Dagur - 05.10.1955, Blaðsíða 8
8
Daguk
Miðvikudaginn 5. október 1955
Ný kennslubók í setningafræði
eftir dr. Halldór Halldórsson
50 börn í leikskóla Barnaverndar
félags Ákureyrar í vetur
Komin er út ný kennslubók í
setningafræði og greinannerkja-
setningu eftir dr. Ilalldór Hall-
dórsson dósent, hjá Bókaforlagi
Odds Björnssonar hér á Ak.
I formála segir dr. Halldór. að
bókinni sé ætlað það hlutverk að
vera kennslubók í framhaldsskól-
um, einkum gagnfræðaskólum, og
er efni hennar sniðið eftir þeim
kröfum, sem gerðar hafa verið til
landsprófs, og er þó að auki nokk-
urt efni, sem ekki hefur verið
kennt til þess prófs. Að undan-
förnu hefur setningafræði dr.
Björns Guðfinnssonar verið aðal-
kennslubók í þessari grein í fram-
haldsskólum. En fræðimenn grein-
ir á um ýmis atriði, sem þar eru
kennd. Meðal þeirra er Hal'.dór,
sem ekki er samþykkur ýmsum at-
riðum í kennslubók Björns. í bók
H.H.er lögð megináherzla á merk-
ingu setningarliðanna, formið ekki
Misjafn heyskapur í
Húnaþingi
Blöndudalshólum 3. okt.
Nokkrir bændur eiga enn eftir
að hirða lítils háttar af hevjum.
Heyskapur er í meðallagi. En
sprettan var mjög misjöfn. Olli því
bæði kal, sem sums staðar var til
stórskemmda og eins hitt að klaki
var óvenjumikill í jörð í vetur
og þiðnaði seint úr jörð, þar sem
eigi hlífði snjór í vetur. Til dæm-
is má nefna að tún nokkurt, sem
gaf af sér 750 hestburði í fyrra,
spratt svo illa í sumar, að ekki
fengust af því nema 150 hestburð-
ir. Þetta tún var þó ekki kalið.
gert að aðalatriði, heldur reynt að
samræma merkingu og form svo
að vel fari. Auk þess er í hinni
nýju bók mun meira af verkefn-
Dr. Halldór Halldórsson dósent.
um en í eldri kennslubókum, bæði
verkefni í setningaskipun og
greinarmerkjaverkefni. Telur dr.
Halldór af reynslu sinni sem kenn-
ari, að þetta muni gera bókina
handhægari kennslubók, bæði fyr-
ir nemendur og kennara. I viðtali
við blaðið kvaðst hann vona, að
bókinni yrði vel tekið af skóla-
mönnum og hún yrði reynd við
kennslu sem víðast.
Þessi nýja kennslubók er mjög
vel og smekklega úr garði gerð af
forlagsins hálfu.
ENDURBÆTT GÖTULÝSING
Komið hefur verið upp neon-
götuljósum við Glerárgötu hér í
bæ, frá gatnamótum hennar og
Grænugötu, að Gleráreyrum. Eru
ljós þessi mikil endurbót á götu-
lýsingu og þyrftu að koma víðar í
bænum.
Ekið á kind í miðbæn-
um - almennar kvart-
anir um ágang sauðfjár
Aðfaranótt sunnudags varð það
ökuslys hér í miðbænum, að ekið
var á kind framan við húsið Hafn-
arstræti 97. Er þar hjarta bæjar-
ins og aðalumferðagata. En þarna
var samt kind að spásséra. Kindin
drapst við ákeyrsluna. Þessi at-
burður minnir harkalega á þá stað-
reynd, að eftirlit með því að fé
gahgi ekki laust á götum bæjarins,
er allt of lítið og ófullkomið. —
Ymsir Akureyringar eiga margt fé,
en það veldur samborgurunum erf-
iði og tjóni, því að eigendur gæta
þess ekki sem skyldi, að hafa það
í heldum girðingum. Sækir féð
mjög á lóðir manna og garða, og
eru sífelldar kvartanir til lögreglu
og annarra yfirvalda. Fjallgirðing-
in hér vestan við bæinn mun orðin
úr sér gengin og tæpast fjárheld.
Þótt eftirlitsmaður sé alltaf á
hlaupum, dugar það ekkert, þar
sem svo lélega er um búið. Girð-
ingar um tún í bæjarlandinu, sem
notuð eru til fjárgeymslu, halda
ekki fé að heldur, og það rásar því
um bæinn. Nauðsynlegt er að gera
úrbætur á þessu ástandi hið bráð-
asta. Ber bæjaryfirvöldunum og
fjáreigendum skylda til, að koma
úrbótum í framkvæmd.
ísl. - amerískafélagið, Geislagötu
5, 3. hæð, efnir til kvikmynda-
sýningar í lesstofu sinni annað
kvöld (fimmtud.) kl. 9. Sýndar
verða úrvalsmyndir með ísl. tali.
