Dagur - 21.09.1955, Blaðsíða 8
Baguk
Miðvikudaginn 21. sept. 1955
Verzlunarhús KEA í Dalvík
Síðastl. miðvikudag var tekin í notkun hin nýja verzlunarbúð útbús
KEA i Dalv'.k á neðstu hæð skrifstofu- og verzlunarhúss félagsins. Er
húsið nú fullgert og hin glæsilegasta bygging. í hinni nýju búð eru allar
almennar vörur í nokkrum söludeildum. -— Búðin er ágætlega búin og
í samræmi við kröfur tímans.
Skipverji af ,.Kaldbak“
bíður bana
Það hörmulega slys varð, meðan
b.v. Kaldbakur var í Bremenhaven
í Þýzkalandi nú fyrir skömmu, að
einn skipverja, Þórarinn Guð-
mundsson, kyndari, Akureyri. varð
fyrir sporvagni í borginni og beið
bana af.
Þórarinn var á bezta aldri og
lætur eftir sig konu og 2 börn,
bæði ung.
Sjómaður frá Hauga-
nesi slasast í fiskiróðri
Það slys varð í vikunni sem leið
að ungur sjómaður á Draupni frá
Hauganesi, Þorvaldur Baldvinsson,
lenti í spili bátsins í fiskiróðri og
lærbrotnaði á báðum fótum. Var
hann þegar fluttur á sjúkrahús og
l.'ður honum eftir atvikum sæmi-
lega.
Ymis tíSindi úr nágrannabyggðum
Hólaskóli fullskipaður
í vetur
Hólumí Hjaltadal 20. sept.
Réttað var í Laufskálaholtsrétt
í Hjaltadal í gær. Rétt þessi var
byggð í fyrrasumar og er hin vand-
áðasta. Talið er að fé muni vera í
meðallagi að vænleika. 120 dilkum
frá skólabúinu á Hólum var slátr-
að á miðvikudaginn var. Meðalvigt
var 15 kg. Af þessum dilkum voru
61 tvílembingar og 11 lambgimbra-
lömb.
Kartöfluspretta er í góðu meðal-
lagi og rófnaræktin hefur líka tek-
izt vel. Heyskap er lokið nema lít-
ils háttar af höfrum er óslegið.
Hólaskóli er fullskipaður og
verður settur 22. okt. Þó hefst nám
í eldri deild 15. okt.
Nýtt skipbrotsmanna-
skýli í Þorgeirsfirði
Lómatjörn 20. sept.
Slátrun hófst á Svalbarðseyri sl.
laugardag. Féð er talið í meðallagi
að vænleika. Meðalvigt þeirra,
sem búnir eru að slátra mun vera
15—16 kg„ en margt af lömbunum
eru tvílembingar. Þyngsti dilks-
skrokkurinn vóg 24 kg. og var frá
Sigurði Olafssyni, Arbakka.
Kartöflusprettan er heldur léleg
víðast hvar, en þó betri en á horfð-
ist. Kartöflugrasið stendur enn
fagurgrænt, og á meðan svo er,
vaxa kartöflurnar.
Nýja skipbrotsmannaskýlið á
Þönglabakka í Þorgeirsfirði var
fullbúið snemma í þessum mánuði.
Þorbjörn Askelsson sá um fram-
kvæmdir fyrir Slysavarnafélagið.
Unnið er við að mæla fyrir raf-
línu í hreppnum.
„Snæfell“ leggur upp
afla í Hrísey
Hr'.sey 20. sept.
Trillubátarnir fá reytingsafla,
mest ýsu. „Snæfellið" leggur afla
sinn upp í Hrísey og er það mikil
atvinnubót. Kartöfluuppskeran er
yfirleitt ágæt. Dilkar eru vænir,
en fé er orðið of margt í eynni.
Samtals munu hafa verið um 500
fjár „á fjalli“ í sumar. Bóndinn á
Yztabæ flytur sláturfé til Dalvík-
ur, en öðru fé er slátrað heima.
