Dagur - 19.10.1955, Síða 12
12
Baguk
Miðvikudaginn 19. október 1955
Hvenær eignast Akureyri svona tæki?
Jarðborinn verður
Þennan vagn sendu Danir hingað í sumar til að starfa að vöruflutn-
inum er Grænlandsvörum var umskipað h.ér. Leysti hann af hendi
margra manna — og híla — verk. Hann lyfti margra tonna þungum
kössum og færði úr stað, og var til margra hluta nytsamlegur. Tómas
Jónsson brunavörður stjórnaði vagninum meðan hann var hér. Hvenær
eiénast Akureyrarhöfn svona tæki? Virðist kominn timi til þess að
höfnin fylgdist með tímanum o£ fái Clark-vagn.
keyptur
I sumar var hér í bíaðinu
rætt um nauðsyn þess, að rtkið
eiénaðist stóran jarðbor, til að
nota við rannsóknir á jarðlög-
um og jarðhitasvæðum. Kom
þetta fram í viðtali við Baldur
Líndal efnaverkfræðing, um
rannsóknir hans við Námafjall.
Taldi hanrt nauðsynleét vegna
rannsókna — og hagnýtingar
— á náttúruauðlindum íands-
ins, að kevptur yrði djúpbor til
að ná á 500—600 metra dýpi,
en slíkt væri milljónafyrirtæki.
Nú upplýsti Eysteinn Jónsson
fjármálaráðherra, í fjárlaga-
ræðunni á mánudaginn, að fjár-
framlag til kaupanna væri á
fjárla£afrumvarpinu. Er gert
ráð fyrir að borinn verði senn
keyptur og verði hægt að hefja
starf með honum á miðju
næsta ári. Gerði ráðherrann
grein fyrir þvi, hvert nauð-
synjamál það væri að fá vís-
indamönnum nauðsynleg tæki
til tftarfsemi sinnar og væru
borkaupin merkur liður í því
starfi.
Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum
Þyngsti dilkur 27 V2 kg
- Skólar hef jast á
Blönduósi
Blönduósi 17. október.
Fjártöku mun. lokið upp úr
miðri viku. Búið var að slátra 21
þús. fjár um síðastl. helgi. Þyngsti
dilkskrokkurinn, sem komið hefur
á sláturhúsið var 'l’lV'i kg. Eigandi
Oskar Jóhannesson, Fagranesi,
Langadal.
19. þ. m. verður Páll Geir-
mundsson, Blönduósi, sextugur. —
Páll hefur gegnt fjölmörgum trún-
aðarstörfum vestra, meðal annars
fyrir samvinnufélagsskapinn. Hef-
ur hann setið í stjórn Kaupfélags
Vestur-Húnvetninga um langan
tíma.
Kvennaskólinn var settur 15. þ.
m. 36 námsmeyjar eru í skólanum.
Barnaskólinn hefst um n.k. mán-
aðamót.
Lokið er við smíði nýrrar brúar
á Ytri-Laxá hjá Skrapatungu. Er
hún mikil samgöngubót, sérstak-
lega fyrir þá er Laxárdal byggja.
Mikið tjón af eldsvoða
í Ólafsfirði
Ólafsfirði 13. októbcr.
Trillubátar hafa róið með línu
og færi að undanförnu. Afli hefur
verið sæmilegur hjá þeim stærri,
sem hafa getað sótt vestur á Siglu-
fjarðar- og Fljótamið. En aflinn
hefur verið fremur tregur hjá
minni bátunum, sem sótt hafa á
nærliggjandi mið.
Nokkurn snjó gerði í norðaust-
anáttinni og er hríð öðru hvoru.
1 fyrrinótt um kl. 2 varð vart
við eld i fiskgeymsluhúsi Guð-
mundar Þorsteinssonar og Sigurð-
ar Guðmundssonar. Slökkviliðið
var þegar kvatt á vettvang og
tókst því að slökkva eldinn um
fimmleytið um morguninn. Miklar
skemmdir urðu á húsinu og á fisk-
inum er þarna var geymdur. —
Komið hefur í ljós, að þak hússins,
sem var úr bárujárni á langbönd-
um og sperrum, er svo að segja
gjöreyðilagt. Ennfremur þurrkaður
saltfiskur, mörg tonn og nokkuð af
skreið.
Við þetta hús var annað fisk-
geymsluhús sambyggt og undir
sama þaki, eign Halldórs Kristins-
sonar og fl. Skemmdist þak þess
töluvert af eldi. Bæði húsin og
fiskurinn var lágt vátryggt. Tjónið
af eldsvoða þessum er því tilfinn-
anlegt. Þó hefði verr farið ef frú
Sumarrós Vigfúsdóttir hefði ekki
vakað heima hjá sér þetta
kvöld. Hún varð eldsins fyrst vör
og gerði slökkviliðinu þegar að-
vart. Hefðu húsin annars brunnið
til kaldra kola.
Byggingíifmmkvæmdir
á Raufarhöfn
Raufarhöfn 17. október.
