Dagur - 05.10.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 5. október 1955
D AGUR
5
Ýmis málr er voru til afgreiðslu á
bæjarstjórnarfundi í gær
Börnin þyrpast að vagninum við aðalbækistöðina í Geislagötu. T. v. er Vilhjálmur Sigurðsson vagnstj.
Börnin á Akureyri hðfa reynt stræfis-
vagninn - eftir er hlulur hinna fullorðnu
Líklegt að ferðirnar verði til þæginda
og að gagni fyrir f jölda manna
Nýr kafli í sögu samgöngumála
áAkureyri hófst sl. laugardag. er
áætlunarferðir strætisvagnsins
hófust. f fyrstu ferð fóru ýmsir
fulltrúar bæjarstjórnar og bæj-
aryfirvalda, en í annarri ferð og
öllum næstu ferðum þar á eftir
— og allt fram til dagsins í gær
— voru börnin farþegar.
Þóttu það stórtíðindi meðal
minnstu bórgaránriá, er hægt var
að fá ökuferð um alían bæinn að
kalla fyrir 50 aura."' !
Fyrstu tvo dagana fóru að með-
altali 150 börn með hverri ferð
strætisvagnsins, enda komust
fullorðnir helzt ekki að. Varð því
raunhæf reynsla af notagildi ferð- sinm'
anna að bíðá "'iim sinn. Sumir
drengir létu sér ekki nægja eina
ferð. Mim þess dæmi, að þeir hafi
lagt á sig allt að,.10 .ferðum yfir
daginn.
Vakti athygli — og bros.
Bæjarbúar fylgdust af mikilli
athygli með ferðum vagnsins þessa
fyrstu daga. Hvar sem vagninn fór
á laugardaginn mátti sjá brosandi
andlit úti í gluggum, verkamenn
réttu úr baki og horíðu á börnin
þeysa fram hjá, húsmæður hlupu
frá eldhússtörfum út á tröppur til
að sjá skarann aka hjá. Þetta var
bezta skemmtun barna og fullorð-
inna í bænum á laugardaginn.
FullorSna fólkið kemst að!
A sunnudaginn fór gamanið held-
ur að kárna. Fullorðna fólkið vildi
fá að nota vagnana, en það reynd-
ist erfitt. Börnin höfðu enn öll ráð
á sætum og stæðum. Sneru ýmsir
fullorðnir frá. Þeir, sem inn kom-
ust, kvörtuðu yfir því að börnin
kynnu ekkistræitsvagnamannasiði,
stæðu ekki upp fyrir fullorðnu
fólki. En allt mun þetta hafa farið
batnandi á mánudaginn og þriðju-
daginn. Nú er svo komið að börn-
in hafa fengið forvitni sinni sval-
að. Flest börn í bænum munu
vera búin að sjá bæinn sinn út um
strætisvagnaglugga. Munu þau
nokkuð fróðari um útlit hans eftir
en áður. Nú er fullorðna fólkið
smátt og smátt að taka við. Verka-
menn aka í vinnu og úr, húsmæð-
ur af brekkum, Innbæ og Oddeyri
í miðbæ og heim aftur.
Kemur í góðar þarfir.
Margt bendir til þess, að vagn-
inn komi í góðar þarfir, verði til
mikilla þæginda fyrir margt fólk,
létti aðdrætti fyrir húsmæður og
spari mönnum tíma, erfiði og
kostnað við að komast bæinn á
enda í hvers konar erindisrekstri.
Enn mun fjöldi fólks alls ekki
hafa áttað sig á því, hvernig hent-
ast muni að notfæra sér þessa nýj-
ung. Aætlun, sem út hefur verið
gefin, er enn ekki nógu nákvæm,
einkum skortir enn að fólk viti hér
um bil kl. hvað vagninn er á hverj-
um stoppstað. En úr þessu mun
verða unnt að bæta þá tímar líða
og meiri reynsla fæst. Vagnstjórar
þessa fyrstu daga hafa verið
Jóshúa Magnússon, hinn kunni
langferðabílstjóri frá Norðurleið
h.f. og Vilhjálmur Sigurðsson frá
Brautarhóli á Svalbarðsströnd. —
Hafa þeir báðir staðið vel í stöðu
Áætlunin.
I framhaldi af því, sem áður er
sagt um ferðir vagrisihs, fer hér á
eftir áætlun sú, sem út hefur verið
gefin, um akstur og leiðir, og á
áætlaðan tíma á hverri leið.
Morgunferðir kl. 7, 7,30, 8 og
8,30. Farið frá Aðalstræti 63 og
ekið Aðalstr., Hafnaraír., Kaup-
vangsstr., Eyrarlandsv., Hrafna-
gilsstr., Þórunnarsti., Byggðav.,
Hamarstíg, Helgam.str., Brekkug.,
Strandg., Sjávarg., Greniv., Norð-
urg., Eyrarv., Glerárg., Strandg.,
Skipag., Hafnarstr., og inn að Að-
alstræti 63. — í síðustu ferðinni
er aðeins farið inn i Kaupvangs-
stræti. — Þessi hringur tekur ca.