Sextugur verkalýðs-
foringi
Blönduósi 20. sept.
Jón Einarsson verkalýðsformað-
ur á Blönduósi varð sextugur 13.
sept. A laugardaginn hélt verka-
lýðsfélagið honum samsæti í til-
efni afmælisins og þess að hann
hefur verið formaður félagsins í 20
ár og unnið mikið og gott starf í
þágu þess.
Garnaveiki vart á
Svalbarðsströnd
Svalbarðsströnd 19. sept.
Heyskap lauk hér víðast hvar
um siðustu mánaðamót, heyfengur
mun tæplega vera eins mikill og sl.
sumar, en nýtir.g heyjanna er af-
burða góð.
Kartöfluupptaka er hafin hér,
spretta er nokkuð misjöfn, en vfir-
leitt nokkru lakari en í meðallagi.
Slátrun sauðfjár hófst á Sval-
barðseyri hinn 15. þ. m. Dilkar
eru heldur lélegir ,og má ætla að
það stafi að nokkru leyti af því að
of þröng sé orðið í sumarhögun-
um, eða að þeir svari ekki til vetr-
arfóðrunarinnar, en hún er næstum
alls staðar orðin afbragðs góð hér.
Fyrstu fjallskil fóru hér fram í
gær, enn er ekki vitað um heimt-
ur á fé, en vitað er að nokkrar
ær hafa farizt hér úr gamaveiki
siðari hluta sumarsins, náðust þær
flestar, svo að hægt var að lóga
þeim. Allt munu þetta vera eldri
ær, sem ekki voru bólusettar gegn
garnaveiki.
Göngum frestað á
á Austurfjöllum
Fosshóll 20. sept.
Fyrstu göngum er lokið nema á
Austurfjöllum. Hvergi hafa komið
fram útlilegukindur. 15—20 kind-
ur fóru vestur yfir Skjálfandafljót
í sumar, en engin austur yfir.
Slátrun hófst á Ofeigsstöðum í
gær. Þar er slátrað vegna ótta við
útbreiðslu garnaveikinnar og var
einnig gert í fyrra. Kjötinu er síð-
an ekið til Húsavíkur.
Verkfræðingar munu á fimmtu-
daginn reyna burðarþol nýju brú-
arinnar á Skjálfandafljóti. A föstu-
daginn verður svo reisugildi fyrir
brúargerðarmenn.
Meiri útihúsabyggingar en minni
jarðræktarframkvæmdir en í fyrra
Keynslan kennir að vanda ber ræktunarstörfin
Dngur hom nð mdli við Ingn
fínrðnr Sigurðsson Itérnðsrdðunnu/
Búnnðnrsmnbnnds Eyjnfjnrðnr og'
leylnði fréttn nf búnaðnrfrnm-
hvcemdum i hérnðintt. Fnrn jjtcr i
stórum drnltum hér n cflir:
Shurðgröfur.
Fjörar skurðgröfur vinna á sam-
bandssvæðinu í sumar og hafa af-
köst þcirra verið góð. Þessar gröf-
ur eru búnar að grafa 210 þúsund
m3. Eru þessir skurðir samtals 50
km. að lengd. Ein grafa vinnur á
Dalvík og Svarfaðardal önnur í
Oxnadal og Þelamörk, þriðja í
Saurbæjarhreppi og fjórða grafan
í Ongulstaðahrejipi. Vcrður unnið
með griifunum meðan tíð leyfir.
Nýrn’ktir.
Búið er að mæla nýræktir í öllum
hreppum nenia Hríseyjarhreppi —
Akureyri er einnig eftir. Mun láta
nærri að nýræktirnar séu 30—40
ha minni en í fyrra á sambandssvæð-
inu.
Nýræktirnar eru mestar í Onguls-
staðahreppi, 47,5 ha. og aðeins 2 lia.
minni cn árið áður. Næstur er
Svarfaðardalshreppur með 30 ha.
og 4,5 ha. minni nýrækt en í fyrra.