Okeypis aðgangur og öllum
frjáls.
Bólusetningu barna gegn kúa-
bólu, sem staðið hefur yfir í
heilsuverndarstöðinni, hefur ver-
ið frestað fyrst um sinn.
Á morgun tekur til starfa leik-
slcóli Bárnaverndarfélags Akur-
eyrar, í barnaleikvallarhúsinu á
Oddeyri. Forstöðukona er frú
Margrét Sigurðardóttir, en hún
er sérmenntuð í barnaumönnun
af þessu tagi.
Þetta er í fyrsta sinn, sem reynt
er að halda uppi leikskóla eða
dagheimili hér að vetrinum. Má
kalla þennan skóla beint framhald
af starfi dagheimilisins í Pálm-
holti, sem Kvenfél. Hlíf starfrækir
á sumrin.
50 börn í skólanum.
í leikskólanum á Oddeyri verða
Fyrsta umferð í firma-
keppni í knattspyrnu
Fyrstu umferð í firmakeppni
þeirri í knattspyrnu, er um var
getið i síðasta blaði, er lokið og
urðu úrslit þessi, nafn sigurvegar-
ins á undan:
KEA—Gefjun ............. 2:0
(Eftir framlengdan leik).
Atli—Stefnir ........... 3:2
Rafveitan—Þórshamar .... 1:0
POB—Oddi ............... 4:0
Heildsalar—Valbjörk .... 3:1
BSA-verkst,—Slippstöðin . . 3:1
Oskar Gíslas.—Póst. og sími 2 : 0
Á laugardaginn keppa Óskar
Gíslason og Atli. Sunnudag kl. 2
POB og KEA, BSA og heildsalar.
börn á aldrinum 2—5 ára, tveggja
ára börn frá 9—12 f. h., og 3—5
ára börn frá 1-—6 e. h. — Seinni
flokkurinn hefur með sér mjólk og
brauð, en að öðru leyti verður
ekki matast í skólanum. Börnin fá
kennsluleikföng við sitt hæfi og
tilsögn í föndri. Tvær konur gæta
þeirra að staðaldri og leiðbeina
þeim. Gjald fyrir börnin er 90 kr.
á mánuði fyrir yngri flokkinn og
160 kr. fyrir eldri flokkinn.
Gagnleg starfsémi.
Forróðamenn Barnaverndarfé-
lagsins telja að þessi starfsemi
komi að verulegu gagni fyrir
margt fólk, til dæmis einstæðar
mæður sem eiga ekki heimangengt
vegna barnagæzlu, en hafa þörf á
að sinna öðrum störfum afkomu
sinnar vegna. Barnaverndarfélag-
ið hefur fengið afnot af leikvallar-
húsinu endurgjaldslaust frá bæn-
um, Kvenfél. Hlíf hefur lánað hús-
gögn og nokkuð af leikföngum, en
viðbótarleikföng eru væntanleg
frá Þýzkalandi. Barnaverndarfé-
lagið stendur að öðru leyti straum
af rekstrinum. Félagið hefur und-
anfarin ár haft fjársöfnun 1. vetr-
ardag, og verður svo í ár, merkja-
sala, bazar og kaffiisala og verður
nánar auglýst síðar.
í stjórn félagsins eru: Eixíkur
Sigurðsson, form., Hannes J.
Magnússon, Jón Þorsteinsson,
Elísabet Eiríksdóttir og séra Pétur
Sigurgeirsson.
ara
- afmælishóf í nóvember
Ýmis tíSindi úr nágrannabyggðum
Bernharð á fundi með
Ólafsfirðingum
Ólafsfirði 3. okt.
Barnaskólinn í Ólafsfirði var
settur í gær. Eru i honum 130—
140 börn í vetur. Miðskóladeiidin
byrjar 15. okt.
Sláturtíðinni er lokið. Þyngsta
dilksskrokkinn, sem á sláturhúsið
kom, átti Hartmann Guðmundsson
bóndi á Þrasastöðum. Vóg hann
24,5 kg. Meðalvigtin hjá Hart-
mann var 17,55 kg., en þó 1 kg.
léttara en í fyrra. Hann lagði inn
um 100 dilka og átti að þessu
sinni jafnvænst fé.
Bernharð Stefánsson alþingis-
maður boðaði til fundar í Ólafs-
firði á föstudaginn var. Þrátt fyrir
óhentugan tíma og mikið annríki,
var fundarsókn allgóð og fjörugar
umræður að framsöguerindi loknu.
Bezta meðalvigt dilka í
Skagafirði 17 kg
Sauðárkróki 3. okt.
Barnaskólinn á Sauðárkróki var
settur á mánudaginn var. Eru um
100 börn í skólanum í vetur.