Síldarútskipun ei hér öðru
hvoru, en samt er allmikið eftir af
síldinni. Utskipun hefur gengið
mjög greiðlega. Veður hafa verið
hagstæð og heimamenn orðnir
vinnunni vanir. Nægileg atvinna
er enn í þorpinu.
Hafsilfur h.f hefur í smíðum
tveggja hæða hús, sem í eiga að
vera skrifstofur, geymslur og íbúð-
ir. Verður þetta mikið hús og er
allmikil atvinnuaukning vegna
þessarar byggingar. Áætlunarferð-
ir eru að falla niður vegna snjóa.
I byggð er þó aðeins lítils háttar
föl.
Laugaskóli settiir á
laugardaginn - Reykja-
dalsá vatnsminni en
dæmi eru til
Laugum í Reykjadal 17. okt.
Laugaskóli ver settur í gær með
guðsþjónustu. Séra Sigurður Guð-
mundsson predikaði og síðan flutti
skólastjórinn, Sigurður Kristjáns-
son setningarræðuna. Þá var nem-
endum boðið á kvikmyndasýningu
og um kvöldið var sameiginleg
kaffidrykkja. Þar var sungið undir
stjórn Páls H. Jónssonar kennara
og ávörp flutt.
I skólanum eru 109 nemendur
og hafa aldrei verið fleiri. Um 150
sóttu um skólavist.
Kennaralið skólans er að mestu
óbreytt. En í stað Hlöðvis Hlöð-
vissonar kemur Eysteinn Sigurðs-
son frá Arnarvatni, sem verður
bryti og kennir eitthvað líka. —
Ráðskona verður Gerður Krist-
jánsdóttir, Fellshlíð, Eyjafirði. -—•.
Nýbyggingunni við Dvergastein
miðar vel áfram og er að verða
fokheld. — Einn af kennurum
skólans, Ingi Tryggvason, er að
byggja nýbýli. Ibúðarhús og hey-
geymslur var áður byggt, en í
sumar byggði hann 36 kúa fjós. 10
hektarar lands eru þegar fullrækt-
aðir og til viðbótar 5 hektarar
brotið land.
Reykjadalsá er vatnsminni nú
en dæmi eru til. Veldur það
áhyggjum, ef vetur setzt nú að.
Þá er hætt við rafmagnsskorti, því
að skólinn hefur eigin rafstöð við
Reykjadalsá.
Það hefur vakið nokkra eftir-
tekt, að verkamenn er vinna að
Laugum í haust og hafa 10 stunda
vinnu án eftirvinnutaxta, hafa
nokkrum hundruðum hærri mán-
aðarlaun en skólastjórinn.
Vegurinn um Lágheiði
og Siglufjarðarskarð
er ófær
Ólafsfirði 14. október.
Nú er vetur genginn í garð, með
norðanhríð í nótt og í dag. Jörð er
alhvít niður í byggð. Lágheiði og
Siglufjarðarskarð er ófær bílum.
Börnin eru komin út með skíða-
sleðana sína og aðalgöturnar iða
af lífi og fjöri, þrátt fyrir hríðar-
fjúk.
Nú um síðustu helgi var ungt
fólk á skautum í Olafsfirði, þó
ekki á vatninu.
62 nemendur í Gagn-
fr.skóla Sauðárkróks
Sauðárkrókur 17 okt.
Sauðfjárslátrun kaupfélagsins
lauk 15. þ. m. Hafði hún staðið
frá 12. sept. Alls var slátrað 27
þús. fjár og er það fleira en
nokkru sinni fyrr. Til viðbótar var
7—8 þús. fjár slátrað hjá Sigurði
Sigfússyni. Þyngstu dilkar, sem
lagðir voru inn á sláturhúsi kaup-
félagsins vógu 24V2 kg. Eigendur
voiu bændur á Fossi og Hafra-
(Framhald á 5 síðu)
Miki! þröng á þingi í húsi Gagn-
fræðaskóla Akureyrar
Aðsókn að skólanum eykst stöðugt
Á laugardaginn var, kl. 5 síð-
degis, var Gagnfræðaskóli Akur-
eyrar settur í húsakynnum skól-
ans. Jón Sigurgeirsson yfirkcnn-
ari setti skólann með ræðu í
veikindaforföllum skólastjórans,
Jóhanns Frímanns.
Húsakostur skólans er nú orð-
inn alltof lítill, ekki sízt vegna
þess að Iðnskólinn er í sömu húsa-
kynnum. Nemendur skólans í vet-
ur eru 350, þar af eru 200 í bók-
námsdeild. Á kennaraliðinu verður
sú breyting að Þorsteinn M. Jóns-
son, fyrrverandi skólastjóri, hættir
nú allri kennslu, og Bergþóra Egg-
ertsdóttir, sem kenndi sauma,
hættir einnig. Við hennar kennslu-
störfum tekur Margrét Stein-
grímsdóttir. Gunnlaugur P. Krist-
insson kennir nokkurn tíma.