Um 20 ha. hafa Sválbarðsstrandar-
hreppur, Grýtubakkahreppur, Arn-
arneshreppur og Hrafnagilshrepp-
ur. Saurbæjarhreppur var jiriðji
hæsti hreppurinn á árinu sem leið,
en hefur nú aðeins 14,5 ha. Astæð-
urnar fyrir minnka’ndi ræktun í hér-
aðinu eru vafalaust rnargar. Má i
jiví sambandi minna á að margir
bændur fengti vélavinnuna of seint
og einnig var hörgull á grasfræi um
tíma. Þá hafa fjölmargir bændur
staðið í byggingarframkvæmdum.
Bencdikt Baldvinsson á Efri Dálks-
stöðum hafði mesta nýrækt í ár,
5,74 ha.
Reynslan kennir nð vandn beri
rrektunarstörfin.
I sumar kom jiað grasfræ seint og
illa upp, er seint var sáð. Hefur
Jietta sumar sannað áþreifanlega
hve nauðsynlegt er að sá grasfræ
inu í flögin áður en jarðrakinn
jiverr. Gildir jietta sérstaklcga fyrii
Norðausturland.
Yfirleitt eru ræktarlöndin vel
framræst nú orðið, nema helst í
kaupstöðum og sjávarþorpum, enda
liggur dýrkeypt reynsla að bakj.
Lítill drengur varð fyrir vöru-
bifreið og beið bana
Sunnudaginn 11. þ. m., um kl. 6
e. h., varð drengur á fimmta ári,
Konráð Gunanrsson, undir vöru-
bifreiðinni A—828 i Lækjargötu,
við húsið nr. 11. Drengurinn var
strax fluttur i sjúkrahúsið hér, en
hattn lézt þar um kvöldið sama dag
af afleiðingum slyssins.
Konráð litli var sonur hjónanna
Gunnars Konráðssonar, verka-
manns, og Stellu Stefánsdóttur,
Lækjargötu 22 hér í bæ.
Þegar slysið b.ar að var Karl
Jónsson, bifreiðastjóri, Hafnar-
stræti 15, að aka bifreið sinni, A—
S28, sem er vörubifreið, niður gilið
og fór mjög gætilega, enda höfðu
nokkur börn verið þarna á göt-
unni, en er hann nálgaðist fóru öll
börnin af brautinni og munu flest
þeirra hafa staðið í og innan við
hliðið að Lækjargötu nr. 11. Var
Konráð litli meðal þeirra, en þegar
bifreiðin fór þar fram hjá, að því
talið er mjög hægt, mun Konráð
litli hafa tekið í fótþrep framan á
vörupallinum, en misst af því og
dottið, og lent undir hægra aftur-
hjólinu. Enginn fullorðinn var
sjónarvottur að sjálfu slysinu, en
börn, sem voru þarna, hafa skýrt
þannig frá þessu. Þar sem slysið
varð, er aðeins mjótt sund milli
húsa eða rúmlega fyrir einn bíl, og
auk þess er gatan þarna mjög brött
og engin gangstétt, svo að hætta er
þarna mjög mikil frá umferðinni.
Jóhannes Friðlaugsson
Látinn er að Haga í Aðaldal
Jóhannes Friðlaugsson bóndi og
kennari, rúmlega 70 ára að aldri.
Hafði hann átt við vanheilsu að
stríða að undanförnu. Jóhannes
Friðlaugsson var víða kunnur fyrir
ritstörf sín, einkum dýrasögur. -
Frágangur n-ýju túnanna er mjög
mismunandi og er það aldrei of-
brýnt fyrir bændum og öðrum rækt-
unarmönnum, að vandá ræktunar-
störfin sem mest frá byrjun, Jiví jiá
skila þau bestum arði.
Ráðunauturinn er búinn að mæla
30 ha. af sléttuðu túnþýfi og er
þetta síðasta árið, sem þær sléttur
njóta hærra framlags hins opinbera.
Cwirðingar.
Mældar hafa verið riiskir 20 ha. f
nýjum girðingum og er það nokkru
minna en var síðasta ár.
Byggingnr.
