Dagur - 09.11.1955, Page 2
2
D A G U R
Miðvikudagiinn 9. nóvember 1955
_
Bréf, í tilefni af útvarpserindi Helga Hjörvar:
Víöa pottur brotinn úti um sveitir
Blaðinu hefur borizt bréf frá
lesanda, sem kallar sig „áhorf-
anda“, um vandamál skemmt-
anahalds í sveitum í grennd við
kaupstaðina, einkum í heima-
vistarskólahúsum. Eru þar at-
athyélisverðar ábendingar um
þetta efni, sem mjög hefur ver-
ið á dagskrá síðan Helgi Hjör-
var, skrifstofusíjóri, lýsti einni
slíkri samkomu sunnanlands í
útvarpserindi fyrir skömmu.
Bréliitara farast orð á þessa
leið:
..Hún var óglæsileg lýsingin,
sem Helgi Hjörvar birti þjóðinni
í útvarpsþættinum „Um daginn og
veginn“ 17. okt. sl. af samkomu-
haldi í einum heimavistarbarna-
skóla í nágrenni Reykjavíkur. Það
er dapurlegt til þess að vita, að
slíkar skemmtanir, eins og þar var
getið, skuli geta átt sér stað og það
á stöðum, sem byggðir hafa verið
upp til þess að efla menningu og
siðgæðisvitund barna og ung-
linga. En það ætti að vera orðið
öllum ljóst, að skólahald og opin-
berar skemmtisamkomur, eins og
þær eru starfræktar nú, eiga ekki
að fara frarri úndir sama ‘þak'i. Og
þó munu yíirmenp skólamála hafa
leyft þannig byggingar allt til
þessa.
Fyrirmæli menntamálaráðherra.
,.I september árið 1950 sendi
Björn Ólafsson, þáverandi mennta-
málaráðherra, sennilega öllum
skólastjórum bréf, þar sem fyrir
þá var lagt, að sjá um, að áfengi
væri ekki um hönd haft á skemmt-
unum eða fundum, sem fram færu
í skólabyggingum, er stæðu undir
eftirliti fræðslumálastjórnar og
áttu þeir að bera ábyrgð á því, að
þeim fyrirmælum væri hlýtt.
Hvernig geta skólastjórar þetta,
eins og nú er komið um samkomu-
haid, þar sem áfengisneyzla " og
jafnvel áfengissala í laumi á sér
stað og það ef til vill í allstórum
stil og stundum í blóra við öl og
gosdrykki? Slíkt er ekki á nokkurs
manns færi, jafnvel ekki lögregl-
unnar, þegar verst gegnir. Og hvað
er þá til ráða? Sumir segja: „Þetta
er faraldur, sem gengur yfir og
hjaðnar niður. Það gerir illt eitt
að sporna móti.“ Aðrir telja þetta
sjúkleika í þjóðfélaginu, sem stöð-
ugt magnist sé ekkert aðhafst.
Það þurfi að fá aukið lækna- og
hjúkrunarlið, ef þjóðin eigi að
bjargast. Þetta sé andlegur Svarti-
dauði, sem sé háskalegri hinum
fyrri. Það mun nokkuð vera hæft
í þessu.“
Friðum skólahúsin!
