Dagur - 09.11.1955, Side 1
12 SÍÐUR
Fylgist með því, sem gerizt
hér í kringum okkur. —
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Dagur
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 16. nóvember.
XXXVIII. árg.
Akureyri, miðvikudagnn 9. nóvember 1955
52. tbl.
Miklar skemmdir af eldi á Hótel
KEA síðasfliðinn miðvikudag
Viðgerð hraðað svo að eðlileg starfræksla í
veitingasölum féll ekki niður
Aðfaranótt miðvikudags urðu
miklar skemmdir af eldi á Hótel
KEA. Næturvörður varð eldsins
var um kl. 4.45 um nóttina. Var
slökkviliðið þegar kvatt á stað-
inn, en hótelstjórinn, Sigurður
Sigurðsson, gerði tilraun til að
slökkva með handslökkvitækjum,
en árangurslaust.
Eld"urinn var í uppþvottaher-
bergi inn af eldhúsi, í skilrúmi á
milli þess og veitingasals, en reyk
lagði fram í salina og um bak-
dyraganga. Slökkviliðið kom fljótt
með háþrýstidælu sína og kæfði
eldinn. Gestir, sem voru 31 ,að
tölu, voru vaktir, en ekki var
hætta á að eldurinn kæmist að
gestaherbergj um.
Ljótt um að litast.
Þegar slökkvistarfinu var lok-
ið, var ljótt um að litast í eldhúsi
og veitingasal. Allt var brunnið
innan úr uppþvottaherberginu,
og þar eyðilagðist mikið af alls
konar borðbúnaði, uppþvottavél
og margt fleira. Skilrúm í milli
eldhúss og veitingasals brann
(Framhald á 11. síðu).
396:2314
Umsóknir um íbúSalán sex sinnum fleiri
á Faxaflóðsvæðinu en í fjórðungunum
Akureyrarkirkja
15 ára 17. nóv.
Hinn 17. nóvember næstk.
eru liðin 15 ár síðan Akureyrar-
kirkja var vígð. Verður afmæli-
isins minnst með hátíðasam-
komu í kirkjunni að kvöldi af-
mælisdagsins. Verður tilhögun
auglýst síðar. — Þá mun verða
hátíðaréuðsþjónusta í kirkjunni
sunnudaginn 20. nóvember.
'Tölur húsnæðismálastjórnar varpa ljósi á mis-
skiptingu fjármagnsins og fjárfestingarinnar
Bóndi í Skiðadal fórst í snjóflóði
Helgi Aðalsteinsson á Ytri-Másstöð-
um kom ekki heim úr kindaleit
Hörmulegt slys varð í
Skíðadal sl. fimmtudag, er
bóndinn á Ytri-Másstöðum,
Helgi Aðalsteinsson, varð fyr-
ir snjóflóði og beið bana.
Helgi fór að heiman fyrir há-
degi á fimmtudaginn til að svipast
að kindum, sem hann hafði vantað,
en vissi þó á hvaða slóðum þær
voru. Mun hann jafnframt hafa
aðgætt hey, sem hann átti nokkuð
utan við Másstaði. Veður var
helduj- slæmt, bleytuhríð og
skyggni lélegt. Heima á bænum
var kona Helga, Ester Jósavins-
dóttir frá Auðnum, og 5 börn
þeirra, hið elzta 12 ára. — Þegar
hana tók að lengja eftir manni sín-
um, brauzt hún að næsta bæ, sem
er Dæli, og bað um hjálp til að
leita að Helga. Var brugðið skjótt
við á Dæli og hringt um allan
Svarfaðardal og til Dalvíkur, að
safna leitarmönnum. Fóru nokkr-
ir menn þegar af stað og síðar
fteiri og leitaði fjölmenni um
nóttina og fram á morgun. A tí-
unda tímanum fannst Helgi örend-
ur í snjóflóði, upp af heyi því, sem
fyrr getur. Hafði snjóflóð tekið
hann, er hann var að fara yfir gil,
talsvert uppi í brattri fjallshlíð.
Flóðið var ekki stórt, og mun
snjórinn, sem huldi Helga, hafa
verið hálfur metri á dýpt. Averki
var á höfði og taldi læknirinn í
Dalvík, sem var kvaddur að Más-
stöðum þegar um kvöldið, að hann
mundi hafa orðið Helga að bana.
Er þetta hörmulegur atburður, er
ungur, röskur bóndi ferst þannig
við störf sin, frá konu og ungum
börnum. Helgi var aðeins rösk-
lega þrítugur að aldri. Rauðikross-
inn gengst fyrir fjársöfnun til
hjálpar heimilinu og er ávarp til
almennings birt hér að neðan.
Húsnæðismálastjórn hefur
birt tölur um umsóknir um
lán út á íbúðarhúsnæði sam-
kvæmt hinni nýju húsnæðis-
málalöggjöf.
Er sótt um lán út á 2720 íbúðir,
að því er Hannes Pálsson, sem á
sæti í húsnæðismálastjórn, upp-
lýsti í útvarpserindi á mánudags-
kvöldið. Meiri athygli en heildar-
talan sjálf — þótt hærri sé en
ætla mátti — vakti sú skýring, að
Faxaflóasvæðið og Vestmannaeyj-
ar hafa í smíðum um það bil sex
sinnum fleiri íbúðir en öll lands-
byggð önnur, ef dæma má eftir
umsóknafjöldanum. Ibúðir, sem
óskað er að fá lán út á í Reykja-
vík, í Gullbringu- og Kjósarsýslu,
Akranesi og Vestmannaeyjum, eru
samtals 2314, en á gjörvallri ann-
arri byggð landsins, þ. e. Vestur-
landi, Vestfjörðum, Norðurlandi,
Austurlandi og Suðurlandsundir-
landinu öllu 396 samtals.