Bændur byggja mikið af penings-
húsitm og lilöðum í ár. Mest er
bvggt af ljárhúsum og á 12 bæjum
eru þau byggð með áburðarkjallara.
Þau hús ættu að rúma nær 2 þús.
fjár. 39 þurrheyshlöður voru byggð-
ar með 15 þús. im heyrúmi og er
það helmingi meira en síðasta ár.
8 vothéysgeymslur með 600 m3 hey-
rúmi yoru byggðar. Þar af 2 12
metra turnar og 4—6 metra turnar.
Til samanburðar má geta þess að
árið 1951, voru byggðar votheys-
geymsltir er rúmuðu 5 Jnis. ms. A£
haughúsum og áburðarkjöllurum
var byggt með mesta móti, tæp 2
þús. ma og safnjirær 360ms og er Jxtð
meira en nokkru sinni fyrr.
Hjnrðfjós.
A Björgum og Hófi í Arnarnes-
hreppi er veriö að byggja nýtízku-
fjós, hin svonefndu hjarðfjós. Eru
Jiað fyrstu hjarðfjósin á Norðtu-
landi.
Sh rerþeþ lógu rinn.
Skærpeplógurinn hefur verið í
notkun síðan í júlíbyrjun og er
mikið eftirsóttur áf bændum. Hef-
ur hann verið notaður hjá 3 rækt-
unarsamböndura vestan Akureyrar.
Mun hann verða í gangi fram í
snjóa.
íslenzkum piltum boðið
til Noregs
Boð hefur borizt frá Bær.da-
skóla Rogalands-fylkis á Tveit,
Noregi. Er tveimur íslenzkum pilt-
um boðin ókeypis námsvist í skól-
anum. Geta þeir valið um tveggja
vetra nám, eða eins og hálfs árs
nám, en það er tvo vetur og eitt
sumar.
Skólinn hefst 1. október, og er
þvi áriðandi að piltar, sem hafa
hug á námi þessu, gefi sig fram
sem allra fyrst við formann félags-
ins ísland—Noregur, Árna G. Ey-
lands.
Bændaskólinn á Tveit — na-
lægt Stafangri — er einn af bezt
búnu bændaskólum í Noregi, hefur
milljónum króna verið varið þar til
byggingaframkvæmda og umbóta
hin síðustu ár.
Ennfremur stendur einum nem-
anda til boða skólavist i búnaðar-
og garðyrkjuskólanum að Aurlandi
í Sogni. Sá skóli er eins árs skóli
og hefst kennslan í janúarfbyrjun
ár hvert.
Hinn almenni kirkju-
fundur 1955 haldinn í
næsta mánuði
Eins og áður hefur verið skýrt
frá í blöðum og útvarpi verður al-
mennur kirkjufundur fyrir land
allt haldinn í Reykjavik dagana
14.—17. október þ. á. Að venju
liggja tvö aðalmál fyrir fundinum
til umræðu með framsögu, og eru
þau þessi:
1. Kirkjur og kirkjusókn, og
verður einn framsögu maður, og
2. Prestskosningar, framsögu-
menn verða tveir, annar af hálfu
klerka og hinn úr flokki leikmanna.
Auk þess verða væntanlega
fleiri erindi flutt, svo og umræður
um ýmis mál, eftir því sem tími
vinnst til. Fundir verða að mestu
haldnir í sölum K. F. U. M. —•
Minnst verður kirkjufundarins við
messugerðir í kirkjum Reykjavíkur
sunnudaginn 16. október, er fellur
inn í fundartímann.
Þeir, sem kynnu að óska að
koma sérstökum málum á fram-
færi á þessum kirkjufuhdi, eru
beðnir að senda tilmæli sín um
það til undirbúningsnefndarinnar
fyrir 25. september (heimili for-
manns er á Grettisgötu 98). Regl-
ur um fulltrúa og fundarsköp eru
sömu og undanfarið hafa gilt. —
Þetta tilkynnist hér með öllum
hlutaðeigendum og gildir sem
fundarboð.