„Drykkjudýrkun hefur lengi
fylgt íslendingum. En með breytt-
um atvinnuháttum, greiðari sam-
göngum, æsandi skemmtiatriðum
og vaxandi kaupmætti hefur þetta
færzt í vöxt, svo að til nýrra vand-
ræða horfir. Skemmtisamkomur
eru viða alræmdar fyrir drykkju-
slark og íllindi og skólahús, sem
notuð eru til slíkra hluta, eins og
sums staðar er, bera menningunni
ekki fagurt vitni. En hvers vegna
ekki að sétja á samkomubann í
skólabyggingum um lengri eða
skemmri tíma, þar sem ekki reyn-
ist hægt að framfylgja lögum og
reglum og hafa íulla stjórn á sam-
komunum? Eg held sð það myndi
efla samtök félaga og annarra að-
ila um velsæmi á samkomum, ef
sú hætta væri yfirvofar.di. En
þetta mætti kallast. fullkomin
neyðarráðstöfun, sem ég tel að
ætti þó rétt á sér, þegar úr hófi
keyrir og ekki finnst önnur heppi-
legri lausn. Hins vegar veit ég vel,
að þetta yrði ekki sársaukalaust,
sízt fyrir unga fólkið, því aö æsk-
an þarf að skemmta sér. En þess
verður jafnframt að krefjast af
henni og öðrum, að það sé gert á
þann hátt, að ekki sé til minnk-
imnar. Samkomubann í skólabygg-
ingum yrði engin lausn eða lækn-
ing á áfengisbölinu. Það væri að-
eins gert til að „hreinsa til“ í skól-
ú'ntmi, því að það verðúr að telj-
ast smánarblettur á þeim og þjóð-
félaginu um leið, að þar skuli
leyfðar samkomur með skrílslát-
um og drykkjuskap og það í
heimavistarbarnaskólum og á með-
an börnin halda þar til. En það
átti sér stað í skólanum, sem Helgi
Hjörvar gat um, ef rétt er með
farið og svo er kannske víðar.
Skýrslur um skemmtanahald.
„Mér finnst það athugandi fyrir
fræðslumálastjórn og menntamála-
ráðuneytið, hvort ekki sé full þörf
og ástæða til að krefjast skýrslu-
halds vegna skemmtisamkoma, er
fram fara í byggingum heimavist-
arskólanna og þó sérstaklega í
barnaskólunum. Tel ég að útbúa
ætti sérstakt skýrsluform fyrir
þetta og ætti það að vera útfyllt
og undirritað af skólastjóra, for-
manni skólanefndar og hreppstj.,
eða annars yfirvaldsmanns við-
komandi staða. Þá myndi koma í
Ijós, hvernig samkomurnar færu
fram og hve oft á skólatímanum.
Gerðar yrðu þá ráðstafanir, ef
ástæður þættu til þess.
Áhorfandi.“
Vörubíll til sölu
módel 1941. Selst ódýrt.
Afgr. vísar á.
DANSLEIKUR
verður haldinn að Hrafnagili
laugardaginn 12. nóvember
ng liefst kl. 10 síðdegis.
Hljómsveit leikur. Veitingar.
KVENFKLAGIÐ
íslendingur á forsíðum
heimsblaðanna
ÞAÐ BER EKKI oft við að ís-
lenzk efni sjáist á forsíðum heims-
blaðanna. En svo fágætur við-
burður gerðist í lok sl. mánaðar,
er Halldór Kiljan Laxness hlaut
bókmenntaverðlaun Nobels. Is-
lenzk blöð hafa þegar greint all-
rækilega frá ummælum Norður-
landablaða, en hvað sagði heims-
pressan? Hér er sýnishorn: Asso-
ciated Press fréttastofan sendi út
eftirfarandi umgetningu, sem birt-
ist í ýmsum stórblöðum, m. a.
New York Herald Tribune.
—o—
„STOKKHÓLMI 27. október:
Bókmenntaverðlaun Nobels 1955
voru veitt Halldóri Kiljan Laxness
frá íslandi i dag, fyrir hina hetju-
legu skáldlist hans, sem hefur end-
urvakið forna, íslenzka frásagnar-
snilld, að því sænska akademían
hermdi í tilkynningu um veiting-
una.
Laxness, sem hóf skáldferil sinn
sem drengur, er hann sat yfir ám
föður síns, mun því taka á móti
bankaávísun, að upphæð 36.720
dollarar, úr hendi Gústafs VI. Ad-
olfs Svíakonungs, á hinni hefð-
bundnu Nobelshátíð hér í borginni,
hinn 10. desember.
Veittist að NATO.