30 mín. alls.
Daéferðit kl. 9—21 eru þannig,
nema kl. 12 og 13, sjá hádegisferð-
ir hér að neðan:
Farið er á hverjum heilum tíma
frá Ráðhústorgi og ekið eftirtald-
ar leiðir:
Leið 1. Hringferð á Oddeyri:
Geislag., Glerárg., Eyrarv., Norð-
urg., Grenivellir, Sjávarg., Strand-
gata, Skipagata. — Tekur 7—10
mín.
Leið 2. Upp að sundlaué oé inn
í bæ: Kaupvangsstr., Þingvallastr.,
Þórunnarstr., Hrafnagilsstr., Spí-
talav. og inn að Aðalstræti 63,
þaðan út Aðalstr. og Hafnarstr. —
Tekur um 15 mín.
Leið 3. Upp í Mýrarhverfi:
Brekkug., Helgam.str., Hamarst.,
Mýrarvegur, Þingvallastr., Þórunn-
arstr., Hrafnagilsstr, Eyrarlandsv.,
Kaupvangsstr., Hafnarstr. — Tek-
ur um 10 mín.
Leið 4. Ut í Glerárþorp:
Brekkug., gamli þjóðvegurinn að
barnaskólanum í Glerárþorpi nið-
ur Lögmannshlíð, Glerárgata, Ráð-
hústorg. — Tekur 10 mínútur.
Vagninn fer þessar leiðir í beinu
framhaldi hverri af annarri og geta
farþegar farið allar leiðirnar fyrir
eitt gjald.
Hádeéisferðir: 2 vagnar verða í
förum til að flytja fólk úr og í
mat. Aðalvagn fer frá Ráðhústorgi
kl. 11,55, ekur Brekkugötu, Gler-
árgötu, Eyrarveg og lýkur 1. leið,
og ekur héðan upp á brekku á eft-
ir, leið 3, en fer öfugan hring.
Vagninn ekur suður frá Ráðhús-
torgi kl. 12,50 og fer leið 3 öfuga,
og leið 1 einnig öfuga, og heldur
síðan áfram og lýkur leiðum 2 og
3, en fer ekki leið 4..
Aukavagn fer af Ráðhústorgi kl.
Merki SVA hefur verið komið
upp víða um bæinn.
11,45 upp Kaupvangsstræti, Þing-
vallastræti, Byggðaveg að Gefjun,
þaðan niður Eyrarveg og að fisk-
verkunarstöð Ú. A., Sjávargötu,
Strandgötu, Skipagötu, Hafnarstr.
og inn að Aðalstræti 63. Vagninn
fer kl. 12,50 og ekur sömu leið til
baka.
Úr funclargerð bæjarráðs 29. f. m.
Bæjarráð heimilar vatnsveitu-
stjóra að kaupa geymsluskemmu,
9.^0x18.30 m. að stærð og er
áætlað að skemman kosti upp-
komin ca. kr. 60.000.00.
Barnaverndarfélag Akureyrar
sækir um með bréfi, dags. 24. sept.
sl., að bærinn láti leggja síma inn
barnaleikvallarhúsið við Eyrar-
veg, sem Bamaverndarfélagið hef-
ur að láni í vetur fyrir leikskóla.
— Meiri hluti bæjarráðs getur
ekki lagt til að orðið sé við beiðn-
ísbarinn h.f. óskar að fá að hafa
opna verzlun í Hafnarstræti 98,
sælgæti, tóbak, öl og gosdrykkir,
til kl. 23.30 og á sunnudögum.
Meiri hluti bæjarráðs mælir
með því, fyrir sitt leyti, að orðið
sé við beiðninni.
Möl og sandur h.f. sækir um
með bréfi, dags. 28. sept. sl., að fá
á leigu landspildu sunnan Glerár,
næst austan fjárréttarinnar, ca.
6000 ferm. Gert er ráð fyrii að
lóðarréttindin yrðu skráð á nafn
Sameignarfélagsins Möl og sandur.
Bæjarráð leggur til, að umbeðin
lóð verði leigð samkv. annarri út-
mælingu.
Bæjarráð leggur til, að bæjar-
stjórn kjósi 3ja manna nefnd til
þess að gera tillögur til bæjar-
stjórnar um val og staðsetningu
fyrir þær myridir, sem hr. Jónas
Jakobsson gerir fyrir bæinn. —
Nefndin gerir tillögur sínar í sam-
ráði við myndhöggvarann.
Úr fundargerð Hafnarnefndar
29. f. m.
Eftir tillögu bæjargjaldkera var
samþykkt að fella niður eftirtaldar
skuldir, sem ófáanlegar: E.s.
Bjarki (við fyrri eigendur) kr.