Stöðugt vaxandi aðsókn að
Gagnfræðaskóla Akureyrar gerir
nauðsynlegt að fyrir næsta skóla-
ár vérði bætt úr húsnæðisvand-
ræðunum, svo að skólinn bíði ekki
stórhnekki fyrir ónógan húsakost.
Guðrún Brunborg
sýnir kvikmyr.dirnar Galapagos-
eyjar og Ostýrilát æska í Nýja-Bíó
næstu kvöld. Sýningarnar hefjast
í kvöld. Um starf frú Brunborg er
rætt í fokdreifapistlum á bls. 6.
Þingsálykfunartill. um rannsókn
á nýjum heyverkunaraðferðum
Heyfengur landsmanna 300 milljón kr. virði
Fimrn þingmenn Framsóknar-
flokksins hafa lagt fram á Al-
þingi till. til þingsályktunar um
rannsókn nýrra heyverkunarað-
ferða. Má það vera bændum,
ekki sízt þeim sem harðast liafa
orðið úti í sumar af völdum
óþurrkanna, mikið gleðiefni að
við þessu nauðsynjamáli skuli
hreyft á Alþingi. Þingmenn þeir,
er þingsályktunartillöguna flytja
eru þessir: Jörundur Brynjólfs-
son, Helgi Jónasson, Ásgeir
Bjarnason, Andrés Eyjólfsson og
Eiríkur Þorsteinsson. — Munu
bændur hvarvetna á lnndinu
fylgjast af áhuga með því hverja
afgreiðslu þessi athyglisverða til-
laga fær á Alþingi.
Þingsályktunartillagan er á þessa
leið:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að skipa í samráði við
Búnaðarfélag íslands þriggja
manna nefnd til þess að kynna sér
nýjar heyverkunaraðferðir hér á
landi og erlendis og árangur þeirra
Nefndin skili áliti til ríkisstjórnar-
innar fyrir lok janúarmánaðar n.k.
Kostnaður við nefndarstörfin
greiðist úr ríkissjóði.
í greinargerð segir, að óþurrk-
arnir í sumar hafi vakið athygli al-
þjóðar enn á ný á þéim voða sem
yfir landbúnaðinum vofi, meðan
ekki hafi fundizt örugg ráð til að
koma i veg fyrir stórskemmdir á
heyfeng af völdum ótíðar. Getið
er um aðferðir þær, sem áður hafa
helzt verið reyndar til að bæta úr
þessu ástandi, svo sem votheys-
gerð og súgþurrkun.
Stórvirkir heyþurrkarar.
Bæði votheysgerð og súgþurrk-
un hafi víða gefið góða raun, en
súgþurrkunin virðist þó ekki vera
einslít í verstu sumrum, þegar sí-
felldar úrkomur ganga og loft-
rakinn er mikill.
Nýlega hafi verið flutt til lands-
ins súgþurrkunartæki með lofthit-
un. Hita þau loftið með hráolíu-
brennslu um leið og því er blásið.
Erlendis hafi í selnni tið verið
teknir í notkun stórvirkir hey-
þurrkarar, þar sem blautt hey
þornar á svipaðan hátt og fiskúr-
gangur í beinamjölsverksmiðjum.
— Fari notkun þeirra mjög í vöxt.
Upplýsingar af skornum
skammti.
Upplýsingar um heyþurrkun af
þessu tagi séu þó enn af skornum
skammti hér heima. Upplýsinga
verði að afla um stofnkostnað og
reksturskostnað og á hvern hátt
slikar verkunaraðferðir geti helzt
orðið hinum dreifðu byggðum hér
á landi að gagni, ef tiltækilegar
þættu. Virðist þvi óhjákvæmilegt,
að farið verði utan til að kynna
sér tækin og aðferðina, t. d. í Bret-
landi og Kanada, þar sem hún hef-
ur verið reynd í framkvæmd.
Samræmdar framkvæmdir.
Þá er bent á, að eðlilegt væri
að nefnd nú, sem skipuð yrði skv.
tillögunni, gerði einnig áætlun um
samræmdar framkvæmdir til að
tryggja landbúnaðinn gegn stór-
áföllum af völdum óþurrka. Þær
framkvæmdir ættu þá að að auka
þá heyverkun til öryggis, sem
reynd hefur verið hér á landi (vot-
heysgerð og súgþurrkun) og taka
upp stórvirkari aðferðir. Yrði þá
að taka tillit til mismunandi stað-
hátta og fjárhagslegra möguleika.
300 millj. kr. verðmæti.
Loks er því vikið í greinargerð,
að heyfengur landsmanna muni nú
nema um 3 millj. hestburða, laus-
lega áætlað um 300 millj. kr. að
verðmæti. Oft liggi þriðjungur
þessa afla undir skemmdum sama
sumarið, ónýtist eða missi fóður-
gildi til mikilla muna. Hér sé því
um stóran lið að ræða í þjóðarbú-
skapnum.
/