Dagur - 10.12.1955, Blaðsíða 1

Dagur - 10.12.1955, Blaðsíða 1
Dagur Akureyri, laugardagiun 10. desember 1955 57. tbl. Þrír ættliðir Eisenhower forseti gen&ur upp kirkjutröppur í Gettysburg í íyl£d meö syni sínum o£ sonarsyni. Afhending Björgunarskútu Norð- urlands tefst um marga mánuði Gjaldeyrisyfirvöldin sýna tregðu á nauðsynlegum leyfum KEA opnar fyrstu kjörbúS á Norður- landi, við Ráðhúsforg, næsfa miðvikud. Samvinnumenn á Islandi hafa forgöngu imi bætta þjónustu - Sænsk fyrirmynd notuð - Sérmenntaður verzlunarstjóri Samband íslenzkra sam- vinnufélaga og kaupfélögin hafa um skeiíV kynnt sér hið nýja verzlunarform, sem gekk undir nafninu sjálfsafgreiðsla, nú kjörbúðir, og er að rvðja sér til rúms í Vestur-Evrópu og Ameríku.. og hefur gjör- breytt gerð og Jyjónustu sölu- búða, þar sem það hefur náð að festa rætur. Sænskir samvinnumenn gerðu sína fyrstu tilraun 1944 við Odin- gatan 31 í Stokkhólmi. Gafst hún svo vel, að furðu sætti, og síðan hafa búðir af þessari gerð rutt sér til rúms í æ ríkara mæli, með nokkrum breytingum. A þessu ári, til dæmis, eru um 300 nýjar kjör- búðir opnaðar í þjónustu sam- vinnumanna í Svíþjóð. Auk þess eru kaupmenn teknir að feta í fótsporin. Danir og Norðmenn hafa num- ið af Svíum og kjörbúðir rísa upp hvarvetna. Kjörbúðunum vel tekið. Hér á landi var, fyrir nokkrum árum, gerð tilraun, en hún mis- heppnaðist. En ekki hefur verið látið þar við sitja, því að í haust voru tvær kjörbúðir opnaðar á Suðurlandi, í Hafnarfirði og á Sel- fossi, og litlu síðar hjá SÍS í Aust- urstræti i Reykjavík. Virðast þess- ar nýju verzlanir gefa ágæta raun og fólkið taka þeim vel. Undirbúningur hafinn í sumar. xxxvm árg. Síðustu fregnir herma, að enn verði nokkur dráttur á afhendingu Björgunarskútu Norðurlands. Átti að hleypa henni af stokkunum 1. desember sl., en vegna synjunar á gjaldeyrisleyfum fyrir ýmsum hjálparvélum og öxli í skipið, dregst afhending um langan tima. Aðalvél skipsins er komin fyrir löngu, en verður ekki sett niður fyrr en skipinu hefur verið hleypt af stokkunum. Hins vegar þarf að setja öxulinn niður áður. Stálsmiðjan smíðaði skipið, en Landsmiðjan mun eiga að setja vélarnar í það. Færið þyn^ist í þjóð- vegununi Síðustu dægur hefur moksnjóað, en viðast í logni. Allir vegir í ná- grenni voru greiðfærir í gær, en þó kominn nokkur snjór. Oxna- dalsheiði var rudd á miðvikudags- kvöld, en þar var lítils háttar haft. Vaðlaheiði og Fljótsheiði voru færar i gær. Færi er þó farið að þyngjast, en snjór er jufnfallinn. Engin síld í gær Engin síldveiði vai á Akureyr- orpolli í gær. En skipin, sem veiði fengu í fyrradag, lönduðu í Krossa- nesi í gær. Siómer.n telja líkur fyr- ir sildveiði ef til sunnanáttar brigði. Norðlendingar, og þjóðin öll, fylgjast vel með smiði hins lengi þráða skips og mun vissulega ekki sætta sig við þessi vinnubrögð, þar sem þau eru ekki vegna fá- tæktar, heldur af klaufaskap, að því er virðivt. Strangari hegningar- íöggjöf Svíar vilja fá strangari hegning- arlöggjöf fyrir akstur undir áhrif- um áfengis. Skoðanakönnun sýnir, að 56% af þjóðinni óskar þess. Hagstofa Svia hefur annast þessa skoðanakönnun eftir ósk Bindindisfélags ökumanna. Niðurstaða skoðanakönnunar- innar er, að 56% vilja þyngja hegningarákvæðin, 37% vilja hafa þau