Dagur - 21.09.1955, Blaðsíða 4

Dagur - 21.09.1955, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 21. sept. 1955 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa i Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Argangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi og á laugardögum þegar ástæða þykir til. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. laust, að skipulegar strætisvagna- ferðir geta orðið til þæginda og hagsbóta fyrir fjölda fólks. Til- raunin á að standa í einn mánuð. A það er rétt að benda í upphafi, að sá tími er of skamumr til þess að nokkur fullnaðardómur um gagnsemi strætisvagna hér verði upp kveðinn. Og ólíklegt er einnig, að fullnægjandi vitneskja um fjár- hagsgrundvöll fáist á svo skömm- um tíma. Bæjaryfirvöldin mega því ómögulega missa kjarkinn, þótt erfiðlega blási eftir fárra vikna reynslu. Rekstrinum ætti að halda uppi til áramóta til að byrja með, og gera þá upp reikningana. Síðan mætti ræða málin í ljósi fenginnar reynslu. Ráðstefna kaupstaðanna FULLTRÚAR KAUPSTAÐANNA á Vestur-, Norður- og Austurlandi hafa nýlega lokið ráðstefnu hér á Akureyri og hafa niðurstöður verið birtar. Menn lesa samþykktirnar, og verður á að hugsa, að ekki séu þær nú líklegar til að velta þungu hlassi. Hér er ekki farið út á nýjar brautir. Hógværlega orðaðar bænaskrár eru sendar ríkisstjórn og öðrum sunnlenzkum máttarvöldum. Annar fundur er ráð- gerður að ári, og tímann þangað til geta menn notað til þess að gefa því gætur, hvort vilji fundar- ins fær nokkru um þokað, og til þess að íhuga, hvort ekki er fært að efla og auka slíkt samstarf kaupstað- anna, og gera það þannig úr garði, að það sé væn- legra til árangurs en nú er. HÉR VAR Á ÁRUNUM haldin almenn kaup- staðaráðstefna. Hún fór vel af stað, en sprakk á því að lokum, að stjórnmálaafstaða og misrhunandi að- staða varð yfirsterkari viljanum til að standa saman að lausn sameiginlegra vandamála. Þá kom í ljós, að þótt bæjarstjórnir á öllu landinu hafi sams kon- ar verkefni að leysa í stórum dráttum, er megin- munur á aðstöðu þeirra. Kaupstaðirnir úti á lands- byggðinni hafa aðra aðstöðu en Faxaflóahafnirnar. Þessi munur hefur e. t. v. aldrei verið augljósari en nú. Á sama tíma, sem skortur er á vinnuafli þar syðra til að framkvæma öll verk, setn í smíðum eru — og þau eru mörg — eru menn hér að ræða ráð- stafanir til að mæta atvinnuleysi. Á sama tíma sem milljónatugir eru þar festir í alls kyns byggingafram- kvæmdum, heldur við að ekki takist að koma upp minniháttar atvinnufyrirtækjum úti á landi vegna fjárskorts. FJÁRSKORTUR OG FÓLKSFLÓTTI er sam- eiginlegt vandamál kaupstaðanna úti á landi. Það eru stórmál og hefðu vel þolað, að um þau hefði verið fjallað af skörungsskap á kaupstaðarráðstefn- unni. En þess er þá líka að gæta, að slík afgreiðsla er óhugsandi nema fulltrúar kaupstaðanna séu sæmilega sammála um höfuðvandamálin, og haldn- ir nægilegu trausti á samheldninni ei til baráttu kemur. Það hefur alla tíð verið ógæfa, að samvinna kaupstaðanna úti á landi hefur verið í molum, og stundum uppi tortryggni um aðstöðu eða fyrirætlan- ir. Sérsjónarmið og flokkapólitík hafa oft skyggt á sameiginlegt vandamál. Þótt