15.926.50. — M.s. Straumey (við
fyrri eigendur) kr. 624.95.
! Til Hugrúnar |
Þú dregur rúnir hlýrra hugarstrauma
og hnýtir þær í lipur stuðlaföll,
í næturkyrrð þig dreymir unaðs drauma,
daggarskrúð um blómum skrýddan völl,
ljóðagyðjan tekur létt í tauma
á tölti fer hún yfir dali og fjöll.
Hugsun pll er hrein og laus við tildur, &
hlý sent vor er sól í heiði skín, &
þér er gefinn sálarsjóður gildur, ®
það sigurljós er ekki framar dvín, s:
þú þekkir lífsins lögmál, boð og skyldur, |
á ljóssins braut er valin ganga þín. ^
Trausti Reykdcil. 3
I
I
S0NGF0LK
Kirkjukór Akureyrar óskar eftir nokkrum góðum söng-
röddum, bæði körlum og konum. — Upplýsingar hjá
formanni kórsins, Árna Björnssyni, sími 1672, eða
organleikara kirkjunnar, siírni 1653. — ATH. Þar sem
kórinn jnun í vetur æfa til undirbúnings fyrirhugaðri
ferð til Skálholts og Reykjavíkur á komandi vori, er
áríðandi að draga ekki að gefa sig fram.
Erindi frá Útgerðarfélagi KEA,
þar sem það leitar álits hafnar-
nefndar á því, hversu skuli haga
hafnsögu skipa í Akureyrarhöfn
og hvort nefndin; telji ákveðna
menn, sem tilnefndir eru í bréfinu,
fullgilda til að annast leiðsögu í
höfninni. Þar sem engin lög hafa
verið sett um hafnsögu í Akur-
eyrarhöfn og höfnin tekur ekkert
gjald fyrir hafnsögu og annast
hana ekki, ber höfnin ekki ábyrgð
á hafnsögumönnum og sér því
ekki ástæðu til að leggja dóm á
hæfni manna í þeim efnum.
Eftirtaldir menn sækja um
bráðabirgðabyggingarleyfi fyrir
verbúðir við bátadokkina norðan
á Oddeyrinni: 1. Baldur Bene-
diktsson og Þórhallur Guðlaugs-
son, eitt hús tvískipt. — 2. Haukur
Sigurðsson, Jóhann Hauksson og
Baldur Þorsteinsson. — 3. Sigur-
jón Friðriksson, Hríseyjargötu 21.
Jón Þórarinsson, Brekkugötu 3.
— Haraldur Halldórsson og Vig-
fús Ólafsson. — 6. Jón Tryggva-
son og Hreiðar Jónsson, eitt hús
svískipt — Nefndin samþykkii að
verða við þessum beiðnum til
bráðabirgða.
Hafnarnefnd samþykkir að láta
fara fram nýtt mat á leigum eftir
lóðir hafnarinnar og tilnefnir
bankastjóra Svavar Guðmundsson
í nefndina fyrir hönd hafnarinnar.
Nefndin samþykkir að setja
viðvörunarljós á nýju bryggjuna
austan á Tanganum.
SJÖTUGUR:
Aðalbjörn frá
Miðgerði
Á föstudaginn varð sjötugur
Aðalbjörn Kristjánsson, fyrrum
bóndi í Miðgerði í Höfðahverfi, nú
til heimilis hér í bæ. Þessi glað-
væri og góði borgari hefur átt hér
heima síðan 1947. Beztu ár æv-
innar bjó hann góðu búi að Mið-,
gerði. Hann er þar fæddur og upp-
alinn. Hann tók ungur við búsfor-
ráðum af móður sinni og hóf að
bæta jörðina með ræktun og
byggingum. Var Miðgerði orðin
góð jörð og snoturlega hýst, er
Aðalbj. og heimilisfólk hans varð
fyrir því áfalli veturinn 1947, að
snjóflóð féll á bæinn, eyðilagði
hús og felldi fé, og var mildi, að
ekki urðu slys á fólki. Þótti þá
óráðlegt að dvelja þar lengur
vegna snjóflóða- og skriðuhættu,
og fluttist Aðalbjörn hingað til
bæjarins ásamt konu sinni, Höllu
Jónsdóttur og þremur börnum.
Hafa þau átt hér heima síðan. —•
Hjónin í Miðgerði voru gestrisið
og glaðvært fólk. Þar þótti jafnan
gott að koma. Naut heimilið vin-
sælda sveitunga og annarra, er af
því höfðu kynni. Hér í bæ fer af
því hið sama orð. Þótt í móti hafi
blásið, hefur Aðalbjörn ekki misst
sjónar á sólskinsblettunum og þeir
verða jafnan margir í kringum
þá, sem ganga að störfum glaðir
og reifir og æðrast ekki. Sam-
ferðamenn, eldri og yngri, senda
hlýjar kveðjur til Aðalbjörns frá
Miðgerði og fjölskyldu hans á
þessum tímamótum.