óbreytt, en 1% vill létta þau. Meiri hluti þeirra, sem Vill strangari hegningarákvæði, eða 81%, álita að öll áfengisneyzla ökúmanna varði við lög, en 12 % vilja hafa takmörkin við 0,5';lf) af áfengismagni í blóðinu. Konur eru strangari en karlar í þesSu efni og eldri menn strangari en þeir yngri. Sennilegt er talið, að þessi skpð- anakönnun sé í samræmii við þjóðarvilja Svia i þessu efni, þvi að enginn áróður komst nð í sam- bandi við viðtöl við þátttakendur. Verður friðunartími rjúpunnar styttur? Samkvæmt gildandi lögum, má aðeins veiða rjúpur á tímabilinu frá 15. okt. til 28. des. „Blessuð rjúpan hvíta“ er umdeildasti fugl- inn á landinu. Og svo einkennilegt, sem það kann að viriðast, hvílir enn mikil leynd yfir lifnaðarhátt- um hennar. Sum árin hverfur hún nær gjörsamlega, en fjölgar brátt aftur með ótrúlegum hraða. Vís- indamenn og leikmenn deila um ástæður fyrir þessu og jafnvel á löggjafarþingi þjóðarinnar hefur rjúpan v.erið eitt af þeim umræðu- efnum, er hleypt hafa hita í hina virðulegu sstfnkomu. Nú<umskeið hefur rjúpum fjölgað svo ört, að í sumar voru þær viða í þúsunda- tali heima.’við bæi og í heimahög- um bændabýlanna, víðs Vegafi á landinu. í vfetur hafa þalF viða verið skotnar töluvert. En* vegna snjóleysis, munu þær hafa haldið sig mest til fjalla og horfð alveg af láglend, nema á stöku stað. Nú er rjúpan ennþá orðin um- ræðuefni Alþingis. Komið er fram frumvarp um að stytta friðunar- timann. Flutningsmaður er Páll Zóphoníasson. Þykir honum sýnt að fjölgun og fækkun rjúpunnar lúti ákveðnum lögmálum, en veiði hefði minni áhrif en margir ætl- uðu. Samkvæmt reynslunni myndi rjúpum fækka mjög á næstunni, hvað sem allri veiði liði, Varð 140 ára Elzti maður Indlands er nýlega látinn. Hann hét Rasya Ram og var 140 ára. Hann er þvi fæddur. sama árið og Napóleon háði sina frægu orrustu við Warterloo. Eignarrétturinn á tunglinu Fyrir stuttu síðan var hafin sala á landskikum á tunglinu. Félag eitt vestan hafs seldi ekruna á einn dollar. Svo virðist, sem margir hafi haft áhuga á kaupun- um, þvi að 4500 manns keyptu sér skák. En nú er komin upp deila, því að maður einn segist hafa látið skrásetja kröfu til landa á tungl- inu í marz í fyrra. Hóta báðir að- ilar kærum og er ekki gott að gizka á hver málalokin verða. En það getur óneitanlega tafið nokk- uð framkvæmdir hjá hinum nýju eigendum, sem þegar hafa keypt. Ekki fylgir frétt þessari, til hverra nota hið nýja land er ætlað! KEA á Akureyri hefur um ára- bil haft áhuga á að gera tilraun með hið nýja form hér norðan- lands. Leigði það í sumar verzlunarhús með þetta fyrir augum, við Ráð- húsorg (Brekkugata 1). Hefur þar siðan verið unnið að undirbúningi og lagfæringum að sænskri fyrir- mynd. Vélar allar og verkfæri eru frá Svíþjóð. Baldur Ágústsson, starfsmaður hjá KEA, sem var á skóla i Sví- þjóð, var þegar ráðinn til að veita hinni nýju búð forstöðu. Sneri hann sér af alhug að þessum fræð- um ytra og gekk á skóla fyrir verzlunarstjóra i þessari grein. Er hann fyrir nokkru kominn heim (Framhald á 7. síðu). Nú er stutt á síldarmiðin! Síldarskipin á Akureyrarpolli hafa iengið nokkuö af smásíld. Snæfelliö, sem er næst Iandi, er aöeins táa metra framan viö tjamla slippinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.