ályktanir kaupstaða- fundarins hér — góðar í sjálfu sér — breyti vafa- laust litlu um framvindu mála, má vænta þess, að fundurinn verið til þess að menn fari að 'íhuga, hvar skórinn kreppir, og leiðir til bjargar. FJÁRMAGNSSKORTURINN úti á landi er versti þröskuldur allra framfara. Hann verður ekki bættur með sendinefndum og bænaskrám, heldur með nýrri stefnu stjórnarvalda og banka. Það gæti verið höfuðverkefni kaupstaðaráðstefnu á næstu árum, að vinna þeirri stefnu gagn með eindreginni afstöðu og haldgóðum rökstuðningi. Strætisvagnar á Akureyri BÆJARSTJÓRN AKUREYRAR hefur nú afráðið að efna til tilraunar með rekstur strætisvagna hér í bænum nú innan skamms. Almenningur í bænum fylgist af áhuga með þessum fyrirætlunum. Er vafa- Ódrengileg framkoma hjá bifreiðastjórum. Sigurður Haraldsson á Ingjalds- stöðum sendir blaðinu eftirfar- andi: „UM MIÐJAN júlí síðastliðinn stóð forustuær mín, Fluga gamla, utan og ofan við þjóðveginn yfir dauðu lambi sínu. Einhver miður vel innrættur ökuþór hafði keyrt á lambið, troðið svo hræinu í for- arpoll við veginn og haldið leiðar sinnar. Líklega hefur hann ætlað að láta líta svo út, að lambið hefði orðið sjálfdautt, en ekki aðgætt að höfuðkúpan var brotin, annað augað sprengt út og fleiri áverkar auðsæir. Þetta lamb var svartur hrútur af afbragðs forustukyni í báðar ættir. Fleiri lömbum hefur verið sálgað á þennan hátt, bæði fyrir mér og öðrum og undantekn- ingarlaust hefur bílstjórinn ekið sem hraðast burt. Hvað er það nú sem veldur svona framkomu? Væri þó ólíkt mannlegra að gera aðvart heldur en að láta fjarlægð- ina fela sig. Sumir vilja kenna þetta tryggingakjörum. I fyrra var keyrt á lamb, sem eg átti, hérna skammt ofan við Brúnina. Bílstjórinn flutti lambs- skrokkinn æði spöl frá veginum og tróð honum inn undir viðar- runna. En ærin fann lambið sitt og stóð jarmandi yfir því. Þessi bílstjóri náðist með aðstoð sím- stöðvarinnar á Fosshóli. Meðgekk hann strax, en óskaði ákveðið eftir því að fá að greiða skaðann úr eig- in vasa, ef málið félli þar með nið- ur. Ekki sagði hann til nafns síns eða heimilisfangs, en merki bif- reiðarinnar sagði til um sýsluna. Farþegarnir tóku þátt í verknaðin- um en þögðu. Þessar línur eru fyrst og fremst ritaðar með það fyrir augum, að reyna að opna augu bílstjóranna fyrir því hvað það er lítilmannlegt að hlaupa frá óhappaverkum. Með því setja þeir blett á stétt sína og stöðu. Æskilegt væri að bílstjórar segðu frá þvi opinberlega, hver sé orsök þessara síendurteknu at- burða.“ Verzlunarmenn og skólamenn. VERZLUNARFÓLK hér í bænum fjölmennti mjög á fræðslu- fundina, sem amerísku verzlunar- málasérfræðingamir héldu, og hlustaði með athygli á ábendingar þeirra. Verzlunarstéttin sýndi við þetta tækifæri — eins og raunar oft áður — að hún vill kynnast nýjungum og er þess albúin, að notfæra sér leiðbeiningar um bætta starfshætti. Má ætla, að margir hafi og haft gagn af leið- beiningum sérfræðinganna. Þær voru flestar einfaldar og auðskild- ar, en jafnframt mjög athyglis- verðar. Gildi góðrar lýsingar. AF ÞVÍ, sem fram kom fyrra kvöldið, sem sérfræðingarnir voru hér, vakti m. a. athygli sú ábending þeirra, að verzlunarbúðir hér í bænum væru yfirleitt