Veitingin í dag batt endir á
margra ára harðvítugar deilur út
af útnefningu íslendingsins, sem
eitt sinn kallaði Norður-Atlants-
hafsbandalagið — en Island er þar
meðlimur — „félagsskap stríðs-
vitfirringa“. („A society of war
Iunatics“). Góðir heimildarmenn
herma, að meðlimir konunglegu
sænsku akademíunnar hafi sigrazt
á andúð sinni á róttækri pólitík
herra Laxness vegna mildara and-
rúmslofts, er nú virðist ríkja í al-
þjóðasamskiptum.... Herra Lax-
ness er bezt þekktur erlendis af
skáldsögum sínum „Sölku-Völku“,
sem hann hóf að rita sem kvik-
myndaleikrit í Holíywood, og
„Sjálfstæðu fólki“. í báðum þess-
um skáldsögum er fjöldi persóna
með heitar tilfinningar í harðri
lífsbaráttu, en baksviðið er stór-
brotin náttúra.
„Af „Sjálfstæðu fólki“, sem kom
út erlendis seint á fjórða tug ald-
arinnar, seldust 850.000 eintök í
Bandarikjunum og 300.000 eint.
í Sovét-Rússlandi.
MAÐURINN, sem vinnur bók-
menntaverðíáun 'Nóbéls rfæst á
efíir Ernest Hemingway og Win-
ston Churchill, er einhver marg-
(Framhald á 5 síðu)
Blaðinu hefur borízt eftirfarandi
bréf, sem stílað er til allra drengja,
er áhuga hafa fyrir knattspyrnu:
„KÆRU DRENGIR!
Sem gamall knattspyrnumaður
langar mig til að senda ykkur fá-
einar línur í tilefni af hæfnisprófi
því, er Knattspyrnusamband ís-
lands hefur gengist fyrir og ætlað
er ykkur. Eg er þess fullviss að
hæfnispróf eins og þetta getur haft
ákaflega mikla framtíð3rþýðingu
fyrir ykkur sem knattspyrnumenn
og knattspyrnuíþróttina í heild.
Allt er undir ykkur komið sjálfum,
að þið leggið kapp á að æfa ykkur
og reyna síðan að leysa þrautirn-
ar.
Þið vitið allir, að samb. veit-
ir ykkur ókeyptis brons-, silfur- og
gullmerki fyrir að leysa tilsvar-
andi þrautir. Innan hvers íþrótta-
félags, sem hefur knattspyrnu á
íþróttaskrá sinni, getið þið reynt
við lausn þrautanna undir stjórn
unglingaþjálfara, sem gerir skýrslu
yfir árangrana og sendir knatt-
spyrnusambandinu. Gegn þessari
skýrslu sendir Knattspyrnusam-
bandið svo merki til viðkomandi
félags, sem sér um að koma því til
eigandans.
Ef þið hafið knött, getið þið
æft ykkur sjálfir og nú skal eg
segja ykkur hvernig bezt er að
haga sér við það: Þið byrjið þá á
fyrstu þrautinni fyrir bronsmerkið
og æfið ykkur daglega, unz þið
getið leyst hana.
ÞÁ ER FYRST að útbúa 75 cm.
breitt mark með steinum, prikum
eða að kríta það á vegg. 6 metra
frá markinu og fyrir því miðju
dragið þið strik og á það er knött-
urinn settur. Þrautin er í því fólg-
in, að spyrna knettinum með inn-
anfótarspyrnu rakleitt í markið.
Spyrna skal 5 sinnum með hægri
og 5 sinnum með vinstri fæti.
Hæfið þið markið 6 sinnum alls,
nægir það fyrir bronsmerkið.
Innanfótarspyrnan er fram-
kvæmd þannig: Jafnvægisfóturinn
settur við hlið knattar og vísa taer
hans í spyrnuáttina. Á honum lítið
eitt bognum hvílir líkaminn í ör-
uggu jafnvægi. Spyrnufótur er
teygður lítið eitt aftur og honum
snúið þannig í mjaðmalið, að tær
hans vísa beint til hliðar og liggur
hann þá þvert við spyrnuáttinni.
Líkaminn vel uppréttur. Síðan
kemur sveifla spyrnufótar fram og
nemur innri hlið hans við knöttinn
og fylgir honum iítið eitt eftir.
Bolurinn er undinn gegn mjaðma-
hreyfingunni, svo að gagnstæð öxl
kemur fram.