Þrír trillubátar róa þegar gefur
og afla sæmilega. Mest veiðist af
ýsu.
einnig tekið á sjötta þús. fjár. til
slátrunar. — Þyngsta meðalvigt á
því sláturhúsi ótti Ragnar Ófeigs-
son, Svartárdal. Lagði hann inn
130 dilka og lögðu þeir sig til jafn-
aðar með tæplega 17 kg. kropp-
þunga.
Nýtt kaupfélagshús í
smíðum á Hofsós
Hofsós 3. okt.
Slátrun mun ljúka um næstu
helgi og verður þá væntanlega
búið að slátra um 6 þús. fjár.
Tíðin hefur verið rysjótt t sum-
ar, en heyfengur þó í meðallagi.
Dilkarnir virðast þó ekki yfir
meðallag.
Reitingsafli er á trillubátana
sem héðan róa, en gæftir hafa ver-
ið stopular. Nokkrar bygginga-
framkvæmdir eru í sveitinni, bæði
eru byggð íbúðarhús og penings-
hús. Nýja kaupfélagshúsið er kom-
ið undir þak. Er sú bygging um
400 m2 að flatarmáli og nokkuð
af byggingunni á tveim hæðum.
Þar verða búðir félagsins og skrif-
stofur og ennfremur vörugeymslur
að mestu leyti. — Barnaskólinn
mun verða settur á morgun
(þriðjudag). — Mótorrafstöðm í
Hofsós var í fyrra endurnýjuö að
vélakosti. Unnið hefur verið að
Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga i undanförnu að endurbótum á raf-
hefur verið slátrað 20 þús. fjár og
er sláturtíð ekki lokið. Sigurður
Sigfússon, sem hefur slátur- og
frystihús á Sauðárkróki, hefur
kerfi þorpsins og er verið að
tengja það þessa dagana. Nýju
vélarnar er búið að keyra í rúman
mánuð. Síðar er ráðgert að leggja
línu frá Skeiðfossum og verður
mótorstöðin þá höfð til vara.
Nýr bátur til
Húsavíkur
Nýr 55 tonna bátur, er hlaut
nafnið Helgi Flóventsson, smíðað-
ur í Danmörk, kom nýlega til
Húsavíkur. Eigandi bátsins er
Helgi Bjarnason og bræður hans.
Áttu þeir áður mótorbátinn
„Svan“, en eru búnir að selja
hann. — Báturinn, sem þykir hinn
glæsilegaStii, mun fara á vertíð
sunnanlands í vetur. Formaður er
Helgi Bjarnason.
Gagnfræðaskóli Akureyrar var
settur í fyrsta skipti 1. nóvember
1930 og hefur því starfað í aldar-
fjórðung.
Ákveðið hefur verið að minnast
þessara tímamóta í starfsævi skól-
ans á afmælisdaginn 1. nóvember
n.k. Þann dag mun verða samkoma
í skólanum fyrir núverandi nem-
endur skólans, en um kvöldið
munu eldri nemendur, kennarar
skólans og nokkrir gestir koma
saman að Hótel KEA.
Undirbúningsnefnd hátíðahald-
anna hefur beðið blaðið að vekja
athygli eldri nemenda skólans á
auglýsingu um þetta í blaðinu í
dag og jafnframt brýna fyrir þeim,
er sitja vilja hófið, að rita nöfn
sín sem allra fyrst á lista, er liggja
frammi í Bókaverzlun POB og
Bókabúð Rikku. Eins og allix vita
er húsrými hótelsins það tak-
markað, að nokkur vandi kann að
verða á, að allir, sem óska, geti
■fengið aðgöngumiða, ef gamlir
nemendur fjölmenna, sem gera má
ráð fyrir. Nefndin mun þó gera
allt, sem hún getur, til þess að
engum þurfi að vísa frá. En vegna
þessa er mjög áríðandi, að nefnd-
in viti tölu samkvæmisgesta sem
allra fyrst.
Aðgöngumiðar að hófinu, sem
verður matarveizla, kostar kr.
65.00 fyrir manninn, og verða þeir
afgreiddir í hótelinu þriðjudag og
miðvikudag 25. og 26. október kl.
5—7 síðdegis.
Gamlir nemendur skólans, sem
eru utanbæjar eða hafa ekki tök
á að koma í bókabúðirnar, ættu að
hafa samband, bréflega eða sím-
leiðis, við formann undirbúnings-
nefndarinnar, Harald M. Sigurðs-
son, íþróttakennara, Byggðavegi
91, sími 1880.
Mikil stækkun á barnaskólaliúsinu í Dalvík
í Dalvík stcndur yfir mikil stækkun á barnaskólahúsinu. — Er byggt við húsið, cg er viðbótin mun
stærri en gamla liúsið. Miðar þessu vcrki nú vel áleiðis. Svarfdælingar láta skammt stórra högga í
inilli í fræðsiumálum sínum. Nú cr tekinn til starfa hinn stórmyndarlegi heimavistarskóli á Húsabakka
í Svarfaðardal, og Dalvíkingar eru langt komnir með þessa stækkun og endurbót á skóla sínum. —