Dagur - 10.12.1955, Blaðsíða 4
4
i 11
DAGUR
Laugardaginn 10. desember 1955
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa i Hafnarstræti 90. — Sími 1166.
Argangurinn kostar kr. 75.00.
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi
og á laugardögum þegar ástœða þykir til.
Gjalddagi er 1. júlL
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Nýir verzlunarhættir
UNDANFARNAR VIKUR hefur nýjung í verzlun-
arháttum verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Á
þrem stöðum á landinu liafa verið opnaðar verzlanir
með sjálfsafgreiðslusniði, í Reykjavík á vegum Sam-
bands íslenzkra samvinnufélága, í Hafnarlirði og á
Selfossi á vegum kaupfélaganna þar. Fyrirkomulag
þetta hefir tiðkast um nokkurt skeið í stórborgum er-
lendis, og reynst þar mjög hentugt og til þess fallið að
auðvelda allt starf verzlunarfólks. Þessi mál hafa all-
lcngi verið á döfinni innan samvinnuhreyfingarinnar,
og um nokkurt árabil hefur staðið til að opna verzlun
með þessu sniði í Reykjavík. En hér fór sem svo oft
áður. Samvinnuhreyfingin mætti öflugri motspyrnu
og kemur hún enn úr sömu átt. Hagsmunasamtök
sérhyggjumanna hafa aldrei skyrrst við því að tor-
velda brautryðjandastarf samvinnuhreyfingarinnar.
Lengi vel fékkst ekki fjárfestingarleyfi fyrir fram-
kvæmdum þessum, en svo loks er það lékkst, þver-
skölluðust bæjaryfirvöldin í Reykjavík við að veita
lóð undir verzlunina. En með cinbeittum vilja og
stöðugu og stórhuga starli tekst samvinnumönnum
að koma framförum sinum í kring. Svo fór einn-
ig hér, og liefur Sambandið nú opnað glæsilega
verzlun með sjálfsafgreiðslusniði í lijarta höíuðborg-
arinnar.
EN ÞAÐ GERAST víðar undur en suður á landi.
Hér á Akureyri mun nú á næstunni verða opnuð ný
verzlun mcð þessu nýja fyrirkomulagi. Er það Kaup-
félag Eyfirðinga scm að henni stendur. Verzlun
þessi, sem cr til húsa í Brekkugötu 1, mun hai'a á boð-
stólum allar fáanlegar nýlenduvörur. Gefst Akur-
eyringum nú kostur á að kynnast og notfæra sér
þessa breyttu og bættu verzlunarliáttu, og er ekki
að efa, að þeir kunni að meta framfarir þessar að
verðlcikum. Ljóst cr, að þar sem viðskiptavinirnir af-
greiða sig sjállir, hlýtur þettá fyrirkomulag að háfa
i för méð sér lækkaðan drcilingarkos,tnað, jafnframt
því, sem kaupcndurnir verða óháðari áfgreiðshifólk-
inu. Enda þótt stofnkostnaður sé að sjálfsögðu mikill,
er afar mikilvægt, að liugnýttar séu allar leiðir að
aukinni umsetningu og minni reksturskostnaði og
möguleikar til þess að lækka dreifingarkostnað og
minnka mannahald við vcrzlunarstörf. Fámenn þjóð
má sem rainnst af vinnuafli sínu missa frá hinni
skapandi atvinnugrein, framleiðslunni.
ÞAÐ ER TÁKNRÆNT að enn skuli samvinnu-
hreyfingin hafa förustuna um breytta verzlunarháttu.
Það hefur alla jafna viljað fara svo, að verzlun væri
rekin sem beint gróðafyrirtæki. E rþað verk hinna
skefjalausu samkeppnismanna. En samvinnuverzlun-
in er þannig upp byggð, að lnin er ekki rekin sem
gróðafyrirtæki, heldur sem þjónusta. Fyrrum var það
altítt, að flestir væru sjálfum sér nógir, þurftu lítið
til annarra að sækja. Breyting er nú á því orðin eins
og svo mörgu öðru. í nútíma þjóðfélagi liefur þróun-
in færst stöðugt í þá átt, að einstaklingarnir skipti
með sér verkum, og má segja að nú sé svo komið, að
enginn geti án annars verið. Gefur það að sjálfsögðu
auga leið, þar sem samstarf einstaklinganna er orðið
svo mikið, að hver og einn reyni að laga sig eftir
aðstæðunum, sé góður samvinnumaður og sýni í
starfi sínu lipurð og þjónustúlund. Ekkert félags-
kcrfi er eins líklegt að ala slíkan
hugsunarhátt upp í mönnum sem
sanivinnuhreyfingin. Állt hennar
starf er þjónusta. Samvinnufyrir-
tækin erú eign þess .fólks, sem við
þau skipta. Þess vegna er ágóðinn,
cr af starl'i þeirra fæst, endurgreidd-
ur eigéndunum, neytendunum.