of illa lýst- ar. Væri engu líkara en verzlanir vildu spara rafmagn til að lýsa búðir og glugga, teldu sig ekki hafa efni á því, að kaupa nægilega birtu. En annar sérfræðingurinn fullyrti, að engin verzlunin hefði í raun réttri efni á að spara á þessum lið. Það fer heldur ekki í milli mála, að frá sjónarmiði viðskiptamanna er björt búð aðlaðandi, en skugga- leg verzlun fráhrindandi. Þetta rifjar upp svipmót gatna og bæjar á vetrarkvöldum. Hér hjá okkur hefur það alla tíð verið tízka, að spara rafmagn til þess að lýsa bæ- inn, og það eins nú eftir að upplýst er, að nægileg afgangsorka er fyrir hendi. Þetta setur drungalegan svip á bæinn, og hefur vafalaust líka áhrif á sálarástand íbúanna. I skammdeginu er þörf á mikilli birtu. Sú staðreynd ætti að vera leiðarljós þeirra, sem hafa á hendi lýsingu verzlunarhúsa, opinberra samkomustaða og gatna og torga. Gildi auglýsinganna. í SAMA fyrirlestri ræddi Banda- ríkjamaðurinn Walter Chauning nokkuð um auglýsingar í blöðum og gildi þeirra. Hann kvað sterkt að orði. Hann taldi, að engin verzlun, sem því nafni mætti kall- ast, hefði efni á því að sniðganga það tækifæri til söluaukningar, sém blaðaauglýsingar færa þeim upp í hendur, sem kann að notfæra sér þær. En á þá kunnáttu taldi hann skorta hér, og hvatti til úr- bóta. Hann benti þar m. a. á, að það er mikill vandi að semja góða auglýsingu og búa hana þannig úr garði að hún gangi í augu fólks- ins. Að slíku verki má ekki kasta höndunum, og það á ekki að vera tilviljunarkennt, hvað auglýst er hverju sinni, heldur ætti auglýs- ingastarfsemin að vera í nokkuð föstum skorðum, miðuð við árstíð- ir og aðra aðstöðu á hverjum tíma. Fyrirlesarinn sagði að það væri reynsla um allan heim, að blaða- auglýsingar væru hin mesta stoð fyrir heilbrigða verzlun, og taldi mikið svigrúm hér til að notfæra sér aðstöðuna. Og í því efni væri Akureyri engin undantekning. — Honum virtist að verzlanir í bæn- um auglýstu ekki nógu mikið og þó einkanlega ekki nógu aðgengi- lega. Þessir menn lögðu mikið upp úr því, að auglýsa hvern sérstakan hlut, lýsa honum í fáum orðum, og birta verðið. Með því væri tvennt unnið: varan væri auglýst til sölu og um leið stunduð almenn upp- lýsingaþjónusta, sem mikils virði væri: þarna er varan og hún hefur þetta ákveðna notagildi og hún kostar þetta. Aukin áhrif blaðanna. ERU ÞETTA athyglisverð um- mæli, og víst mun það satt og rétt, að í allri verzlunar-auglýsinga- tækni eigum við mikið ólært Og það er og hverju orði sannara, að blöðin eiga að hafa samvinnu við verzlanir um gerð auglýsinga, bæði orðaval og uppsetningu. En til þess hefur oftast skort mannafla, þekk- ingu og tæknilega aðstöðu hjá blöðunum. En þróunin mun samt verða í þessa átt. Stefnan hjá okk- ur er, eins og annars staðar, að blöðin eru sífellt stærri þáttur í lífi þjóðarinnar. Aldrei í veraldar- Framhald á 7. síðu). VALD. V. SnÆvARR: Þegar þysinn hljóðnar Urðu eklii þeir tíu hreinir? Hvar eru þeir niu? (Lúk. 17,17). Tiu voru heilsulausir. Tiu báðu Jesúm að miskunna sér. — Tiu miskunnaði Jesús, en að- eins einn þeirra sneri aftur og þakkaði fyrir lœkninguna. — Daþrara mátti það ekki vera: E i n n þakklátur, n i u vanþakklátir! — Svona