Misskipting f jármagnsins.
Þessar tölur varpa skýru ljósi á
misskiptingu f jármagns og f járfest-
ingar í landinu, og minna á, að
ráðstafanir til að draga úr óheil-
brigðri þennslu í efnahagskerfinu,
verður að miða við þá tví-
skiptingu, sem orðin er í milli
Faxaflóasvæðisins annars vegar
og annarrar byggðar hins vegar.
Auk þessara gífurlegu bygginga-
framkvæmda einstaklinga syðra,
pru svo framkvæmdir fyrirtækja
og hin sopinbera, og svo öll mann-
virkjagerðin á Keflavíkurflugvelli.
Er ekki að furða, þótt hallist á í
þjóðarbúskapnum. Nánar er rætt
um þessi mál í forustugr. á bls. 6.
Björgvin kominn heim
Björgvin Guðmundsson tónskáld
og frú hans eru nýlega komin
heim að lokinni sumurdvöl í Kan-
ada. Dagur væntir þess að geta
sagt frá för þeirra nánar síðar.
Beinhákarl - einn slærsli fiskur sem til
er - strandaður á fjörum Akureyringa
L
Hjálparbeiðni
Rauði krossinn efnir til fjársöfnunar til
lieimilisins á Ytri-Másstöðum
Eiiis og almennitigi cr kunnugt af frrltum i útvarpi
og biöðum s/teði pað sorglega slys í Skiðadal, nð bónd-
inn d Ytri-Mdsstöðum, Helgi Aðnlsteinsson, dó skyndi-
legn nf slysförum fimtudaginn 3. nóvember sl.
Helgi bfó d Ytri-Mósstöðum með konu sinni, Ester
Jósavinsdóttur og höfðu þau eignazt fimtn börn, setn
öll eru í ómegð, — hið yngsta dtta mdnaða gamalt, en
hið elzt.a tólf dra.
A jörðinni hvildu miklar skuldir og til pess «ð bregja
skorlinum frd dyrum urðu hjónin mikið a sig nð leggja.
Öllttm md Ijóst. vera, að ekkjati með ungu börnin er
stödd i mikitli neyð. Þörf'er hér d skjólri og góðri h jrílp.
Rauði kross íslands, Akureyrardeild, hefur beitt sér
fyrir almennri jjúrsöfnun til stuðnings hinum bdg-
stöddu. Tekið n móli framl. hjd blöðíinum og i Bun-
aðarbankanum.
Á sunnudaginn var sáu Inn-
bæingar stórfisk á sveimi á
Pollinum, aðallega sunnan
við Höepfnersbryggju. Skar
stór bakuggi yfirborð sjávar-
ins. Um sinn strandaði fiskur-
inn á marbakkanum, og barð-
ist þar um, og þekktu menn
að þetta var hákarl.
En hann losnaði af grynning-
unni og hélt áfram hringsóli um
sunnanverðan Pollinn. A mánu-
dagsmorgun sást að hann var
strandaður á grynningum við
Leirugarðinn. Fjaraði þar undan
honum og drapst hann þar.
Sannkallaður stórfiskur.
Þetta reyndist vera beinhákarl,
sem er einn stærsti fiskur, sem til
er, og slagar upp í hvali að stærð.
Þessi var um 7 metrar á lengd, en
venjuleg stærð á beinhákarli er frá
7—14 metrar. Beinhákarl á heima
í norðanverðu Atlantshafi, og lifir
á svifi og smáátu, líkt og skíðis-
hvalir. Hann er mjög smátenntur,
en kjaftvíður og allferlegur ásýnd-
um. Hér við land er hann algeng-
astur við Suðvesturströndina, að
sögn dr. Bjarna Sæmundssonar í
Fiskabókinni, en sjómenn hér
nyrðra segja hann orðinn algengan
á síldarmiðunum fyrir Norðuraust-
urlandi á sumrum nú í seinni tíð.
Mikil lifur.
Fyrr á tímum var beinhákarl
veiddur vegna lifrar, en fullvaxinn
hákarl gefur 6—14 tunnur af lrfur.
Var hann eitthvað skutlaður
sunnanlands á fyrri tíð, en aldrei
hér nyrðra. — Hákarlamenn hér
veiddu aðins „þann gráa“, hina
venjulegu hákarlstegund.
Ekki er vitað til að beinhákarl
hafi fyrr borið hér á fjörur, en
sagnir eru um að „sá grái“ hafi
verið hér á Pollinum og jafnvel
sótt í hræ upp í Eyjafjarðará.
Á þurru um stórstraumsfjöru.
Á mánudaginn gerðu ýmsir bæj-
arbúar sér ferð út á Leirugarð til
að sjá skepnuna, sem ekki var fög-
ur álitum. Um morguninn var svo
af henni dregið, að hún rétt aðeins
myndaðist til að skella saman
skoltinum þegar drengir í fjörunni
hentu steinum í hana, en gerði þá
enga tilraun til að hafa sig út á
djúpið. Líklegt er að hákarlinn
hafi verið eitthvað laskaður er
hann fór að leita á fjörumar hér.
Hákarlinn lá í gærkveldi á sama
stað, við Leirugarðinn.. Mun hann
allur á þurru um næstu stór-
straumsfjöru. Ofært sýnist að láta
hann rotna þarna og þyrfti að fjar-
lægja hann.