Þarna kemur regin munurinn fram
á verzlun samvinnumanna og þeim,
sem rcknar eru af einstaklingum.
Gróðinn, scm kaupmennirnir hirða
er ekki cndurgrciddur til neytend-
anna, heldur rennur hann beint í
þeirra eigin vasa. í þessu san
bandi er fróðlegt aö fylgjast með ár-
legum cndurgrciðslum ‘samvinnú-
verzlananna, en þær nenta mörgum
milljónum nú síðastliðin fimm ár.
Þær staðreyndir æftu öllú öðru
fremur að opna augu' þeirra, sem
enn liafa ekki kómið auga á hina
miklu kosti samvinnuskipulagsins.
Er vonandi að hinir nýju verzlunar-
hættir reynist til þess fallnir að
auka enn á þá kosti.
JM gj
Jólasvipur að færast yfir bæinn.
Jólaundirbúningurinn, er þegar
farinn að sctja svip sinn á bæinn.
Verzlanir taka stakkaskiptnm á einu
kveldi og daginn eftir, gefur að
líta hverskýns jólavörur, fagurlega
útstilltum, eða að minnsta kosti eins
fagurlega og verzlunarfólkinu er
unnt. Þegar getigið er eftir miðbæn-
um og litið í búðargluggana, er það
þó ljóst að mismunandi hefur tek-
ist. Og bcra verzlanir þess nokkur
merki, jafnvel í hátíðarbúningnum,
að ekki hclur verið lögð nægilega
mikil áherzla á þá sérgrein verzlun-
arinnar að gera ytra útlit aðlaðandi
og eítirtektarvert íyrir viðskiftavin-
ina.
Ljósadýrðin mætti vera meiri.
Ljósadýrðin er hcldur ekki mikil,
miðað við þennan mánuð. Er það
sjálfsagt hæpinn sparnaður.
Jólastjarnan og stóra klukkan er
komin á sama stað og áður og liala-
stjarnan við Amaro einnig. Ekki
vcrður jjví neitað að fjölbreytni er
heldur lítil og hefði mátt vænta of-
urlitillar nýbreytni og aukinnar.
notkunar ljósanna. Getur þetta að
vísu staðið til bóta ennþi.
Forngripir í búðargluggum.
Dálítil skrýtin tilviljun er j>að,
að sjá útstyltum vínsettum og
staupum, liér í jtcssum Jturra bæ.
Of snemmt er fyrir mcnn að kaupa
þetta sem forngripi, enn scm komið
er. Sennilega á ]>ctta bara að minna
á hina gömlu og góðu daga, „j>eg-
ar vínið flóði á skál.“
„Móðir drcngjanna, sem tcknir
voru af héma tun árið.“
Engum dylst áhrifamáttur út-
varpsins. Það er sterkasta áróðurs-
tæki, sem til er hér á landi og mcsta
menningarstofnun landsins, gctur
það líka verið. Það er að nókkru
leyti, skóli allrar þjóðarinnar. Þcss-
vegna er bæði eðíilegt og raunar
sjálfsagt að um það sé deilt og að
fundið. En því Cr líkt farið og
öðrunt skólum, að ekki verða metin
og vegin áhrif j>ess, fyrr en seint
um síðir.
Þó eru áhrifin oftast augljé>sust
og fljótust að koma í ljós hjá ung-
lingunum.