var það þá. Hvernig skyldi það vera 'nú? Þeirri spurningu verður vist eklti svarað með öruggri vissu. Vér þekkjum engar hlutfallstölur, enda sennilega erfilt að afla þeirra. Þakkargjörð ein- staklinganna þekkir Guð einn, þegar hún fer fratn i kyrþey. Þar komast cngar tölur að. Eti sameiginleg þakkargjörð safnaðanna fer fram i kirkjunum. Hve margir taka þált i henni liverju sinni, fer eftir atvikum, en óheett mun að fullyrða, að nokkuð skortir á almenna þátttöku. Dauf kirhjusólin gefttr ákveðna bendingu i þá ált, enda sþyr eitt sálmaskáldið: „H v a ð er vor þakkaróður?“ Að áliti þess mœta tnanns mun oss frernur hafa short þakklátssem- ina en þakkarefnin. Svo fjölmargt höfutn vér íslendingar að þaltka á þessutn timum, að fáar þjóðir ltafa ástœðu til að vera þakklálari en vér’. — Víða utn heitn eru miljónir manna heimilis- og atvinnulausar. En hér hafa allir að einhverju að hverfa. Hér hafa allir atvinnu, setn vinnu- frerir eru og vinna vilja. Erlendis eru víða stórir landflákar enn gersamlega ónýt jörð og sundur- tælt af hernaðarvöldum. Auk þess eru öll býli þar i rústum. Hér bíður moldin eftir manns- höndinni og tiltölulega lilið mun þurfa fyrir hana að gjöra til þess að hún geti borið riku- lega ávexti. Hér blasa við nýtizkuhús fyrir menn og skepnur og víðar, alræktaðar lendur. Þessi samanburður sýnir, að scrn stendur búutn vér við sérstaklega góðar lifsaðstœður, og svo verður það vonandi framvegis. Megum vér þá vera vati- þakklátir? Getum vér látið vera, að þakka þeith, sem yfir oss vakir og vakað hefir og trúir oss fyrir að byggja og rœkta þetta dásatnlega land? Megutn vér láta þakkargjörðina undir höfuð leggjast á þessurn haustnóttum? NEI! „Nú’œtti eklti þakklælið að:þagna.“ Vorið kom snetnma og var um margt yndislegt. Fiskur gehli á tnið og gras spratt nokkuð. Þrátt fyrir ýmm þverbresti auðnaðist oss að afla oss lifsvif/Uruæxis og. shépn- um vorum fóðurs tneð Guðs hjálp. Varð rklii feynzla vor flestra liin sama og sálmaskáldsins, er kvað: „Þótt hryggðar skyggðu ský oss skein hvern morgun ný, með blessun Ian,ds og lýða, þín (Guðs) liknarsólin bliða"? Þökkum þvi, vegsömum og lofutn Guð, baði einslega og opinberlega á þessum haustdögum! Fjölmennum til kirkna vorra, næsl þegar tnessa á. Lálum ekki þann, setn oss „leiðir og verndar og slyður,“ þurfa að spyrja eins og forðum: „HVAR ERU ÞEIR NÍU?“ Konur fjölmenntu mjög á 50 ára afmælisfagnað Kvenfélagasam- bands Suður-Þingeyinga Hátt á þriðja hwrdrað konnr sóttu 50 ára afmæl- ishátíð Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga, sem haldin var að Laugum sunnudaginn 11. þ. m. Hátíðahöldin hófust með guðsþjónustu, og prédik- agi séra Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað. — Síðan var gengið til hádegisverðar í héraðsskólanum. Klukkan 4 hófst samfelld dagskrá í íþróttahúsinu. Var saga sambandsins rakin þar í frásögnum og upp- lestrum. í milli atriða var sungið. Kvennakór frá Húsavík söng, einsöngvari var frú Sigrún Jónsdóttir á Rangá í Kinn, tvísöng sungu þær Laufey Vigfús- dóttir og Kristjana Benediktsdóttir, Húsavík, síðan almennur söngur. Séra Friðrik A. Friðriksson stjórn- (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.