—o—
ÞESSA HREYFINGU getið þið
fyrst gert nokkrum sinnum án
knattar, þar næst getið þið spyrnt
nokkrum sinnum úr kyrrstöðu og
síðast kemur' svo spyrnan með til-
hlaupi. Munið að horfa á knöttinn
um leið og þið spyrnir, og enm,
fremur að leggja ekki of mikinrí
kraft í spyrnuna, þvHað hann má-
aldrei koma á kostnað mýktar og
nákvæmni, ög'úmfram'allt gleym-
ið ekki að æfa báða fæturna og
þánn lélegrí sín’ú méira. Þegar þið’
eruð búnir að æfa þetta nógu vel?
tökum við næsta atriði fyrir. Meðú
íþróttakveðju, ykkar einlægue-
H.b.“.
Avarp frá gömlum Möðruvellingum
í tilefni af 75 ára afmæli Möðru-
vallaskólans 1. ok t. sl. var Mennta
skólinn á Akureyri settur að
Möðruvöllum í Hörgárdal laugar-
daginn 15. október sl. með virðu-
legri athöfn að viðstöddu fjöl-
menni.
Þórarinn Björnsson skólameist-
ari Menntaskólans á Akureyri
hafði sérstaklega boðið öllum nú-
lifandi nemendum Möðruvalla-
skólans að sækja þessa afmælis-
hátíð, en aðeins 16 voru þar mætt-
ir. Höfðu þeir þann sama dag fund
með sér og komu sér þar saman
um að beita sér fyrir eflingu
Minningarsjóðs J. A. Hjaltalíns
skólastjóra, sem stofnaður var fyr-
ir nokkrum árum af gömlum nem-
endum hans og vinum, en mark-
mið sjóðsins er að styrkja efnilega
nemendur Menntaskólans á Akur-
eyri, og þá einkum þá nemendur,
er sköruðu fram úr í þeim náms-
greinum, er Hjaltalín sérstaklega
kenndi: íslenzku og ensku. Var
nefnd kosin til að hafa forgöngu
um mél þetta, og hefur hún þegar
snúið sér bréflega til allranúlifandi
Möðruvellinga, er henni var kunn-
ugt um.
Þar sem nefndin veit, að Hjalta-
lín skólastjóri og Menntaskólinn á
Akureyri eiga unnendur og aðdá-
endur um allt land, en hópur
gcmlu Möðruvpljinganna of fálið-
^ður orðinn til þess að unnt sé að
búast við nægilegu framlagi írá
honum, svo að sjóðurinn verði
starfhæfur, vill nefndin hér með
skora á yður öll, og þá einkum
eldri nemendur Menntaskólans á
Akureyri, að Ieggja þessu máli lið.
Tökum því saman höndum og
heiðrum minningu Hjaltalíns sál.,
hins merka skólastjóra og styrkj-
um jafnframt efnilega nemendur
Menntaskólans á Akureyri með
því að efla áðurnefndan sjóð, svo
að hann verði fær um að gegna
ldutverki sínu sem fyrst.
Guðmundur Pétursson útgerðar-
maður, Akureyri, gjaldkeri fram-
kvæmdanefndar, eða !Þórarinn
Björnsson, skólameistari, Akur-
eyri, veita gjöfum til sjóðsins við-
töku og koma þeim til skila, ásamt
lista yfir nöfn gefenda og framlög
þeirra.
I framkvæmdanefndinni.
Páll Skúlason, Akureyri.
Guðmundur Pétursson, Akureyri.
Björn Jónsson, Akureyri.
(Önnur blöð vinsamlega beðin
að birta þetta ávarp.)
Skákfélag Akureyrar efnir um
þessar mundír 'ti’l nýstárlegra.r
skákkeppni. Þurfa þátttakendur
að ljúka skákum sínum á einni
klst. Keppnin hófst á mánudag,
en nýjir skákmenn komast enn
að og þurfa að mæta annað kvöld
í Ásgarði kl. 8.30.
Álieit til Kvenfélags Akureyr-.
arkirkju. Frá N. N. 100 kr. —
Kærar þakkir. S. Á.