Fyrir kemur, og J>að nokkuð oft,
að brekabörn taka stakkaskiptum
fyrir áhrif góðs kennara og það á
skömmum tíma. Á iirasta mótunar-
skeiði barna og unglinga, geta smá-
atvik, haft langvarandi áhrif. Til
dæmis eru J>au áhrif augljós í sain-
bandi við kvikmyndir. Þcgar Hrói
Hiittur er sýndur, má ganga út frá
því sem gefnu, að annarhver strák-
ur fær sér boga og örvar. Ef sérlega
slunginn glæpamaður er aðalsögu-
hctjan, freystar hún einnig til eftir-
líkinga. Hljótast oft vandræði af
þcssu.
Gregory kominn til
Vestmannaeyja.
Nýlega skaut Gregory upp koll-
inuin i Vestmannaeyjum. Hótaði
hann frómum borgurum lífláti,* og
braut rúður í húsum og gerði flcira
„sér til frægðar".
Ungir og gamlir hlustuðu á fram-
lialdssöguna, „Hver er Grcgory", í
útvarpinu í sumar. Loksins fengum
við spénnandi sögu. Jafnvel svo að
biirn fengust ekki til að fara út úr
lnisi, ]>egar nálgaðist sögulesturinn.
Þetta var saga sem sagði sex. Sannar
lcga tókst að gera hana spennandi.
Sagt var frá hryllilegum morðum,
einu eða fleiri í hverjum J>ætti en
glæpamaðurinn duldist í skuggan-
um til söguloka.
Onnur saga skaut upp kollinum
um svipað leyti. Hún lét ckki rinkið
yfir sér og bar nafnið: Ástir pipar-
sveinsins. Brátt kom þar, að hún
varð skæður keppinautur Gregorys,
svo vart mátti á milli sjá, áður eu
lauk. En ekki var hægt að liugsa
sér ólíkara efni. Ástir piparsveins-
ins kollvörpuðu algerlega J>eirri
kenningu, að spennandi sögur
J>yrftu að vera Ijótar.
Ekki hafa farið sögur af álirifum
Tipársveinsins en allviða licfur
Grcgory gert vart við sig.
Maður liokkur að nafni Guð-
mundur Jósafatsson, gerði útvarps-
sögur að umræðucfni 1 einu sunnn-
anblaðanna, nýlega. Þar segir m. a.
í lýsingu um eina þcirra: „Þar cr
söguhetjan pcrsónan, sem sagan
snýst öll um, maður, sein er allt í
senn: Þjófur, lygari, svikari, skjala-
falsari og sifjaspellvirkji.“
Við þessa upptalningu má svo
bæta öllum morðunum í Gregory-
sögunni. — í framhaldi af Grcgory
í Vestmannaeyjum og leit að hon-
um„ segir höfundur: „Hann er af-
kvæmi útvarpsráðs og }><> að sjálf-
sögðu ekki eingetið. Móðcrnið er
trúlega glæpamyndir kvikmynda-
húsanna og' afkvæmið alið á glæpa-
tímaritum og öðru liliðstæðu and-
legu feitmeti. En yi'ir }>etta lcggur
}>j<>ðin í heikt blessun sína, og þó
fyrst og fremst blessun allrar sinnar
viðfeðmú ‘fbrystu í andlegum mál-
um: Menntamálaráðúneytis, mennta
málaráðs, fræðslumálastjórnar, há-
mcnntaðra og ákaflega fjölmerinrar
kennarastéttar, að ógleymdum elztu
stofnunum (>jóffariiínar, Aljringi og
kirkjunrii. Afkvæmið vantar J>ví
ekki brautargengið,! svo að faðern-
ið má gjarnan vera öllu stoltara cn
Haraldur liárfagri forðum, jafnvel
þó óvíst sé, livort móðernið sé hóti
göfgara en þá. Faðernið getur því
þegar lögverndin liefur haft hcndur
í hári Gregory ]>ar í Eyjum, leitað
særndar sinnar á Iíkan hátt og Ólöf
sáluga í Kálfagcrði, sem á gamals-
aldri hafði }>að sér lielzt til vegs-
auka, að vera „móðir drcngjanna,
sem voru teknir af hérna um árið.“
Spegilgler
5 mm.
Nýkomið.
Byggingavörudeild KEA.
