefur ekki úrslitaáhrií á stofninn. Það sanna síðustu árin. Engin full- nægjandi skýring er fyrir hendi á því, hvað veldur beinlínis hinni stórfelldu fækkun. Ragnar á Gríms stöðum segir, að sum vor megi sjá þess merki, að riúpan komi ungun- um ekki upp. Hefur hann fundið ungahræ í allstórum stil, og er þar e. t. v. ein ástæðan. Nokkrar álftir hefur Ragnar merkt. Þær færa sig nokkuð úr stað um landið og fyrir kemur að bær fara úr landi. Ragn- ar veit til þess, að álft, sem merkt var hér á landi, var skotin í Skot- landi. Flækingar fangaðir. Grímsstaðabræður fylgjast vel með því, ef gesti ber að garði þar í Mývatnssveit, og nokkra erlenda flækinga hafa þeir fangað og sent Náttúrugripasafninu. Merkilegasta fund þeirra telur Ragnar vera turnfálka, sem hann náði fyrir nokkrum árum. Var það ungfugl, og sama haust sá Ragnar 2 aðra ungfugla. Var engu líkara en þeir hefðu vaxið upp hér, þótt ekki verði það sannað. Turnfálkinn er skandínaviskur fugl, og mjög sjaldséður hér um slóöir. Samband við hirm stóra hcini. Ragnar á Grimsstöðum er óþrjótandi fróðleiksnáma um fugl- ana, lif þeirra og háttu. Hin lifandi náttúra við Mývatn vakti áhuga hans þegar , á unga aldri. Fjalla- byggðin islenzka hafði í nokkrum skilningi betra samband við hinn stóra heim en nokkur annar staður á Islandi, löngu áður en flugvélar brúuðu úthafið. Þúsundir og aftur þúsundir litskrúðugra anda koma sunnan um höfin á hverju vori, og flugu suður heiðar og höf, er hausta tók. Þetta var rómantísk saga í augum fermingardrengsins í Mývatns- sveit, og hann tók að gefa þeim meiri gætur en áður. Og svo lokk- uðu fuglarnir góða gesti út til ís- lands og norður að Mývatni. Margir ágætir fuglafræðingar hafa komið að Grímsstöðum á liðnum áratugum, og notið þar leiðbein- inga þeirra bræðra, menn eins og Peter Scott og Julian Huxley. Síð- ast nú i sumar aðstoðaði Ragnar írskan leiðangur við að taka kvik- myndir af fuglalífinu. Það minnir á, að við eigum enga slíka islenzka náttúrukvikmynd, og væri þörf að bæta úr því, og njóta aðstoðar manna eins.og þeirra Grímsstaða- bræðra við að búa hana til Rómantíkin þver e. t. v. með ár- unum, en áhugir.n fyrir náttúrunni dvínar ekki. Enn er margt óráðin gáta í lífi fuglanna íslenzku, og Ragnar á Grímsstöðum vill ótrauð- ur leggja fram sinn skerf til þess að ráða fram úr leyudardómunum. Náttúruskoðarar eins og þeir bræður, sem vilja nokkuð é sig leggja til þess að styðja náttúru- fræðinga og vísindamenn í starfi þeirra, gera landi sínu mikið gagn. Þpiiívi Jrfj>|pndub1 er sannarlega ékkf illa varið. Ungbarnafatnaður Kjólar Samfestingar Sokkabuxur Bleyjubuxur Bleyjur og bleyjuefni. Bolir með og án erma. Verzlimin ÐRÍFA Sími 1521. Til sölu: 6 herbergja íbúð við Aðal- stræti. Lág útborgun. Heilt hús við Löngumýri. Ekki iullbyggt. Tvt) herbergi ásamt eldun- arplássi og sérinngangi. 3ja og 4ra herbergja íbúðir nálægt miðbænum. Guðm. Skaftason hdl. Brekkugötu 14. 'Nhðt.alstími kl. 5—7. Sírni 1036. Stúlka óskast nú þegar til cópíeringsstarfa. Myndastof,a n FILMA N, Hafnarstræti 92, Ak. (Framhald af 1. síðu). fyrir því, má nefna Pál H. Jónsson hreppstj. á . Stóruvöllum. Hann andaðist háaldraður á sl. ári, en fékk að sjá draum sinn um brúar- gerðina rætast. Verkið var hafið og endalokin fyrirsjáanleg. 1 miðri sveit. Nýja brúin er rúmlega 20 km. frá Fosshóli og er því miðsveitis í Bárðardal. Framkvæmdir við brú- arsmíðina hófust sumarið 1953. —j Það sumar voru steyptir turnar, stólpar og akkerisfestar. Gekk það vel, því að aðstaða er góð. Þó olli það töfum, að undirstaðan er opið hraun, kvísl úr Ódáðahrauni. Hvarvetna þar, sem grafa þurfti í jörð fyrir steypu, fylltust gryfjurn- ar með vatni jafnskjótt og komið var ofan fyrir vatnsyfirborð árinn- ar. Varð af þessum sökum að hafa 6 dælur í gangi langtímum saman á meðan unnið var við undirstöð- urnar. VerkfræðivgaverkfalHð tafði. I fyrrasumar var ekkert unnið vegna verkfræðingaverkfallsins, nema við vegagerð að brúnni, en í sumar hófst vinna að nýju um miðjan júní. Hefur 20 manna flokkur unnið að staðaldri síðan og verkið gengið ágætlega. A laugar- daginn var, voru steyptar niður legur 1 turntoppunum. Þegar sú steypa harðnar, verður brúin til- brúin og þá væntalugea vígð. Þessa dagana er verið að bronza handrið og setja slitlag á gólfið. Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. — Sálmar: 291 — 221 — 208 — 168 og 264, — K. R. Fegrunarfélag Akureýrar held- ur hlutavelu 3. þ. m. F álagar eru vinsamlega beðnir að koma mun- um eða peningum til einhvers eftirtaldra félaga: Kjartans Ól- afssonar, Lækjarg. 4, Guðmundar Mikaelssonar, Eyrarlandsvegi 20, Antons Ásgrímssoonar, Fjólug. 8 eða Sigurðar L. Pálssonar, Grænugötu 6. Skrifstofa Áfengisvarnanefndar Akureyrar í Skjaldborg er opin á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 6—7 s ðdegis. Karlmannafrakkar, gott útval Rikfrakkar, vandaðir, tékkneskir. stór númer. Kuldaúlpur, skinnfóðraðar Drengjaúlpur, með hettu, sterkar og ódýrar Barnagallar Karlmanna- og drengja- buxur. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar Hafnarstrœti 96. Lengsta hengibfú laiidsivs. Nýja Skjálfandafljótsbrúin er lengsta hengibrú landsins, 112 metrar á lengd. Hún er úr járni og smíðuð í Englandi hjá Dorman Long & Co. Breiddan er 3,40 metr- ar og gólfið úr tré með járnbitum. Turnhhæð frá vatnsborði er 18 metrar og frá vatnsborði upp að brúnni eru 4,80 metrar um miðj- una. Teikningar annaðist Vega- málaskrifstofa ríkisins. Feðgar framkvæmda verkið. Brúin er byggð samkvæmt ströngustu kröfum um slík mann- virki og er fyrsta hengibrúin, sem sett er upp hér á landi af Islend- ingum einum. Feðgarnir frá Akur- eyri> Jónas Snæbjörnsson yfir- smiður og Snæbjörn sonur hans, verkfr., hafa stjórnað verkinu og hafa engin slys orðið þegar frá eru taldar smáskeinur á fingrum! — Hnoðun á járnverki annaðist Atli h.f. á Akureyri. Og nú stendur hin nýsmíðaða brú, hið veglegasta og traustleg- asta mannvirki, nær tilbúið til um- ferðar og afnota fyrir almenning. Aður verður þó burðarþol hennar prdfað. Verða 80 smálestir af möl og sandi settar á hana. Einnig verður ekið yfir hana 12 tonna farartæki. — Þessi brúarsmíð er enn einn hlekkurinn, sem bætzt hefur í samgöngukerfi landsmanna og verður þess .væntanlega minnst hátíðlega við vígslu hermar. Nýlega er látinn í Reykinvík Sigurjón Jónssoon fyrrv. hér- aðslæknir í Dalvík. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfú Sóley Jónsdótir, hjúkrunarkona, frá Litla-Árskógssandi, og Jón Hilm- ar Magnússon, kennari, Sunnu- hvoli, Glerárþorpi. Hjúskapur. 31. ágúst voru gef- in saman í hjónaband á Möðru- völlum í Hörgárdal ungfrú Hulda Ásgrímsdóttir frá Hálsi í Öxnadal og Ragnar Tryggvason, sjómaður, frá Dalvik. Rorgari hefur komið að máli við blaðið og kvartað yfir því, að handriðið á kirkjutröppun- um sé nú orðið svo spænt upp og ójafnt að ofan, að mjög hætt sé við að fólk fái flís í hendina við að styðjast við það. Um leið og blaðið kemur þessum um- kvörtunum á framfæri, vill það beina þvi til bæjarbúa sem þarna eiga leið um, að þeir síaldri við og íhugi, um leið og þeir virða handriðið fyrir sér, liver herfileg ómynd það er; það er í hrópandi ósamræmi við allt umhverfið, og eins gjörsneitt því að líta laglcga út og hugsast má. — Endurbæt- urnar mæitu því vera fólgnar í því að skipta algcrlega um handrið. Eyrnalokkar í mjög íjölbreyttu úrvali. Verzlunin DRÍFA Sími 1521 3-4 lierbergja íbúð óskast-til leigu sem fyxst. Uppl. i sima 2199. ) Tweed í pils og kjóla Ullar-jersey, fl. litir Sundbolir Fallegar kventöskur o. fl. o. fl. Anna & Freyja

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.