Ein frægasta kona heimsins heiðruð
Helen Kellcr, hin lieimsfræga daufdumba og blinda
kona, scm barizt hefur í áratugi íyrir velferðarmálum
blindra manna um lieim allan, er nú riýlega komin
lieim úr langri ferð til Austurlanda, og var henni
við heimkomuna margvíslegur sómi sýndur, 'bæði í
Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Hinn þekkti Haryardháskóli gerði hana að heiðurs-
cloktor, og hcfu rengin kona hlotið þann heiður fyrr.
Af háskólans liálfu var sagt við það tækifæri: „Frá
þöglumi og dimmum heimi hefur hún fært okkur
hljóma og ljós, og hún liefur auðgað líf okkar með
trú sinni og fordæmi.“
Hinn frjálsi háskóli í Vestur-Berlín, en iþað er al-
J>jóðleg stofnun, hefur einnig gert Helen Keller að
hciðursdoktor, en hún gat ekki verið nærstödd við J>að
tækifæri.
í tveim ríkjum Bandaríkjanna og Netv Yorkborg
hefur afmælisdagur hennar, 27 júní verið gerður að
hátíðisdegi „fyrir J>að starf, sem hún hefur innt af
höndum fyrir mannkynið um hálfrar aldar skeið."
Síðustu ferðina íór hún scm ráðgjafi félagsskapar,
sem vinnur að líknarstörfum fyrir blint fóh: í Austur-
löndum.
Ein eða fleiri?
Nú á dögum mega Múhameðstrúarmenn vera kvænt-
ir allt að fjórum konum. Þykir okkur Vesturlandabú-
um 'slfkt heldur í fleira lagi, og eru sumir jafnvel
hneikslaðir.
Annars vekur einkvænið hjá okkur bæði nndrun
og gremju austur }>ar, a. m. k. hjá sumum. Fyrir
skömmu sagði ung Arabakona við danskan trithöfund,
kynsystur sína:
„Nei, ég íæ álls ekk'i skiliff karlniennina ykkár.' Stund-
um eiga þeir 2—3 fráskildar koriur og svo eina, sem
þeir eru kvæntir J>á stundhta og halda fram hjá, ef
þeir geta." (Hér skýtur sú danska inn í, að arabakon-,
an hafi vcrið læs á frönsku og lesið franska <rómaua).
„Hjá okkur cru að vísu 4 konur undir sama þaki, en
við vitum a. m. k. með.hverri eiginmaður okkar cr í
slagtogi, og allar eigum við sama réttinn. Þið hljótið
á liinn bóginn að vera í niiklum vanda staddar með
öll óskilgctnu bömin, af því að mæður iþeirra eru
ckki giftar barnsfeðrum sínum."
Þannig cr líka hægt að líta á málið.
Jóla-amiríki
NÚ ÞEGAR er jólaundirbúningurinn hafinn á
heimilunum. Húsmseðurnar eru komnar í kapphlaup
við tímann. Jólagjafirnar eru hugleiddar í laumi þótt
sumar séu, og líklega flestarj ennþá ókeyptar. Hús-
móðirin rennir aðgaetnum augum yfir íbúðina og sér
að það er ekki vanþörf á að gera hana hreina. Hún
þarf ennfremur að ætla sér tíma til sauma og að
baka.
í jóla-annrikinu fer það oft svo, að húsmóðirin
tekur hluta af svefntíma sínum og ann ser engrar
hvíldar. Þegar þetta hefur gengið um tíma, fara að
heyrast hurðarskellir og hávaði. Skapsmunimir fara
úr skorðum og eiginmaður og börn verða 'fyrir 1>arð-
inu á elskunni sinni, sem einu sinni var, og blíðlyndri
móður, sem einu sinni var.
Þegar svo háfíðastundin loksins rennur npp, er
fjölskyldan ekki samstillt, húsmóðirin örþreýtt, hús-
bóndinn tæplega búinn að ná sér eftir geðvonzku-
köst konunnar og börnin yfirspennt af tilhlökkun
jólagjafanna.
Er ekki kominn tími til að endurskoða þetta allt
saman. Má ekki bíða að gera hreina íbúðina? Má
ekki spara bæði peninga og áhyggjur af jólagjafa-
farganinu? Er það ekki fyrir öllu, að jafnvægi heim-
ilanna haldist? Þá fyrst væri þess einhver von að
Jesúbarnið gleymdist ekki.